Ný kynslóð fjárfesta: Aukin áhersla á jafnrétti og fjölbreytileika

Freyja Vilborg Þórarinsdóttir segir kauphallir í lykilstöðu til að ýta undir jafnrétti.

Auglýsing

Margir muna eftir því þegar brons­styttan af ótta­lausu stúlkunni (e. The Fearless Girl) birt­ist fyrst, hnar­reist með hendur á mjöðmum and­spænis hinum þekkta naut skúlp­túr á Wall Street - fjár­mála­hverfi New York borg­ar. Styttan var sett upp 7. mars 2017 í til­efni af alþjóð­legum bar­áttu­degi kvenna degi síð­ar. Litla stúlkan stóð ótta­laus, á móti valda­freka naut­inu, í miðri fjár­mála­borg Banda­ríkj­anna, sem tákn fyrir vald­efl­ingu kvenna. 

Það er hins vegar minna rætt um það að styttan var liður í mark­aðs­her­ferð State Street Global Advis­ors. Sjóðs með rúm­lega 2.500 millj­arða Banda­ríkja­dali í stýr­ingu, til að vekja athygli á nýjum vísi­tölu­sjóði (SHE Gender Diversity Index ETF) þeirra. Sjóð­ur­inn átti að koma til móts við aukna eft­ir­spurn mark­að­ar­ins eftir jafn­réttis tengdum fjár­fest­ing­ar­kostum og mögu­leikum til að fjár­festa með kynja­gler­aug­um. Vísi­tölu­sjóð­ur­inn sam­anstendur af rúm­lega 200 fyr­ir­tækjum sem eru sögð vera með hátt hlut­fall kvenna í stjórnum og stjórn­un­ar­stöð­um. Þá er vísi­tölu­sjóð­ur­inn sagður fylgja vísi­tölu State Street að mestu leyti (um 80%) og fjár­festa í svip­uðum hlut­föllum og sam­setn­ing vísi­töl­unnar segir til um. Fyr­ir­tæki eru valin eftir mats­kenndri nálgun State Street sem gert er grein fyrir í útgáfu­lýs­ingu vísi­tölu­sjóðs­ins. 

En þrátt fyrir ógagn­sæja aðferða­fræði „kynja­gler­augna­sjóðs” State Street, þá hlaut ótta­lausa stúlkan strax mikil við­brögð um allan heim og vakti athygli mark­að­ar­ins á fjár­fest­ingum með kynja­gler­aug­um. Frá þeim tíma hafa eignir í stýr­ingu s.k. kynja­gler­augna­sjóða á skráðum mark­aði auk­ist frá því að vera 900 milljón Banda­ríkja­dalir í það að vera um 11 millj­arðar Banda­ríkja­dalir í byrjun árs 2021, og áætlað að verði um 20 millj­arðar Banda­ríkja­dalir í skráðum kynja­gler­augna­sjóðum við lok árs 2022.  Þá eru að lág­marki ein billjón (e. trillion) Banda­ríkja­dalir í eigu stofn­ana­fjár­festa í stýr­ingu um heim þar sem kynja­gler­augu voru sett upp við mat á fjár­fest­ing­unn­i. 

Vöxtur fjár­fest­inga í kynja­gler­augna­sjóðum

Fjár­festar og þátt­tak­endur á mark­aði gera í vax­andi mæli kröfu um að fjár­fest sé með sam­fé­lags­lega ábyrgum hætti og hafa ábyrgar fjár­fest­ingar vaxið um 40% á alþjóða­vísu á hverju ári frá árinu 2016. Í dag eru rúm­lega þrjá­tíu og fimm þús­und millj­arðar Banda­ríkja­dali í sam­fé­lags­lega ábyrgri eigna­stýr­ingu (e. Soci­ally Responsi­ble Invest­ing), þar á meðal fjár­fest­ingum sem taka mið af umhverf­is­þátt­um, sam­fé­lags­þáttum og stjórn­ar­háttum fyr­ir­tækja (svo­nefndar UFS fjár­fest­ingar eða ESG invest­ing á ensku sem stendur fyrir Environ­mental, Social og Govern­ance). Það eru því um 36% af öllum eignum í stýr­ingu á Banda­ríkja­mark­aði, Kana­da, Evr­ópu, Jap­an, Ástr­alíu og Nýja Sjá­landi, sem fjár­fest er með ábyrgum hætti. Þar af hafa fjár­fest­ingar með kynja­gler­augum vaxið hvað mest og hrað­ast.  

Heim­ild: Global Impact Invest­ing Network

Yngri kyn­slóðir þrýsta á breyt­ingar

Fjár­festa­hegðun er almennt að breyt­ast á alþjóða­mörk­uð­um, ekki aðeins vegna inn­leið­inga á nýjum lögum víðs vegar um heim­inn um svo­kall­aða kynja­kvóta í stjórnum og reglum sem gera stofn­ana fjár­festum skylt að horfa til ófjár­hags­legra þátta á borð við jafn­rétti, mann­rétt­indi og umhverf­is­mál - heldur jafn­framt vegna nýrra kyn­slóða fjár­festa sem vilja í meira mæli fjár­festa með ábyrgum hætt­i. 

Sam­kvæmt skoð­ana­könnun eigna­stýr­ingar Fidelity hafa 77% þeirra sem fæddir eru á árunum 1981 til 1996 og til­heyra hinni s.k. alda­mó­ta­kyn­slóð (e. Millenni­als) og 72% ein­stak­linga sem eru fæddir á árunum 1965 til 1980 og telj­ast til X-kyn­slóðar (e. Gener­ation X), fjár­fest með ábyrgum hætti og í jafn­rétti. Þá fjár­festir um þriðj­ungur alda­móta kyn­slóðar ávallt með ábyrgum hætti. Á Banda­ríkja­mark­aði eru um 80 milljón manna sem til­heyra alda­mó­ta­kyn­slóð­inni. Er áætlað að þessi kyn­slóð hafi fjár­fest rúm­lega 50 millj­örðum Banda­ríkja­dölum í ábyrgum fjár­fest­ing­ar­sjóðum (e. Susta­ina­ble funds) á árinu 2020 sam­an­borið við um 5 millj­arða Banda­ríkja­dali á árinu 2015, skv. skýrslu MSCI. Það kemur kannski ekki á óvart, enda eru ald­urs­for­setar alda­mó­ta­kyn­slóðar komnir yfir fer­tugt og margir þeirra farnir að þéna vel. Því til við­bótar munu fær­ast um 30 billjónir Banda­ríkja­dala til yngri kyn­slóða á næstu ára­tugum frá for­eldrum þeirra, eft­ir­stríðs­ára/­barna-­bombu kyn­slóð­inni (e. Baby boomer­s). Eigna­stýr­ingar eru sagðar tapa yfir­leitt um 70-80% þeirra eigna sem erf­ast milli kyn­slóða - sem er fyr­ir­séð að verði færðar frá gam­al­dags eigna­stýr­ingu og fjár­fest á nýjan leik eftir öðrum áherslum og sam­fé­lags­legum gild­um. 

Auglýsing
Yngri kyn­slóðir byrja að greiða í líf­eyr­is­sparnað (401k reikn­ingar í Banda­ríkj­un­um) að með­al­tali níu árum fyrr en for­eldrar þeirra - og leggja meiri áherslu á sveigj­an­leika yfir starfsævi sína - heldur en að fara snemma á eft­ir­laun. Þá vilja 90% þeirra að líf­eyr­is­sparn­að­inum sé fjár­fest með ábyrgum hætti, m.a. í fyr­ir­tækjum sem hafa jafn­rétti og fjöl­breyti­leika að leið­ar­ljósi - hvað varðar kyn­vit­und, kyn­þætti, ald­ur, bak­grunn fólks o.fl. Því eru mörg fyr­ir­tæki farin að bjóða upp á að fjöl­breytt­ari líf­eyr­is­sparn­aðar leiðir fyrir starfs­menn, sem liður í sam­keppni um vinnu­afl á mark­aðn­um. 

Líf­eyr­is­sjóðir þrýsta á breyt­ingar

Stærstu líf­eyr­is­sjóðir heims sem eru í Jap­an, Nor­egi og Banda­ríkj­un­um, fjár­festa mark­visst með ábyrgum hætti með hlið­sjón af heims­mark­miðum Sam­ein­uðu Þjóð­anna (e. Susta­ina­ble Develop­ment Goals), þannig að fjár­munir sjóðs­fé­laga njóti í senn góðrar ávöxt­unar og hafi jákvæð sam­fé­lags­leg áhrif. Líf­eyr­is­sjóður jap­anska rík­is­ins, sem er stærsti líf­eyr­is­sjóður heims með um 1.500 millj­arða Banda­ríkja­dali (e. $1,48 trillion) í stýr­ingu, hefur til að mynda verið virkur þátt­tak­andi í útboðum á sam­fé­lags­leg­um- og grænum skulda­bréf­um, sem m.a. eru útgefin af alþjóða­stofn­unum á borð við Alþjóða­bank­ann. 

Þá hafa stærstu líf­eyr­is­sjóðir Banda­ríkj­anna sett sér fjár­fest­ing­ar­stefnu um sam­fé­lags­lega ábyrgar fjár­fest­ing­ar, þ.m.t. líf­eyr­is­sjóður kenn­ara í Kali­forn­íu  ríki (Cal­STRS) og líf­eyr­is­sjóður opin­berra starfs­manna í Kali­forníu ríki (CalPERS), með sam­tals um 550 millj­arða Banda­ríkja­dali í stýr­ingu, og verið virkir þátt­tak­endur í umræðum um jafn­rétt­is­mál og hvatt til laga­breyt­inga á borð við kynja­kvóta í stjórnum fyr­ir­tækja sem nýlega voru inn­leidd í Kali­forníu ríki (Senate Bill No. 826). Hafa sjóð­irnir hik­laust kosið gegn til­nefn­ingu ein­stak­linga (karla) í stjórnir fyr­ir­tækja þar sem sem kynja­hlut­föll eru skökk (hallar á hlut kvenna). 

Lands­banki Ástr­alíu (e. National Australian Bank, NAB) var fyrst meðal fyr­ir­tækja til að standa að jafn­rétt­is-skulda­bréfa­út­gáfu á árinu 2017 sem nemur 500 millj­ónum áströlskum döl­um, og á að stuðla að auknu kynja­jafn­rétti í atvinnu­lífi Ástr­al­íu. Þá eru tæki­færi í því fyrir fjár­fest­inga- og fram­taks­sjóði að nálg­ast erlent fjár­magn og alþjóða­mark­aði með sér­stökum jafn­rétt­is­sjóðum sem fjár­festa ein­ungis í jafn­rétt­is­sinn­uðum fyr­ir­tækjum eða jafn­réttis vísi­töl­um. Til að mynda til­kynnti líf­eyr­is­sjóður jap­anska rík­is­ins (e. Japan's Govern­ment Pension Invest­ment Fund) að sjóð­ur­inn myndi fjár­festa mark­visst í vísi­tölum sem tengdar eru þáttum á borð við jafn­rétti og fram­gangi kvenna í atvinnu­líf­inu.

Kaup­hallir í lyk­il­stöðu til að ýta undir jafn­rétti 

Hund­rað tutt­ugu og níu kaup­hallir á alþjóða­mörk­uð­um, þar með talin Kaup­höll Íslands, hafa skuld­bundið sig í gegnum sam­starfs­vett­vang um sjálf­bærar kaup­hallir (Susta­ina­ble Stock Exchange Ini­ti­ati­ve, SSE), til að ýta undir ábyrgar fjár­fest­ingar og kynja­jafn­rétti með því að varpa ljósi á tæki­færin sem fel­ast í því að fjár­festa í konum og efla þátt­töku þeirra á vinnu­mörk­uð­um. Hefur sam­starfs­vett­vang­ur­inn m.a. gefið út leið­bein­ingar um það hvernig kaup­hallir geta stuðlað að auknu kynja­jafn­rétti á mörk­uð­um. Voru leið­bein­ing­arnar nýlega upp­færðar þar sem sér­stak­lega er bent á mögu­leika kaup­halla til áhrifa með því að hvetja til þró­unar á vörum og þjón­ustu sem ýta undir kynja­jafn­rétti og vekja athygli á jafn­rétt­is­mál­um. Þá jafn­framt að vera góð fyr­ir­mynd og fá mark­aðs­að­ila í lið mér sér í þeim til­gangi að ná heims­mark­miðum Sam­ein­uðu Þjóð­anna um kynja­jafn­rétti fyrir 2030.

­Styttan af ótta­lausu stúlkunni var flutt frá naut­inu á Wall Street að kaup­höll­inni í New York, NYSE í des­em­ber 2018. Var hún færð nálægt þeim stað sem naut­inu var upp­haf­lega komið fyrir 29 árum fyrr, í des­em­ber 1989. Hafði lista­mað­ur­inn plantað naut­inu ólög­lega undir stóru jóla­tré við kaup­höll­ina - sem gjöf til New York borg­ar, og tákn fyrir betri tíma og hækk­anir á fjár­mála­mörk­uðum eftir hrunið 1987. Borgin tók jóla­gjöf­inni ekki fagn­andi og færði freka nautið í burtu.

Núna fær litla stúlkan hins vegar að standa í friði and­spænis kaup­höll­inni í New York, hnar­reist og ótta­laus sem fyrr, sem tákn um bjart­ari tíma í átt að kynja­jafn­rétti á kaup­hallar mörk­uðum um heim. 

Höf­undur er stofn­andi og fram­­kvæmda­­stjóri GemmaQ.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar