Leið Eflingar út úr kreppunni

Stefán Ólafsson, prófessor við HÍ og sérfræðingur í hlutastarfi hjá Eflingu-stéttarfélagi, segir að Ísland glími við þann vanda að alltof stór hluti vinnandi fólks og lífeyrisþega býr við launakjör sem eru undir framfærslukostnaði.

Auglýsing

Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér tillögur um efnahags-, skatta- og vinnumarkaðsmál sem viðbrögð við kreppunni, undir heitinu Höldum áfram. Efling hafnar í meginatriðum þessum hugmyndum Samtaka atvinnulífsins (SA) og keimlíkum hugmyndum Viðskiptaráðs, í nýrri skýrslu stéttarfélagsins (Leið Eflingar út úr kreppunni).

Í stað þess að fara löngu úreltar leiðir í anda nýfrjálshyggju leggur Efling áherslu á að í viðbrögðum við kreppunni verði byggt á þaulreyndum úrræðum sem fela í sér launadrifinn hagvöxt ásamt virkum og öflugum örvunaraðgerðum stjórnvalda. Hagsmunir launafólks verði leiðarljósið.

Með því að viðhalda umsömdu launastigi og hækkunum núgildandi kjarasamninga er stuðlað að því að innlend eftirspurn verði þróttmikil, sem verndar störf. Öflugar örvunaraðgerðir stjórnvalda viðhalda einnig eftirspurnarstigi og störfum og aftra því að kreppan verði of djúp.

Með slíkum opinberum aðgerðum munu skuldir ríkisins aukast tímabundið. Það er þó ekki alvarlegt vandamál, vegna þess að skuldastaðan fyrir er óvenju lág og verður það raunar einnig eftir að kreppunni lýkur, eins og sjá má á myndinni hér að neðan (Heimild: IMF, október 2020).Ríkisskuldir sem hlutfall af VLF. 

Hagvöxtur uppsveiflunnar mun svo í framtíðinni létta byrði þessara auknu skulda. Því er engin sérstök nauðsyn á að skera niður útgjöld hins opinbera eða hækka skatta á næstunni. Slíkt myndi raunar dýpka kreppuna á ný eða hægja á uppsveiflunni. 

Talsmenn hagsmuna atvinnurekenda líta hins vegar á kreppuna sem sérstakt tækifæri til að ná fram ýmsum gömlum baráttumálum sínum, úr smiðju nýfrjálshyggjunnar. Rökin eru almennt þau, að vegna vaxandi skuldastöðu hins opinbera og aukins atvinnuleysis sé nauðsynlegt að stokka nú upp opinbera geirann, með minni umsvifum og einkavæðingu grunninnviða samfélagsins (orkufyrirtækja, fasteigna ríkis og sveitarfélaga, banka, vegakerfis o.fl.). 

SA og Viðskiptaráð líta á þetta sem mikið sóknarfæri fyrir einkarekstur og aukin gróðafæri fyrir spákaupmenn, eins og þá sem fengu að leika lausum hala á áratugnum fram að hruninu 2008 – með vel þekktum afleiðingum. 

Einnig vilja þau þrengja að frjálsri æsku og uppeldi með því að stytta skólagöngu og flýta því að ungt fólk verði að stritandi vinnuafli. Þá eru reifaðar hefðbundnar nýfrjálshyggju-hugmyndir um afnám eða rýrnun reglunar og eftirlits á vegum hins opinbera, til að auka frelsi fyrirtækjareksturs og draga úr hlutverki hins opinbera almennt. 

Ofangreint er oft rökstutt með tali um að opinberi geirinn á Íslandi hafi vaxið of mikið á liðnum áratugum og að launafólk hafi það of gott, sé of dýrt fyrir atvinnulífið (sem þess vegna sé ekki samkeppnishæft).

Staðreyndin er hins vegar sú að opinberi geirinn hefur einungis vaxið í takti við þjóðarbúið í heild frá um 1990. Á krepputímum vex hann aðeins umfram þjóðarbúið, vegna tímabundins samdráttar þjóðarframleiðslu, og skuldir aukast þá vegna minni tekna, en svo jafnast það út aftur á uppsveiflunni. Í gögnum Hagstofunnar má sjá að tekjur hins opinbera hafa sveiflast í kringum 40% af landsframleiðslunni frá 1990 til 2019 – en ekki farið vaxandi eins og SA gefur til kynna. 

Auglýsing
Þá er því haldið fram í skýrslu SA að laun hafi hækkað óeðlilega mikið á Íslandi í samanburði við grannríkin, en horft er framhjá því að hér á landi lækkuðu laun óvenju mikið í kjölfar hrunsins og að framfærslukostnaður á Íslandi er einn sá alhæsti í heiminum. 

Í framhaldi af því eru svo reifaðar hugmyndir um að koma meiri böndum á gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, til að rýra vald verkalýðsfélaga og þrengja að kjarabaráttu. Í staðinn vill SA að komi miðstýrt skömmtunarvald launasvigrúms, sem rýri samningsrétt launafólks svo um munar (í staðinn komi fámennt sérfræðingaveldi í anda SALEK fyrirkomulagsins).

Hvað launakjör snertir glímir Ísland enn við þann vanda að alltof stór hluti vinnandi fólks og lífeyrisþega býr við launakjör sem eru undir framfærslukostnaði. Á því verður ekki tekið ef launabil verða fryst í núverandi stöðu með því að afvopna hreyfingu launafólks og setja kjaraákvarðanir í hendur sérfræðingaráðs á vegum stjórnvalda – hvaða nafni sem það kann að nefnast. 

Efling og hreyfing launafólks almennt stendur fyrir andstæða stefnu, sem setur hagsmuni almennings í forgang (sjá einnig stefnu ASÍ í plagginu Rétta leiðin). Kjarasamningar eiga í senn að snúast um að skipta vexti þjóðarframleiðslunnar yfir tíma og móta tekjuskiptingu og framfærsluaðstæður í landinu, með hag fjöldans að leiðarljósi. Opinbera velferðarkerfið á að vera öflugt og jafna tækifæri og lífsskilyrði milli stétta.

Í skýrslu Eflingar eru tilgreind helstu stefnuatriði Samtaka atvinnulífsins (SA) og viðbrögð stéttarfélagsins við einstökum þáttum þeirra. Þeir sem vilja gæta hagsmuna launafólks í gegnum kreppuna ættu að kynna sér skýrslu Eflingar.

Höfundur er prófessor við HÍ og sérfræðingur í hlutastarfi hjá Eflingu-stéttarfélagi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar