Þess vegna Erla

Soffía Sigurðardóttir útskýrir af hverju hún telur að Erla Bolladóttir fái ekki efnislega meðferð fyrir dómi á ný í Geirfinnsmálinu.

Auglýsing

Hvers vegna má ekki veita Erlu Bolla­dóttur efn­is­lega með­ferð fyrir dómi á ný vegna sak­fell­ingar hennar fyrir rangar sak­ar­giftir í Geir­finns­mál­inu? Vegna þess að ef málið verður tekið upp á ný og hún sýkn­uð, þá verður ástæðan sú að mála­til­bún­að­ur­inn sem leiddi til bæði allskyns sak­bend­inga og loks dóma fyrir morð, hafi ekki komið að frum­kvæði hennar heldur þeirra sem áttu að gæta rétt­vís­innar en mis­fóru illi­lega með þá aðstöðu sína. 

Eftir ára­langa bar­áttu þar sem allt dóms­kerfið stóð þvert á móti, tókst loks að fá end­ur­upp­töku á morð­mál­unum í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu. Þá þurfti að skipa sér­stakan sak­sókn­ara til að sækja það mál og leggja fyrir hæsta­rétt. Sak­sókn­ar­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu að ekki væri efni til að halda fram ákæru í mál­inu þar sem gildar for­sendur í nútíma rétt­ar­fari skorti og málið verið á sandi byggt á sínum tíma. Hæsti­réttur tók málið til dóms og dæmdi snar­lega að þar sem sak­sókn­ar­inn legði ekki fram ákæru og verj­endur krefð­ust sýknu, þá væri ekki annað hægt en að sýkna þá sem áður höfðu verið dæmdir fyrir morð. Þarna slapp hæsti­réttur fim­lega við að taka málið til efn­is­legrar með­ferð­ar. Þjóðin stendur eftir með marg­falt morð­mál sem allt í einu var með enga morð­ingja sem þó höfðu afplánað margra ára fang­els­is­refs­ingu fyrir morð og enga skýr­ingu á því hvað fór úrskeið­is. Í ofaná­lag eru þau sem sýknuð voru af morð­unum ennþá sek um að hafa logið þeim upp á sjálfa sig og aðra, öll þeirra en ekki bara Erla sem var aldrei dæmd fyrir morð.

Við úrskurð end­ur­upp­töku­dóms, sem hafnar beiðni Erlu Bolla­dóttur um end­ur­upp­töku á dómi yfir henni fyrir rangar sak­ar­gift­ir, er margt að athuga. Of margt til að taka það fyrir í einni grein. Byrja samt. Meira vænt­an­legt.

Kvik­sögur úr Kefla­vík

Í 3. lið seg­ir:

Lög­reglan í Kefla­vík hóf rann­sókn á hvarfi Geir­finns Ein­ars­sonar í kjöl­far þess að til­kynnt var um hvarf hans 21. nóv­em­ber 1974 en þá hafði ekk­ert til hans spurst síðan að kvöldi 19. nóv­em­ber sama ár.“ Þetta er ekki alls kostar rétt. Félagar í björg­un­ar­sveit­inni Stakki hófu eft­ir­grennslan að beiðni konu Geir­finns á mið­viku­dag 20. og fundu þá bíl hans og köll­uðu til spor­hund og létu lög­reglu vita.

Þá seg­ir: „Miklar kvik­sögur urðu til í kringum rann­sókn­ina, meðal ann­ars sú að Magnús Leó­polds­son og Sig­ur­björn Eiríks­son hafi verið viðriðnir hvarf Geir­finns eða valdir að því.“ Hvað höfðu kvik­sög­urnar með lög­reglu­rann­sókn­ina að gera? Jú, lög­reglan í Kefla­vík bar myndir af ýmsum mönnum undir vitni og þá sem fengnir voru til að teikna og móta í leir eft­ir­myndir af ókunn­ugum manni sem lög­reglan taldi hafa hringt í Geir­finn og þar á meðal mynd af Magn­úsi Leó­polds­syni. Þá spurði lög­reglan líka marga þá sem þeir töl­uðu við hvort þeir teldu að eitt­hvað hefði gerst í Klúbbnum þegar Geir­finnur var þar á sunnu­dags­kvöld­inu á und­an, ásamt fjölda Suð­ur­nesja­manna. Líka það að lög­reglan í Kefla­vík fól lög­regl­unni í Rang­ár­valla­sýslu að gera hús­leit á býli í eigu Sig­ur­björns Eiríks­sonar í þágu manns­hvarfs­rann­sókn­ar­inn­ar. 

Auglýsing
Og áfram: „Gáfu sögu­sagn­irnar til­efni til bréfa­skrifa lög­manns Magn­úsar og Sig­ur­björns til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins þar sem hann fór þess á leit að ráðu­neytið gæfi ann­að­hvort út opin­bera yfir­lýs­ingu sem myndi eyða þessum sögu­sögnum eða hlut­að­ist til um opin­bera rann­sókn á sann­leiks­gildi þeirra og upp­runa.. Engin gögn eru fyr­ir­liggj­andi um við­brögð ráðu­neyt­is­ins.“ Jú, það eru til gögn. Ráðu­neytið neit­aði að hlut­ast til um málið en áframsendi það til fóget­ans í Kefla­vík sem fór með stjórn lög­regl­unnar þar. Eftir það sendi fóget­inn frá sér yfir­lýs­ingu um að löggan hans væri sko ekk­ert að ofsækja Klúbb­menn þótt eitt­hvað smá­vegis áfeng­is­mis­ferli hefði verið upp­lýst í tengslum við rann­sókn­ina á manns­hvarf­in­u. 

Enn seg­ir: „Rann­sókn á hvarfi Geir­finns stóð yfir hjá lög­regl­unni í Kefla­vík fram til 4. júní 1975.“ Rann­sókn máls­ins lauk reyndar fyrir miðjan des­em­ber 1974 og ekk­ert nýtt kom fram sem varð­aði hvarf Geir­finns og lög­reglan sneri sér að spíra og smygl­málum og allskyns rugli í leit að Leir­finni. Málið var form­lega lagt upp 4. júní 1975, en rann­sóknin var þá löngu runnin út í sand­inn.

Raus í Reykja­vík

Í lið 4 seg­ir: 

Næst dró til tíð­inda í rann­sókn á hvarfi Geir­finns í októ­ber 1975, en þá gáfu aðstand­endur A sig fram og til­kynntu lög­regl­unni í Reykja­vík um frá­sögn hans um aðild að hvarfi Geir­finns.“ Þarna er rak­inn stutt­lega sögu­þráð­ur­inn í drykkju­rausi manns sem dró frá­sögn sína jafn skjótt til baka og það rann af hon­um. Af hverju er verið að rekja þessa sögu án þess að geta þess á hvern hátt hún kom mál­inu raun­veru­lega við? Það eina í sög­unni sem kemur mál­inu við er að sagan berg­mál­aði síðar í frá­sögnum sak­born­inga um að þeir hafi verið með Klúbb­mönnum og fleirum að þvæl­ast í Drátt­ar­braut­inni í Kefla­vík og ýmist drepa Geir­finn þar eða verða vitni að því að hann drukkni. Nafn­greindir ein­stak­lingar og aðstæður voru kópía með til­briðgum af sögu drykkju­rafts­ins. Frá þessu máli var ekki sagt opin­ber­lega fyrr en löngu seinna. 

Póst­á­vís­anir í pækli

Í 5. lið seg­ir:

Allt frá byrjun nóv­em­ber 1974 hafði rann­sókn­ar­lög­reglan í Reykja­vík haft til rann­sóknar fjár­svik gagn­vart Pósti og Síma, í svoköll­uðu póst­svika­máli. Í byrjun des­em­ber­mán­aðar 1975 veitti refsi­fangi á Litla - Hrauni, B, lög­reglu upp­lýs­ingar um að Sævar Mar­inó Ciesi­elski og end­ur­upp­töku­beið­andi stæðu að baki fjársvik­un­um. Leiddi rann­sókn lög­reglu til þess að Sævar var úrskurð­aður í 30 daga gæslu­varð­hald og fluttur í Síðu­múlafang­els­ið.“

Hvað gerð­ist á þessu tíma­bili frá nóv­em­ber 1974 til des­em­ber 1975? Skiptir það ein­hverju máli?

Já. Lög­reglan vissi um aðkomu Erlu að póst­á­vís­ana­svik­unum í heilt ár áður en Erla og Sævar voru hand­tekin vegna máls­ins. Það er því rangt að upp­hafið að því að hand­taka Erlu og Sævar fyrir póst­á­vís­ana­svikin hafi verið fram­burður Malaga­fang­ans (B) á Litla-Hrauni.

Njörður Snæ­hólm aðal­varð­stjóri og rann­sókn­ar­lög­reglu­maður í Reykja­vík rann­sak­aði málið í nóv­em­ber og des­em­ber 1974 og bar þá myndir af nokkrum stúlkum undir vitni, sem bentu á mynd af Erlu Bolla­dótt­ur. Hann vissi þá að hún hafði unnið hjá Pósti og síma og myndi því þekkja hvaða aðferðir þyrfti að við­hafa til að svíkja út póst­á­vís­an­ir. Fyrri fjár­svikin áttu sér stað 23. og 28. ágúst og voru kærð 6. nóv­em­ber og rann­sökuð af N.Snæ­hólm 8. - 13. nóv­em­ber. Síð­ari fjár­svikin voru framin 18. októ­ber, kærð 29. nóv­em­ber og rann­sökuð til 17. des­em­ber 1974. Njörður lét síðan kyrrt liggja þar til heilu ári síð­ar, í des­em­ber 1975, þegar lög­reglan lét til skarar skríða á ný. Af hverju?

Á vef­síð­unni mal214.com eru pdf.skjöl tengd Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu, þar sem eru tölu­settar bækur með ýmsum máls­skjölum sem lögð voru fyrir Saka­dóm Reykja­vík­ur. Þar á meðal er í bók VII „Máls­skjöl vegna ætl­aðra þjófn­að­ar­brota“ Sæv­ars og Erlu, þar sem póst­á­vís­ana­svikin voru stærsta mál­ið. 

Á milli fyrri og seinni atrennu Njarðar Snæ­hólm í að upp­lýsa póst­á­vís­ana­svik­in, kom hann til liðs við lög­regl­una í Kefla­vík við rann­sókn­inni á hvarfi Geir­finns. Þess er ekki getið í lög­reglu­skjöl­um, en gögn og vís­bend­ingar hafa samt fund­ist. Njörður átti þar áhuga­verða aðkomu og aftur á síð­ari stigum Geir­finns­máls­ins. Þess má geta að Njörður Snæ­hólm tók skýrsl­unar um drykkju­raus­ið. Hann rann­sak­aði líka hvarf Guð­mundar Ein­ars­sonar í jan­úar 1974. Það tók hann þrjá daga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar