„Ég vaknaði í morgun sem frjáls maður“

Katrín Baldursdóttir skrifar um átökin innan Alþýðusambands Íslands.

Auglýsing

For­manni VR stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins, Ragn­ari Þór Ing­ólfs­syni, er ákaf­lega létt eftir að hafa tekið ákvörðun um að ganga út af þingi ASÍ í síð­ustu viku. Ekki vegna þess að honum sé ekki annt um sam­bandið heldur vegna þess að ASÍ er orðið óbæri­legur vinnu­stað­ur. „Ég vakn­aði í morgun sem frjáls mað­ur,“ sagði hann í ítar­legu við­tali á Sam­stöð­unni í kjöl­farið af því að hann, Sól­veig Anna og Vil­hjálmur Birg­is­son yfir­gáfu þing ASÍ eftir að hafa fengið gjör­sam­lega nóg af sam­kund­unn­i. 

Mikið skil ég vel að þau skyldu ganga út. Hvernig í ver­öld­inni geta það verið hags­munir launa­fólks að for­ingjar verka­lýðs­fé­laga eyði orku í enda­lausar ill­deilur og nið­ur­rifs­starf­semi? Hvernig í ósköp­unum á fram­sækið fólk í bar­átt­unni fyrir brauð­inu að láta bjóða sér upp á að koma laskað út af fundum innan ASÍ vegna þess hversu sjúk sam­skiptin eru þar inn­an­borðs?

Sól­veig Anna mætti líka í við­tal á Sam­stöð­inni, sama dag og þau gengu út og aftók að bjóða sig fram til emb­ætta þar á ný. Vil­hjálmur Birg­is­son sá sig knú­inn til að biðja launa­fólk afsök­unar á því hvernig ASÍ væri orð­ið. 

Eftir þessa atburði hefur hver silki­húfan á fætur annarri tjáð sig um átökin og meðal ann­ars full­yrt að þau séu ekki um mál­efni heldur fyrst og fremst um fólk. Þetta er alrangt. Grunnur átak­anna er nefni­lega mál­efna­leg­ur. Mis­mun­andi áherslur um hvað og hvernig eigi heyja bar­átt­una. Um hvort end­ur­reisa eigi og efla verka­lýðs­hreyf­ing­una eða hvort halda eigi áfram sömu stefnu sem hafði mallað þar í tugi ára. Þess vegna varð til Vor í Verkó árið 2018,  þegar nýtt for­ystu­fólk kall­aði á að verka­lýðs­hreyf­ingin yrði öfl­ugt bar­áttu­tæki launa­fólks fyrir frelsi, rétt­læti, jöfn­uði og virð­ingu fyrir öllu launa­fólki. Þetta nýja for­ystu­fólk er hvorki meira né minna en for­menn langstærstu stétt­ar­fé­laga á Íslandi. Það er svo sann­ar­lega eft­ir­spurn eftir þessum nýju áhersl­um. Og Vil­hjálmur Birg­is­son sem áður barð­ist nán­ast einn innan kast­ala­veggja ASÍ fyrir kraft­meiri bar­áttu, hafði nú fengið nýja og öfl­uga liðs­menn.

Auglýsing
Málið er auð­vitað að þau sem höfðu völdin innan ASÍ áður en Vorið í Verkó hófst vildu ekki láta þau af hendi. Gylfi Arn­björns­son fyrr­ver­andi for­seti ASÍ hafði hlotið gríð­ar­lega gagn­rýni fyrir að standa sig illa, vera mátt­laus í bar­átt­unni og stjórna ASÍ með heraga. Hann nán­ast hrökkl­að­ist frá völd­um. En þeir sem stjórn­uðu ASÍ fóru ekki allir með Gylfa. Fólkið sem varð eftir og studdi Gylfa ótt­að­ist um stöðu sína. Þetta er gömul saga og ný. Þannig byrj­aði þetta allt sam­an. En ekki af því að þetta sé vont fólk, heldur trúir því senni­lega að þær áherslur sem ASÍ hafði fram að Vor­inu í Verkó væru betri.

Ef menn halda í alvör­unni að hægt sé að breyta eins stórum heild­ar­sam­tökum eins og ASÍ með um 135 þús­und félögum án átaka þá vaða menn í villu. Enda hafa átökin staðið yfir í nokkurn tíma og mikið um þau fjallað í fjöl­miðl­um. En þre­menn­ing­arnir von­uðu það besta, ákváðu að gera loka­til­raun til að bjarga sam­band­inu en það tókst ekki. Þú voru úthrópuð strax á fyrsta degi þings­ins og nokkrir lögðu mikið á sig til að leggja stein í götu þeirra. ASÍ er orðið orma­gryfja. Launa­fólk á betra skilið en að for­ystu­fólk í verka­lýðs­fé­lög­unum séu að eyða dýr­mætri orku í annað eins og því­líkt. Kjara­samn­ingar framundan og afkoma fólks á erf­iðum tímum í húfi. 

Í fyrr­nefndu við­talið á Sam­stöð­inni tal­aði Ragnar Þór um að mynda breið­fylk­ingu stétt­ar­fé­laga fyrir kom­andi kjara­við­ræð­ur. Að félög sem vilja starfa saman á upp­byggj­andi hátt sam­ein­ist í bar­átt­unni. Slíkt afl gæti verið mjög sterkt að mínu mati. Það var reyndar mynduð svona breið­fylk­ing fyrir Lífs­kjara­samn­ing­inn. Sól­veig Anna, Vil­hjálmur og Ragnar Þór unnu sam­an, ásamt nokkrum minni félög­um, og teikn­uðu upp Lífs­kjara­samn­ing­inn. Þarna var hinn end­ur­reista for­ysta með sínar nýju áherslur sem dró vagn­inn. 

ASÍ, af því bara, af því að það er meira en 100 ára, gengur ekki upp. Tím­arnir breyt­ast. Mörgum þykir vænt um þessa fjölda­hreyf­ingu verka­fólks sem svo sann­ar­lega vann sitt verk vel hér fyrr og árum, verka­fólki til heilla. En þegar sam­bandið er orðið svo sjúkt að það stendur bar­átt­unni fyrir þrif­um, er mál að linni. Með­virkni með slíku bitnar á end­anum bara á launa­fólki. Það er merki um heil­brigði og góða dóm­greind að stíga úr úr svona sam­skipt­um. Ég óska hinni nýju og end­ur­reistu verka­lýðs­hreyf­ingu góðs gengis í bar­átt­unni framund­an. Lifi Vorið í Verkó.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og með MA í atvinnu­lífs­fræðum frá Háskóla Íslands

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar