Klúbbmálið frá Keflavík

Soffía Sigurðardóttir heldur áfram að rýna í Guðmundar- og Geirfinnsmálið í þriðju grein sinni af fjórum um þætti í endurupptökudómi í máli Erlu Bolladóttur.

Auglýsing

Leiða má líkum að því að sú til­viljun að spíra­brúsa rak á land á Vatns­leysu­strönd rétt áður en Geir­finnur hvarf, hafi leitt lög­regl­una í Kefla­vík að því að bendla hvarf Geir­finns við spíra­smygl. Ekk­ert kom nokk­urn­tíma fram í öllum lög­reglu­rann­sóknum á hvarfi Geir­finns sem gaf til­efni til að ætla að hann hafi haft neitt með slík mál að gera. Lög­reglan í Kefla­vík beindi fljótt athygli sinni frá hvarfi Geir­finns og til þess að rann­saka smygl­mál. Smygl var síðar upp­lýst og þar komu engar teng­ingar fram við Geir­finn. Grun­semdir lög­regl­unnar í Kefla­vík um að Klúbb­menn ættu aðild að smygl­inu voru á engu byggðar frá upp­hafi og fengu enga stoð heldur þegar smyglin voru upp­lýst.

Geir­finnur Ein­ars­son hvarf í Kefla­vík að kvöldi þriðju­dags­ins 19. nóv­em­ber 1974. Dag­inn eftir fara eig­in­kona hans og vinnu­fé­lagar að grennsl­ast fyrir um hann og bíll hans finnst. Lög­reglu er til­kynnt um þetta og feng­inn spor­hundur úr Hafn­ar­firði til að rekja slóð frá bíln­um. Ákveðið var að ef Geir­finnur hvorki komi heim né mæti til vinnu á fimmtu­dags­morgni, þá skuli vinnu­veit­andi hans til­kynna hann horf­inn og lög­regla þar með hefja form­lega leit að hon­um. Það varð úr. Á fimmtu­deg­inum virð­ist eiga sér stað ósköp venju­leg eft­ir­grennslan lög­reglu við manns­hvarf. Á föstu­deg­inum hefur rann­sókn lög­reglu tekið ákveðna stefnu og út frá henni var síðan unn­ið. Sú stefna tók mið út frá tvennu: Annað var að ókunn­ugur maður sem fengið hafði að hringja úr Hafn­ar­búð­inni í Kefla­vík á þriðju­dags­kvöld­inu hefði hringt í Geir­finn og fengið hann til fundar við sig, hitt var að stefnu­mótið mætti rekja til smygls á spíra. Hvorug kenn­ingin hafði nokk­urt hald, hvorki þá né síð­ar. Samt var hún rauður þráður í gegnum allt Geir­finns­mál­ið, frá upp­hafi til dóms hæsta­réttar árið 1980.

Til að skoða hvort og þá hvenær athygli lög­regl­unnar í Kefla­vík hafi beinst að grun um að hvarf Geir­finns mætti rekja til smygls á áfengi og að Klúbb­menn komið þar við sögu, þarf að skoða fleira en lög­reglu­skýrsl­ur. Tvær „Leir­finns­rann­sókn­ir“ hafa átt sér stað, báðar að kröfu Magn­úsar Leó­polds­son­ar. Aðra fram­kvæmdi RLR (Rann­sókn­ar­lög­regla rík­is­ins) síðla árs 1979 og í hinni var Lára V. Júl­í­us­dóttir settur sak­sókn­ari til að rann­saka hvers vegna Magnús var bendl­aður við hvarf Geir­finns í Kefla­vík­ur­rann­sókn­inni og af hverju hann var hand­tek­inn og sat svo lengi í fang­elsi. Lára var skipuð 25. maí 2001 og skil­aði skýrslu sinni til dóms­mála­ráð­herra 4. febr­úar 2003.

Til heim­ilda í þess­ari grein er einkum vitnað í skýrslu L.V.J., gögn í möppu XI Kefla­vík­ur­rann­sóknin og einnig er vitnað til umfjöll­unar í fjöl­miðl­um.

Auglýsing
Með rann­sókn lög­regl­unnar í Kefla­vík á hvarfi Geir­finns fóru Val­týr Sig­urðs­son full­trúi fógeta, sem stýrði rann­sókn­inni og tók beinan þátt í mik­il­vægum liðum henn­ar, Haukur Guð­munds­son rann­sókn­ar­lög­reglu­maður sem ann­að­ist viða­mikla þætti rann­sókn­ar­innar og John Hill varð­stjóri. Þeim til liðs­auka var feng­inn Krist­ján Pét­urs­son toll­gæslu­mað­ur, þótt hann heyrði ekki undir emb­ætti bæj­ar­fó­get­ans. Að komu einnig fleiri lög­reglu­menn, bæði frá lög­regl­unni í Kefla­vík og á Kefla­vík­ur­flug­velli. Eftir fund í Reykja­vík 26. nóv­em­ber, varð Njörður Snæ­hólm aðal­varð­stjóri rann­sókn­ar­lög­regl­unnar i Reykja­vík tengiliður við Kefla­vík­ur­lög­regl­una og þarf að leita djúpt til að sjá hvert hlut­verk hans var.

Spíra­brúsar í fjöru

Sunnu­dag­inn 17. nóv­em­ber, næst áður en Geir­finnur hvarf, kom hrepp­stjór­inn á Vatns­leysu­strönd til yfir­valds­ins í Kefla­vík með spíra­brúsa sem rekið hafði á fjöru í hreppnum hans. Þetta var nán­ast hval­reki, alla­vega tæki­færi til að gera það sem lög­reglu- og tolla­yf­ir­völd voru ekki búin að gera, að finna smygl­ara sem hentu spíra út í brúsum við baujur, létu svo sækja hann á smærri bátum og duttu í'ða og hlógu af löggum og toll­urum um leið. Fjöl­miðlar sögðu líka frá þessum spíra­brúsum og sýndu mál­inu áhuga.

Svo hátt­aði til að á lög­reglu­stöð­inni í Kefla­vík var heima­gangur sem ann­ars starf­aði hjá toll­inum á Kefla­vík­ur­flug­velli, en þurfti auð­vitað oft að starfa með lög­reglu þegar taka þurfti á smygl­ur­um. Sá hét Krist­ján Pét­urs­son og var kall­aður Kiddi Pé. Hann var mjög ein­arður toll­gæslu­maður sem leið hvorki smá­smygli né stór­felld tolla­laga­brot. Starfs­svæði toll­gæsl­unnar var ekki bundið við lög­reglu­um­dæmi, en ef átti að fram­kvæma hús­leitir eða hand­tökur þá þurfti atbeina lög­reglu til. Í ákafa sínum við að upp­lýsa toll­svik og smygl rak Kiddi P stundum hornin í yfir­menn sína og lög­reglu sem þóttu hann fara heldur yfir strik­ið.

Auglýsing
Kiddi P hafði lengi haft Klúbb­menn grun­aða um marg­vís­legar aðferðir við áfeng­is­mis­ferli. Árið 1972 lék hann aðal­hlut­verkið í aðför að Klúbbn­um, þar sem hann lagði grun­semdir sínar fyrir alla í senn, toll­stjóra, skatt­stjóra, sak­sókn­ara og lög­reglu­stjóra og fór fyrir rassíu þar sem lög­reglu­stjór­inn í Reykja­vík lok­aði Klúbbn­um. Lög­reglu­stjór­inn var gerður aft­ur­reka með þá lokun eftir að dóms­mála­ráð­herra gerði honum grein fyrir að sú lokun af hans hálfu stæð­ist ekki lög. Úr varð mik­ill póli­tískur hasar með stór­yrðum og umfjöllun bæði í fjöl­miðlum og á Alþingi. Það mál var síður en svo orðið kalt í huga Kidda P þegar spíra­brúsa rak nán­ast upp í bak­garð­inn hjá honum og maður hvarf þremur dögum síð­ar.

Við rann­sókn Láru V. var tekin skýrsla af John Hill lög­reglu­full­trúa og þar segir svo: „Nánar um Magnús Leó­polds­son segir John að hann hafi jafn­vel verið búinn að heyra nafn Magn­úsar nefnt áður í sam­bandi við Klúbb­inn, þ.e. í umræðu innan lög­regl­unnar í Kefla­vík um smygl á spíra sem átti að tengj­ast þeim veit­inga­stað. Jafn­framt sagði hann að þetta hefði verið mikið áhuga­mál hjá Hauki Guð­munds­syni áður en rann­sóknin á hvarfi Geir­finns hófst. Þegar síðan kom í ljós að Geir­finnur hafði verið í Klúbbnum helg­ina áður en hann hvarf fannst mönnum komin teng­ing við smygl­mál­ið. John greindi jafn­framt frá því að nafn Sig­ur­björns Eiríks­sonar í Klúbbnum hafi iðu­lega verið nefnt í sömu andrá og nafn Magn­úsar Leó­polds­son­ar. Það var þegar hið ætl­aða smygl bar á góma.

Á balli í Klúbbnum

Í ódag­settri sam­an­tekt Hauks Guð­munds­sonar rann­sókn­ar­lög­reglu­manns, rekur hann sitt­hvað sem fram hafði komið á fyrstu dögum rann­sókn­ar­inn­ar. Skýrslan ber með sér að vera sam­sett úr minnis­p­unktum og koma nokk­urn­veg­inn í tíma­röð. Haukur byrjar á að segja að þegar lög­reglu­rann­sókn á hvarfi Geir­finns hófst á fimmtu­dags­morgn­inum hafi verið fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar frá vinnu­fé­laga hans sem hafði heim­sótt hann fyrr um kvöldið sem hann síðar hvarf. Síðan rekur Haukur það sem fram hafi komið í þeim fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingum og eru þar aðeins rakin sam­skipti þeirra í þeirri heim­sókn og því er vinnu­fé­lag­inn skutl­aði honum áleiðis að Hafn­ar­búð­inni. Ekk­ert er þar minnst á að þeir hafi farið í Klúbb­inn.

Í sam­an­tekt­inni seg­ist Haukur líka hafa haft tal af eig­in­konu Geir­finns kl 14 á fimmtu­deg­inum eftir hvarf hans. Þar hefur hann það m.a. eftir henni að Geir­finnur hafi farið ásamt tveimur vinnu­fé­lögum sínum á ball í Klúbbnum á sunnu­dags­kvöld­inu áður en hann hvarf, 17. nóv­em­ber. Ekk­ert sér­stakt um það, virð­ist vera að rekja hvað hann hafi gert und­an­farið annað en að vinna, koma heim og sofa.

Auglýsing
Í skýrsl­unni af vinnu­fé­lag­anum eru fyrst rakin þau sömu atriði og koma fram í sam­an­tekt­ar­skýrsl­unni, en síðan koma greina­skil og: „Mætti er nú spurður um atburði á dans­leik sem hann fór á ásamt Geir­finni og [B.M. ...] í Klúbbnum á sunnu­dags­kvöld.“ Mætti seg­ist ekk­ert mark­vert hafa gerst á þessu balli, en telur Geir­finn hafa hitt þarna f.v. vinnu­fé­laga sinn og hélt að þeir end­ur­fundir hafi leitt til fram­halds og Geir­finnur hafa ætlað að hitta ein­hverja f.v. vinnu­fé­laga þegar hann sagð­ist ætla að hitta ein­hverja við Hafn­ar­búð­ina á þriðju­dags­kvöld­inu.

Ekki er ljóst hvenær skýrslan af vinnu­fé­lag­anum var skrif­uð, hún er dag­sett fimmtu­dag 22. nóv­em­ber, en þann 22. var föstu­dag­ur. Ljóst er samt að efni fyrri­hluta skýrsl­unnar voru fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar á mið­viku­dags­kvöld­inu. Í dag­bók lög­regl­unnar í Kefla­vík er skráð að fyrsta rann­sókn­ar­til­vik hinnar form­legu rann­sóknar var að Haukur hafi farið ásamt öðrum lög­reglu­manni á fimmtu­dags­morgun í grjót­námuna þar sem Geir­finnur vann til að ræða við ein­hverja vinnu­fé­laga hans þar. Senni­lega var skýrslan sjálf síðan kláruð á föstu­dags­kvöld og vinnu­fé­lag­inn þá und­ir­ritað end­an­lega útgáfu henn­ar. Þá er Haukur búinn að fá upp­lýs­ingar um það að Geir­finnur hafi farið í Klúbb­inn á sunnu­dags­kvöld­inu og þótti það greini­lega nógu áhuga­vert til að spyrja félaga hans sér­stak­lega út í það til­vik eitt og sér.

Föstu­dag­inn 22. nóv­em­ber er dag­sett yfir­lýs­ing frá lög­regl­unni í Kefla­vík þar sem lýst er eftir Geir­finni Ein­ars­syni og fylgir með lýs­ing á útliti hans og klæðn­aði. Þar er í fram­hald­inu raktar tíma­setn­ingar á ferðum Geir­finns og einnig ókunn­ugs sím­hringj­anda í Hafn­ar­búð­inni sem er hvattur til að gefa sig fram.

Frá for­sögu að degi þrjú

Krist­ján Pét­urs­son, deild­ar­stjóri toll­gæsl­unn­ar, hafði á árinu 1972 verið gerður aft­ur­reka með víð­tæka aðför að rekstr­ar­að­ilum veit­inga­stað­ar­ins Klúbbs­ins í Reykja­vík. Það var geymt en ekki gleymt. Krist­ján var í miklum sam­skiptum við lög­regl­una í Kefla­vík og Haukur Guð­munds­son rann­sókn­ar­lög­reglu­maður starf­aði þétt með hon­um. Hann var mjög fljótt feng­inn form­lega til liðs við lög­regl­una í Kefla­vík við rann­sókn­ina á hvarfi Geir­finns.

Þegar komið var með sjó­rekna spíra­brúsa inn á lög­reglu­stöð­ina á sunnu­dag 17. nóv­em­ber, segir lög­reglu­full­trúi það hafa vakið mik­inn áhuga á lög­reglu­stöð­inni og Hauk og Kidda P strax hafa rætt um hugs­an­lega aðkomu Klúbbs­ins að því mis­heppn­aða smygli og þar nefnd nöfn bæði Magn­úsar Leó­polds­sonar og Sig­ur­bjarnar Eiríks­son­ar, fram­kvæmda­stjóra og eig­anda Klúbbs­ins. Hann segir jafn­framt að þegar lög­reglan frétti að Geir­finnur hafi farið í Klúbb­inn að kvöldi þessa sama sunnu­dags „fannst mönnum komin teng­ing við smygl­mál­ið.

Auglýsing
Á þriðju­dags­kvöld er síð­ast vitað um ferðir Geir­finns.

Á mið­viku­dag er byrjað að grennsl­ast fyrir um Geir­finn, bíll hann finnst og leitað út frá hon­um. Það sama kvöld hefur Haukur greini­lega haft tal af vinnu­fé­laga hans um sam­skipti þeirra fyrr á þriðju­dags­kvöld­inu og ferð Geir­finns til Hafn­ar­búð­ar­innar og óskráðar heim­ildir eru um að hann hafi einnig talað við eig­in­konu Geir­finns það kvöld.

Á fimmtu­dag lýsir lög­reglan eftir Geir­finni í útvarp­inu. Þá hefur Haukur tal af eig­in­konu Geir­finns og segir frá því í sam­an­tekt­ar­skýrslu, en engin skýrsla er til af því tali sjálfu. Þar hefur Haukur eftir henni að Geir­finnur hafi farið á ball í Klúbbnum á liðnu sunnu­dags­kvöldi ásamt sama vinnu­fé­laga og öðrum til. Eftir það spyr Haukur vinnu­fé­lag­ann í skýrslu­töku um hvað sé að frétta úr Klúbb­ferð­inni og þar var raunar ekk­ert frétt­næmt.

Af skráðum gögnum er ljóst að föstu­dag 22. nóv­em­ber, á þriðja degi frá hvarfi Geir­finns, er lög­reglan í Kefla­vík farin að tengja saman hvarf Geir­finns, smygl á spíra og mögu­lega aðkomu Klúbbs­ins að mál­un­um.

Þetta var rétt að byrja.

Leitin mikla að sím­hringj­and­anum

Á föstu­deg­inum 22. nóv­em­ber er rann­sókn lög­regl­unnar á frum­stigi, afskap­lega lítið komið af gögn­um, en lög­reglan samt farin að móta þá stefnu sem rann­sóknin tek­ur. Búið er að hafa tal af einum og öðrum sem engar skýrslur eru af, en um er getið í sam­an­tekt­ar­skýrsl­unni, og fyrsta vitna­skýrslan kláruð um kvöld­ið, sú af vinnu­fé­lag­anum sem heim­sótti Geir­finn á þriðju­dags­kvöld­inu.

Vitni eru að því að Geir­finnur hafi komið inn í Hafn­ar­búð­ina uppúr kl 22 á þriðju­dags­kvöld­inu, keypt sígar­ettu­pakka, skipst á fáeinum orðum við afgreiðslu­kon­una sem hann var mál­kunn­ugur og farið út skömmu síð­ar. Sömu vitni eru að því að nokkru seinna hafi ókunn­ugur karl­maður komið inn og fengið að hringja. Haukur hefur eftir eig­in­konu Geir­finns að hann hafi komið heim og fengið sím­tal og eftir það farið út aftur og horf­ið. Lög­reglan tekur þá stefnu að þessi ókunni sím­hringj­andi hafi hringt í Geir­finn og hvetur hann til að gefa sig fram. Engin gögn styðja þá til­gátu lög­regl­unn­ar.

Fjöl­miðlar eru farnir að sýna þessu manns­hvarfi áhuga og lög­reglan ítrekar við hvern þeirra á eftir öðrum að mik­il­vægt sé að þessi sím­hringj­andi gefi sig fram.

Auglýsing
Lögreglan lagði mikið kapp á að fá sem gleggsta mynd af þessum sím­hringj­anda. Afgreiðslu­konan gaf lýs­ingu af hon­um, sem rakin er í sam­an­tekt­ar­skýrsl­unni og ung­lings­stúlka sem var við­skipta­vinur og kann­að­ist við Geir­finn sá líka þennan sím­hringj­anda en treysti sér ekki í eins nákvæma lýs­ingu á hon­um. Lög­reglan sendir afgreiðslu­kon­una til Reykja­víkur til að setj­ast þar niður með manni sem reyndi að draga upp mynd af sím­hringj­and­anum með því að raða saman borðum með mis­mun­andi útliti af manns­höfði, and­liti og hári. Það var án árang­urs. Þá voru fengnir tveir teikn­arar til að rissa upp myndir af þessum sím­hringj­anda og loks var gripið til þess ráðs að móta meinta eft­ir­mynd af höfði hans í leir. Sú leir­stytta var frum­sýnd í sjón­varp­inu á þriðju­dags­kvöld 26. nóv­em­ber og í öllum dag­blöðum dag­inn eft­ir. Gekk sú leir­mynd síðan undir nafn­inu Leir­finn­ur. Þá fyrst var birt lýs­ing á útliti og klæðn­aði mannsins. Fram að því voru fréttir í dag­blöðum um að búið væri að teikna mynd af sím­hringj­and­anum og verið væri að móta höfðu hans í leir. Haft er eftir bæði Valtý og Hauki að „lyk­ill­inn að lausn­inni“ sé að finna þennan mann.

Það var hins vegar ekki fyrr en föstu­dag 29. nóv­em­ber sem Val­týr og Haukur fara saman og taka fyrstu skráðu vitna­skýrslu af vitn­unum úr Hafn­ar­búð­inni, löngu eftir að búið er að skýra fjöl­miðlum frá atburða­rásinni í Hafn­ar­búð­inni og birta mynd af útliti sím­hringj­and­ans í öllum fjöl­miðl­um.

Myndir af Magn­úsi

Í gögnum Kefla­vík­ur­rann­sókn­ar­innar kemur fátt fram um það hvernig teikn­ingar og leir­mynd af höfði sím­hringj­and­ans hafi orðið til, en þar er sagt frá því að hvort tveggja hafi verið gert að und­ir­lagi lög­regl­unnar og eftir lýs­ingum sjón­ar­votta og birtar tvær teikn­ingar og svo myndir af leir­hausn­um. Í þeim gögnum er lítið gert úr því að sjón­ar­vott­arnir hafi ekki verið sáttir við útlit teikn­ing­anna eða leir­hauss­ins, en þó að þeim hafi þótt hvor­ugt alveg nógu líkt mann­in­um.

Það er ekki fyrr en í gögnum Reykja­vík­ur­rann­sókn­ar­innar sem farið er að skoða þennan þátt máls­ins betur og fram kemur að vitnin og teikn­arar og leir­mynd­ar­mót­and­inn hafa öll fengið ýmsar ljós­myndir af mönnum til að styðj­ast við og að sér­stak­lega sé afgreiðslu­kon­an, eina vitnið sem sá þennan sím­hringj­anda vel, ósátt við gerð Leir­finns.

Það er vegna ítrek­aðra krafna Magn­úsar Leó­polds­sonar um að rann­sakað verði hvort not­ast hafi verið við myndir af honum við mótun Leir­finns, sem sá þáttur máls­ins hefur verið rann­sak­aður síð­ar, fyrst af RLR í lok árs 1979 og svo mun ítar­legar af settum sak­sókn­ara Láru V. 2001-2003.

Þar á milli var búið að skrifa í blöð, tíma­rit og bækur og gera heim­ild­ar­mynd­ina Aðför að lög­um, þar sem rann­sókn­ar­að­ferðir lög­reglu voru gagn­rýndar allt frá upp­hafi og þó sér­stak­lega í Reykja­vík­ur­rann­sókn­inni.

Í skýrslu Láru V er fyrsta rann­sókn­ar­til­vikið hvort og þá af hverju Magnús Leó­polds­son hafi verði bendl­aður við hvarf Geir­finns frá upp­hafi og þá sér­stak­lega með gerð leir­höf­uðs­ins. Þar er rakið hvað komið hefur fram áður og þar til við­bótar tekur hún skýrslur af aðilum máls­ins í Kefla­vík­ur­rann­sókn­inni. Umfjöllun um þennan þátt eru einkum á bls 23-31 í skýrslu LVJ. Fjöl­mörg vitni bera þar að ljós­mynd af Magn­úsi hafi verið meðal þeirra ljós­mynda sem legið hafi á borði rann­sak­enda í upp­hafi og bornar voru fyrir bæði vitni og teikn­ara og leir­mynd­ar­mót­ara. Um þetta vitna bæði lög­reglu­menn, afgreiðslu­konan í Hafn­ar­búð­inni, teikn­arar og leir­mynd­ar­smið­ur­inn. Fólki ber ekki alveg saman um hver sýndi hverjum hvaða mynd hvenær, en það fer ekk­ert á milli mála að Haukur bæði sýndi myndir af Magn­úsi og sendi aðra lög­reglu­menn með myndir til teikn­ara og leir­mynd­arsmiðs. Þarna seg­ist megin vitn­ið, afgreiðslu­konan úr Hafn­ar­búð­inni, hafa verið „hund­elt“ af Hauki og fleirum með myndir af Magn­úsi, sem hún stað­fast­lega hafn­aði alltaf. Hún seg­ist líka ekki hafa verið með í ráðum um gerð Leir­finns. Ber hún um þetta m.a. vitni fyrir Saka­dómi Reykja­víkur 20. maí 1977.

Fjöl­miðlaum­fjöllun um Klúbb­ferð Geir­finns

Í skýrslu LVJ frá bls 34 hefst kafli 1.8 Klúbb­ferðin svo: „Ljóst er að Klúbb­ur­inn tengd­ist snemma hvarfi Geir­finns í umfjöllun fjöl­miðla um mál­ið.“ Hún spyr Valtý um þessa teng­ingu og hann segir að í skýrslu sinni af eig­in­konu Geir­finns: „Virt­ist líf Geir­finns ósköp eðli­legt og ekk­ert óeðli­legt kom út úr þeirri athugun og ekk­ert gaf til­efni til að ætla að Geir­finnur hafi lent í ein­hverju mis­jöfnu. Það eina sem gaf til­efni til sér­stakrar skoð­unar var ferð Geir­finns í Klúbb­inn þann 17. nóv­em­ber, þ.e. tveimur kvöldum fyrir hvarf­ið. Vegna þessa var lögð áhersla á að hafa upp á þeim sem kynnu að hafa rætt við Geir­finn í Klúbbnum það kvöld.“ Síðan er haft eftir Hauki að: „Eðli máls sam­kvæmt var það mál skoðað nánar og lög­reglan í Kefla­vík aug­lýsti eftir þessum mönnum í fjöl­miðl­um.“ Þrátt fyrir mikla leit lög­regl­unnar í Kefla­vík að þeim sem hefðu hitt Geir­finn í Klúbbn­um, beið það lög­regl­unnar í Reykja­vík árið 1976 að ræða í fyrsta sinn við nokkra af þeim mörgu Kefl­vík­ingum sem höfðu verið í Klúbbnum þetta sama kvöld og hitt Geir­finn þar.

Sam­hliða birt­ingu myndar af Leir­finni upp­lýsir lög­reglan að Geir­finnur hafi farið á ball í Klúbbnum tveimur kvöldum áður en hann hvarf. Dag­inn eftir að Leir­finnur er frum­sýndur viku eftir hvarf Geir­finns, fjalla dag­blöð um mögu­lega teng­ingu milli hvarfs Geir­finns og þess að hann hafi farið í Klúbb­inn skömmu áður. Þar vekur Lára athygli á frétt í Morg­un­blað­inu 27. nóv­em­ber undir fyr­ir­sögn­inni „Höf­uð­kapp lagt á að finna þann sem hringdi“. Vitnar hún þar til þess­arra orða í frétt­inni: „Þá er vit­að, að Geir­finnur fór á dans­leik í Klúbbnum á sunnu­dags­kvöldið ásamt kunn­ingjum sín­um. Verður kannað hvort ein­hver hugs­an­leg tengsl geta verið á milli ferð­ar­innar þangað og hvarfs­ins.“ Fleiri blöð eru þann sama dag að tengja þessa Klúbb­ferð Geir­finns sam­hliða frétt af þeim stór­við­burði að bera fram höfuð eft­ir­lýsts hugs­an­legs glæpa­manns.

Dagar 4 til 7

Á degi þrjú er lög­reglan farin að vinna eftir þeirri til­gátu sinni að smygl á spíra teng­ist hvarfi Geir­finns í gengum mann sem hafi hringt úr Hafn­ar­búð­inni í Geir­finn og lokkað hann að heiman og að lyk­ill­inn á lausn­inni sé að finna þann mann. Í sam­ræmi við það er mikið kapp lagt á að finna þennan sím­hringj­anda.

Auglýsing
Vitni að komu hans í Hafn­ar­búð­ina eru send til Reykja­víkur til að reyna að setja saman mynd með borðum af útliti and­lits og hárs, til­gátur settar fram í teikn­ingum og höfuð mótað í leir. Stað­fest er að þar voru m.a. myndir af Magn­úsi Leó­polds­syni lagðir fyrir vitni, teikn­ara og leir­höf­uðs­smið.

Alla helg­ina biður lög­reglan fjöl­miðla fyrir skila­boð til sím­hringj­and­ans að gefa sig fram.

Á mánu­degi eru fjöl­miðlar upp­lýstir um að von sé á myndum af hinum eft­ir­lýsta.

Á þriðju­degi er fundur haldin með sér­fræð­ingum hjá Saka­dómi Reykja­víkur og hefur Lára það eftir Valtý að á þeim fundi var „Nirði Snæ­hólm, aðal­varð­stjóra hjá rann­sókn­ar­lög­regl­unni í Reyka­jvík, falið að aðstoða við yfir­heyrslur eftir þörf­um.“ Eftir þann fund er mynd af leir­höfð­inu í sjón­varp­inu á þriðju­dags­kvöld og í öllum dag­blöðum á mið­viku­dag. Sam­hliða sýn­ingar á leir­höfð­inu eru fjöl­miðlar upp­lýstir um að lög­regla óski eftir að fá upp­lýs­ingar um hverjir hafi hitt Geir­finn á balli sem hann sótti í Klúbbnum tveimur kvöldum áður en hann hvarf.

Þetta var ekki búið.

Leir­finnur eft­ir­lýstur og vitni spurð um Klúbb­inn

Myndin af leir­hausnum topp­aði allt það sem fólk hafði séð í lög­reglu­rann­sóknum ann­ars staðar en í bíó­mynd­um. Hún vakti því mikla athygli og nokkrar ábend­ingar bár­ust eftir áskor­anir lög­reglu til almenn­ings þar um. Þær leiddu ekki til neins.

Lög­reglan hélt áfram að kalla á ýmsa þá sem þekktu eitt­hvað til Geir­finns og taka af þeim skýrsl­ur. Allar þær skýrslur voru óund­ir­rit­aðar af skýrslu­gjöf­un­um. Sumir þeirra vita lík­lega ekki ennþá að skýrsla hafi verið skráð eftir að rætt var við þá, en nokkrir hafa í síð­ari rann­sóknum furðað sig á því hvað eftir þeim var haft þar og hvað ekki.

Meðal þeirra var skýrsla sem Haukur tók 18. des­em­ber 1974 af góðum vini Geir­finns sem var fluttur frá Kefla­vík nokkrum mán­uðum áður en Geir­finnur hvarf. Þar er hann spurður almennt um sam­skipti sín við Geir­finn og þar kemur ekk­ert sér­stakt fram. Skýrslan endar svo á þessu: „Aðspurður sér­stak­lega kveðst Georg enga hug­mynd hafa um hvarf Geir­finns en telur þó hugs­an­legt að hann hafi heyrt eitt­hvað eða séð í Klúbbnum sunnu­dag­inn 17. nóv­em­ber s.l.“ Þetta þótti Láru V nógu áhuga­vert til að kalla þennan skýrslu­gjafa á sinn fund.

Auglýsing
Um þann fund segir í skýrslu Láru: „Í skýrslu­töku hjá und­ir­rit­aðri þann 21. nóv­em­ber 2001 var Georg sýnd áður­nefnd skýrsla. Hann kann­að­ist við þennan fram­burð að mestu nema það sem haft er eftir honum um Klúbb­inn hér að fram­an. Georg kann­að­ist ekki við að hafa sagt þetta og taldi að þessi orð væru lögð honum í munn.“ Telur Georg að í besta falli hafi Haukur orðað þetta og hann svo sem ekki neitað því aðspurður að svo gæti ver­ið, en minn­ist þess ekki að rætt hafi verið um Klúbb­inn í þess­ari skýrslu­töku hjá Hauki. Hins vegar segir hann frá því að Haukur hafi boðað hann suður til skýrslu­töku „og gaf ber­lega í skyn að hann hefði ein­hverjar hug­myndir um aðild hans og Geir­finns að spíra­smygli og fólust m.a. í því að Georg átti bát sem hann hafði reyndar flutt með sér norð­ur.“ Af umræðu um meint tengsl Geir­finns við Klúbb­inn taldi Georg sig fyrst hafa heyrt af slíku í gegnum Hauk.

Í skýrslu­safni lög­regl­unnar í Kefla­vík má sjá nokkur fleiri til­vik þar sem fólk er spurt hvort það telji að ein­hver tengsl gætu verið milli hvarfs Geir­finns og ball­ferðar hans í Klúbb­inn, eða að vitnin segja upp úr þurru að þau skilji bara ekk­ert í þessu og að það hljóti eitt­hvað að hafa gerst í Klúbbn­um.

Mögu­legur Leir­finnur í rauðum Fíat eða hvítum sendi­ferða­bíl

Eins og þekkt er úr öðrum saka­mála­rann­sókn­um, þá bregst fólk mis­jafn­lega öfl­ugt við áskor­unum um að koma vís­bend­ingum á fram­færi við lög­reglu til að hjálpa til við lausn saka­máls­ins. Meðal ábend­inga sem lög­reglu bár­ust voru um rauðan Fíat með grun­sam­legum öku­manni á Akur­eyri og um hvítan Mercedes Benz sendi­ferða­bíl með gluggum sem hafi staðið fyrir utan Hafn­ar­búð­ina kl 18:30 dag­inn sem Geir­finnur hvarf síðar um kvöld­ið.

Lög­reglan hrað­lekur upp­lýs­ingum í fjöl­miðla og þeir segja dag­lega nýjar fréttir af grun­sam­legum mönnum og bílum og að viða­mikil gagna­söfnun eigi sér stað með útprent­unum úr bif­reiða­skrám, ferðum fólks til og frá land­inu og passa­myndir af öllum karl­mönnum á aldr­inum 25 – 35 ára. Einnig að sjón­ar­vottar lýsi mann­inum í hvíta sendi­ferða­bílnum nákvæm­lega eins og lýs­ing­unni á Leir­finni. Að vísu koma lýs­ingar á bíl­stjór­anum fram eftir að búið er að lýsa Leir­finni vel og vand­lega í öllum fjöl­miðl­um. Þá er sagt frá því að lög­reglan sé farin að rann­saka spíra­smygl eftir ábend­ingar sem komið hafi fram við leit­ina að Geir­finni.

Spíra­rann­sókn sam­hliða Geir­finns­rann­sókn

Þeir Hauk­ur, toll­ar­inn Kiddi P og Rúnar Sig­urðs­son lög­reglu­maður í Reykja­vík, fá aðstöðu á lög­reglu­stöð­inni í Reykja­vík til að fylgja eftir ábend­ingum um smylg á spíra og einnig til að taka skýrslur af fólki í Reykja­vík vegna rann­sókn­ar­innar á hvarfi Geir­finns. Höfðu þeir þá aðstöðu frá byrjun des­em­ber og fram á vorið 1975. Spíra­rann­sóknin var síðar tekin úr hönd­unum á þeim eftir að Kiddi P þótti hafa farið offari með meint smygl­mál af Kefla­vík­ur­flug­velli, spíra­máið flutt til Saka­dóms Reykja­víkur og end­aði það með dómi yfir smylg­urum á 5 af fossum Eim­skipa­fé­lags­ins, en engin tengsl fund­ust þar við Geir­finn. Kiddi P var ekki sáttur við að rann­sókn hans á meintu smygli af Kefla­vík­ur­flug­velli feng­ist ekki sett í sam­hengi við hvarf Geir­finns, enda hefði hún átt upp­runa á svip­uðum slóðum og mað­ur­inn hvarf. Aldrei sýndi hann samt fram á slíkt sam­hengi.

Auglýsing
Haukur Guð­munds­son rann­sókn­ar­lög­reglu­maður í Kefla­vík var fljótt eftir hvarf Geir­finns leystur frá öðrum skyldu­störfum og falið að ein­beita sér að rann­sókn­inni á hvarfi Geir­finns. Hann var svo form­lega leystu frá þeim störfum 4. júní 1975 og kvaddur til sinna fyrri skyldu­starfa.

Val­týr Sig­urðs­son fógeta­full­trúi brá sér í ferð til útlanda um miðjan des­em­ber 1974 og virð­ist lítið sem ekk­ert koma að Geir­finns­rann­sókn­inni meir, enda þegar hann kom heim hafði þá hin eig­in­lega rann­sókn á hvarfi Geir­finns gufað upp í spíra og elt­ingum við Klúbb­menn.

Hús­leitir tengdar Klúbbnum við leit að bílum

Hinn 13. jan­úar 1975 sendi lög­reglan í Kefla­vík frá sér yfir­lýs­ingu. Þar segir lög­reglan að rétt hafi þótt að kanna ákveðnar ábend­ingar um að tengsl væru hugs­an­lega milli hvarfs Geir­finns og áfeng­is- og tolla­laga­brota. Þá segir enn­fremur að lít­ils­háttar teng­ing hafi komið þar í ljós en á þeim feng­ist full­nægj­andi skýr­ing. Ekk­ert hafi komið fram sem bendi til þess á þessu stigi að Geir­finnur hafi verið þátt­tak­andi í við­kom­andi brot­um. Ekki lægði þessi yfir­lýs­ing grun­semd­irnar í sam­fé­lag­inu.

Hinn 3. febr­úar rita Sig­ur­björn og Magnús dóms­mála­ráðu­neyt­inu bréf vegna þess að síðan í des­em­ber hafi gengið þrá­látur orðrómur um aðild þeirra að hvarfi Geir­finns og smygl­mál. Óska þeir eftir að ráðu­neytið hlut­ist til um að eyða þessum sögu­sögnum eða láta fara fram rann­sókn á sann­leiks­gildi þeirra.

Þann 10. febr­úar 1975 fékk lög­reglan í Kefla­vík lög­regl­una í Rang­ár­valla­sýslu til að gera hús­leit þar í sýslu, á býli Sig­ur­björns Eiríks­sonar eig­anda Klúbbs­ins, að hvíta sendi­ferða­bílnum og fannst hann ekki þar. Um svipað leiti mun lög­reglan í Borg­ar­nesi hafa verið fengin til að leita í og við Hreða­vatns­skála þar sem faðir Magn­úsar Leó­pold­sonar rak veit­inga­sölu, en ekki er ljóst hvort þar var leitað að Fiat­inum eða sendi­ferða­bíln­um.

Þann 18. febr­úar áréttar lög­maður þeirra fyrra erindi til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins og vísar þar til við­bótar í lög­reglu­að­gerð­irnar á býli Sig­ur­björns og vinnu­stað föður Magn­ús­ar. Ráðu­neyt­is­stjór­inn vís­aði þessum bréfum til bæj­ar­fó­get­ans í Kefla­vík. Þar end­aði það mál.

Þetta vissum við frá upp­hafi

Aðal­leik­arar í Kefla­vík­ur­rann­sókn­inni hafa í seinni tíð stað­fast­lega neitað að hafa verið komnir með Klúbb­menn í sína snöru í Geir­finns­rann­sókn­inni. Nema hvað. Eftir að Magn­ús, Einar og Valdi­mar voru hand­teknir lágu þeir Kiddi P og Haukur ekk­ert á því að þeir hefðu fyrir löngu verið búnir að finna þessi tengsl og rétt vantað herslumun­inn uppá að sanna þau í sinni rann­sókn.

Í frétt í Alþýðu­blað­inu 30. jan­úar 1976 er fjallað um hand­tökur þre­menn­ing­anna og seg­ist rit­stjór­inn munu birta óstað­festar fregnir sínar ef lög­reglan neiti þeim um upp­lýs­ing­ar. Í frétt um að nú sé Haukur Guð­munds­son kom­inn til liðs við rann­sókn­arteymið seg­ir: „Lög­reglan hafði þó sínar hug­myndir og jafn­vel ein­staka menn grun­aða, og segir sagan að nokkrir þeirra, sem nýverið hafa verið hand­tekn­ir, hafi þá legið undir grun um að vita meira, en þeir létu í veðri vaka.“ Síðar seg­ir: „Þó var frá upp­hafi ljóst að hvarf Geir­finns var tengt spíra, þótt það hafi ekki verið stað­fest fyrr en nú.“

Auglýsing
Í ræðu sem Sig­hvatur Björg­vins­son þing­maður Alþýðu­flokks­ins flutti á Alþingi 2. febr­úar 1976 fer hann yfir Klúbb­málið frá 1972 í löngu máli og telur dóms­mála­ráð­herra hafa haft mjög óeðli­leg afskipti af því máli. Svo tengir hann þessa umfjöllun sína á gömlu máli við annað nýrra: „Ástæðan fyrir því, að mál þetta kemur nú upp á ný, er m. a. sú, að við rann­sókn á öðru afbrota­máli nýverið bár­ust lög­regl­unni nýjar upp­lýs­ingar af öðrum mál­um. Ekki hefur verið skýrt frá neinum máls­at­vikum í því sam­bandi opin­ber­lega. Þó mun ljóst vera að yfir­heyrslur af ein­hverju tagi hafa m. a. farið fram yfir hluta af þeim aðilum sem hér hefur verið um fjall­að. Í þriðja sinn á fáum árum bein­ist rann­sókn því í þessa sömu átt.“ Síðan heldur hann því fram að dóms­mála­ráðu­neytið hafi haft óeðli­leg afskipti af rann­sókn lög­regl­unnar í Kefla­vík í febr­úar 1975 eftir að hún fór að bein­ast að Klúbb­mönnum og spyr hvort hvort ráðu­neytið ætli að bregð­ast eins við nú ef sömu aðilar kvarti aft­ur.

Í Alþýðu­blað­inu 7. febr­úar 1976 er fjallað um það sem komið hafi fram í sjón­varps­þætt­inum Kast­ljósi kvöldið áður. Þar segir Kiddi P frá því að hann hafi unnið að rann­sókn á tengslum Geir­finns­máls­ins, Klúbb­máls­ins og spríra­máls­ins. Síðar seg­ir: „Krist­ján full­yrti enn­fremur í þætt­inum í gær, að við rann­sókn sína hefði hann verið kom­inn með upp­lýs­ingar í hend­ur, sem tengdu fyrr­greind þrjú mál á óvé­fengj­an­legan hátt.

Fjöl­margar teng­ingar ...

Fram hefur kom­ið:

  • að Krist­ján Pét­urs­son hjá toll­gæsl­unni og Haukur Guð­munds­son rann­sókn­ar­lög­reglu­maður höfðu rætt það á lög­reglu­stöð­inni í Kefla­vík, nokkrum dögum áður en Geir­finnur hvarf að þeir grun­uðu Klúbb­inn um að eiga aðild að smygli á spíra og fleiru.
  • að þegar spíra rak á land á Vatns­leysu­strönd sunnu­dag­inn 17. nóv­em­ber, færð­ust grun­semdir um aðild Klúbbs­ins að smygl­inu í auk­ana og að myndir og nafn Magn­úsar Leó­polds­sonar fram­kvæmda­stjóra Klúbbs­ins tengd­ust þar við.
  • að þegar Geir­finnur hvarf og upp­lýst var að hann hefði farið á ball í Klúbbnum sunnu­dags­kvöldið 17. nóv­em­ber, hófust grun­semdir lög­reglu um að hvarf hans gæti tengst spíra­smygl­inu.
  • að Haukur og fleiri lög­reglu­menn hafi borið myndir af Magn­úsi Leó­polds­syni undir bæði vitni og þá sem fengnir voru til að gera eft­ir­myndir af manni sem var grun­aður um að hafa hringt í Geir­finn og narrað hann að heiman hinsta sinni.
  • að þegar lög­reglan í Kefla­vík sýndi höfuð Leir­finns lýsti hún sam­tímis eftir fólki sem gæti veitt upp­lýs­ingar um hverja Geir­finnur hafi hitt í Klúbbnum á sunnu­dags­kvöld­inu.
  • að fjöl­mörg vitni hafi verið spurð um hvað þau héldu að hefði gerst í Klúbbn­um, jafn­vel þótt þau hefðu ekki verið þar sjálf.
  • að sömu aðilar rann­sök­uðu hvarf Geir­finns og smygl á spíra og blönd­uðu þeim rann­sóknum saman með marg­vís­legum hætti.
  • að lög­reglan í Kefla­vík fékk lög­regl­una í Rang­ár­valla­sýslu til að gera hús­leit á býli Sig­ur­björns Eiríks­sonar eig­anda Klúbbs­ins í leit að bíl sem átti að hafa sést við Hafn­ar­búð­ina og geta tengst hvarfi Geir­finns
  • að lög­reglan í Kefla­vík fékk lög­regl­una í Borg­ar­nesi til að svip­ast um eftir bílum tengdum Geir­finns­rann­sókn­inni við Hreð­ar­vatns­skál­ann þar sem faðir Magn­úsar Leó­polds­sonar stund­aði veit­inga­rekst­ur.
  • að eftir að Klúbb­ur­inn og fleiri voru tengdir inn í Geir­finns­málið hjá lög­regl­unni í Reykja­vík 1976, sögðu Kiddi P og Haukur sig­ur­reifir frá því að þeir hefðu verið komnir með upp­lýs­ingar sem tengdu hvarf Geir­finns við Klúbb­inn og spíra, en ekki fengið að klára málið á sínum tíma.

... en samt engin tengsl

Allt þetta kemur fram í skýrslu Láru V. Júl­í­us­dótt­ur, nema hvað hún virð­ist ekki hafa lesið Alþýðu­blaðið eða fylgst með ræðum á Alþingi 1976. Samt tekst henni að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að þetta sýni ekki fram á að lög­reglan hafi beint rann­sókn sinni eða gerð leir­höf­uðs­ins að Magn­úsi Leó­polds­syni og þar með ekki aðild hans að hvarfi Geir­finns, umfram þær ábend­ingar sem eðli­legt væri að lög­reglan fylgdi eft­ir.

Síð­ari tveir lið­irnir í rann­sókn Láru lúta að því af hverju Magnús Leó­polds­son var hand­tek­inn og sat svo lengi í gæslu­varð­haldi. Af öllum þeim sem hún spurði um þau atriði, þá spurði hún aldrei þau sem sak­felld voru fyrir að hafa borið sakir á Magnús eða hina þrjá.

End­ur­upp­töku­dómur úrskurð­aði mið­viku­dag­inn 14. sept­em­ber 2022 í máli nr. 8/2022 að hafna end­ur­upp­töku­beiðni Erlu Bolla­dótt­ur. Það er í stíl við meg­in­straum íslenska dóms­kerf­is­ins alla tíð. Um þann straum mun ég fjalla í síð­asta pistli mín­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar