Smithræddi gistihúsaeigandinn – Reynslusaga á tímum Covid19 heimsfaraldurs

Haraldur A. Haraldsson gistihúsaeigandi segir að niðurstaðan úr heimsfaraldrinum sé að mögulega megi rekja eitt lítið hópsmit til ferðamanns en önnur smit verði að öllum líkindum rakin til einstaklinga með fasta búsetu hér á landi.

Auglýsing

Í jan­úar fylgd­ist ég grannt með fréttum frá Kína af kór­ónu­veirunni enda með gisti­húsa­rekstur sem mitt lifi­brauð. Mér varð fljót­lega ljóst, þrátt fyrir vonir um ann­að, að veiran fór að dreifa sér til ann­arra landa en allt virt­ist þetta þó sak­laust í byrj­un. Smitum fjölg­aði hægt og þegar ég fylgd­ist með tölum á worldometer þá var skemmti­ferða­skipið Diamond Princess lengi framan af með næst flest smitin á eftir Kína. 

Í febr­úar fara svo að ber­ast fréttir af Ítalíu og þar var strax ljóst að illa gekk að hemja veiruna og smitum fjölg­aði hratt. Þegar hér var komið sögu fóru að renna á mig tvær grím­ur. Lík­lega mátti gera ráð fyrir veirunni hér á landi enda kom það á dag­inn. Fólk streymdi frá Ítalíu í allar áttir og smit í hinum ýmsu löndum voru oftar en ekki rakin þang­að. Hið sama gerð­ist á Íslandi, við fengum ítrek­aðar fréttir af smit­uðum Íslend­ingum ber­andi veiruna heim frá Ítalíu eða Aust­ur­ríki eftir skíða­ferð­ir. 

Ég las allar fréttir og allt um veiruna sem ég komst yfir og fylgd­ist mjög grannt með störfum þrí­eyk­is­ins. Fylgdi reglum og fyr­ir­mælum í hví­vetna og keypti hand­spritt og sápur og annað það sem mælt var með í bar­átt­unni við veiruna. Ég límdi upp til­kynn­ingar með fyr­ir­mælum og reglum og dreifði blöðum á borð og fjar­lægði allt ónauð­syn­legt sem bauð upp á sam­eig­in­lega snertiflet­i. 

En nú vildi svo ein­kenni­lega til að óvana­lega margir af mínum gestum komu frá norður Ítalíu og Suð­ur­-Kóreu en frá Suð­ur­-Kóreu bár­ust líka fréttir af útbreiðslu veirunn­ar. Hvernig gat þetta gerst að húsið hjá mér var fullt af Ítölum aftur og aft­ur, Ítalir sem aldrei höfðu verið fjöl­menn­ir, virki­lega óþægi­leg til­hugs­un. Um mán­aða­mótin febr­ú­ar-mars komu til mín á milli 30-40 Ítal­ir. Ég var þess full­viss að nú myndi ég smit­ast og rekst­ur­inn stöðvast. Ég var í raun skelf­ingu lost­inn og bann­aði fjöl­skyld­unni að heim­sækja mig sem og vinum og vanda­mönnum og ég hitti engan úr þessum hópi í um 3 vik­ur. Ég sendi Land­lækn­is­emb­ætt­inu skammar­póst fyrir að loka ekki á landa­mærin á milli Íslands og Ítalíu og ef það væri ekki laga­grund­völlur fyrir slíkri lokun þá þyrfti að setja þrýst­ing á Icelandair að stoppa flug til og frá Ítal­íu. 

Ég lét mig þó hafa það að halda mínu striki varð­andi gest­ina þótt ég hug­leiddi vissu­lega þann mögu­leika að banna gesti eftir þjóð­ernum (lík­lega ólög­leg­t). Sem sagt, ég tók á móti mínum gestum en hélt fjar­lægð og baðst undan því að heilsa með handa­bandi sem gat fallið í grýttan jarð­veg. Oft­ast voru menn þó sáttir þegar ég gaf þá skýr­ingu að ég tæki á móti mörgum gestum frá smit­uðum svæðum og væri þ.a.l. sá sem menn ættu að halda sig fjarri. Það kom fyrir að menn stigu skref aftur á bak þegar ég gerði grein fyrir sjálfum mér á þennan hátt.

Auglýsing
Síðan fylgd­ist ég grannt með fréttum því ég var þess full­viss að fljót­lega myndu smit fara að ber­ast til starfs­manna ferða­þjón­ust­unn­ar. Ég var 100% viss í minni sök, taldi þetta ekki spurn­ingu um hvort fram­línu­starfs­menn íslenskrar ferða­þjón­ustu myndu smit­ast heldur hvenær. Það skrýtna var þó að það komu engar slíkar frétt­ir. Dag­arnir liðu og ég beið og beið og jú, við fengum upp til­vik þar sem mjög veikur ferða­maður fór á Heil­brigð­is­stofnun Norð­ur­lands á Húsa­vík og and­að­ist skömmu síð­ar. Ég var hugsi, hvar hafði þessi maður haldið sig á ferð sinni um land­ið? Hafði hann ekki gist á hót­elum og gisti­stöð­um, ekki farið á veit­inga­staði, ekki farið í búð­ir, ekki skoðað söfn? Hvernig gat hann ferð­ast um stóran hluta lands­ins án þess að smita starfs­menn ferða­þjón­ustu? Þetta vakti furðu mína, sem og að engir starfs­menn ferða­þjón­ustu smit­uð­ust næstu tvær til þrár vik­urnar (ferða­menn í mars voru um 80.000). Ég þakk­aði samt Guði fyrir að kom­ast í gegnum hvern dag ein­kenna­laus og var þeirri stundu svo sann­ar­lega fegn­astur þegar landa­mærin lok­uð­ust þann 15. mar­s.  Í kjöl­farið fóru síðan að ber­ast afbók­anir í stórum stíl.

Þann 15. júní opn­uðu síðan landa­mærin aftur en þá var búið að setja inn þá reglu að allir þeir sem koma til lands­ins skulu í skimun við landa­mær­in. Þegar þessi breytta til­högun á landa­mærum var aug­lýst þá snar­fækk­aði afbók­unum hjá mér eins og hendi væri veifað og það gleði­lega gerð­ist að pant­anir fóru að ber­ast inn. Fáar fyrst í stað en síðan fjölg­aði þeim jafnt og þétt og bætt­ust við þær sem fyrir voru og ekki höfðu verið afbók­að­ar. Þannig að þrátt fyrir að júní­mán­uður væri afskap­lega rólegur var hann þó ekki með öllu dauð­ur. Júlí og ágúst­mán­uður fóru síðan langt fram úr vænt­ingum og þessi útfærsla á landa­mær­unum var að mínu mati mjög góð lausn. Fá smit í land­inu og Ísland kom sterkt inn þegar ferða­menn völdu sér áfanga­stað. Reyndar varð fjöldi ferða­manna það mik­ill að heil­brigð­is­starfs­menn áttu fullt í fangi með sýna­tökur og grein­ing­ar. Ég undi hag mínum ágæt­lega með þessa til­högun á landa­mærum og leið mun betur um sum­arið en í mars­mán­uði.

Í júlí­mán­uði ger­ast síðan óvæntir hlut­ir. Í ljós kom að prófin voru ekki nógu áreið­an­leg (u.þ.b. 80% áreið­an­leiki) og hingað komu inn ein­stak­lingar sem smit­uðu út frá sér þrátt fyrir að hafa fengið nei­kvæða nið­ur­stöðu í landamæra­skim­un. En það áttu þeir allir sam­merkt að þeir voru með íslenskt heim­il­is­fang og því tengdir fjöl­skyld­um, vinum eða vinnu­fé­lög­um. Því var regl­unum breytt og þann 13. júlí tóku gildi nýjar reglur á landa­mær­un­um. Þá þurftu þeir ein­stak­lingar sem búsettir eru á Íslandi að fara í tvö­falda skimun með 5-6 daga heim­komusmit­gát á milli. Þetta fyr­ir­komu­lag gafst vel og engin dæmi röt­uðu í fjöl­miðla um að ein­stak­lingar í heim­komusmit­gát smit­uðu út frá sér þrátt fyrir öflug tengsla­net í sam­fé­lag­inu.

Á sama tíma voru engin sam­fé­lags­smit rakin til ferða­manna og því var ákveðið að slaka á reglum hjá þeim. Þrem dögum síðar þ.e. þann 16. júlí taka því gildi nýjar reglur sem kveða á um að ferða­menn sem koma frá svoköll­uðum öruggum löndum þurfi ekki í skim­un. Þetta þýddi tvennt, þ.e. að ferða­menn og íslend­ingar sem komu frá Dan­mörku, Þýska­landi, Nor­egi, Finn­landi, Fær­eyjum og Græn­landi þurftu ekki í skim­un. Þetta gaf síðan yfir­völd­um, þrátt fyrir álag við sýna­tök­ur, kost á að hleypa öllum inn í landið sem hingað vildu koma og gefa þannig ferða­þjón­ust­unni og tengdum aðilum súr­efn­i. 

Allt gekk þetta ágæt­lega og áfram voru smitin fá sem dreifðu sér hér inn­an­lands. Eitt smit kom þó inn í landið sem rakið var af leið­sögu­manni til ferða­manns. Ályktun dregin af líkum þar sem fáir komu til greina en lík­lega hafði við­kom­andi ferða­maður fengið nei­kvæða nið­ur­stöðu úr próf­unum á landa­mær­um. Í öllu falli voru ekki fleiri smit rakin til þessa ferða­manns. Löngu síðar fór þó af stað saga um tvo frakka en sú saga stenst enga skoð­un, tíma­setn­ingar og sam­hengi gerir það að verkum að öllum má ljóst vera að hún er upp­spuni. Lík­legt verður að telj­ast að upp­haf þriðju bylgj­unnar hér­lendis megi rekja til tíma­bils­ins 10-15. sept­em­ber og að ein­hvern veg­inn hafi veiran sloppið inn í landið og þá miðað við fyrri reynslu, með ein­stak­lingi með fasta búsetu hér­lend­is. Um er að ræða mjög útbreiddan veiru­stofn sem gæti t.d. hafa borist frá t.d. Englandi eða Frakk­landi.

Í ágúst fer af stað önnur bylgja í Evr­ópu en íbúar þaðan gátu einir ferð­ast til Íslands að Græn­landi und­an­skildu. Það ger­ist eftir að slakað var á útgöngu­banni sem und­an­tekn­inga­lítið gilti í Evr­ópu eins og í lang­flestum löndum heims­ins á meðan tek­ist var á við fyrstu bylgju far­ald­urs­ins. 

Mér leið ekk­ert of vel við að taka á móti óskimuðum Dönum og Þjóð­verjum sem komu í stórum stíl á gisti­heim­ilið enda engar skimanir á landa­mærum fyrir ferða­menn frá þessum löndum eftir 16. júlí. Ég gerði mér grein fyrir því að gera mátti ráð fyrir smit­uðum ein­stak­lingum í þessum hópi, sér­stak­lega þegar maður horfði á tölur ágúst­mán­aðar rísa frá degi til dags í þessum lönd­um. Mér fannst tími til komin að taka upp skimanir aftur fyrir alla þrátt fyrir að mér væri orðið ljóst að lík­urnar á að ferða­menn smiti séu litl­ar. Enda kom það á dag­inn þ.e. júní, júlí og ágúst komu til lands­ins um 118.000 ferða­menn og ein­ungis um að ræða eitt óstað­fest smit. Frá 15. Júní til 12 júlí greindust 12 smit­aðir ein­stak­lingar á landa­mær­unum (ein skimun) og miðað við lík­urnar á falskri nei­kvæðri nið­ur­stöðu (20%) má gera ráð fyrir að 2-4 í þeim hópi sem skimaðir voru hafi farið í gegn smit­aðir af veirunni og því frjálsir ferða sinna þrátt fyrir veik­ind­i.  Þá er ótal­inn hóp­ur­inn sem kom inn í landið óski­maður en erfitt er að álykta um fjölda smit­aðra þar.

En töl­fræðin og reynslan yfir sum­ar­mán­uð­ina los­aði mig við ótt­ann um að ég væri í mjög mik­illi smit­hættu. Ég átt­aði mig á því að lík­urnar á því að ferða­menn smiti eru hverf­andi. Ferða­menn sem koma til lands­ins tíma­bundið til að kynna sér og upp­lifa nátt­úru og menn­ingu lands­ins, ferða­menn án tengsla­neta og stutt og stopul sam­skipti við heima­menn. Töl­urnar segja allt sem segja þarf. Þekk­ing og skiln­ingur bar ótta og for­dóma ofur­lið­i.  Ég var fljót­lega komin á þann stað að ég var til­búin að hitta mitt fólk þótt ég teldi það mun lík­legra til að smita mig en öfugt.

Ein­hvern tím­ann í kringum 10-15. ágúst kom síðan til­kynn­ing um að kynntar yrðu nýjar reglur á landa­mær­um. Ég sett­ist að sjálf­sögðu niður fyrir framan sjón­varpið til að fylgj­ast með og mér féllust hendur þegar gerð var grein fyrir nýja fyr­ir­komu­lag­inu. Frá og með 19. ágúst yrði miðað við tvær skimanir með 5—6 daga sótt­kví á milli. Nán­ast búið að loka á landa­mærin með kröfu um sótt­kví. Ég hélt í von­ina um að mögu­lega væri eitt­hvað hægt að vinna með þessa útfærslu, fá fólk til að koma þrátt fyrir sótt­kvína en þeir sem höfðu pantað hjá mér gist­ingu höfðu engan áhuga. Ég tal­aði við ferða­skrif­stofur sem ég þjón­usta en nið­ur­staðan var alls staðar sú sama. Sára­sára­fáir eru til­búnir að sitja lok­aðir í her­bergi í 5-6 sól­ar­hringa. Afbók­an­irnar flæddu inn og lítið sem ekk­ert hægt að gera til að spyrna við fót­u­m. 

Auglýsing
Þetta var óskemmti­leg upp­lifun, fyrir utan að lík­urnar á að ferða­menn smiti eru hverf­andi þá hafði heim­komusmit­gátin reynst afbragðsvel. Mér var og er fyr­ir­munað að skilja hvers vegna menn tóku þetta stóra skref. Af hverju ekki að byrja á því að útfæra sér­sniðna smit­gát fyrir ferða­menn á milli skim­ana og láta reyna á hana? Svo vitnað sé í sótt­varna­lækni, eins og að ganga yfir á, taka lítil skref, eitt í einu, skoða aðstæður vel áður en næsta skref er ákveð­ið. Það voru svo gríð­ar­legir hags­munir í húfi og allt að vinna miðað við reynsl­una sem menn þá þegar höfðu aflað sér og töl­urnar sem lágu á borð­in­u.  Því til við­bótar höfðum við á þessum tíma­punkti tek­ist á við nokkra veiru­stofna og unnið bug á þeim öll­um.

Nið­ur­staðan frá þessum heims­far­aldri er að mögu­lega megi rekja eitt lítið hópsmit til ferða­manns en önnur smit verði að öllum lík­indum rakin til ein­stak­linga með fasta búsetu hér á land­i. 

Í sept­em­ber og sér­stak­lega í októ­ber neit­aði ég að fara til Reykja­víkur að hitta fjöl­skyld­una enda smit­hræddur mað­ur. Ég upp­lifði Reykja­vík sem pestar­bæli þar sem fólk færi lítt að til­mælum yfir­valda. Ég hélt mig því við gest­ina mína hér á gisti­heim­il­inu enda stendur mér nákvæm­lega engin ógn af þeim eftir að þeir eru búnir að fara í fyrri skimun, að ég tali nú ekki um þegar þeir hafa lokið báðum skimun­unum með nei­kvæðri nið­ur­stöðu. Öðru­vísi mér áður brá.

Höf­undur er gisti­húsa­eig­andi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar