Hægrið tekur yfir Svíþjóð

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson stjórnmálafræðingur skrifar um niðurstöðu þingkosninganna í Svíþjóð og við hverju megi búast við stjórnarmyndun, einna helst af Svíþjóðardemókrötum.

Auglýsing

Sví­þjóð­ar­demókrat­ar, flokkur þjóð­ern­is­sinna, sigr­aði kosn­ing­arnar þann 11.sept­em­ber, en eng­inn flokkur á hægri vængnum er æstur í sam­starf. Hægri­flokk­ur­inn vinnur að myndun stjórn­ar.

„Sví­þjóð­ar­vin­ir, eruð þið til­búin fyrir valda­skipt­i?“ Þessa spurn­ingu garg­aði kampa­kátur þjóð­ern­is­sinn­inn og leið­togi Sví­þjóð­ar­demókrata (SD), Jimmie Åkes­son, yfir stuðn­ings­menn sína á kosn­inga­vök­unni hjá flokknum aðfara­nótt mánu­dags­ins 12. sept­em­ber. Og flokks­menn hans görg­uðu kampa­kátir ját­andi á móti.

­Flokk­ur­inn hafði ríka ástæð­una til að fagna, en þá var það orðið ljóst að flokk­ur­inn og Jimmie væru sig­ur­veg­arar sænsku þing­kosn­ing­anna og orð­inn annar stærsti flokkur lands­ins, með 20,5% fylgi. Jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn er þó enn stærsti flokkur Sví­þjóð­ar, fékk um 30,3% fylgi og bætti við sig frá kosn­ing­unum 2018.

Hægri blokkin vann þessar kosn­ing­ar, fékk 176 þing­menn, en sú „rauð­græna“, vinstri­blokk­in, fékk 173. „Þunnur meiri­hlut­i,“ sagði frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra, Magda­lena And­ers­son, sem er fyrsta konan til að gegna því emb­ætti, en starf­aði aðeins í níu mán­uði, tók við af Stefan Löf­ven, þegar hann lét af emb­ætti í lok síð­asta árs.

Jafn­að­ar­menn tapa völdum

Margt afar und­ar­legt ein­kennir þessar kosn­ingar og nið­ur­stöður þeirra. Jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn bætti við sig fylgi, en tap­aði völd­um. Hægri­flokk­ur­inn (Modera­terna) tap­aði fylgi en vann for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn, ef þannig má að orði kom­ast.

Auglýsing
Flokkurinn fékk 19,1% fylgi en leið­togi hans, Ulf Kristers­son, situr sem fastast, þrátt fyrir tap­ið. Hann hefur nú þegar hafið það erf­iða verk­efni að reyna að mynda rík­is­stjórn, með stuðn­ingi raun­veru­legs sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna, Sví­þjóð­ar­demókröt­um, flokki sem eng­inn hinna flokk­anna í hægri blokk­inni, vill í raun vinna með eða jafn­vel hafa í rík­is­stjórn. Hingað til hefur verið reynt að halda Sví­þjóð­ar­demókrötum úti í kuld­an­um, en alls ekki víst að það tak­ist núna. Flokk­ur­inn er ein­fald­lega orð­inn of stór til þess.

Meðal ann­ars eru Kristi­legir demókratar með í spil­inu, en þeir voru að daðra við Jimmie og vini hans í aðdrag­anda kosn­ing­anna. Útkoma þeirra úr þessum kosn­ingum er þó ekki glæsi­leg, þeir töp­uðu fylgi og meira að segja nokkuð miklu fylgi í „bibl­íu­belt­inu“ í Sví­þjóð, á svæð­inu við Jönk­öp­ing. Það hefur hingað til verið þeirra höf­uð­vígi. Kristi­legir fengu aðeins 5,3% atkvæða.

Grunnt á því góða

Annar smá­flokk­ur, Frjáls­lyndi flokk­ur­inn, á svo að vera með í vænt­an­legri hægri­st­jórn. Sá flokkur rétt skreið yfir 4% þrösk­uld­inn, sem þarf til að kom­ast inn á Riks­da­gen, sænska þing­ið. Fyrir kosn­ing­arnar voru margir sem höfðu afskrifað frjáls­lynda, en þeir rétt mörðu þetta með nýjum leið­toga, Johan Pers­son. Mjög grunnt er á því góða með frjáls­lyndum og Sví­þjóð­ar­demókrötum og eru þeir til sem segja að sam­starf þess­ara flokka sé nán­ast ómögu­legt, t.d. á sviði inn­flytj­enda­mála. Í raun eru því miklar efa­semdir um sam­starf þess­ara flokka.

Í inn­flytj­enda­málum vilja Sví­þjóð­ar­demókratar alger­lega kúvenda um stefnu og í raun vilja þeir flytja fólk úr landi. Árið 2009 skrif­aði leið­tog­inn, Jimmie, mjög umtal­aða grein í Afton­bla­det, þar sem hann lýsti múslimum sem „stærstu erlendu ógn­inni“ sem Sví­þjóð stæði frammi fyr­ir. Hann myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að vinna gegn þess­ari ógn. Jimmie telur að inn­flytj­endur hafi breytt Sví­þjóð til hins verra og vill nota ströng­ustu túlk­anir á sam­þykktum og reglum frá ESB til að hindra aðflutn­ing til Sví­þjóð­ar.

Vilja áhrif og „feit­ar“ stöður

Ljóst er að Sví­þjóð­ar­demókratar vilja hafa afger­andi áhrif í næstu rík­is­stjórn og ef þeir fá ekki fólk inn í hana, þá vilja þeir að minnsta kosti gera þannig samn­inga um sam­starf að þeirra hjart­ans mál kom­ist í gegn, eins og til dæmis að nán­ast hætta að veita þró­un­ar­að­stoð. Sví­þjóð hefur í gegnum tíð­ina verið mjög stór aðili í þró­un­ar­að­stoð. Þá hafa Jimmie og félagar einnig mik­inn áhuga á lyk­il­stöðum í stjórn­kerf­inu.

Eins og áður sagði bættu jafn­að­ar­menn við sig fylgi en töp­uðu völd­um. Hlut­skipti jafn­að­ar­manna verður nú að leiða stjórn­ar­and­stöð­una, nokkuð sem flokk­ur­inn er alls ekki vanur að gera. Í við­tali við SVT kom fram ótrú­leg tala hjá stjórn­mála­fræð­ingnum Tommy Möll­er, eða þess efnis að á síð­ustu 90 árum hafa jafn­að­ar­menn aðeins verið 15 ár í stjórn­ar­and­stöðu. Þetta er því hlut­verk sem flokk­ur­inn er bara ekki vanur að vera í. Jafn­að­ar­menn eru vanir stjórna Sví­þjóð, enda landið að mörgu leyti „sköp­un­ar­verk“ þeirra. Smá plástur fyrir jafn­að­ar­menn er að þeir náðu aftur völdum í borg­ar­stjórn Stokk­hólms.

Hinir tveir flokk­arnir í vinstri blokk­inni eru Vinstri­flokk­ur­inn, sem tap­aði fylgi og fékk 6,7% og Umhverf­is­flokk­ur­inn, sem reyndar bætti við sig og fékk 5,1%. Útlitið var dökkt hjá flokknum fyrir kosn­ing­ar.

Hörm­ungar Mið­flokks­ins, for­mað­ur­inn flaug

Á miðj­unni er svo Mið­flokk­ur­inn, sem gekk hörmu­lega í þessum kosn­ingum og tap­aði stórt, fékk aðeins 6,7%, en fékk t.d. um 15% í kosn­ingum árið 1982. Þetta er flokkur sem á rætur sínar á lands­byggð­inni, en nú virð­ist sem Sví­þjóð­ar­demókratar hafi höggvið víða í fylgi Mið­flokks­ins í dreif­býl­inu.

Þann 15.sept­em­ber sagði for­maður flokks­ins, Annie Lööf, af sér, eftir 11 ára setu. Hér á árum áður vann flokk­ur­inn til hægri með því sem kalla mætti „Banda­lag­ið“ (Alli­an­sen), en þetta kosn­inga­banda­lag náði að vinna tvennar kosn­ing­ar, 2006 og 2010 og þá var hægri­mað­ur­inn Fred­rik Rein­felt for­sæt­is­ráð­herra.

Kosn­ing­arnar 2022 fara ef til vill á spjöld sög­unnar helst fyrir þá stað­reynd að þá varð flokkur sem í raun byggir á bæði rasískum, fasískum og nasískum rót­um, annar stærsti flokkur Sví­þjóðar og fékk stuðn­ing 1/5 kjós­enda. Það hlýtur að telj­ast merki­legt fyrir land sem hefur hingað til ein­kennst af jöfn­uði, fjöl­breyti­leika og umburð­ar­lyndi. Er sá tími lið­inn? Verður snúið frá þessum gild­um?

Lýð­hyggjan áber­andi

Leið­togi SD, Jimmie Åkes­son, náði að spila út spili lýð­hyggj­unn­ar, „popúl­ism­ans“, og predika ein­faldar lausnir á flóknum vanda­mál­um. Hann náði t.d. líka að spila á hræðslu fólks við glæpi og lofar harð­ari refs­ingum vegna glæpa. Glæp­ir, morð og önnur óáran var eitt aðal­efni kosn­ing­anna, enda met­fjöldi verið skot­inn til bana í Sví­þjóð það sem af er ári.

Af Jimmie verður heldur ekki tekið að hann er snjall ræðu­maður og hann vill gera Sví­þjóð „sænska“. Þjóð­ern­is­hyggja hans á sér engin tak­mörk. Allt sem minnir nokkuð á það sem var í gangi í Þýska­landi á þriðja og fjórða ára­tug síð­ustu ald­ar. Þar var „snjöll ræðu­mennska“ í lyk­il­hlut­verki, sem og bull­andi þjóð­ern­is­hyggja. Það fór illa.

Jimmy hefur þó ham­ast við að reyna að þvo „nas­is­mann“ af flokkn­um, en það er senni­lega verk­efni sem mun fylgja honum svo lengi sem hann verður leið­togi flokks­ins. Það gengur hins vegar ekki vel, nasískar rætur flokks­ins munu fylgja honum eins og skugg­inn og sagan lýgur ekki.

Erfið við­fangs­efni

Við­fangs­efni nýrrar rík­is­stjórnar eru mikil og erf­ið. Staðan í efna­hags­málum er slæm, verð­bólga nálg­ast 10% og spá­menn í mála­flokknum spá jafn­vel sam­drætti í Sví­þjóð, kreppu. Þá er í Brus­sel, höf­uð­stöðvum NATO, virk umsókn frá Svíum (og Finn­um) og það mál þarf að klára. En þar eru Tyrkir með stæla og hóta að hindra inn­göngu.

Einnig munu Svíar um næstu ára­mót taka við stjórn leið­toga­ráðs ESB og stjórnun á starf­semi sam­bands­ins. Um 150 fundir eru skipu­lagðir á því hálfa ári sem Svíar stýra ESB. Gríð­ar­legar hækk­anir á mat­vöru og orku í Sví­þjóð eru einnig við­fangs­efni nýrrar stjórn­ar. Þá hefur skaut­unin í sænskum stjórn­málum einnig auk­ist og margir tala um að kosn­inga­bar­áttan hafi verið óvægin og því aukið skaut­un­ina, bilið á milli manna út frá hug­mynda­fræði stjórn­mál­anna. Þetta er alþjóð­leg til­hneig­ing sem sést hvað best í Banda­ríkj­un­um.

Ulf Krister­son, leið­togi hægri­manna, þarf að vera klár með stjórn í lok sept­em­ber. Stjórn­ar­mynd­anir hafa und­an­farið verið mjög erf­iðar í Sví­þjóð sökum sér­kenni­legs ástands í sænskum stjórn­mál­um, en það tók rúma fjóra mán­uði að mynda þá rík­is­stjórn sem nú er að láta af völd­um.

Allt getur því gerst og Ulf þarf því að beita klókind­um, verk­efni hans er ekki auð­velt. Hann er hins vegar til­bú­inn að bretta upp ermar fyrir land og þjóð. Hverjir verða svo með í „púkk­inu“ skýrist ef til vill á næstu vik­um.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og var frétta­rit­ari RÚV í Sví­þjóð frá 1998-2007.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar