Betra og stöðugra húsnæðisverð innan seilingar

Guðjón Sigurbjartsson skrifar um húsnæðismál.

Auglýsing

Hús­næð­is­verð hér er hærra en vera þyrfti og sveifl­ast mjög mikið með alvar­legum afleið­ing­um. Mik­il­vægt er að greina ástæður vand­ans vel og grípa til við­eig­andi ráð­staf­ana. 

Helstu ástæður sem nefndar hafa verið eru lóða­skort­ur, tregt aðgengi bygg­ing­ar­að­ila að lán­um, auk­inn kaup­máttur og lágir láns­vexti af hús­næð­is­lán­um. Sitt sýn­ist hverjum og eng­inn botn hefur náðst í mál­ið.

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun (HMS) áætlar að fram til árs­ins 2040 þurfi að með­al­tali 1.900 nýjar íbúðir inn á mark­að­inn á ári. Síð­ustu 10-20 ár hefur eft­ir­spurn sveifl­ast frá nokkur hund­ruð íbúðum á ári upp í um 5.000.

Ef hér væru öfl­ugir bygg­ing­ar­að­ilar sem gætu fram­leitt nýjar íbúðir miðað við lang­tíma­þörf lítt háð sölu­sveifl­um, myndi safn­ast upp lager af óseldum íbúðum í kreppum sem seld­ust þegar betur árar í efna­hags­líf­inu. Laus­lega áætlað færi lag­er­inn mest upp í um 5.000 íbúð­ir. Til þess að fjár­magna slíkan lager þyrfti um 150 millj­arða króna miðað við að 30 millj­ónir króna meðal kostn­að­ar­verð.

Sveiflur riðla skipu­lagi og hækka kostn­að­ar­verð

Þegar eft­ir­spurn eftir íbúðum hryn­ur, hrynur bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn líka. Við það tapar hann þekk­ingu og bún­aði, jafn­vel úr land­i. Þegar úr ræt­ist tekur það hann mörg ár að byggja sig upp aft­ur. Þegar það er langt komið kemur stundum nýtt hrun og með nýrri koll­steypu. 

Vegna sveifln­anna er fram­leiðni bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins hér mjög lág í alþjóð­legum sam­an­burð­i. Á árunum 2013 til 2014 var fram­leiðni vinnu­afls til dæmis 48% lægri hér en að með­al­tali en í Nor­egi, sam­kvæmt úttekt sem Ævar Rafn Haf­þórs­son hag­fræð­ingur vann undir leið­sögn Dr. Þór­ólfs Matth­í­as­son­ar, pró­fess­ors árið 2016 1). „Ef bygg­ing­ar­mark­aður hrynur með reglu­legu milli­bili riðl­ast skipu­lag­ið. Ef mark­að­ur­inn fylgir mann­fjölda­aukn­ingu og er sam­felldur er lík­legt að skipu­lagið sé betra. Kostn­að­ar­samt er að end­ur­hefja verk sem hafa stöðvast í miðjum klíð­u­m.“ Vinnu­afl hér er vafa­laust gott en sveifl­urnar gera út af við verk­skipu­lagið og það er ástæð­an.

Auglýsing
Framleiðni kann að hafa lag­ast nokkuð frá þessum tíma en veru­legar fram­farir nást ekki nema að hægt verði að fram­leiða hús­næði jafnt og þétt sam­kvæmt lang­tíma­á­ætl­un. Við það mun fram­leiðni aukast og með­al­kostn­að­ar­verð lækka. Þar með gæti verð íbúða lækkað tals­vert, jafn­vel um 15%. 

Ef nóg er til á lager af íbúð­ar­hús­næði í upp­hafi upp­sveiflu myndi verð­þensla vegna skorts á íbúðum vera veru­lega minni en við þá skort­stöðu sem stundum skap­ast. Gefum okkur að topp­ur­inn gæti lækk­aði um 15%.

Vissu­lega þyrfti að bæta fjár­magns­kostn­aði af óseldum íbúðum við kostn­að­ar­verð þeirra. Fjár­magns­kostn­að­ur­inn gæti í þessu dæmi numið 2-3% á ári og ef íbúðir væru óseldar í 3-4 ár yrði saman safn­aður fjár­magns­kostn­aður um 10%. En kostn­að­ar­verð íbúða lækkar mjög mikið við betra verk­skipu­lag og því myndi heildar kostn­að­ar­verð íbúða lækka veru­lega þrátt fyrir fjár­magns­kostn­að­inn sem kæmi í krepp­um.

Ef bygg­ing­ar­að­ilar hefðu nægt fjár­magn til að kaupa lóðir og fram­leiða íbúðir sam­kvæmt lang­tíma­eft­ir­spurn gætu sveit­ar­fé­lög und­ir­búið lóðir og selt þær jafn óðum sem myndi bæta fjár­hag sveit­ar­fé­laga líka.

Sam­kvæmt ofan­greindu mætti lækka verð íbúð­ar­hús­næðis um 5% -30% með nægri fjár­mögnun og betra skipu­lagi. Lækkun íbúða­verðs kæmi líka fram í minni hækkun verð­tryggðra lána.

Fjár­hags­legir burðir og vilji er allt sem þarf

Bankar hafa ekki viljað fjár­magna bygg­ing­ar­að­ila til nægi­lega langs tíma, sem er skrít­ið. Líf­eyr­is­sjóð­irnir hins vegar bæði gætu og ættu að fjár­magna jafna bygg­ingu íbúða gegnum dýpstu kreppur jafn­vel þó fjár­bind­ingin yrði 150 – 300 millj­arðar króna. ­Mark­miðið væri að lækka íbúða­verð til almenn­ings án þess að fórna við­un­andi ávöxt­un­ar­kröfu.

Sterk inn­koma líf­eyr­is­sjóð­anna með þessum hætti verður að vera vel útfærð því þeir hafa þannig yfir­burða stöðu þegar kemur að fjár­hags­legum styrk að þeir geta rústað bygg­ing­ar­iðn­að­in­um.  

Rammar og við­mið

Hugs­an­leg ættu nokkrir þeirra að taka sig saman um að stofna bygg­inga­fé­lag eða -fé­lög í þessu skyn­i. Hugs­an­lega ættu að verða til nokkur slík félög til að viss sam­keppni fengi þrif­ist. Hugs­an­lega ætti að miða við að líf­eyr­is­sjóð­irnir mættu ein­ungis fram­leiða til­tekið hlut­fall af heild­ar­fjölda íbúða sem þarf á mark­að­inn miðað við lang­tíma­spá, vegna yfir­burða stöðu þeirra.

Sam­kvæmt nýja stjórn­ar­sátt­mál­anum virð­ast stjórn­völd ætla að beita sér fyrir end­ur­bótum í hús­næð­is­mál­un­um. Von­andi taka þau ofan­greinda mögu­leika inn í mynd­ina. Það þyrftu þau að gera í tíma fyrir kom­andi kjara­samn­inga því úrbætur á hús­næð­is­markað geta verið snar þáttur í auk­inni vel­sæld lands­manna.

Til­vís­an­ir:

  1. Fram­leiðni á bygg­inga­mark­að­i: ­Sam­an­burður við Noreg - Ævar Rafn Haf­þórs­son og Þórólfur Matth­í­as­son.
  2. www.hms.is - Hús­næð­is­þing 2021 - Staða og þróun hús­næð­is­mála (skýrsla)

Höf­undur er við­skipta­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar