Frammistaða Kastljóss RÚV og spyrla þess þáttar kemst á dagskrá einu sinni enn

Benedikt Sigurðarson skrifar um Kastljós.

Auglýsing

Einar Þor­steins­son (EÞ) hefur því miður lengi og oft gert sig beran að afar ómál­efna­legri hlut­drægni og dólga­fram­komu. Sér­stak­lega má visa til þess hvernig kosn­inga­sjón­vörp nokk­urra ára hafa afhjúpað óþol hans og rudda­skap gagn­vart „nýfram­boð­um” – meðan hann dillar sér kring um elítu Sjálf­stæð­is­flokks­ins og öfga­kap­ít­al­ísk við­horf hægri manna í fjár­mála­líf­inu.

Hér læt ég nægja að visa til þess þegar Einar réð­ist á fram­bjóð­anda Sós­í­alista­flokks­ins til borg­ar­stjórnar í Reykja­vík vegna meintrar óreiðu allt ann­ars ein­stak­lings – (sem að vísu var einn af for­víg­is­mönnum Sós­í­alista­flokks­ins en ekki í fram­boði eða á ábyrgð við­kom­andi fram­bjóð­anda á nokkurn hátt). 

Einnig er nýlegt dæmi úr Kast­ljós­inu þar sem fjár­mála­ráð­herra „rík­is­af­skipt­anna” baðar sig í aðdáun spyrils­ins – á meðan engin spurn­ing svo mikið sem ýjar að því að mót­sögn hljóti að fel­ast í því að einka­væða gróð­ann í formi ríf­legra arð­greiðslna en rík­i­s­væða tapið og bjarga með því eign­ar­haldi kap­ít­als­ins.

Auglýsing
Já; frjáls og óháð blaða­mennska er gríð­ar­lega mik­il­væg og traust á frétta­miðlun getur hik­laust talist til þess sem er hvað verð­mæt­ast fyrir sam­fé­lags­legt heil­brigði og við­hald lýð­ræð­is­ins. Því miður er ástæða til að efast um að Einar Þor­steins­son og Kast­ljós RÚV í höndum hans (og Jóhönnu Vig­dís­ar) njóti slíks trausts mitt. Þess hversu hlut­dræg þau virð­ast vilja vera og áber­andi höll undir til­tekin sjón­ar­mið og hags­muni valds­ins (í höndum Sjálf­stæð­is­flokks­ins).

Þess vegna er ábyggi­legt að fram­ganga EÞ og sú nálgun sem hann kom með til „að sauma að” Má Krist­jáns­syni vekur harð­ari við­brögð en ella – af því líka að þetta er ekki í fyrsta skipti. Nýlega réð­ist Einar nefni­lega að Páli Matth­í­assyni for­stjóra LSH og heimt­aði skýr­ingar á miðjum vett­vangi stór­slyss­ins á Landa­kot­i.   

Mar­grét Hein­reks­dóttir (FB 17.11.2020)

„Eg leyfi mér að mót­mæla sterk­lega end­ur­teknum aðförum frétta­manns RÚV að því frá­bæra fólki sem hefur nær allt þetta ár lagt líf sitt í hættu í bar­átt­unni gegn far­sótt­inni sem heim­ur­inn allur á nú í höggi við. Þær eru svo ómak­legar að ég fer hrein­lega hjá mér, bæði fyrir eigin hönd. RÚV og þjóð­ar­innar allr­ar. Líf okkar er í höndum þessa fólks og það hefur unnið hrein þrek­virki í þessu stríði. Það sem gerð­ist á Landa­koti var harm­leikur sem átti sér margar orsakir en vilji RÚV finna söku­dólga held ég að tími sé kom­inn til að beina spjótum sínum að þeim sem mesta ábyrgð bera á því að Landa­kot - og aðrar sam­bæri­legar úreltar sjúkra­stofn­anir víða um land - skuli vera jafn ófull­nægj­andi og raun ber vitni, þ.e.a.s. þeim stjórn­mála­mönnum sem hafa dregið lapp­irnar við end­ur­nýjun þeirra. Hvernig væri RÚV að hætta að hengja bak­ara fyrir smið?”

Þor­steinn Vil­hjálms­son (FB 17.11.2020)

„Það var ein­kenni­legt og umhugs­un­ar­vert að fylgj­ast með við­tali Ein­ars Þor­steins­sonar við Má Krist­jáns­son í Kast­ljós­inu í fyrra­kvöld. Einar virt­ist ganga út frá því að ekk­ert geti farið úrskeiðis í mann­heimi nema ein­hver hafi gert mis­tök, helst ein­hver til­tekin mann­eskja sem við getum þá bent á með vísi­fingri. Ætli fólk sem hugsar svona hafi aldrei dottið á óvæntri hálku?“

Hjarð­hegðun blaða­manna

Furðu­legt að líka að sjá starf­andi fjöl­miðla­menn ryðj­ast inn á þræði net­miðl­anna til að verja EÞ á þeirri for­sendu að hann sé merk­is­beri ein­hvers konar „fag­legrar fjöl­miðl­un­ar” sem spyrji „erf­iðra spurn­inga” af því að það eigi að gera það.   

Vissu­lega á að spyrja „erf­iðra spurn­inga” þegar eitt­hvað er verið að fela eða ef grunur leikur á að eitt­hvað ósið­legt eða ólög­mætt hafi átt sér stað. Fyr­ir­liggj­andi skýrsla LSH liggur fyrir og hefur verið birt og kynnt opin­ber­lega. Ekki er að finna í henni vís­bend­ingar eða grun um að stjórn­endur og starfs­menn LSH hafi gert sig seka um afbrot eða ólög­mæta fram­göngu – þótt ljóst sé að smit muni nokkuð örugg­lega hafa borist með starfs­mönn­um. Líkur má leiða að því að smit­aðir sjúk­lingar og aðstand­and­endur hafi einnig gengið um garða á Landa­koti, eða það er amk. ekki úti­lokað í skýrsl­unni af því að smitin hafa örugg­lega verið fleiri frekar en færri. Veiran var líka þarna út um allt sam­fé­lagið á tíma­bil­inu 15. sept­em­ber til 25. októ­ber og því bók­staf­lega við­búið að smit­aðir kæmu og færu inn og út af fleiri deildum LSH og ekki síst þeirri sem rekin er á Landa­koti. Veiran er jú lúmsk því ein­hverjir virð­ast engin ein­kenni sýna þótt þeir séu smit­andi.

Fjöl­miðla­menn rísa upp „til varn­ar” EÞ

Já; það má í leið­inni spyrja að því hvernig það megi vera að stjórn­mála­menn sem láta í ljós for­dæm­ingu, hneykslun eða áhyggjur af fram­göngu fjöl­miðla­manns í svo alvar­legu máli skuli sæta því í stað­inn að kollegar EÞ fari með útúr­snún­ingum að stjórn­mála­mann­inum á opnum sam­fé­lags­miðl­um. (Sitt­hvað er nú vænt­an­lega þá það sem frétta­menn­irnir hita sig upp með á kaffi­stofu­spjall­inu eða á lok­uðum inn­hússvefj­u­m.)

Lík­lega höfum við ríka ástæðu til að hafa áhyggjur af heil­brigði umræð­unnar – og því lýð­ræði sem þarf svo mjög á því að halda að stað­reyndir og rök­semdir geti borið uppi skoð­ana­myndun og almenna líðan „Þjóð­arsál­ar­inn­ar” þegar svona er í pott­inn búið.

Lík­lega er það alvar­legt veik­leika­merki þegar virkir fjöl­miðla­menn hika ekki við að ráð­ast á sjón­ar­mið og jafn­vel per­sónur stjórn­mála­fólks, ef það dirf­ist að gagn­rýna eða for­dæma ömur­lega frammi­stöðu EÞ eða ann­arra hlut­drægra fjöl­miðla­manna.

Ég tel að EÞ hafi einmitt gert sig sekan um dóm­greind­ar­leysi og ákveðið sið­leysi í þeirri nálgun sem hann bauð upp á gagn­vart Má Krist­jáns­syni vegna skelf­ing­ar­innar á Landa­koti. Már var ekk­ert að fela og ekk­ert að draga und­an, en hann kapp­kost­aði „að sak­benda ekki” sam­starfs­fólk sitt eða und­ir­menn. Már fylgdi eftir skýrsl­unni í því að útskýra að hús­næði, aðbún­að­ur, tækni og mönnun væri langt undir því sem við­un­andi gæti talist, og það hefði lengi legið fyr­ir. Már benti á að það hefði verið óskað lið­sinnis, leitað að hent­ugri stað­setn­ingu fyrir þá starf­semi sem „bið­deild­in” á Landa­koti átti að sinna. Hinn marg­um­ræddi frá­flæð­is­vandi er hluti af þessu. Skortur á hjúkr­un­ar­rýmum er ekki nýtil­kom­inn og skortur á þjón­ustu fyrir fólk sem bíður end­ur­hæf­ingar – skortur á heima­hjúkrun og tækni­að­stoð.

Já ann­ars; getur það virki­lega verið að hjarð­hegð­unin sé svo frek hjá starf­andi blaða­mönnum að menn virð­ist telja sig þurfa „að afneita upp­runa sín­um” og lýsa fyr­ir­vara­lausri „holl­ustu við kollega” sína?

Að „hengja bak­ara…”

EÞ spurði alls ekki „réttra spurn­inga;” hann var fastur í því við­horfi að „ein­hver eða ein­hverjir á LSH/Landa­koti hlyti að hafa gerst sek­ur/­sekir um mis­tök/van­rækslu” – og hann komst ekki úr því hjólfar­inu. Það er ekki sjálf­krafa nein hörð frétta­mennska” að taka fram í fyrir við­mæl­enda þó svör hans séu ekki eins og frétta­maður vill ná fram . . og það er ekki nein „fag­mennska” fólgin í því að þrá­spyrja þó manni líki ekki að engin „sak­bend­ing” sé fólgin í svörum við­mæl­and­ans.

Umfram allt var rangur aðili spurð­ur; – og þess vegna voru spurn­ingar ekki bara óvið­eig­andi eða bók­staf­lega á mörkum þess sið­lega. Már Krist­jáns­son læknir ber enga ábyrgð á að hús­næð­is­að­stæður og tækni­stig Landa­kots og meira og minna LSH og flestra heil­brigð­is­stofn­ana eru myglaðar og jafn­vel ónýt­ar.

Már Krist­jáns­son hefur – eins og raunar flestir kollegar hans – um ára­tuga­skeið barist fyrir því að heil­brigð­is­kerfið verði fjár­magnað með við­un­andi hætti. Það eru ekki læknar LSH eða stjórn­endur þar á bæ sem bera ábyrgð á tregðu rík­is­stjórn­a/fjár­mála­ráð­herra – lengst af öllu Bjarna Bene­dikts­sonar – til að gera kjara­samn­inga við hjúkr­un­ar­fræð­inga, lækna eða ljós­mæður . . . . . 

Það er ekki Már Krist­jáns­son sem á að svara fyrir það að ekki tekst að manna sjúkra­húsin með fag­fólki – meðan kjör og vinnu­að­stæður eru fyrir neðan allar hell­ur. 

Nú hefur komið í ljós að aðstæður á Landa­koti voru þannig að þar skap­að­ist „lífsógn­andi ástand” fyrir sjúk­linga og starfs­fólkið og fleiri hafa þegar lát­ist en hægt er að horfa fram­hjá.

Fyrir þetta eiga stjórn­mála­menn; ráð­herrar í rík­is­stjórn að svara. Fyrir þetta eigum við að kalla stjórn­mála­stefnur sífellds nið­ur­skurðar til að svara. 

Stefna þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins og lang­stæðar til­raunir til eyði­legg­ingar á opin­bera heil­brigð­is­kerf­inu hefur hér átt lang­mestan þátt.

En Sjálf­stæð­is­menn hafa ekki verið einir að verki.

Bjarni Bene­dikts­son er til að mynda fjár­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn sem situr í umboði kjós­enda vinstri sós­í­alista og félags­hyggju-­arms Fram­sókn­ar­flokks­ins, alveg eins og þeirra allra rík­ustu 0,1% sem hreiðra um sig í allsnægtum auðs og valda og verja sín for­rétt­indi undir flagg­inu xD.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar