Látum raddir barna heyrast!

Skrifað af meðlimum Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna í tilefni af degi mannréttinda barna 20. nóvember. Dagurinn er haldinn til heiðurs undirritunar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á allsherjarþingi SÞ þennan dag árið 1989.

þrírdrengs.jpg
Auglýsing

Í dag, 20. nóv­em­ber, er alþjóð­legi dagur barna sem og afmæl­is­dagur Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Þessi dagur er mik­il­vægur meðal ann­ars vegna þess að við fögnum því að 193 lönd hafa und­ir­ritað Barna­sátt­mál­ann sem gerir hann að þeim mann­rétt­inda­sátt­mála sem hefur verið sam­þykktur af flestum ríkjum í heim­in­um. Á þessum degi er þess vegna til­valið að vekja athygli á mik­il­vægi þess að það sé hlustað á raddir ungs fólks, eins og kveður á um í 12. grein sátt­mál­ans, sér­stak­lega þegar stórar breyt­ingar eiga sér stað sem varða börn og annað ungt fólk.

Síðan sátt­mál­inn var sam­þykktur árið 1989 hefur miklum árangri verið náð í málum rétt­inda barna, og til­valið dæmi um þetta er að við, sem skrifum þessa grein, erum í Ung­menna­ráði heims­mark­mið­anna. Þetta er aðeins eitt af fjöl­mörgum ung­menna­ráðum á Íslandi, sem eru sam­kvæmt okkar rann­sóknum 295 tals­ins. Þessi ráð eru kjör­inn vett­vangur til að börn fái að tjá sig um mál sem þau varða. Hins vegar er enn margt sem hægt er að bæta svo sem það sem er tekið fram í 2. grein sátt­mál­ans sem segir að öll börn, óháð kyni, lit­ar­hætti, trúar og öðrum per­sónu­legum sér­kenn­um, eigi að njóta rétt­inda Barna­sátt­mál­ans. Þrátt fyrir að Ísland sé að standa sig vel, þurfum við líka að vera með­vituð um það sem er að ger­ast í öðrum löndum varð­andi rétt­indi barna. Með því að halda góðu starfi gang­andi hér á Íslandi getum við veitt öðrum löndum inn­blástur til að vinna að bjartri fram­tíð barna um allan heim.

Auglýsing
Annað sem við Íslend­ingar getum gert til að hjálpa til við að upp­fylla rétt­indi barna all­stað­ar í heim­inum er að vinna að heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna. Þessi mark­mið eru leið­bein­ingar sem hjálpa okkur að vinna að sjálf­bærri fram­tíð þannig að þeir sem eru börn í dag geti lifað heil­brigðu og ham­ingju­sömu lífi til fram­búð­ar. Með því að minka kolefn­is­sporið okkar þegar kemur að því hvað við borðum eða hvernig við ferð­umst vinnum við að heims­mark­miði 13 og getum þannig haft bein jákvæð áhrif á lífs­á­stand barna í öðrum löndum í heim­inum þar sem nátt­úru­ham­farir eru að versna vegna ham­fara­hlýn­un­ar. Svona má tengja öll 17 heims­mark­miðin við rétt­indi barna og ættu allir að leggja sig fram um að vinna að þeim.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna.

Á tímum sem þessum er sér­stak­lega mik­il­vægt að við stöndum saman og gætum að lýð- og geð­heilsu barna. Covid-19 far­ald­ur­inn hefur haft mikil áhrif á börn og ung­linga. Til dæmis hafa fjölda­tak­mark­anir komið í veg fyrir að börn get­i hisst án grímu og spjallað eða tekið þátt í tóm­stund­um. Okkur finnst að meira gæti verið gert til að upp­lýsa börn, á jákvæðan og hvetj­andi hátt, um hvað þau geti gert til að við­halda góðri heilsu svo sem að hreyfa sig reglu­lega eða njóta úti­vist­ar. Einnig er mik­il­vægt að vera ekki dóm­harður við börn og leifa þeim að læra af eigin mis­tökum þar sem þau verða miklu þroskaðar og heil­brigð­ari ein­stak­lingar þannig.

Við viljum óska öllum börnum til ham­ingju með þennan dag og hvetja börnin sem eru að lesa þetta til að kynna sér rétt­indi sín og láta skoð­anir ykkar heyr­ast. Nýtum okkur þau rétt­indi sem við höfum til að tjá okkur um mik­il­væg mál­efni sem varða okkur nú og munu varða okkur í fram­tíð­inni, það er ekki sjálf­gef­ið. Lesa má barna­sátt­mál­ann í heild sinni inni á vef­síðu Umboðs­manns barna (barn.is).

Fyrir hönd Ung­menna­ráðs heims­mark­mið­anna,

Finn­ur Ricart, ­Pétur Már og Arnar Snær.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar