Leið Eflingar út úr kreppunni

Stefán Ólafsson, prófessor við HÍ og sérfræðingur í hlutastarfi hjá Eflingu-stéttarfélagi, segir að Ísland glími við þann vanda að alltof stór hluti vinnandi fólks og lífeyrisþega býr við launakjör sem eru undir framfærslukostnaði.

Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa sent frá sér til­lögur um efna­hags-, skatta- og vinnu­mark­aðs­mál sem við­brögð við krepp­unni, undir heit­inu Höldum áfram. Efl­ing hafnar í meg­in­at­riðum þessum hug­myndum Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) og keim­líkum hug­myndum Við­skipta­ráðs, í nýrri skýrslu stétt­ar­fé­lags­ins (Leið Efl­ingar út úr krepp­unni).

Í stað þess að fara löngu úreltar leiðir í anda nýfrjáls­hyggju leggur Efl­ing áherslu á að í við­brögðum við krepp­unni verði byggt á þaul­reyndum úrræðum sem fela í sér launa­drif­inn hag­vöxt ásamt virkum og öfl­ugum örv­un­ar­að­gerðum stjórn­valda. Hags­munir launa­fólks verði leið­ar­ljós­ið.

Með því að við­halda umsömdu launa­stigi og hækk­unum núgild­andi kjara­samn­inga er stuðlað að því að inn­lend eft­ir­spurn verði þrótt­mik­il, sem verndar störf. Öfl­ugar örv­un­ar­að­gerðir stjórn­valda við­halda einnig eft­ir­spurn­ar­stigi og störfum og aftra því að kreppan verði of djúp.

Með slíkum opin­berum aðgerðum munu skuldir rík­is­ins aukast tíma­bund­ið. Það er þó ekki alvar­legt vanda­mál, vegna þess að skulda­staðan fyrir er óvenju lág og verður það raunar einnig eftir að krepp­unni lýk­ur, eins og sjá má á mynd­inni hér að neðan (Heim­ild: IMF, októ­ber 2020).Ríkisskuldir sem hlutfall af VLF. 

Hag­vöxtur upp­sveifl­unnar mun svo í fram­tíð­inni létta byrði þess­ara auknu skulda. Því er engin sér­stök nauð­syn á að skera niður útgjöld hins opin­bera eða hækka skatta á næst­unni. Slíkt myndi raunar dýpka krepp­una á ný eða hægja á upp­sveifl­unn­i. 

Tals­menn hags­muna atvinnu­rek­enda líta hins vegar á krepp­una sem sér­stakt tæki­færi til að ná fram ýmsum gömlum bar­áttu­málum sín­um, úr smiðju nýfrjáls­hyggj­unn­ar. Rökin eru almennt þau, að vegna vax­andi skulda­stöðu hins opin­bera og auk­ins atvinnu­leysis sé nauð­syn­legt að stokka nú upp opin­bera geirann, með minni umsvifum og einka­væð­ingu grunn­inn­viða sam­fé­lags­ins (orku­fyr­ir­tækja, fast­eigna ríkis og sveit­ar­fé­laga, banka, vega­kerfis o.fl.). 

SA og Við­skipta­ráð líta á þetta sem mikið sókn­ar­færi fyrir einka­rekstur og aukin gróða­færi fyrir spá­kaup­menn, eins og þá sem fengu að leika lausum hala á ára­tugnum fram að hrun­inu 2008 – með vel þekktum afleið­ing­um. 

Einnig vilja þau þrengja að frjálsri æsku og upp­eldi með því að stytta skóla­göngu og flýta því að ungt fólk verði að strit­andi vinnu­afli. Þá eru reif­aðar hefð­bundnar nýfrjáls­hyggju-hug­myndir um afnám eða rýrnun regl­unar og eft­ir­lits á vegum hins opin­bera, til að auka frelsi fyr­ir­tækja­rekst­urs og draga úr hlut­verki hins opin­bera almennt. 

Ofan­greint er oft rök­stutt með tali um að opin­beri geir­inn á Íslandi hafi vaxið of mikið á liðnum ára­tugum og að launa­fólk hafi það of gott, sé of dýrt fyrir atvinnu­lífið (sem þess vegna sé ekki sam­keppn­is­hæft).

Stað­reyndin er hins vegar sú að opin­beri geir­inn hefur ein­ungis vaxið í takti við þjóð­ar­búið í heild frá um 1990. Á kreppu­tímum vex hann aðeins umfram þjóð­ar­bú­ið, vegna tíma­bund­ins sam­dráttar þjóð­ar­fram­leiðslu, og skuldir aukast þá vegna minni tekna, en svo jafn­ast það út aftur á upp­sveifl­unni. Í gögnum Hag­stof­unnar má sjá að tekjur hins opin­bera hafa sveifl­ast í kringum 40% af lands­fram­leiðsl­unni frá 1990 til 2019 – en ekki farið vax­andi eins og SA gefur til kynna. 

Auglýsing
Þá er því haldið fram í skýrslu SA að laun hafi hækkað óeðli­lega mikið á Íslandi í sam­an­burði við grann­rík­in, en horft er fram­hjá því að hér á landi lækk­uðu laun óvenju mikið í kjöl­far hruns­ins og að fram­færslu­kostn­aður á Íslandi er einn sá alhæsti í heim­in­um. 

Í fram­haldi af því eru svo reif­aðar hug­myndir um að koma meiri böndum á gerð kjara­samn­inga á vinnu­mark­aði, til að rýra vald verka­lýðs­fé­laga og þrengja að kjara­bar­áttu. Í stað­inn vill SA að komi mið­stýrt skömmt­un­ar­vald launa­svig­rúms, sem rýri samn­ings­rétt launa­fólks svo um munar (í stað­inn komi fámennt sér­fræð­inga­veldi í anda SALEK fyr­ir­komu­lags­ins).

Hvað launa­kjör snertir glímir Ísland enn við þann vanda að alltof stór hluti vinn­andi fólks og líf­eyr­is­þega býr við launa­kjör sem eru undir fram­færslu­kostn­aði. Á því verður ekki tekið ef launa­bil verða fryst í núver­andi stöðu með því að afvopna hreyf­ingu launa­fólks og setja kjara­á­kvarð­anir í hendur sér­fræð­inga­ráðs á vegum stjórn­valda – hvaða nafni sem það kann að nefn­ast. 

Efl­ing og hreyf­ing launa­fólks almennt stendur fyrir and­stæða stefnu, sem setur hags­muni almenn­ings í for­gang (sjá einnig stefnu ASÍ í plagg­inu Rétta leiðin). Kjara­samn­ingar eiga í senn að snú­ast um að skipta vexti þjóð­ar­fram­leiðsl­unnar yfir tíma og móta tekju­skipt­ingu og fram­færslu­að­stæður í land­inu, með hag fjöld­ans að leið­ar­ljósi. Opin­bera vel­ferð­ar­kerfið á að vera öfl­ugt og jafna tæki­færi og lífs­skil­yrði milli stétta.

Í skýrslu Efl­ingar eru til­greind helstu stefnu­at­riði Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) og við­brögð stétt­ar­fé­lags­ins við ein­stökum þáttum þeirra. Þeir sem vilja gæta hags­muna launa­fólks í gegnum krepp­una ættu að kynna sér skýrslu Efl­ing­ar.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar