Rannsóknin sem hvarf í Keflavík

Soffía Sigurðardóttir skrifar um hvarf Geirfinns Einarssonar, og rannsóknina á því mannshvarfi.

Auglýsing

Þegar hæsti­réttur sýkn­aði sak­fellda af drápum á Geir­finni Ein­ars­syni og Guð­mundi Ein­ars­syni, bætt­ust tvö ný óupp­lýst manns­hvörf á borð lög­regl­unn­ar. Sem lög­reglu­mál urðu til ný óupp­lýst mál, þótt manns­hvörfin sjálf hafi átt sér stað fyrir 46 og nærri 47 árum síð­an. Fyrri rann­sókn á manns­hvör­f­unum lauk með þeirri dóms­nið­ur­stöðu að menn­irnir hefðu verið drepnir og hverjir hefðu drepið þá, þótt aldrei hefði verið upp­lýst hvað varð um lík­in. Þegar hæsti­réttur sýknar hina sak­felldu af dráp­un­um, verða manns­hvörfin laga­lega séð óupp­lýst á ný. Hvað ætlar lög­regla að gera í því?

Ein­falda sagan af manns­hvarf­inu

Ég er hér aðeins að fjalla um hvarf ann­ars þess­ara horfnu manna, Geir­finns Ein­ars­son­ar, og tel rétt að rifja sög­una aðeins upp fyrir yngra fólki. Að kvöldi þriðju­dags­ins 19. nóv­em­ber 1974, gekk Geir­finnur Ein­ars­son út af heim­ili sínu í Kefla­vík og hvarf. Síðan hefur hann ekki fund­ist og ekki komið fram nein hand­bær skýr­ing á því hvað um hann varð.

Vitað er með góðri vissu að vinur Geir­finns, sem hafði verið í heim­sókn, skutl­aði honum að Hafn­ar­búð­inni um kl 22 um kvöldið og að hann kom þangað inn og keypti sígar­ettu­pakka og fór. Kona hans sagði hann hafa komið heim aft­ur, fengið sím­tal og farið rétt strax út aftur og í það skiptið á bíl þeirra. Dag­inn eftir fara kona hans, vinir og vinnu­fé­lagar að grennsl­ast fyrir um hann, spurðu m.a. lög­reglu hvort þeir vissu eitt­hvað um hann og vinir hans fundu bíl­inn skammt frá Hafn­ar­búð­inni. Á fimmtu­dags­morgn­inum hóf lög­reglan form­lega leit og lýsti eftir Geir­finni í útvarpi og með mynd af honum í blöðum og sjón­varpi. Fjöl­mennir leit­ar­flokkar frá björg­un­ar­sveitum leit­uðu víða næstu daga, á landi og með ströndum og köf­uðu í höfn­inni og þyrla Gæsl­unnar leit­aði úr lofti.

Lög­reglan ræddi við nokkra ein­stak­linga og tók form­lega skýrslu af sumum þeirra. Fljót­lega barst grunur lög­reglu að því að hvarf Geir­finns mætti rekja til ókunn­ugs manns sem kom inn í Hafn­ar­búð­ina og fékk að hringja þaðan á svip­uðum tíma og kona Geir­finns segir að hann hafi fengið sím­tal sem varð til þess að hann fór út aft­ur. Reyndi lög­regla að láta gera eft­ir­mynd af þessum manni, en erf­ið­lega gekk að ná fram mynd sem vitni sam­mælt­ust um eða felldu sig við. Þessi mynda­gerð end­aði með leir­styttu af manns­höfði, sem eftir það gekk undir nafn­inu Leir­finn­ur.

Manns­hvarfið sem hvarf ekki

Manns­hvörfin tvö vöktu hvort um sig skamm­vinna athygli fyrst eftir að menn­irnir hurfu, en dög­uðu síðan uppi. Innan við mán­uði eftir hvarf Geir­finns, var lög­reglan engu nær um það hvað orðið hefði af honum og ekk­ert nýtt að koma fram til að leita eft­ir. Þá dró mjög úr virkri rann­sókn lög­reglu á manns­hvarf­inu, en form­lega var málið lagt upp sem óupp­lýst í júní 1975. 

Auglýsing
Þannig stæði hvarf Geir­finns Ein­ars­sonar enn þann dag í dag í hljóðum hópi óupp­lýstra manns­hvarfa, ef ekki hefði komið upp svo­nefnt Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál (G&G) í árs­byrjun 1976. Það gefur reyndar fullt til­efni til sér­stakrar rann­sóknar á hvernig tókst að skrifa, leik­stýra og sýna þann ömur­lega far­sa, en ég læt það liggja á milli hluta. Ég hef nefni­lega verið að skoða rann­sókn­ina á hvarfi Geir­finns Ein­ars­sonar og það eitt er víst, að per­sónur og leik­endur í G&G-far­s­anum komu hvarfi Geir­finns alls ekk­ert við. 

Þegar gögn lög­regl­unnar í Kefla­vík um hvarf Geir­finns eru skoð­uð, kemur í ljós að bæði eru veru­leg van­höld á gögnum máls­ins og að í rann­sókn­inni sjálfri er stórt gat á mik­il­vægum stað. Það gat er svo stórt og á svo mik­il­vægu svæði að það er varla hægt að afsaka það sem klaufa­skap.

Athugun á fyr­ir­liggj­andi gögnum um manns­hvarfið sýnir að enn hefur ekki fennt yfir öll þau spor sem hægt er að rann­saka og einnig að líkur eru á að enn sé ein­hver á lífi sem veit hvað varð um Geir­finn Ein­ars­son, sem hvarf í Kefla­vík fyrir 46 árum síð­an.

Greitt úr net­inu

Til að rann­saka hvað orðið hefði um Geir­finn, ákvað ég að byrja á að fara yfir fyr­ir­liggj­andi gögn, greiða úr neta­flækju gagn­anna, sjá hvaða hnútar héldu og hvaða þræðir trosn­uðu upp og hvar götin væru sem fisk­arnir syntu í gegn­um.

Gögn í mál­inu eru nokk­ur. Þar er fyrst til að telja þau gögn sem lögð voru fyrir dóm­stóla og eru nú mörg aðgengi­leg. Síðan eru gögn sem verða til í síð­ari rann­sókn­um, en þau tengj­ast mest rann­sóknum á eft­ir­málum dómanna í G&G. Bæt­ast þar í nokkrum til­vikum við ný gögn og sums staðar er þar vísað til gagna sem eru ekki opin­ber. Gagn­legar voru bæði skýrsla Láru V. Júl­í­us­dóttur setts sak­sókn­ara í rann­sókn á því af hverju Magnús Leó­polds­son var dreg­inn inn í rann­sóknir á hvarfi Geir­finns (2003) og skýrsla Starfs­hóps um Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál undir stjórn Arn­dísar Soffíu Sig­urð­ar­dóttur þar sem farið var yfir alla þætti þeirra mála (2013). Þá kemur líka sitt­hvað fram í heim­ilda­myndum og í bók­um, við­tölum og greinum sem skrif­aðar hafa verið um þessi mál, en þær eru líka mest um mála­til­bún­að­inn í G&G. Einnig hefur verið gagn­legt að renna yfir þau frétta­skrif sem urðu um hvarf Geir­finns á þeim tíma, en síð­ari fjöl­miðlaum­fjöllun hefur bætt þar afar litlu mark­verðu við um hvarf hans. 

Mik­il­væg­ast er að skoða þau gögn sem urðu til á frum­stigi máls­ins, sem kölluð er Kefla­vík­ur­rann­sókn­in, til aðgrein­ingar frá Reykja­vík­ur­rann­sókn­inni sem varð hluti af G&G. Samt bæt­ast nokkur mik­il­væg atriði inn í G&G-rann­sókn­inni sem skýra betur hvað gerð­ist í Kefla­vík­ur­rann­sókn­inni. Þá fyrst er farið að kalla á fólk til að skrifa undir gamlar skýrslur og oft bætt við við­bót­ar­skýrsl­um. Það kom líka sitt­hvað athygl­is­vert fram þegar Karl Schütz fór að yfir­heyra ýmsa í Kefla­vík, bæði rann­sak­endur og þá sem rann­sak­aðir höfðu ver­ið. Ann­ars er Reykja­vík­ur­rann­sóknin líka sneisa­full af mála­til­bún­aði sem er ekki til gagns.

Vinnu­brögðin við rann­sókn­ina á manns­hvarf­inu

Rann­sókn lög­regl­unnar í Kefla­vík, á hvarfi Geir­finns, var undir styrkri og virkri stjórn Val­týs Sig­urðs­sonar full­trúa bæj­ar­fó­get­ans í Kefla­vík. Hann bar enn fremur form­lega ábyrgð á rann­sókn­inni, flutti starf­stöð sína tíma­bundið á lög­reglu­stöð­ina meðan rann­sóknin stóð sem hæst og tók virkan þátt í henni, tók m.a. sjálfur skýrslur af öllum lyk­il­per­són­um. Stærstur hluti lög­reglu­vinn­unnar hvíldi á herðum Hauks Guð­munds­sonar rann­sókn­ar­lög­reglu­manns og átti hann fjölda sam­tala við fólk og tók einnig nokkrar form­legar skýrsl­ur, sumar þeirra upp á seg­ul­band og aðrar skrif­aðar meðan á skýrslu­tökum stóð. 

Frum­gögnin á seg­ul­bands­spól­unum eru mörg ekki aðgengi­leg og af sumum þeirra er aðeins til skrif­leg skýrsla með end­ur­sögn af því sem þar er sagt hafa komið fram, en eng­inn fram­burður er skrif­aður orð­rétt upp. Í nokkrum til­vikum eru til skýrslur sem Haukur skráði hjá sér þar sem hann rekur atriði sem hann segir hafa komið fram þegar hann „hafði tal af“ einum og öðrum, en um önnur sam­töl eru ekki til nein skráð gögn. 

Flestar lög­reglu­skýrsl­urnar lágu lengi óund­ir­rit­aðar og margar þeirra ódag­sett­ar. Sumar þeirra eru aðeins stutt skýrsla lög­reglu­manns um það sem hann segir hafa komið fram í sam­tölum hans við til­tekna ein­stak­linga, en í mörgum þeirra til­vika er alls­endis óvíst að þeir sem fram­burð­ur­inn er hafður eftir hafi, jafn­vel enn­þá, nokkra vit­neskju um hvað var eftir þeim haft.

Val­týr og Haukur voru ólíkir að því leiti að Val­týr var mjög skipu­lagður í sínum orðum og athöfn­um, á meðan Haukur ræddi við mann og annan og punktaði hjá sér eitt og ann­að. Þeir tóku sam­eig­in­lega hljóð­rit­aðar skýrslur af eig­in­konu Geir­finns, og af afgreiðslu­konu og vitni að komu Geir­finns og Leir­finns í  Hafn­ar­búð­ina á þriðju­dags­kvöld­inu. Allar þær skýrslur hefj­ast á þeim for­mála að „við“ fórum og tókum skýrslu af X, svo er rakið hvað þeir segja X hafa sagt og loks eru und­ir­skrifta­línur fyrir þá tvo. Ekki var gert ráð fyrir að lyk­il­vitnin und­ir­rit­uðu neitt og reyndar var þeim ekki kunn­ugt um hvað var eftir þeim haft, fyrr en löngu seinna.

Við skoðun á ljós­ritum af skýrslum sést hvaða skýrslur voru skrif­aðar á hvaða rit­vélar og hvaða mis­mun­andi rit­stíll var hjá þeim sem sömdu og hjá þeim sem skráðu. Vitað er að rit­arar á fógeta­kontórnum vél­rit­uðu nokkrar skýrslur upp eftir hljóð­rit­unum og meðal þeirra eru ofan­greindar skýrslu­tökur af eig­in­kon­unni og vitn­unum í Hafn­ar­búð­inni. Greini­legt er að skrif­uðu skýrsl­urnar eru ekki orð­rétt sam­skipti, heldur er búið að end­ur­segja þau í skýrslu­form. Hver breytti þeim? 

Sam­an­tekt og und­an­skot

Eitt mik­il­væg­asta skjalið í Kefla­vík­ur­rann­sókn­inni er stór sam­an­tekt­ar­skýrsla sögð í fyrstu per­sónu frá­sögn og und­ir­rituð af Hauki þar sem hann rekur gang mála fyrstu dag­ana. Hún er ódag­sett en lík­lega skrifuð til und­ir­bún­ings fundi sem hald­inn var í Saka­dómi Reykja­vík­ur, á þriðju­deg­inum 26. nóv­em­ber, en á þeim fundi var Leir­finnur frum­sýnd­ur. Sú skýrsla er vél­rituð af rit­ur­unum á fógeta­kontórn­um. Vitnað er til hennar sem Sam­an­tekt­ar­skýrsl­unn­ar, á nokkrum stöðum hér.

Auglýsing
Í sam­an­tekt­ar­skýrsl­unni koma fram allar þá megin upp­lýs­ingar sem héldu út alla Kefla­vík­ur­rann­sókn­ina og Reykja­vík­ur­rann­sókn­ina líka. Það er bara einn stór galli á henni, hún vísar aðeins í eina skráða vitna­skýrslu, skýrsl­una af vinnu­fé­lag­anum sem heim­sótti Geir­finn á þriðju­dags­kvöld­inu. Engar skrif­legar skýrslur eru til af öðrum sem þar er vitnað í að hafi sagt eitt og annað þegar haft var „tal af“ þeim. Samt komu þar fram veiga­mikil atriði, sem aðeins eru til í end­ur­sögn en ekki stað­fest af við­kom­andi vitn­um.

Hvað gerð­ist á þriðju­dags­kvöld 19. nóv­em­ber?

Geir­finnur hverfur á þriðju­dags­kvöld og lög­reglan fréttir af því á mið­viku­dag að fjöl­skylda og vinir séu að grennsl­ast fyrir um hann. Þá gerir Haukur það sem hann kann vel, hann fer að leggja við hlustir og aðeins að taka púls­inn og úr verður að ef Geir­finnur skili sér ekki, þá skuli vinnu­veit­andi hans koma á lög­reglu­stöð kl 9 á fimmtu­dags­morgun og til­kynna form­lega um manns­hvarf. Þar með hófst form­leg rann­sókn lög­reglu á hvarfi Geir­finns.

Sam­an­tekt­ar­skýrslan hefst á því að segja að vinnu­veit­andi Geir­finns hafi til­kynnt um hvarf hans hans á fimmtu­dags­morgni kl 9 og bætt við að þá þegar „voru fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar frá vinnu­fé­laga hans ... (skýrsla nr. 1) um síð­asta fund þeirra félaga“ á þriðju­dags­kvöld­inu. Sú skýrsla er hins vegar dag­sett á fimmtu­dags­kvöld og meira að segja und­ir­rituð á staðn­um, en lík­lega var búið að „hafa tal af“ félag­anum áður.

Í sam­an­tekt­ar­skýrsl­unni seg­ist und­ir­rit­aður hafa haft tal af eig­in­konu Geir­finns um kl 14.00 á fimmtu­dag og rekur í löngu máli hvað hún hafi sagt honum þá. Þetta sam­tal átti sér stað á heim­ili hennar og var tekið upp á kassettu­tæki. Engin skýrsla var gerð eftir það sam­tal og því hefur eig­in­konan aldrei stað­fest það sem eftir henni var haft þar. Sumt af því sem eftir henni var haft hefði þurft að rann­saka nán­ar, en var ekki gert. Aðeins í þessarri sam­an­tekt­ar­skýrslu er til end­ur­sögn af því hvað eig­in­konan hafi sagt um það hvað henni og Geir­finni fór fram fyrr á þriðju­dags­kvöld­inu og svo aftur síðar um ferðir hans í og úr Hafn­ar­búð­inni og sím­tal sem leiddi til þess að hann fór aftur út og hvarf. 

Annað og ekki síður mik­il­vægt, sem vitað er að hún sagði Hauki frá í þessu sam­tali, var ekki fært inn í sam­an­tekt­ar­skýrsl­una. Af hverju ekki?

Bíll­inn hans Geir­finns

Vitað er að vinnu­veit­andi Geir­finns (ásamt fleirum) fann bíl Geir­finns síð­degis á mið­viku­dag þar sem hann stóð ólæstur fyrir utan fjöl­farna verslun í nágrenni Hafn­ar­búð­ar­inn­ar. Hann kall­aði til spor­hund frá Hafn­ar­firði til að rekja slóð frá hon­um, en hund­ur­inn rakti slóð­ina að Hafn­ar­búð­inni og líka stutt í eina aðra átt. Þar stóð bíll­inn öllum aðgengi­legur þar til lög­regla sótti hann kl 18:10 á fimmtu­dag. 

Í  sam­an­tekt­ar­skýrsl­unni hefur Haukur eftir tveimur mönnum á nær­liggj­andi vinnu­stað að þeir hafi séð bíl­inn þarna þegar þeir stimpl­uðu sig út kl 22:34 „kvöld þetta“ og bætir skýrslu­höf­undur því við að: „Þetta er tal­inn nokkuð nákvæm tíma­setn­ing á því að Geir­finnur hafi verið kom­inn, að Hafn­ar­búð á þessu tíma og þá lík­lega horf­inn á braut...“ Samt var engin skýrsla tekin af þessum vitnum sem hafðir voru til marks um útgangs­tíma­punkt á því hvar og hvenær hinn horfni maður væri horf­inn. Í vitna­leiðslum fyrir rétti í Guð­mund­ar- og Gerifinns­mál­inu, löngu síð­ar, var frá­sögn orðin mjög á reiki, þeir voru ekki sam­mála um hvort bíll­inn var rauður eða grænn, hvort þeir voru að koma eða fara þegar þeir sáu bíl­inn og hvort þeir voru voru sam­ferða, eða hvort annar þeirra sá bíl­inn og sagði hinum frá því, en þeir voru samt vissir um að þetta var kl. 22:34.

Í örstuttri lög­reglu­skýrslu um rann­sókn á bílnum er sagt að leit að fingraförum „utan og inn­an“ á bílnum hafi verið „án árang­ur­s“. Ekki er ljóst hvort þar væri um að kenna kunn­áttu­leysi eða að bíll­inn hafi verið svona vel þrif­inn. Ann­ars segir bara að eftir ítar­lega leit í bílnum hafi ekk­ert komið í ljós sem bent gæti til um afdrif Geir­finns. Allt og sumt um rann­sókn á bíl sem hinn horfni á að hafa ekið til þess staðar þar sem hann hvarf.

Engar vett­vangs­rann­sóknir

Lög­reglan ákvað snemma að Geir­finnur hefði horfið á litlu svæði sem náði bæði yfir þann stað sem bíll hans fannst á og Hafn­ar­búðin stóð. Engar vett­vangs­rann­sóknir áttu sér stað á því svæði, hvorki skýrslur eða minnst neins staðar á slíkt og engar ljós­myndir af stað­hátt­um. Engin vett­vangs­rann­sókn var gerð í Hafn­ar­búð­inni, en til er upp­dráttur þar sem vitni voru látin merkja inn hvar einn og annar hefði verið eða gengið á þriðju­dags­kvöld­inu.

Engin vett­vangs­rann­sókn var gerð á heim­ili hins horfna, en löngu síðar var fært inn á grunn­teikn­ingu íbúð­ar­innar hvar sím­inn hefði verið og hvar eig­in­konan hefði verið þegar hún heyrði sím­talið um kvöld­ið. Eig­in­kon­unni var falið að finna þau gögn sem lög­reglan spurði um.

Engar ljós­myndir til­heyra allri Kefla­vík­ur­rann­sókn­inni og ekki eitt ein­asta fingrafar. Ekk­ert er til um að svo mikið sem reynt hafi verið að rekja tíma­setn­ingu sím­tala.

Geir­finnur og fjöl­skylda hans bjuggu í tví­býl­is­húsi. Engar skýrslur eru teknar nágrönn­unum á efri hæð­inni, en þar bjuggu hjón með fimm börn á aldr­inum frá 11 ára og upp yfir tví­tugt. Loks þann 7. des­em­ber tekur Haukur sig til og skrifar stutta skýrslu um að hann hafi haft tal frúnni á efri hæð­inni og hún borið þeim á neðri hæð­inni gott orð, en ekki er haft eftir henni að hún hafi verið svo mikið sem spurð út í atburði og manna­ferðir næsta á undan og dag­inn sem Geir­finnur hvarf. Ekk­ert bendir til að frúin hafi vitað af þess­ari skýrslu, hvað þá hvað var valið að hafa eftir henni þar. Engar skýrslur eru af neinum öðrum nágrönnum og hvergi minnst á að haft hafi verið tal af þeim, ekki frekar en að í því hverfi hafi aldrei tíðkast að líta út um eld­hús­glugg­ann.

Geir­finnur vann nálægt Sand­gerði við að moka grjóti á vöru­bíla fyrir sjó­varn­ar­garða og enn er ekki vitað hvernig eða með hverjum hann fór heim úr vinn­unni á þriðju­deg­in­um.

Klúbb­ur­inn

Í sam­an­tekt­ar­skýrsl­unni er haft eftir konu Geir­finns að hann hafi farið ásamt tveimur vinum sínum í Klúbb­inn á sunnu­dags­kvöldið næsta á und­an. Annar þeirra var sá sami og heim­sótti hann á þriðju­dags­kvöldið og í form­legu skýrsl­unni að honum er hann spurður tals­vert um þessa Klúbb­för en telur þar ekk­ert óvenju­legt hafa gerst. Þarna strax á fyrsta degi rann­sókn­ar­innar er lög­reglan farin að sperra eyrun yfir því hvað hafi gerst í Klúbbn­um, og sá draugur gengur aftur og aftur í spurn­ingum þeirra, jafn­vel til fólks sem hafði ekki verið í Klúbbnum um hvort við­kom­andi telji að eitt­hvað gæti hafa gerst í Klúbbn­um. 

Áhuga lög­regl­unnar á Klúbbnum er áhuga­vert að skoða í sam­hengi við síð­ari þróun rann­sókn­ar­inn­ar. Margar heim­ild­ir, en þó engar þeirra skráðar hjá lög­reglu, eru um að lög­regla hafi borið ýmsar ljós­myndir undir vitni og jafn­vel líka þá sem unnu að eft­ir­myndum af Leir­finn­i. 

Leitin mikla að Leir­finni

Sam­kvæmt sam­an­tekt­ar­skýrsl­unni hafði Haukur „tal af“ lyk­il­vitnum að komu bæði Geir­finns og Leir­finns í Hafn­ar­búð­ina á þriðju­dags­kvöld og rekur hann þar frá­sögn þeirra af útliti manns­ins, klæða­burði og hátt­erni. Um var að ræða afgreiðslu­konu sem þekkti Geir­finn og afgreiddi Leir­finn, 15 ára stúlku sem vissi hver Geir­finnur var og tók eftir Leir­finni og 13 ára vin­konu hennar sem var að horfa á sjón­varpið í veit­inga­salnum og veitti þeim enga athygli þótt hún hafi orðið þess vör að þeir kæmu inn. Engin skýrsla var tekin af þessu tali af vitn­unum á þessum tíma, heldur voru þær sendar í að reyna að búa til mynd af Leir­finni, fyrst með sam­setn­ing­ar­borð­um, svo með teikn­uðum myndum og loks með leir­styttu af höfði manns­ins. Þá var afgreiðslu­konan látin skoða þús­undir mynda af öllum karl­mönnum yngri en 35 ára, sem áttu öku­skír­teini eða vega­bréf. Löngu var búið að birta lýs­ingu af Leir­finni og leir­stytt­una af höfði hans og lýsa eftir honum í öllum blöðum og sjón­varpi, áður en loks var tekin form­leg skýrsla af vitn­unum 29. októ­ber. Þær skýrslur voru hljóð­rit­að­ar, en end­ur­sagnir af þeim skrif­aðar og bornar undir vitnin árið 1976.

Auglýsing
Einn af þeim sem dúkk­uðu upp í leit­inni að því hverjir þekktu mann sem þekkti mann sem þekkti Geir­finn, var maður sem sagði í skýrslu að hann hefði komið til Kefla­víkur á umræddu þriðju­dags­kvöldi til að sækja bíl og farið inn á Aðal­stöð­ina til að hringja. Hann hefur síðar sagt að nafnið Aðal­stöðin hafi komið frá lög­reglu­mann­in­um, en sjálfur sé hann viss um það eftir á að stað­hættir bendi til Hafn­ar­búð­ar­inn­ar, enda mik­ill munur þar á. Sjálfur telur hann að tíma­setn­ingar og lýs­ingar á útliti og klæðn­aði Leir­finns eigi við sig. Hann hefur sagt lög­reglu­mann­inn hafa talið að brúnn leð­ur­jakki sem hann var í væri of dökkur miðað við lýs­ingar á jakka Leir­finns. Af öllum þeim myndum og mönnum sem leiddir voru fyrir vitn­in, var ekki þessi eini sjálf­boða­liði í hlut­verk­ið.

Sviðs­myndin mót­að­ist snemma

Ljóst er að á föstu­dag 22. nóv­em­ber er lög­reglan búin að móta þá sviðs­mynd sem hún hélt sig við æ síð­an. Þar er dregin upp sú mynd að Geir­finnur hefði farið tvisvar út um kvöld­ið, komið heim eftir fyrra skiptið og fengið dul­ar­fullt sím­tal og farið út aftur og horf­ið. Þá er ákveðið að til­efni fyrra erindis hans hafi verið stefnu­mót við ein­hvern sem hlyti að hafa hringt í hann á milli þess sem hann kom heim úr vinnu og þar til félagi hans kom, en að seinna til­efnið hafi verið síð­ara sím­tal­ið.

Þarna á föstu­deg­inum er líka búið að ákveða það að Leir­finnur sé hlekk­ur­inn á milli Geir­finns og glæpa­manna sem stund­uðu skipu­lagða glæp­a­starf­semi með því að smygla ýmsum nytja­varn­ingi til lands­ins. 

Eftir það beind­ist öll orka lög­regl­unnar að því að finna þrjót­inn Leir­finn, en Geir­finnur lá úti.

Á þriðju­dag 26. nóv. var búið að semja sam­an­tekt­ar­skýrslu og móta leir­mynd af höfði óþekkts eft­ir­lýsts manns og mætt með hvort tveggja upp í Saka­dóm Reykja­víkur til að ráðg­ast við sér­hæfða menn og hátt­setta og Leir­finnur frum­sýnd­ur.

Á sama tíma var ekki búið að taka eina ein­ustu form­legu skýrslu af eig­in­konu hins týnda, afgreiðslu­kon­unni og stúlk­unum sem sáu Leir­finn, það var ekki gert fyrr en á fimmtu­dag og föstu­dag, 8-9 dögum eftir að Geir­finnur hvarf, og þá féllst önnur stúlkan á að láta lýs­ingu afgreiðslu­kon­unnar halda, en hin hafði ekki veitt mann­inum neina athygli.

Fljót­lega kom í ljós að ekk­ert límdi þessa sviðs­mynd sam­an, engin tengsl milli Geir­finns og glæpa­manna. Þá mátti Geir­finnur hverfa inn í hinn hljóð­láta hóp horfinna manna og lög­reglan snúa sér að því að afhjúpa raun­veru­lega smygl­ara, sem smygl­uðu miklu magni af áfengi, sígar­ett­um, kjöti og fleiri varn­ingi með fimm af fossum Eim­skipa­fé­lags­ins, en vissu hvorki neitt um Leir­finn né Geir­finn. 

Sumt var rann­sakað ítar­lega

Lög­reglan í Kefla­vík vann í frum­rann­sókn sinni ítar­legt ævi­á­grip Geir­finns frá vöggu til þess er hann hvarf. Sú rann­sókn sýnir ein­dregið að ekk­ert bendl­aði hann við neitt mis­jafnt, hvorki hans eigið athæfi eða fólk sem hann umgekkst, fjár­mál hans voru eðli­leg, hann hafði hvorki tengsl við spíra­smygl né Klúbb­menn og heldur ekki neina þá sem síðar voru dæmdir fyrir að drepa hann. Skoð­aðir voru banka­reikn­ingar og skatta­skýrslur Geir­finns og bornar saman við sýni­leg fjár­mál hans. Það sýndi mann sem kom eigna­laus og byrj­aði að búa í kjall­ara­holu og vann sig hægt og bít­andi upp í rýmri kjall­ara og loks í neðri hæði í tví­býl­is­húsi með íbúða­lán í skilum og stað­greiddan not­aðan bíl eftir sölu á fyrri not­uðum bíl. Eins og dug­legum verka­manni sæmdi.

Lög­regla sendi full­trúa austur á land til að afla gagna um upp­vöxt Geir­finns á bernsku­slóðum hans og skil­aði sá skýrslu um sam­töl sín við fólk sem hafði þekkt hann sem barn og ung­ling áður en hann fór suð­ur.

Lög­reglu­menn voru sendir upp að Sig­öldu til að ræða við menn sem höfðu unnið með Geir­finni þar og við gerð Búr­fells­virkj­un­ar. Einn hafði búið með honum í sama skála og vís­aði á annan sem hafði búið með honum í her­bergi og sá var leit­aður uppi og tekin af honum skýrsla. Ef ein­hver benti á ein­hvern annan sem þekkti Geir­finn, var sá nýi spurður líka. Spurt var um hvernig maður Geir­finnur væri, hvernig hann væri með víni og hvort hann hefði eitt­hvað haft að gera með spíra eða grun­sam­lega menn. 

Öll svörin voru á eina lund, að Geir­finnur væri eins venju­legur og venju­legur maður gæti ver­ið, sam­visku­samur og góður verk­mað­ur, segði fátt af sjálfum sér og væri ekki með nefið í ann­arra manna koppum og alls­endis ólík­legur til að láta hafa sig út í nokkra vit­leysu.

Sumt var farið hljóð­lega með

Í sam­tali Hauks við eig­in­konu Geir­finns, strax á fyrsta degi, sagði hún honum frá því að hún ætti í virku ást­ar­sam­bandi fram­hjá hinum horfna eig­in­manni og nafn­greindi við­hald sitt. Frá þessu var ekki sagt í sam­an­tekt­ar­skýrsl­unni þar sem vitnað var til ýmis­legs ann­ars í hljóð­rit­aða sam­tal­inu á fimmtu­deg­in­um. 

Það er ekki fyrr en á fimmtu­degi 28. nóv­em­ber, 8 dögum eftir hvarf Geir­finns, sem tekin er form­leg skýrsla af eig­in­konu hans. Þá mæta Val­týr og Haukur heim til hennar með kassettu­tæki og hljóð­rita af henni skýrslu, sem síðar er skrifuð upp í end­ur­sögn og borin undir eig­in­kon­una hjá lög­regl­unni í Reykja­vík í febr­úar 1976. 

Skýrslan er skráð í 12 tölu­settum liðum þar sem 3. lið­ur­inn heitir „Hjú­skap­ar­brot“, en allir hinir lið­irnir fjöll­uðu um upp­vöxt Geir­finns, fyrri búsetu hans og störf, hvernig þau kynntu­st, sam­skipti þeirra, fjár­mál þeirra, um karakter hans og hvort eitt­hvað væri athuga­vert við kyn­hneigð hans. Í skýrsl­unni nafn­greinir eig­in­konan þetta við­hald sitt og seg­ist hafa hitt hann nokkrum sinnu og síð­ast á mánu­dags­kvöld­inu 18. nóv. Ekk­ert er í þeirri skýrslu minnst á atvik næstu daga áður en og þess dags er Geir­finnur hvarf. Í skýrsl­unni nafn­greindi hún einnig aðra menn og atvik sem engin heim­ild er um að hafi verið skoðuð nán­ar. Þar á meðal eru atriði sem hefði vissu­lega þurft að skoða.

Við­haldið sem var óvið­kom­andi

Áður en lög­reglan tekur þessa skýrslu af eig­in­kon­unni þar sem hún við­ur­kennir hjú­skap­ar­brot, var lög­reglan samt búin að kom­ast að því að hún þyrfti að taka skýrslu af þessu við­haldi. Hann var því boð­aður til skýrslu­töku og mætti seint að kvöldi mánu­dags 25. nóv­em­ber þar sem Val­týr tók einn skrif­lega skýrslu af hon­um. Skýrslan er vand­lega orðuð og þar er hvergi sagt berum orðum að þau hafi átt í kyn­ferð­is­sam­bandi, heldur má eins lesa af skýrsl­unni að þau hafi þekkst og kynnst gegnum sam­eig­in­lega vini. Seg­ist hann hafa hitt eig­in­kon­una nokkrum sinnum síðan um sum­ar­ið, ýmist heima hjá sér, heima hjá vin­konu þeirra eða heima hjá eig­in­kon­unni. Hafi hann m.a. farið og heim­sótt þessa vin­konu þeirra í Kefla­vík sunnu­dags­kvöldið 17. nóv­em­ber og hitt eig­in­kon­una þar og þau eitt­hvað setið öll saman yfir glasi fram eftir nóttu. Einnig seg­ist hann hafa verið hjá vin­kon­unni á mánu­dags­kvöld þegar eig­in­konan kom þangað aft­ur, en hann síðan gist hjá frænda sínum og farið þaðan til Reykja­víkur á þriðju­dags­morgun (dag­inn sem Geir­finnur hvarf um kvöld­ið). 

Frænd­inn sem við­haldið sagð­ist hafa gist hjá á mánu­dags­kvöld­inu var kvaddur til skýrslu­töku hjá Hauki fyrr um sama kvöld og við­haldið mætti síðar hjá Val­tý. Skýrslan af frænd­anum er á skýrslu­skrá en skýrslan sjálf er týnd og óljóst hvenær hún hvarf. Hvergi ann­ars staðar er minnst á hvort þeim frændum bar saman um tíma­setn­ingar eða önnur til­vik.

Ekk­ert er að finna um að neitt annað hafi verið gert til að stað­festa frá­sögn við­halds­ins um fjar­vist sína á þriðju­dags­kvöld­inu, eða hvort ein­hverjir hefðu, þá eða fyrr, séð til ferða hans í Kefla­vík.

Í síð­ari skýrslu sem tekin var af við­hald­inu í Reykja­vík­ur­rann­sókn­inni tveimur árum seinna, 5.11.1976, sagði hann frá því að fyrir skýrslu­tök­una hjá Valtý (hann kallar hann Hauk, en það var Val­týr) hefði hann hitt áður­nefnda vin­konu eig­in­kon­unnar í sjopp­unni við vega­mótin upp á Kefla­vík­ur­flug­völl, á leið sinni til skýrslu­tök­unnar og átt sam­tal við hana og einnig sím­töl fyrir og eftir skýrslu­tök­una. Í seinni skýrslu­tök­unni talar hann opin­skátt um ást­ar­sam­band sitt við eig­in­kon­una. Hann full­yrti að hafa ekki verið í Kefla­vík seinni hluta þriðju­dags­ins. Í þeirri skýrslu­töku er ekki spurt út í neitt það sem fram hefði farið í fyrri skýrslu­töku. Í báðum skýrslum seg­ist hann aldrei hafa séð Geir­finn. Bíll hans var ekki rann­sak­að­ur.

Karl nokkur frá Þýska­landi spurði þá Valtý og Hauk af hverju væri engin gögn um fjar­vist­ar­sönnun við­halds­ins á þeim tíma sem Geir­finnur hvarf. Þeim vafð­ist nokkuð tunga um tönn, en svör­uðu því til að þeir væru bara vissir um að hann væri hvarfi manns­ins óvið­kom­andi.

Besta vin­kona aðal

„Hver er hún?“ hváði lög­reglu­maður í Reykja­vík, árið 1976, þegar honum var sagt frá því að hann hlyti af hafa upp­lýs­ingar um vin­konu eig­in­kon­unn­ar, sem ætti að vita allt. Sú var traust vin­kona eig­in­kon­unnar og jafn­framt fasta­gestur á heim­ili hennar og Geir­finns og pössuðu þær oft börn hvor ann­arr­ar. Hún skaut skjós­húsi yfir ást­ar­fundi eig­in­kon­unnar og við­halds­ins þegar ekki stóð nógu vel á heima hjá eig­in­kon­unni. Það var hún sem hélt utan um eig­in­kon­una eftir að mað­ur­inn hvarf og flutti inn til hennar sam­dæg­urs og fram yfir næstu ára­mót. Hún tók líka á móti við­hald­inu til und­ir­bún­ings yfir­heyrsl­unni hjá Val­tý. Ef ein­hver vissi allt sem hægt var að vita um heim­il­is­hagi Geir­finns og eig­in­konu hans, þá var það þessi vin­kona. Samt var aldrei tekin nein skýrsla af henni í allri Kefla­vík­ur­rann­sókn­inni, þótt ljóst væri að hún væri lyk­il­vitni að sam­skiptum allra aðila næstu daga áður en og dag­inn sem Geir­finnur hvarf. 

Auglýsing
Ekki var heldur tekin nein skýrsla af æsku­vin­konu eig­in­kon­unnar og frænku við­halds­ins, sem þau hitt­ust fyrst hjá og sá oft um að hringja á undan honum fyrir komur hans til Kefla­vík­ur.

Í fyrstu skýrslu­töku yfir bestu vin­konu aðal (í Reykja­vík í apríl 1976) seg­ist hún hafa verið við­stödd og gætt barna þeirra hjóna á meðan Haukur hljóð­rit­aði sam­tal við eig­in­kon­una í stof­unni heima hjá henni, rétt eftir að Geir­finnur hvarf. Þá sagði hún fram­burð sinn (meðal ann­ars um fram­hjá­hald­ið) í sam­ræmi við það sem eig­in­konan hafi sagt við Hauk. Þetta er lík­lega sam­talið sem Haukur vitnar til (á fim. 21. kl. 14) í stóru sam­an­tekt­ar­skýrsl­unni þar sem ekk­ert er minnt­ist á fram­hjá­hald­ið. Sjá má mis­ræmi í fram­burði vin­kon­unn­ar, eig­in­kon­unnar og við­halds­ins um tíma­setn­ingar og atvik næstu tveggja daga fyrir hvarfið og dag­inn sem Geir­finnur hvarf – nokkuð sem hefði verið nauð­syn­legt að leiða fram strax á fyrstu dög­um.

Sumt var rann­sakað og annað ekki

Athygli vekur það mikla ósam­ræmi sem var í vinnu­brögðum lög­regl­unn­ar, ann­ars vegar á því hversu sumir þræðir máls­ins voru raktir ítar­lega, út í enda og niður í smá­at­riði, á meðan aðrir þræðir máls­ins voru ekki rakt­ir.

Á sama tíma og fjar­lægir kunn­ingjar voru spurðir um allt hvað eina um Geir­finn, voru margir sem nær þeim stóðu ekki spurðir um neitt, a.m.k. ekki svo heim­ildir séu um. Þannig var til við­bótar við það sem áður er upp talið, engin skýrsla af móður og stjúpa eig­in­kon­unn­ar, sem bjuggu þó í Njarð­vík­um. Heldur ekki af bróður eig­in­kon­unnar sem jafn­framt var barns­faðir bestu vin­kon­unnar og bjó líka í Njarð­vík. Ekki var heldur tekin skýrsla af þáver­andi vini vin­kon­unn­ar, sem þar gisti í land­leg­um, þótt hann vissi um fram­hjá­haldið og fleira sem á gekk. Hann gaf svo skýrslu tveimur árum seinna og kætti það ekki vin­kon­una.

Það sem hljóð­lega fór í Kefla­vík­ur­rann­sókn­inni, fór líka hljóð­lega alveg fram­hjá rétt­ar­höldum sem síðar fóru fram. Þar var engra óþægi­legra spurn­inga spurt.

Í stuttu máli

Nokkrir þættir máls­ins Mað­ur­inn sem hvarf í Kefla­vík, voru rann­sak­aðir ítar­lega:

 • Víð­tæk leit björg­un­ar­sveita fór fram á landi og með ströndum og í sjó í nokkra daga.
 • Ævi­saga og skýrsla um fjár­mál Geir­finns sjálfs var skráð frá vöggu til hvarfs.
 • Leir­finns var leitað ákaft.
 • Leitað var tengsla Geir­finns við spíra og við Klúbb­inn og það leiddi til þess að upp komst um stór­fellt smygl en engin tengsl Geir­finns við spíra eða Klúbb­inn.

Svo er það sem var slæ­lega rann­sak­að:

 • Veiga­miklar vett­vangs­rann­sóknir fóru ekki fram og öðrum vett­vangs­rann­sóknum var ábóta­vant. 
 • Skýrslan um rann­sókn á bíl Geir­finns er snubb­ótt og engin skýr­ing þar á af hverju leit að fingraförum var „án árang­urs“ og hvergi ann­ars staðar er minnst á neina fingrafara­rann­sókn.
 • Lítið er um form­legar skýrsl­ur, flestar þeirra óund­ir­rit­aðar og margar dag­setn­ingar þeirra á reiki. Margar skýrslur eru í raun ekki skýrslur vitn­anna, heldur skýrslur lög­reglu­manna um það hvað vitnið hafi sagt þegar tekin var af því skýrsla eða „haft tal“ af vitn­inu, sem lík­lega vissi í sumum til­vikum ekki einu sinni hvort eitt­hvað hefði verið skráð eftir því haft.
 • Hljóð­rit­arnir af skýrslu­tökum hafa farið for­görð­um.
 • Þær hljóð­rit­arnir sem eru skráðar eru ekki orð­réttar heldur umorð­aðar í skýrslu­form.

Loks er það stóra gapið á Kefla­vík­ur­rann­sókn­inni:

 • Fram­hjá­hald eig­in­konu Geir­finns var snið­gengið og allt það sem varpað gæti ljósi á þá sem þar komu að.
 • Fjar­vist­ar­sönnun við­halds eig­in­kon­unnar var hvorki stað­fest né hrakin og hvergi minnst á að hún hafi verið stað­fest af frænd­an­um.
 • Ekki eru til skýrslur af neinum nágrönnum Geir­finns, hvorki úr sama húsi né öðrum, og þar með ekk­ert um neinar manna­ferðir í aðdrag­anda hvarfs hans.
 • Ekki eru til skýrslur úr Kefla­vík­ur­rann­sókn­inni af eig­in­konu Geir­finns eða vin­konu hennar sem eru lyk­il­vitni um atburða­rás kvölds­ins sem Geir­finnur hvarf.

Af hverju eru þessi stóru göt og yfir­breiðslur á mjög mik­il­vægum þátt­um?

Undir tepp­inu

Í Kefla­vík­ur­rann­sókn­inni á hvarfi Geir­finns, virð­ast leyn­ast meðal rann­sak­enda og vitna ein­stak­lingar sem lögðu sig fram um að sópa óþægi­legum atriðum undir teppi. Það þýddi um leið að gæta þess að því teppi yrði ekki lyft. Í ákafa sínum við að leyna litla kusk­inu undir tepp­inu komu þeir í veg fyrir það, vilj­andi eða óvilj­andi, að finna annað sem undir tepp­inu var.

Ég er ekki að halda því fram hér að nokkur þeirra sem að ofan er minnst á, eigi sök á hvarfi Geir­finns. Það bendir sitt­hvað til að fleiri fiskar hafi synt gegnum götótt net lög­regl­unn­ar. Ég er að benda á það sem á eftir að rann­saka í mál­inu. Þá rann­sókn þarf að ráð­ast í og þá er vel mögu­legt að sú rann­sókn leiði til að loks­ins verði upp­lýst hvað varð um Geir­finn Ein­ars­son, sem hvarf í Kefla­vík fyrir 46 árum síð­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar