Boltinn er hjá stjórnvöldum

Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur segir að verðlagshækkanir hafi þrengt að heimilum og muni halda áfram að gera það ef tekjur þeirra haldast óbreyttar. Og að þessum þrengingum sé ójafnt dreift.

Auglýsing

„Við erum núna að gefa upp bolt­ann,“ sagði Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri á kynn­ing­ar­fundi pen­inga­stefnu­nefndar eftir síð­ustu vaxta­hækkun fyrr í mán­uð­in­um, þar sem ljóst var að árangur hefði náðst í bar­átt­unni gegn verð­bólg­unni.

Ásgeir sagði að Seðla­bank­inn þyrfti mögu­lega ekki að hækka vexti mikið meira ef aðrir taki við bolt­anum núna, og beindi þar sér­stak­lega sjónum að rík­is­stjórn­inni og aðilum á vinnu­mark­aði. Fram­haldið ráð­ist að miklu leyti af nýjum kjara­samn­ingum á milli atvinnu­rek­enda og stétt­ar­fé­laga, en flestir samn­ingar losna um næstu mán­aða­mót.

En hvernig á vinnu­mark­að­ur­inn að taka á móti þessum bolta? Sam­tök atvinnu­lífs­ins segja of miklar launa­hækk­anir ala á víta­hring hækk­andi launa og verð­lags á meðan stétt­ar­fé­lög vilja verja félags­fólk sitt fyrir verð­bólg­unni, sem bitnar fyrst og fremst á tekju­lág­um. 

Hér geta stjórn­völd hjálpað til. Til þess að góð sátt náist í kjara­við­ræðum er mik­il­vægt að rík­is­valdið leggi sitt af mörkum til að dreifa byrð­unum af verð­bólgu með tíma­bundnum sköttum og milli­færsl­um.

Ekki sprettur heldur lang­hlaup

Þrátt fyrir að dregið hafi úr verð­hækk­unum á síð­ustu tveimur mán­uðum er ekki þar með sagt að bar­áttan gegn verð­bólg­unni sé búin. Ef verð­lag stæði í stað næstu þrjá mán­uð­ina yrði verð­bólgan í des­em­ber samt nálægt átta pró­sent­um, þar sem vísi­tala neyslu­verðs er mun hærri heldur en hún var í fyrra.

Það er heldur ekki sjálf­gefið að verð­bólgan fari hratt niður á allra næstu mán­uð­um. Fyr­ir­tæki og heim­ili búast enn við að verð­bólgan verði tölu­vert yfir verð­bólgu­mark­miði eftir fimm ár, ef marka má vænt­inga­könnun Seðla­bank­ans. Líkt og hag­fræði­pró­fess­or­inn Gylfi Zoega, sem situr í pen­inga­stefnu­nefnd, hefur bent á er mikil óvissa bundin verð­lags­þróun næstu miss­era vegna hækk­andi orku­verðs í Evr­ópu og ann­arra afleið­inga stríðs­ins í Úkra­ín­u. 

Einnig munu vanda­mál tengd verð­bólgu síð­ustu mán­aða ekki hverfa þótt hún fari niður í núll pró­sent í dag. Verð­lags­hækk­an­irnar hafa þrengt að heim­ilum og munu halda áfram að gera það ef tekjur þeirra hald­ast óbreytt­ar. Og þessum þreng­ingum er ójafnt dreift.

Verð­bólgan er vanda­mál tekju­lágra

Á vef Hag­stof­unnar má finna tölur um neyslu­mynstur há- og lág­tekju­hópa, sem og reglu­leg útgjöld þeirra á árunum 2013-2016. Sam­kvæmt þeim mátti búast við að ein­stak­lingur í lægsta tekju­hópnum hafi þurft að verja tæpum 160 þús­und krónum á mán­uði í hin ýmsu útgjöld á þessu tíma­bili. Í árs­byrjun 2020, rétt fyrir far­ald­ur­inn, kost­aði sama sam­setn­ing af vörum og þjón­ustu um það bil rúmar 170 þús­und krón­ur.

Auglýsing
Síðan þá hefur neyslukarfan hækkað um tæpan fimmt­ung í verði, en í síð­asta mán­uði hefðu tekju­lágir þurft að verja um 204 þús­und krónum fyrir hana. Meiri­hluti þeirra tekna sem ein­stak­lingar í þessum hópi fá renna beint í neyslu.

Tekju­hæsti fjórð­ungur þjóð­ar­inn­ar, sem varði tæpum 230 þús­und krónum á mán­uði í byrjun far­ald­urs­ins, þurfti að leggja út rúmar 270 þús­und krónur síð­asta ágúst í neyslu. Þessi hækkun bítur þó minna hjá ein­stak­lingum í þessum tekju­hópi, sem voru að með­al­tali með 1,1 milljón krónur á mán­uði í heild­ar­tekjur í fyrra. Neysla þeirra var innan við fjórð­ungur af heild­ar­tekjum þeirra.

Á mynd hér að neðan má sjá hversu mikil verð­hækkun á dæmi­gerðri neyslukörfu hvers tekju­fjórð­ungs hefur verið frá jan­úar 2020, ef miðað er við með­al­tekjur hans sama ár. Myndin sýnir því hversu mikið tekjur ein­stak­linga í hverjum tekju­hópi hefðu þurft að hækka á síð­ustu tæpu þremur árum til þess að þurfa hvorki að minnka neyslu eða ganga á eigin sparn­að.

Líkt og sést hefur verð­bólga síð­ustu miss­era haft mest áhrif á tekju­lægsta fjórð­ung­inn, sem þyrfti um 18 pró­sent hærri tekjur en í jan­úar 2020 til að við­halda óbreyttri neyslu, án þess að auka skuld­setn­ingu eða ganga á eigin sparn­að. Tekju­hæsti fjórð­ung­ur­inn þyrfti hins vegar ein­ungis 4 pró­senta tekju­auk­ingu til að fjár­magna verð­hækk­un­ina á eigin neyslu.

Heimild: Hagstofan og eigin útreikningar. Gert er ráð fyrir sömu neyslukörfu og á tímabilinu 2013-2016 og hún framreiknuð með tilliti til vísitölu neysluverðs.

Verð­bólga síð­ustu miss­era er því fyrst og fremst vanda­mál tekju­lágra, þar sem þeir eyða stærstum hluta tekna sinna í neyslu. Það er því ekki nema tíma­spurs­mál fyrr en nýlegar verð­hækk­anir fari virki­lega að bíta hjá þeim sem minnst mega sín. Ef stjórn­völd vilja lág­marka áhrif verð­bólg­unnar á fólkið í land­inu ættu þau að ein­blína á tekju­lægstu hópana.

Launa­hækk­anir duga ekki

En verð­bólgan er ekki ókeyp­is. Laun­þegar geta því miður ekki kom­ist hjá áhrifum núver­andi verð­hækk­ana með sam­svar­andi launa­hækk­unum einum og sér. Líkt og stjórn­völd og atvinnu­rek­endur hafa margoft bent á leiða slíkar hækk­anir til auk­innar þenslu í hag­kerf­inu, sem myndi á end­anum leiða til hærra verðs og laun­þegar þyrftu því aftur að biðja um hærri laun. Þessi víxl­verkun launa og verð­lags myndi því að öllum lík­indum leiða til enn meiri verð­bólgu og ­vax­andi verð­bólgu­vænt­inga, sem allir myndu tapa á, sér­stak­lega lág­launa­fólk.

Hins vegar er það ósann­gjörn krafa á hendur lág­launa­fólki að kaup­máttur þeirra þurfi að rýrna í nafni verð­stöð­ug­leik­ans. Stöð­ug­leik­inn á ekki að hvíla á herðum þeirra.

Í stað þess að auka þenslu og hætta á víxl­verkun launa og verð­lags væri frekar hægt að dreifa byrð­unum vegna verð­bólg­unnar og sjá til þess að hún lendi á þeim sem finna minnst fyrir þeim. Þetta er hlut­verk Alþing­is, sem getur jafnað leik­inn með sér­tækum sköttum og bót­u­m. 

Hval­reka­skattur er góð hag­stjórn

Önnur lönd í Evr­ópu hafa nú þegar komið fram með hug­myndir um að skatt­leggja þau sem hafa hagn­ast á efna­hags­á­standi síð­ustu ára tíma­bundið til þess að fjár­magna stuðn­ings­að­gerðir fyrir tekju­lága á meðan verð­bólgan stendur sem hæst. Fyrir tveimur vikum síðan féllust fjár­mála­ráð­herrar Evr­ópu­sam­bands­ins á að ­leggja svo­kall­aðan hval­reka­skatt á orku­fyr­ir­tæki í álf­unni sem hafa stór­grætt á síð­ustu mán­uðum.

Sömu­leiðis kynnti norska rík­is­stjórnin hækkun skatta á orku­fyr­ir­tæki og lax­eld­is­fyr­ir­tæki um svipað leyti. Gahr Støre, for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, sagði að skatt­tekj­urnar yrðu nýttar í að fjár­magna vel­ferð­ar­kef­ið, en sam­kvæmt honum er nauð­syn­legt að þeir sem grætt hafa mest á síð­ustu árum þurfi nú að borga meira.

En sér­tæk og tíma­bundin skatt­lagn­ing á vel stæð fyr­ir­tæki er ekki ein­ungis sann­girn­is­mál. Á þessum verð­bólgu­tímum er hún líka góð hag­stjórn. Aðal­hag­fræð­ingur Seðla­banka Evr­ópu, Philip Lane, kall­aði eftir því að rík­is­stjórnir á Evru­svæð­inu myndu auka skatt­heimtu á rík heim­ili og fyr­ir­tæki til að geta fjár­magnað aðgerðir fyrir tekju­lága. Að mati Lane hefðu slíkar skatta­hækk­anir minni áhrif á verð­bólgu heldur en auk­inn halla­rekstur rík­is­sjóðs. 

Við þetta má svo bæta að skatt­lagn­ing hefur minni nei­kvæð áhrif á fjár­fest­ingu í fyr­ir­tækjum ef hún er tíma­bund­in. Hval­reka­skatt­ur­inn ætti ekki að fæla marga lang­tíma­fjár­festa frá ef þeir vita að ríkið mun lækka skatt­ana aftur þegar verð­bólgan kemst í eðli­legt horf.

Skattur á fjár­magn og sjáv­ar­út­veg

Hér á landi hafa sumir atvinnu­vegir grætt mun meira en aðrir vegna utan­að­kom­andi aðstæðna. Líkt og Gylfi Zoega nefndi í grein sinni í Vís­bend­ingu í byrjun mán­að­ar­ins hefur Úkra­ínu­stríðið og verð­bólgan sem henni fylgir bætt við­skipta­kjör hér­lend­is, þar sem verð á útfluttum sjáv­ar­af­urðum hefur hækk­að. Þannig hafi styrj­öldin orðið til þess að flytja tekjur frá neyt­endum til sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, sam­kvæmt Gylfa. 

Fjár­magns­eig­endur hafa einnig hagn­ast mikið á því efna­hags­um­hverfi sem heims­far­ald­ur­inn bjó til síð­ustu tvö árin. ASÍ bendir á það í síð­ustu mán­að­ar­skýrsl­unni sinni, en sam­kvæmt henni jókst ójöfn­uður hér á landi í fyrra vegna mik­illar aukn­ingar í fjár­magnstekj­um.

Nú hefur þing­flokkur Sam­fylk­ing­ar­innar gefið út þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um sam­stöðu­að­gerðir vegna verð­bólgu og vaxta­hækk­ana. Þar eru lagðar fram tíma­bundnar leiðir til að kom­ast til móts við tekju­lága næstu 18 til 24 mán­uði sem yrðu fjár­magn­aðar með tíma­bund­inni skatt­lagn­ingu á fjár­magnstekjur og sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki.

Þessar hug­myndir ríma vel við áður­nefndar ákvarð­anir rík­is­stjórna í Evr­ópu­sam­bands­lönd­unum og Nor­egi. Þær eru einnig í góðu sam­ræmi við ummæli Lilju Alfreðs­dóttur við­skipta­ráð­herra frá því í febr­ú­ar, þar sem hún sagð­ist vilja skatt­leggja „of­ur­hagn­að“ sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja og bank­anna og bætti við að hún hefði stuðn­ing Fram­sókn­ar­flokks­ins í þeim mál­um. Reyn­ist það rétt er mögu­legt að meiri­hluti náist á þingi fyrir þessum aðgerð­um.

Ný þjóð­ar­sátt

Það er næstum því orðið klisju­kennt að tala um þjóð­ar­sátt í tengslum við kjara­mál. En til að kom­ast út úr núver­andi verð­bólgu verða verka­lýðs­fé­lög­in, atvinnu­rek­endur og stjórn­völd að vera sam­stíga. 

Slíkt sam­komu­lag felur að sjálf­sögðu í sér tölu­verðar mála­miðl­an­ir. Stétt­ar­fé­lög verða að sætta sig við hóf­legar launa­kröfur svo að stjórn­völd geti tek­ist á við verð­bólg­una með aðhalds­samri pen­inga­stefnu. Um leið gætu fyr­ir­tækin sem hafa hagn­ast á atburðum síð­ustu mán­aða borgað sér­stakan hval­reka­skatt, sem stjórn­völd gætu inn­heimt á sama tíma og þau skuld­binda sig til að ráð­ast í sér­tækar aðgerðir fyrir þá sem hafa lægri tekj­ur. 

Það er erfitt að ímynda sér að stétt­ar­fé­lög myndu sætta sig við kaup­mátt­arrýrnun eigin félags­fólks í nafni verð­stöð­ug­leik­ans í næstu kjara­samn­ing­um. Með hjálp stjórn­valda væri hins vegar hægt að koma í veg fyrir hætt­una á frek­ari þenslu án þess að hún bitni á þeim verst settu. Bolt­inn er hjá þeim.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar