Endurunnar sögur og afturgengnir bílar

Soffía Sigurðardóttir heldur áfram að skrifa ítarlegar greinar um Guðmundar- og Geirfinnsmálin.

Auglýsing

Ég tek hér fyrir þá þætti sem lúta að lík­indum með frá­sögn Guð­mundar Agn­ars­sonar í lög­reglu­skýrslum frá því í októ­ber 1975, um för hans til Kefla­víkur og báts­ferð til að sækja smygl þar sem Geir­finnur beið bana ann­ars vegar og hins vegar frá­sögn Erlu og ann­arra sak­felldra um atburða­rás við Drátt­ar­braut­ina í Kefla­vík og báts­ferð þar sem Geir­finnur beið bana. Síð­ari frá­sagn­irnar hófust í jan­úar 1976.

G.A. er sá sem í end­ur­upp­töku­dómnum er merktur sem A.

End­ur­upp­töku­dóm­ur­inn, þar sem Erlu er synjað um end­ur­upp­töku dóms vegna ljúg­vitnis í Geir­finns­máli, er grein­ar­góður og settur fram í 204 tölu­settum lið­um.

Þar segir í 4. lið:

Næst dró til tíð­inda í rann­sókn á hvarfi Geir­finns í októ­ber 1975, en þá gáfu aðstand­endur A sig fram og til­kynntu lög­regl­unni í Reykja­vík um frá­sögn hans um aðild að hvarfi Geir­finns.“ Síðan eru frá­sögnin og atvik í kringum hana rakin í stuttu máli. 

Lög­menn Erlu, á síð­ari stig­um, benda ítrekað á að í verkn­að­ar­lýs­ingum í skýrsl­unum frá októ­ber 1975, séu veru­leg lík­indi með síð­ari upp­spunnum frá­sögnum um atburði í Kefla­vík. Í lið 139 and­mæla þeir afstöðu setts sak­sókn­ara sem hafnað hefur sam­lík­ing­unni, með þessum hætti: „Þá beri að horfa til þess að fram­burður hennar hafi ekki orðið til í tóma­rúmi og vísað til þess að fram­burður hennar og sú sviðs­mynd sem hún dró þar upp hafi svipað mjög til játn­ingar A frá októ­ber 1975 þar sem „Klúbb­menn“ hafi einnig komið við sögu. Lög­regla hafi haft umræddar skýrslur undir höndum og veki það upp veru­legan vafa um að frum­kvæðið hafi komið frá end­ur­upp­töku­beið­anda en ekki lög­regl­unni sjálfri.“ 

Í lið 174 er haldið áfram að fjalla um gildi og tengsl þess­ara frá­sagna. Þar seg­ir:

End­ur­upp­töku­beið­andi lagði þessu til stuðn­ings fram sam­an­tekt H 17. júlí 2022 sem aflað var undir rekstri máls­ins fyrir End­ur­upp­töku­dómi. Í henni er meðal ann­ars vísað til þess­arar frá­sagnar A. Segir þar orð­rétt um áhrif henn­ar: 

Rann­sak­endur virð­ast hafa notað þessa játn­ingu sem til­gátu um aðdrag­anda og hvarf Geir­finns við yfir­heyrslur yfir Erlu, Sæv­ari og Krist­jáni Við­ari í jan­úar 1976 og síð­ar. Þetta veikir veru­lega gildi fram­burða dóm­felldu í Geir­finns­mál­inu. Þetta vinnu­lag var grund­vall­ar­villa við rann­sókn­ina í Geir­finns­mál­inu sem að mínu mati leiddi hana á villi­götur og til rangra fram­burða Erlu, Sæv­ars og Krist­jáns Við­ars gagn­vart „Klúbb­mönn­un­um“.“

Í lið 176 er þessu svarað þannig:

Um fram­an­greint er til þess að líta að af gögnum máls­ins sem liggja fyrir dóm­inum verður hvergi ráðið að rann­sak­endur hafi notað játn­ingu A á þann hátt sem þarna grein­ir. A hafn­aði því strax að nokkuð væri til í því sem hann hafði sagt fjöl­skyldu sinni um vit­neskju eða aðild að hvarfi Geir­finns Ein­ars­sonar og virð­ist lög­reglan í fram­hald­inu ekk­ert hafa aðhafst frekar vegna þessa fram­burð­ar.“

Jú, lög­regla aðhafð­ist frekar vegna þessa fram­burð­ar. Skýrslur af G.A. og aðstand­endum hans eru settar inn í máls­skjölin í Geir­finns­mál­inu og kallað á G.A. og G.B. til nýrrar skýrslu­töku og þeim bætt við. Hefði það ekki verið gert, er alveg mögu­legt að fyrra málið væri týnt ofaní kassa og tengsl þess við Geir­finns­málið aldrei komið fram, jafn­vel þótt þau væru samt fyrir hendi.

Sömu stóru stein­arnir

Í báðum sögum eiga Magnús Leó­polds­son og Sig­ur­björn Eiríks­son frum­kvæði að því að fá G.A. eða Sævar til liðs við sig í því að sækja eða selja smyglaðan spíra og annað áfengi. Farið er á hvítum sendi­ferða­bíl til Kefla­víkur og góssið sett í hann, en óljóst hvert það er síðan flutt. Aðstæður vísa til Drátt­ar­braut­ar­innar og bryggju við hana. Smyglað áfengi er sótt á báti og Geir­finnur er alltaf með í báts­ferð­inni. Geir­finnur ferst af slys­förum, einkum við að falla útbyrð­is, eða í síð­ari lýs­ingum eftir átök um borð. Magnús og/eða Sig­ur­björn vara með­reið­ar­sveina sína við að segja frá því sem gerð­ist. Engin lýs­ing er á bátn­um. G.A. gefur upp eig­anda lít­illar trillu sem lög­regla virð­ist ekki hafa talað við, en þau hin segja frá alls­konar bátum sem þau sáu en muna ann­ars ekki hvort bát­ur­inn í för­inni var t.d. með stýr­is­húsi eða lúkar eða þil­fari, stál­skip eða trilla. 

Aft­ur­gengnir bílar

Lög­reglan í Kefla­vík ákvað strax á þriðja degi rann­sóknar sinnar að hvarf Geir­finns mætti rekja til ókunn­ugs manns sem hefði komið inn í Hafn­ar­búð­ina í Kefla­vík og fengið að hringja og þeir töldu víst að hefði hringt í Geir­finn og narrað hann að heiman hinsta sinni. Létu þeir gera leir­styttu af manns­höfði hins meinta sím­hringj­anda og gekk sá síðar undir upp­nefn­inu Leir­finn­ur. Var Leir­finnur síðar eft­ir­lýstur um land allt og fólk hvatt til að koma með ábend­ingar um hverjum hann gæti líkst. Meðal ábend­inga var að ein­hver ókunn­ugur maður hefði komið við á Akur­eyri og verið heldur stuttur í spuna og á hrað­ferð, líkt­ist sá maður Leir­finni og var á rauðum Fíat. Eftir það var rauður Fíat líka eft­ir­lýstur um land allt og tölvur gengu næt­ur­langt við að keyra útprent­anir af rauðum Fíat eða líkum bíl­um. Þótti slík tölvu­keyrsla mjög tækni­vædd lög­reglu­að­gerð.

Auglýsing
Þegar Síðu­múlatríó Reykja­vík­ur­lög­regl­unnar var að mýkja Erlu upp, þar sem hún naut frelsis utan fang­elsis­klefa, fór hana að ráma í að hafa farið eitt­hvað á bíl til Kefla­vík­ur. Þeir báðu hana um lýs­ingu á bílnum og þá datt henni í hug sá eini bíll sem hún þekkti eitt­hvað til, rauður Fíat, af því pabbi hennar átti slíkan og hún hafði oft keyrt hann. Einar bróðir hennar not­aði reyndar líka oft sama bíl. Hefur Erla sagt frá því að lög­reglu­menn­irnir hafi veitt þessum rauða Fíat mikla athygli. Þar sem lög­reglu­menn skráðu engar skýrslur um sam­skipti sín við Erlu á heim­ili hennar og oft­ast ekki heldur um þau skipti sem þeir tóku hana til skýrslu­töku í Síðu­múlafang­elsi meðan hún var ekki í varð­haldi, þá er erfitt að segja til um hvernig þessi rauði Fíat þró­að­ist í að Einar hafi keyrt hann í Drátt­ar­braut­ar­för sam­kvæmt síð­ari frá­sögn­um. 

Í frá­sögn G.A. fer hann á hvítum Transit sendi­ferða­bíl til Kefla­vík­ur, en í frá­sögn Sæv­ars, Erlu og Krist­jáns kemur stór hvítur sendi­ferða­bíll við sögu og stundum fylgir lýs­ing á glugga­röð eftir lang­hlið hans. Þessi hvíti sendi­ferða­bíll er aft­ur­ganga frá Kefla­vík­ur­rann­sókn­inni. Þar segir vitni frá því að hafa séð þannig flutn­inga­bíl í námunda við Hafn­ar­búð­ina í Kefla­vík. Þennan bíl tengdi Kefla­vík­ur­lög­reglan, einkum Haukur og Kiddi P, við KR verk­taka, en Kiddi P var búinn að sitja um þá lengi. Þessi aft­ur­ganga varð lífseig, því harka­legir snún­ingar voru síðar teknir á manni sem troðið var í hlut­verk bíl­stjóra hans í Drátt­ar­braut­ar­för þeirra sem að lokum voru sak­felld­ir. En það er önnur saga.

Upp­haf Geir­finns­máls­ins

Hvernig þró­uð­ust sög­urnar um atvik þess er Geir­finnur fórst við að sækja smyglaðan spíra í Kefla­vík? Til þess að skoða það fór ég í gegnum skjala­möppur dóms­máls 214. Bók XII er merkt GEIR­FINNS­MÁL  MAPPA : 1.

Á bls 6 – 22 er skráð upp­hafið að síð­ari rann­sókn­inni á hvarfi Geir­finns, kölluð Reykja­vík­ur­rann­sókn­in, til aðgrein­ingar frá Kefla­vík­ur­rann­sókn­inni fyrst eftir að Geir­finnur hvarf. Á þessum blað­síðum koma fram fyrstu lög­reglu­skýrslur þar sem síðar sak­felld lýstu aðkomu sinni að hvarfi Geir­finns og jafn­framt allur aðdrag­andi þess að hand­tökur á fjórum mönnum til við­bótar fóru fram, þeim fjórum sem tek­ist er á um af hverju sakir voru bornar á.

Lög­reglu­skýrslur um Geir­finns­mál byrja á skýrslu yfir Sæv­ari sem tekin er í fang­els­inu í Síðu­múla, fimmtu­dag­inn 22. jan­úar 1976, hefst kl 14:15 og lýkur kl 19:05. Næsta skýrsla er af Erlu Bolla­dóttur dag­inn eft­ir, þann 23. jan­ú­ar, þar sem hún mætir sem vitni. Síðar sama dag er Krist­ján Viðar yfir­heyrður frá kl 20:40 til kl 01:10. Þá er aftur tekin skýrsla af Sæv­ari 25. jan­úar þar sem hann breytir í nokkru og bætir við fyrri skýrslu sína.

Morg­un­inn eft­ir, þann 26. jan­ú­ar, eru þeir Einar Bolla­son, Valdi­mar Olsen og Magnús Leó­polds­son hand­teknir og frá kl 08:00 til 09:16 eru teknar af þeim stuttar skýrslur á færi­bandi, þar sem þeir hver um sig segj­ast ekk­ert vita um þetta mál og aldrei hafa komið að hvarfi Geir­finns. Þeir voru síðan allir úrskurð­aðir í 30 daga gæslu­varð­hald. 

Sævar byrj­aði en ekki Erla

Í fyrstu skýrslu af Sæv­ari seg­ir: „...­mætta er kunn­ugt um til­efni yfir­heyrsl­unn­ar, en það er grunur rann­sókn­ar­lög­regl­unnar um vit­neskju hans varð­andi hvarf Geir­finns Ein­ars­son­ar, sem síð­ast spurð­ist til í Kefla­vík þann 19. nóv. 1974.“ Ekk­ert kemur fram um það í þess­ari eða síð­ari lög­reglu­skýrslum af hverju rann­sókn­ar­lög­reglan grun­aði Sæv­ar.

Í skýrsl­unni játar Sævar að hafa verið beð­inn um að selja smyglað áfengi og að hafa farið til Kefla­víkur og heyrt þar á tali ann­arra að slys hafi orðið og Geir­finnur drukkn­að, en ekki að hann hafi haft neitt með það að gera að Geir­finnur dó. 

Stutta útgáfan af frá­sögn Sæv­ars er: Hann var á gangi niður Lauga­veg­inn að kvöldi til nokkrum dögum áður en Geir­finnur hvarf og þá stopp­aði bíll og Einar bróðir Erlu sat í aft­ur­sæt­inu og bauð Sæv­ari að setj­ast hjá sér, undir stýri sat Magnús Leó­polds­son og við hlið hans maður sem Magnús og Einar köll­uðu Geir­finn. Þeir ámálg­uðu þá við hann að hann tæki að sér að selja ólög­legt áfengi fyrir þá og að áfengið myndi koma í brús­um.

Nokkrum dögum síðar kom Einar til fundar við Sæv­ar, á rauðum Fíat í eigu föður síns. Með honum þá voru Valdi­mar Olsen og Magnús Leó­polds­son. Þeir spyrja hann hvort hann sé eitt­hvað búinn að und­ir­búa áfeng­is­söl­una af því þeir séu að fara til Kefla­víkur að sækja stóra send­ingu. Þegar þeir eru að nálg­ast Kefla­vík fara hinir að tala um að hitta Geir­finn til að sækja áfengið út á sjó. Svo fara Valdi­mar og Magnús úr bílnum í átt­ina niður að höfn, en Einar og Sævar verða eftir og rúnta um. Þegar Magnús kom aftur í bíl­inn sagði hann Ein­ari að slys hafi orðið og Geir­finnur hafi fallið útbyrðis af báti og drukkn­að. Var það slys ekki rætt meir, en Einar og Magnús sögð­ust ætla að ræða betur við Sævar um áfeng­is­dreif­ing­una. Skömmu eftir þetta hafi Erla farið til Kaup­manna­hafnar og hann sjálfur skömmu síð­ar. Hann hafi ekki þorað fyrir sitt litla líf að segja neinum frá þessu af ótta við hefndir „þeirra félaga“.

Sævar minn­ist ekk­ert á Erlu eða Krist­ján Viðar eða nafn­greinir neina aðra en ofan­greinda í þess­ari Kefla­vík­ur­för. Hann minn­ist ekk­ert á sendi­ferða­bíl­inn og nefnir enga stað­hætti niðri við sjó eða höfn.

Svo mætti vitnið Erla

Þessi fyrsta skráða lög­reglu­skýrsla af Erlu í Geir­finns­mál­inu hefst svo: „Eftir að mættu hefur verið gerð ljós vitna­skylda skýrir hún frá eft­ir­far­andi: Mér er ljóst, að til­efni skýrslu þess­arar er sú, að rann­sókn­ar­lög­reglan telur hugs­an­legt, að ég muni geta veitt ein­hverjar upp­lýs­ingar varð­andi atvik það, er Geir­finnur Ein­ars­son hvarf og síð­ast spurð­ist til í Kefla­vík að kvöldi þess 19. nóv. 1974.“ (Í skýrsl­unni er fyrst vél­rit­að: „Mér hefur verið gert ljóst“ og síðan vél­rituð xxxx yfir þau orð sem ég und­ir­strika og vél­ritað þar fyrir ofan „er“). 

Stutta útgáfan af frá­sögn Erlu er svo: Hún var að kvöldi dags við Klúbb­inn ásamt Sæv­ari þegar þau sett­ust inn í bíl, sem hún hélt að væri leigu­bíll og ók með þau af ókunnum ástæðum til Kefla­vík­ur. Á leið­inni hélt Sævar í hönd henn­ar. Hann tal­aði eitt­hvað við bíl­stjór­ann en hún man ekki um hvað og síðan er haft eftir henni: „en ég fékk það fljót­lega á til­finn­ing­una að það ætti að stytta mér aldur og væri ferða­lagið meðal ann­ars farið í þeim til­gangi. Einnig töl­uðu þeir um, að manni ætti að stytta aldur með því að fara með hann út á sjó undir því yfir­skini, að sækja eitt­hvað.“ Ekk­ert kemur fram um það af hverju Erla hélt að til stæði að drepa hana, en hinn sem átti að stytta aldur hafði verið með stæla og ekki tekið for­töl­u­m. 

Ekið var niður að sjó í Kefla­vík og þá sá Erla að öku­mað­ur­inn var Magnús Leó­polds­son. Erla segir að 7 menn hafi verið í flæð­ar­mál­inu, þar á meðal bæði Einar og Magnús og hafði á til­finn­ing­unni að Krist­ján Viðar væri þar líka og svo þessi sem hafði verið með stæl­ana. Lýsir hún aðstæðum á vett­vangi og að þar hafi bæði verið rauð fólks­bif­reið sem gæti verið bíll föður hennar og svo stór sendi­bif­reið lík VW rúg­brauði. Hún var skilin ein eftir í bílnum og laum­að­ist á brott, faldi sig fyrst í ein­hverju geymslu­hús­næði en húkk­aði sér síðan far morg­un­inn eftir til Reykja­víkur með tveimur bíl­u­m. 

Dag­inn eftir eða þar á eftir var lýst eftir Geir­finni og brátt komst hún að þeirri nið­ur­stöðu að Geir­finnur væri mað­ur­inn sem átti að láta hverfa. Samt þekkti hún hann ekki af myndum í fjöl­miðl­um, en „hann gæti samt sem áður hafa verið einn þeirra“. Hún segir þau Sævar aldrei hafa talað bein­línis um þessa ferð til Kefla­vík­ur. Hálfum mán­uði síðar hafi hún farið til Kaup­manna­hafnar og Sævar 10 dögum á eftir henni. Svo endar hún á: „Ég var hrein­lega orðin svo hrædd, því ég hafði það ein­hvern veg­inn á til­finn­ing­unni, að ein­hver vildi ryðja mér úr vegi. Ekki hafði mér þó verið hótað neinu.

Auglýsing
Erla kemur með allt aðra frá­sögn en Sæv­ar. Strax í þess­ari fyrstu frá­sögn hennar fer hún með Sæv­ari í bíl til Kefla­vík­ur, Magnús var bíl­stjór­inn, en Einar og Krist­ján Viðar sá hún niðri við sjó. Hún nefnir ekki Valdi­mar. Hún sá rauðan fólks­bíl og stóran sendi­ferða­bíl niðri við bryggju. Erla skildi ekk­ert í því af hverju hún var þarna og lýsir því hvernig hún ótt­að­ist það að af ótil­greindum ástæðum hafi staðið til að drepa hana í þess­ari atburða­rás og áfram ótt­að­ist hún hefnd­ar­að­gerðir án þess að hafa fengið neinar hót­an­ir. 

Af lýs­ingum Erlu má ætla að hún hafi verið í mik­illi para­noju um þær mundir sem Geir­finnur hvarf. Svo var hins vegar ekki. Á þeim tíma voru hún og Sævar búin að ræna 950 þús­und krónum af Pósti og síma og lágu spök á melt­unni. Hún fór svo til Dan­merkur eftir að hafa verið sagt að lög­reglan væri komin á slóð henn­ar, sem lög­reglan vissu­lega var. Af hverju var Erla að lýsa því að hún hafi ótt­ast á leið til Kefla­víkur að verða drepin í saka­máli sem var ekki orðið að neinu morð­máli þá? Var það kannski af því hún var í para­noju þegar hún gaf skýrsl­una? 

Þá kom röðin að Krist­jáni Við­ari

Nú er búið að bæta Krist­jáni Við­ari við þá sem eiga að hafa verið á vett­vangi í fjör­unni í Kefla­vík og lög­reglan tekur hann til yfir­heyrslu. Það fyrsta sem eftir honum er bókað er: „Ég tel mig ekki við­rið­inn eða vita um hvarf Geir­finns Ein­ars­sonar“. Hann rámar þó í að hafa farið til Kefla­víkur ein­hvern tíma um það leyti sem Geir­finnur á að hafa horf­ið. Á þeim tíma hafi hann verið mikið í vímu og minni hans frá þeim tíma því mjög óljóst. Hann rámar samt í að hafa ein­hvern tíma að kvöld­lagi farið upp í stóra sendi­ferða­bif­reið með gluggum aftur eftir hlið­um, sem var á bak við Klúbb­inn, en veit ekk­ert af hverju eða hverjir voru með honum þar. Hann heldur að ekið hafi verið til Kefla­vík­ur, en er ekki viss, en það var stoppað nærri sjó. Þarna voru ein­hverjir bát­ar, nokkrir karl­menn og ein kona. Af þeim kann­að­ist hann við Sæv­ar, Einar og Erlu. Hann getur ekk­ert full­yrt um hvort þetta hafi gerst um það leyti sem farið var að lýsa eftir Geir­finni, en telur það hugs­an­legt.

Þótt Krist­ján Viðar seg­ist ekk­ert muna frá þessum tíma af því þá var hann dóp­aður og rugl­að­ur, þá tekst honum samt að rifja eitt og annað upp, jafn­vel ómerki­leg­ustu hluti sem ólík­legt er að neinn muni rúmu ári síðar þótt alls­gáður hafi ver­ið. Þannig man hann eftir litlum báti sem vagg­aði við bryggju eins og hann gæti hafa verið nýkom­inn að eða frá bryggj­unni. Hann man líka að það voru tveir fólks­bílar þarna en ekki lit þeirra. Hann man ekk­ert af hverju hann fór í þessa för eða af hverju hann var þarna og veit ekk­ert um tengsl þess­arar ferðar við Geir­finn.

Breytt og betra minni Sæv­ars

Tveimur dögum síðar er Sævar mættur í nýja skýrslu­töku þar sem skráð er að hann vilji breyta og bæta við fyrri skýrslu. Erla átti nú að hafa verið stödd hjá Ein­ari og hringt í Sævar til að spyrja hvernig gengi að skipu­leggja áfeng­is­söl­una. Þau sóttu hann og í bílnum var líka Magnús og ekki Valdi­mar heldur Krist­ján Viðar og er ekki viss um að þau hafi farið á Fíat­in­um. Þau hafi lagt nærri nokkuð stórri bryggju, lík­lega slipp. Þarna voru á bryggj­unni nokkrir menn og Erla hafi sagt honum að þar á meðal væru bæði Geir­finnur og Valdi­mar, en hann sá þá ekki. Magn­ús, Krist­ján Viðar og Erla fóru öll um borð í bát­inn. Þar til við­bótar fóru þrír menn og sagði Erla honum eft­irá að einn þeirra hefði verið Geir­finn­ur, en Sævar og Einar fara ekki með bátn­um. Þegar þeir Einar koma aftur á bryggj­una var verið að raða ein­hverju góssi inn í sendi­ferða­bíl­inn. Eftir það kom Magnús inn í bíl til þeirra og það var þá sem hann sagði að það hefði orðið slys og Geir­finnur drukkn­að. Erla fór ekki með þeim heim. 

Næst kemur athygl­is­verð frá­sögn: „Mér hefur nú verið ekið til Kefla­víkur og mér þar sýndir þeir tveir stað­ir, sem um gæti verið að ræða, það er sjálf höfnin og svo athafna­svæði Drátt­ar­brautar Kefla­víkur og bryggjan þar nið­ur­af.“ Eftir það telur hann sig þess full­vissan að þessir atburðir hafi átt sér stað við drátt­ar­braut­ina en ekki við sjálfa höfn­ina.

Þetta dugði til að hand­taka þrjá

Þetta eru skráðu gögnin sem byggt var á til að hand­taka þrjá menn, Ein­ar, Magnús og Valdi­mar og úrskurða þá í 30 daga gæslu­varð­hald. Sig­ur­björn var hand­tek­inn síðar og settur líka í gæslu­varð­hald. Þeir sátu allir í ein­angrun í gæslu­varð­haldi til 7. maí. Sævar og Krist­ján Viðar voru þá þegar í gæslu­varð­haldi vegna hvarfs Guð­mundar Ein­ars­son­ar. Erla gekk ennþá laus og rann­sókn­ar­lög­reglu­menn héldu áfram að vera í tals­verðu sam­bandi við hana.

Frá­sagn­irnar allar eru mis­vísandi, svo sem um hverjir voru hvar með hverj­u­m. 

Sævar segir að hlut­verk hans hafi bara verið að selja spíra án neinnar ann­arrar aðkomu að smygl­inu og hann þekkti ekki Geir­finn fyr­ir. Hann segir bæði sig og Einar aldrei hafa farið um borð í bát­inn og því ekki haft neina aðkomu að því er Geir­finnur lést. Hann minn­ist ekki á Erlu fyrr en eftir að hún er búin að gefa skýrslu þar sem hún seg­ist hafa verið með honum í för. Hann kemur ekki niður að sjó og gefur enga lýs­ingu á aðstæðum þar, fyrr en eftir að hafa farið í vett­vangs­ferð með lög­regl­unni um drátt­ar­braut­ina. 

Erla skilur ekk­ert í því af hverju hún sat óvænt í bíl sem fór til Kefla­vík­ur, en verður síðan sann­færð um að þar hafi átt að drepa hana og ein­hvern ókunnan mann líka sem hana grunar eft­irá að gæti verið þessi Geir­finnur sem þá var verið að lýsa eft­ir. Hún nafn­greinir þá sem hún fór með og hluta þeirra sem hún sá til við­bótar við ein­hverja bryggju, en stakk af áður en neinn fór í neina báts­ferð. Hún flýr land af ótta við hefnd­ar­að­gerðir þeirra sem ekki höfðu samt hótað henni.

Krist­ján Viðar telur sig hafa verið útúr­dóp­aðan á þeim tíma sem Geir­finnur hvarf og ekk­ert hafa með hans mál að gera. Hann rámar samt í að hafa farið upp í stóran hvítan sendi­ferða­bíl sem af ein­hverjum ástæðum fór kannski með hann til Kefla­víkur þar sem Sæv­ar, Erla, Einar og ein­hverjir fleiri voru og setti þetta ekk­ert í sam­band við hvarf Geir­finns, þótt þetta gæti mögu­lega hafa gerst á þeim tíma.

Þetta dugði dóms­kerf­inu okkar til að gefa út hand­töku­skip­anir og 30 daga gæslu­varð­halds­úr­skurð­i. 

Svo var Sig­ur­björn sóttur

Öll höfðu Sæv­ar, Erla og Krist­ján Viðar séð ein­hverja fleiri þarna í Kefla­vík en þá sem að ofan hafa verið nafn­greind­ir, svo það átti eftir að fylla upp í þau pláss. Ekki var leitað með það til hinna þriggja sem síð­ast voru hand­tekn­ir, því við þá var ekki talað meir fyrr en rétt áður en 30 daga gæslu­varð­halds­úr­skurð­irnir þeirra fóru að renna út.

Næsta tíma­bil í lög­reglu­skýrslum í Bók XII er á bls 23 – 38 og nær frá því dag­inn eftir að þre­menn­ing­arnir eru hand­teknir og þar til Sig­ur­björn Eiríks­son er hand­tek­inn, dag­ana 27. jan­úar til 11. febr­ú­ar. Þær má flokka í tvennt: Nýjar skýrslur af Sæv­ari, Krist­jáni Við­ari og Erlu og svo skýrslur af fólki sem lög­menn Ein­ars, Magn­úsar og Valdi­mars benda á til að finna þeim fjar­vist­ar­sann­anir og aðrar skýrslur því tengdu. Þessum skýrslum er raðað inn í möpp­una í þeirri tíma­röð sem þær eru skráð­ar, svo fletta þarf fram og til baka í möpp­unni til að finna sam­hengið í hverjum mála­flokki fyrir sig. 

Í skýrsl­unum yfir Sæv­ari, Krist­jáni Við­ari og Erlu er minni þeirra sífellt að batna og breyt­ast líka og hjálpar þar nokkuð til við að finna nöfn á þær auka­per­sónur sem sést höfðu á vett­vangi en voru enn ónafn­greind­ar, að lög­reglan sýnir þeim myndir af alls a.m.k. 16 manns sem gætu hafa verið þarna. Í fyrri skýrslum var búið að minn­ast á að þarna hafi verið ein­hver sem var eldri en þau hin og það var Sig­ur­björn Eiríks­son einmitt. Eftir ljós­mynda­sýn­ingar kemur nafn á Sig­ur­björn og hann fær hlut­verk í atburða­rásinni. Þar með er hægt að hand­taka hann 11. febr­úar og setja hann í 30 daga gæslu­varð­hald.

Skerpt á minn­inu

Nokkru eftir mið­nætti aðfaranætur 27. jan­úar er Sævar mættur í þriðju skýrslu­tök­una í Geir­finns­mál­inu. Enn batnar minni hans. Nú hafði hann farið í báts­ferð­ina með Magn­úsi og Krist­jáni Við­ari og þremur öðrum, eldri manni c.a. 50-60 ára, öðrum líka eitt­hvað eldri en þeir flestir og það var víst Sig­ur­björn Eiríks­son og svo ein­hver yngri sem var kannski Jón Ragn­ars­son. Þar til við­bótar fór svo Geir­finnur um borð. Eftir urðu í landi þau Valdi­mar og Erla. Í sjó­ferð­inni kom til átaka og gægð­ist Sævar upp um lúk­ar­inn og sá Krist­ján slá Geir­finn og einnig þá Sig­ur­björn og Magnús leggja til hans. Við það varð Geir­finnur óstöð­ugur á fót­unum og datt útbyrð­is. Þeir náðu honum upp en hann var þá lík­lega lát­inn. Eftir það héldu menn áfram á spíra­veiðum og drógu nokkra spíra­brúsa um borð og ein­hverjar áfeng­is­flöskur líka. Þegar komið var að bryggju var áfengið sett í bíl­ana en Geir­finnur lá hreyf­ingarlaus á dekki og veit Sævar ekki um hann meir. Sævar fór heim til mömmu sinn­ar, en hann veit ekki hvert hinir bíl­arnir fóru, en skild­ist að sendi­ferða­bíll­inn ætti að fara í Klúbb­inn.

Eftir hádegi er Krist­ján Viðar yfir­heyrður aftur og er líka orð­inn minnugri. Hann fór í báts­ferð­ina og man að þar voru líka Sæv­ar, Magn­ús, Sig­ur­björn, Einar og a.m.k. einn enn sem hann þekkti ekki. Svo er bætt við: „Mér hefur hér verið sýnd ljós­mynd af manni, sem mér er sagt að hafi heitið Geir­finnur Ein­ars­son og ég tel mig vissan um, að hún er af þessum manni, sem ég ekki þekkti.“ Erla og Valdi­mar og lík­lega Jón Ragn­ars­son urðu eftir í landi. Í báts­ferð­inni kom til átaka milli Geir­finns ann­ars vegar og þeirra Ein­ars, Sig­ur­bjarnar og Magn­úsar hins veg­ar, þar sem Einar sló Geir­finn í höf­uðið og Sig­ur­björn tók hann háls­taki og eftir lá Geir­finnur á þil­far­inu. Hann telur að við bryggj­una hafi verið rauður fólks­bíll sem Einar ók og sendi­ferða­bíll sem Valdi­mar ók. Förin hafi lík­lega endað við Klúbb­inn.

Auglýsing
Þann 3/2 1976 var röðin komin að bættu minni Erlu. Ferðin end­aði við bryggju í Kefla­vík. Svo segir hún: „Ég hef þegar farið í fylgd rann­sókn­ar­lög­regl­unn­ar, til Kefla­víkur og skoðað þar stað­hætti og hef ég þar end­ur­þekkt stað þann, sem ég sá menn­ina og vél­bát­inn við bryggju.“ Hún man ekki eftir að hafa farið í sjó­ferð­ina. Svo telur hún upp þá sem þarna voru: Magn­ús, Sæv­ar, Krist­ján Við­ar, Einar og Valdi­mar. Við bætir hún: „Mér hafa nú verið sýndar ljós­myndir af nokkrum karl­mönnum hér hjá rann­sókn­ar­lög­regl­unni og þekki ég þar m.a. eina mynd af karl­manni, sem ég er viss um að hafa verið þarna á bryggj­unni. Er mér tjáð að það sé mynd af Geir­finni Ein­ars­syni.“ Þá man hún eftir að þarna hafi verið maður sem var eldri en hin­ir. Mynda­sýn­ing­arnar halda áfram: „Ég hef séð hér mynd af manni hjá rann­sókn­ar­lög­regl­unni, sem mér er tjáð að sé af Sig­ur­birni Eiríks­syni veit­inga­manni og sýn­ist mér þar geta verið um sama mann að ræða, en vil ekki full­yrða um það að svo stöddu.“ Fleiri myndir fríska upp á minn­ið: „Þá vil ég geta þess að ég hef hér þekkt ljós­mynd af Ásgeiri Hann­esi Eiríks­syni og minnir endi­lega að hann hafi verið þarna við­stadd­ur.“ 

Þarna er Sig­ur­björn kom­inn í sigti rann­sókn­ar­lög­regl­unn­ar, en bíða þurfti eftir að hann kæmi heim frá útlönd­um.

Þann 10. feb. 1976 er komið að Sæv­ari að skoða myndir hjá lög­regl­unni. Um það seg­ir: „Mætta hafa hér verið sýndar ljós­myndir af 16 mönn­um, sem rann­sókn­ar­lög­reglan telur hugs­an­legt, að verið hafi við Drátt­ar­braut Kefla­víkur og/eða báts­ferð þaðan að kvöldi 19. nóv. 1974.“ Þar bendir Sævar á myndir af Ein­ari, Valdi­mar og Sig­ur­birni.

Strax á eftir sýnir lög­reglan Krist­jáni Við­ari líka ljós­myndir af 16 mönn­um. Af þeim bendir Krist­ján Viðar á Valdi­mar, Ein­ar, Sig­ur­björn og Ásgeir Hannes í sam­bandi við Kefla­vík­ur­för­ina og líka Geir­finn. Þar til við­bótar þekkti hann myndir af Berg­þóri Berg­þórs­syni, Jósa­fat Arn­gríms­syni, Magn­úsi Leó­polds­syni og Guð­mundi Ágústs­syni.

Þar á eftir eru Erlu sýndar 16 manna­mynd­ir. Varð­andi Kefla­vík­ur­för­ina þekkir hún myndir af Magn­úsi, Ein­ari, Sig­ur­birni og Geir­finni. Þar til við­bótar þekkir hún á myndum þá Ásgeir Hann­es, Valdi­mar, Guð­mund Ágústs­son og mann sem henni er sagt að heiti Jósa­fat Arn­gríms­son. Hún þekkir hins vegar ekki Jón Ragn­ars­son á mynd og segir mynd­ina ekki nógu líka honum en hún þekki hann sjálfan í sjón.

Dag­inn eft­ir, þann 11. febr­ú­ar, hand­tekur lög­reglan Sig­ur­björn Eiríks­son. Hann neitar öllum sak­ar­giftum og atburða­lýs­ing­um. Svo er hann settur í gæslu­varð­hald.

Allar þessar skýrslur taka rann­sókn­ar­lög­reglu­menn­irnir Egg­ert N. Bjarna­son og Sig­ur­björn Víðir Egg­erts­son. 

Á bls 39 – 63, sem ná yfir 11. - 16. febr­úar eru vitna­leiðslur varð­andi mögu­legar fjar­vist­ar­sann­anir eða aðkomu þeirra Sig­ur­björns, Magn­ús­ar, Ein­ars og Valdi­mars og leit á jörðum í eigu Sig­ur­björns. Einnig skýst þar inn skýrsla sem Njörður Snæ­hólm tekur 12. febr­ú­ar, af eig­in­konu Geir­finns þar sem hún í fyrsta sinn stað­festir fyrri skýrslu sína hjá lög­regl­unni í Kefla­vík og er síðan spurð hvort hún þekki eitt­hvað til hinna grun­uðu og þekkir ekk­ert til þeirra. Svo tekur Njörður skýrslu af G.B. sem ég fjalla um næst á eftir í sam­hengi við G.A. mál­ið. Það rað­ast nefni­lega nokkrar aðrar vitna­skýrslur inn á eftir skýrsl­unni af G.B. þar til G.A. mál­inu frá því í októ­ber er skellt inn í möpp­una og tekin ný skýrsla af G.A. í fram­haldi af því.

Eft­ir­hreytur G.A. máls­ins dúkka upp

Dag­inn eftir hand­töku Sig­ur­björns tekur Njörður Snæ­hólm skýrslu af G.B, f.v. sam­býl­is­konu og barns­móður Sig­ur­bjarn­ar, á bls 53 - 58. Hún lýsir sam­búð þeirra, barn­eignum og drykkju­skap og segir einnig að allan sinn tíma hafi hún aldrei séð annað áfengi í veit­inga­rekstri Sig­ur­bjarnar en frá áfeng­is­verslun rík­is­ins. Seinna hafi hún gifst R.A.M. en það staðið stutt. Síð­ast­liðið sumar hafi hún kynnst G.A. og þau ruglað saman reitum sínum og drykkju­túr­um. Höfðu G.A. og kona hans skilið vegna þessa. 

Um konu G.A. segir G.B.: „Konan er marg­búin að hringja í mig vegna Guð­mund­ar. Svo hefur hún hringt þrisvar­sinnum og sagt að ég yrði bráðum tekin út af Geir­finns­mál­inu. Einusinni nefndi hún Guð­mund í sam­bandi við Geir­finns­málið og svo mig. Þetta var núna eftir ára­mót­in. Ég spurði kon­una hvers­vegna hún kærði þetta ekki, hvort hún gerði sér ekki grein fyrir að það væri ein milljón í boði. Hún sagð­ist þá vera búin að því.

Hún segir G.A. aldrei hafa talað um aðkomu sína að Geir­finns­mál­inu fyrr en s.l. haust eftir að hann var yfir­heyrður af lög­reglu. Eftir að Sig­ur­björn hafi verið hand­tek­inn hafi hún gengið á hann í gær­kvöldi og hann svarið og sárt við lagt að hann vissi ekk­ert um ekk­ert um þetta mál.

(Þessi „ein milljón í boði“ vísar til þess að eig­in­kona Geir­finns hét fyrst hálfri og síðar heilli milljón þeim sem gæti gefið upp­lýs­ingar sem leiddu til þess að upp­lýsa hvarf Geir­finns).

Fyrsta sagan um aðkomu Klúbb­manna

Á bls 64 – 86 rað­ast inn skýrslur sem teknar eru 22. og 23. októ­ber 1975, af börnum G.A., tengda­syni hans og eig­in­konu sem hann er nýskil­inn við, einnig af G.A. sjálfum og af vinnu­fé­laga hans. 

Fjöl­skyldu G.A. er illa brugðið þegar hann segir þeim frá því að hann sé við­rið­inn hvarf Geir­finns Ein­ars­sonar og lýsir bæði aðdrag­anda og því er Geir­finnur hvarf. Hvetja þau hann til að gefa sig fram við lög­regl­una og segja frá. Þau fara svo sjálf til lög­reglu þegar G.A. guggnar á því og heldur áfram á fyll­er­íi. G.A. er hand­tek­inn og settur inn í Síðu­múlafang­elsi til að láta renna af hon­um, eftir stutta skýrslu­töku þar sem hann segir sögur sínar hafa verið hreinan upp­spuna. Dag­inn eftir er tekin af honum löng skýrsla, sem er í sam­ræmi við það sem búið var að hafa eftir hinum um að hann hafi sagt þeim frá.

Sagan er í stuttu máli svona:

G.A. og Sig­ur­björn í Klúbbnum þekkt­ust frá því þeir höfðu legið sam­tímis á Far­sótt­ar­spít­al­anum fyrir nokkrum árum og þar fékk Sig­ur­björn að vita það að G.A. væri vél­stjóri. Seinna hafi Sig­ur­björn leitað til hans um að stýra vél á báti sem átti að sækja smygl­varn­ing í sjó­inn við Kefla­vík. G.A. hafi reddað bátnum með því að taka hann trausta­taki frá frænda sínum í Kefla­vík. Þeir hafi farið eina ferð og Geir­finnur kafað eftir varn­ingum og allt gengið vel. Seinna hafi þeir farið aðra ferð og í það skiptið að sækja stóra send­ingu sem hafi komið með Goða­fossi. Þegar þeir komu til Kefla­víkur hafi þeir verið seinir fyrir og Magnús Leó­polds­son farið inn í Hafn­ar­búð­ina til að hringa í Geir­finn. G.A. hafi tekið sama bát og áður. Sig­ur­björn hafi verið þarna við annan mann. Í báts­ferð­inni hafi það gerst að Geir­finnur féll útbyrðis og fannst ekki meir. Smygl­inu hafi verið landað við gömlu bryggjuna við gamla slipp­inn. G.A. fór á hvítum Transit sendi­ferða­bíl frá vinnu­stað sínum og var góssið flutt í honum og einnig í Range Rover sem Sig­ur­björn eða Magnús hafi verið með. Hafði G.A. fengið greitt fyrir þetta með ávísun frá Klúbbnum und­ir­rit­aðri af Magn­úsi Leó­polds­syni.

Auglýsing
Þessa sögu sína um Geir­finn og smygl og greiðslu frá Klúbbn­um, stað­festir G.A. að hafa sagt, en hana alla verið hel­beran upp­spuna sagðan til að gera sig breiðan þegar hann var drukk­inn. 

Lög­regla aflar upp­lýs­inga úr hafn­sögu­manna­bók Kefla­víkur um ferðir fossa Eim­skipa­fé­lags­ins í nóv­em­ber og byrjun des­em­ber og þar er Goða­foss ein­göngu skráður 3. - 4. des­em­ber. Vinnu­fé­lagi G.A. sagði það af og frá að G.A. hefði getað skot­ist frá af vakt til að sinna slíkum erindum og vera svo lengi fjar­ver­andi.

Í frá­sögnum kemur líka fram að G.A. hafi fyrir nokkru tekið upp sam­band við kon­una G.B. sem sé f.v. sam­býl­is­kona og barns­móðir Sig­ur­björns, þau slitið sam­vistum og hún gifst R.A.M. og bendlar G.A. hann líka við að standa að baki þessu bixi. Þá kemur Jón Ragn­ars­son við sögu þar sem þau G.A og G.B. hafi þjórað ótæpi­lega á veit­inga­stöðum hans.

Víkur svo sög­unni fram til 17. febr­úar 1976 að G.A. er kall­aður aftur til skýrslu­töku og er sú skýrsla á bls 87, tekin af E.N. Bjarna­son lög­regl­um. G.A. stað­festir að fyrri skýrslur séu réttar og að hann hafi lík­lega reiðst G.B. og því reynt að ná sér niðri á henni og hennar fyrr­ver­andi. Hann hafi ekki verið í neinum sam­skiptum við Sig­ur­björn und­an­farin ár, annað en að heilsa honum úti á götu. Svo endar skýrslan yfir honum svona: „Það, sem kunni að hafa verið haft eftir mætta varð­andi ein­hverjar stað­setn­ingar við höfn­ina í Kefla­vík, þá segir mætti þær vera algjör­lega út í blá­inn, hafi hann þá yfir­leitt nokkurn tím­ann talað um þær við einn eða neinn.“ 

Sam­an­burður á frá­sögnum

Í sögu G.A. fær Sig­ur­björn hann til að sækja smygl, af því þá vant­aði vél­stjóra og Magnús er með í aðgerð­unum og svo ein­hver sem hann gefur engin frek­ari deili á. Magnús fer inn í Hafn­ar­búð­ina til að hringja í Geir­finn. Þeir fara út á báti, sem G.A. sagði frænda hans hafa átt, en er í raun ekki viss um að hann hafi nokk­urn­tíma átt bát. Smygl er sótt út á sjó skammt frá Kefla­vík. Í fyrra skipti er sótt lítið magn, en mikið í seinni ferð. Geir­finnur sækir góssið í sjó­inn. Þá verður það slys að Geir­finnur fellur útbyrðis af bátnum og finnst ekki aft­ur. Not­ast er við gamla bryggju nærri gamla slippn­um, sem vísar til Drátt­ar­braut­ar­inn­ar. Síðar efast G.A. um að hafa gefið neina lýs­ingu á stað­hátt­um. Farið er á hvítum sendi­ferða­bíl til Kefla­víkur og varn­ingur fluttur með honum til Reykja­vík­ur, en ekki kemur fram hvert. Þrír menn eru nafn­greind­ir, Geir­finnur og Klúbb­menn­irnir Sig­ur­björn og Magn­ús.

Saga hinna:

Leitað er til Sæv­ars um að selja smyglað áfengi. Magnús og Einar koma strax við sögu, en Valdi­mar og Sig­ur­björn síð­ar. Fyrst hitt­ast menn til að und­ir­búa plott­ið. Síðar er farið að sækja stóra send­ingu. Stór hvítur sendi­ferða­bíll kemur við sögu og við bæt­ist að hann sé með glugga­röð á hlið. Rauður Fíat er einnig ýmist í för­inni eða á bryggju­svæð­inu. Farið er út á báti, en aldrei fæst lýs­ing á bátn­um. Stað­háttum við Drátt­ar­braut­ina er lýst eftir að lög­regla er búin að fara með hina grun­uðu í vett­vangs­ferð. Geir­finnur bíður bana af slys­förum er hann fellur útbyrðis af bátn­um, en í síð­ari lýs­ingum bæt­ast við átök við hann. Nafn­greindir eru Geir­finn­ur, Magn­ús, Ein­ar, Sig­ur­björn og Valdi­mar og við bæt­ast síðar fleiri einkum eftir mynda­sýn­ingar lög­regl­unn­ar. Sæv­ar, Erla og Krist­ján Viðar eru þátt­tak­endur í mál­inu.

Vont bara fyrst og svo versnar það meira

Hér var bara verið að rekja þau gögn sem End­ur­upp­töku­dóm­ur­inn telur að af verði ekki ráðið að rann­sak­endur hafi notað frá­sögn G.A. með nokkrum hætti til að ýta undir atvika­lýs­ingar í sögum ljúg­vitn­anna.

Ég ætla að taka næst fyrir Klúbb­mál­ið. Þar mun ég reka aðdrag­anda þess að Klúbb­menn voru í ónáð áður en Geir­finnur hvarf, hvernig Kefla­vík­ur­rann­sóknin dró Klúbb­menn inn í málið um hvarf Geir­finns og sitt­hvað um vinnu­brögð lög­reglu. Ég mun vitna í skráðar heim­ild­ir.

Svo verður fram­hald.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar