Hvernig eyðileggja skal samfélag

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir efnahagsmálin vera í ólestri hjá ríkisstjórninni og að stefna hennar felist í að auka álögur á láglauna- og millitekjuhópa en hlífa hálaunafólki.

Auglýsing

Efna­hags­málin eru í ólestri hjá rík­is­stjórn­inni og stefna hennar ein­kenn­ist af úrræða­leysi. Rúm­lega 38 þús­und heim­ili eiga erfitt með að ná endum saman og 52 pró­sent af þeim hópi eru ein­stæðir for­eldr­ar. Það blasir við að sá hópur sem nær ekki endum saman fer vax­andi þar sem kaup­mátt­arrýrnun er 4 pró­sent á þessu ári á meðan verð­bólgan mæld­ist 9,3 pró­sent á árs­grund­velli nú í sept­em­ber. Það er aug­ljóst hver stefna rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttir er. Hún felst í að auka álögur á lág­launa- og milli­tekju­hópana í sam­fé­lag­inu og láta þá bera byrð­arnar en hlífa hálauna­fólki, sem greiðir hlut­falls­lega lægri skatta vegna fjár­magnstekna. Þá boðar rík­is­stjórnin enn meiri hækk­anir á opin­berum gjöldum í fjár­laga­frum­varp­inu fyrir árið 2023, sem leiðir til þess að vísi­tala neyslu­verðs hækkar enn frek­ar. Þessa keðju­verkun hækk­andi fram­færslu­kostn­aðar skulu lág­launa- og milli­tekju­hóp­arnir greiða fyr­ir. Þetta er dauð­ans alvara fyrir almenn­ing.

Þeim ríku hlíft við að bera byrð­arnar

Þá stendur rík­is­stjórnin fyrir enn frek­ari aðhalds­að­gerðum í fjár­laga­frum­varp­inu með því að skerða styrkja­kerfin okk­ar; hús­næð­is­bæt­ur, vaxta­bætur og barna­bæt­ur. Það sér hver Íslend­ingur að rík­is­stjórnin lætur almenn­ing blæða fyrir óreiðu í rík­is­fjár­málum á meðan hálauna­fólk og þeir rík­ustu á meðal okk­ar, efsta lagið í sam­fé­lag­inu, greiða hlut­falls­lega minna í skatta af tekjum sín­um.

Auglýsing
Þessi póli­tík kap­ít­al­ism­ans sem ríkir á stjórn­ar­heim­il­inu er and­fé­lags­leg. Þetta er póli­tík sér­hags­muna þeirra efna­meiri sem skemmir sam­fé­lagið og hafnar vel­sæld fyrir alla lands­menn. Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur velur að nýta ekki þá tekju­stofna sem blasa við til að skapa betra sam­fé­lag. Hún velur að styrkja ekki inn­við­ina og almanna­þjón­ust­una með því að nýta sjálf­sagða tekju­mögu­leika rík­is­ins innan fjár­lag­anna. Tekju­mögu­leika eins og hátekju­skatt, banka­skatt, hval­reka­skatt og hækkun fjár­magnstekju­skatts – svo ekki sé talað um sann­gjarn­ari skatt­lagn­ingu fyrir afnot af sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­inn­ar. Rík­is­stjórnin er aug­ljós­lega and­fé­lags­leg í eðli sínu og almennt launa­fólk skal greiða fyrir þeirra hag­stjórn­ar­mis­tök og nið­ur­rif grunn­þjón­ust­unn­ar. Fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar er upp­skrift að hvernig eyði­leggja skal sam­fé­lag.

Heil­brigð­is­kerfið fjársvelt

Heil­brigð­is­kerfið hefur verið undir miklu álagi eins og alþjóð veit und­an­farin ár og erfitt er að manna ýmsar fag­stéttir innan þess. Gríð­ar­legt langvar­andi álag ríkir í heil­brigð­is­kerf­inu og í nýlegri könnun kemur fram að 70 pró­sent hjúkr­un­ar­fræð­inga hafa íhugað af alvöru að hætta störfum á síð­ustu tveimur árum. Við bæt­ist mik­ill mönn­un­ar­vandi sem þegar er uppi í heil­brigð­is­kerf­inu og hefur alvar­leg áhrif á starf­semi heil­brigð­is­stofn­ana. Lausn rík­is­stjórn­ar­innar er að fjársvelta stofn­anir heil­brigð­is­kerf­is­ins og einka­væða þær eins nýleg dæmi sýna, meðal ann­ars í áætlun um að einka­væða þjón­ust­una að Víf­ils­stöð­um. Þessi stefna rík­is­stjórn­ar­innar í heil­brigð­is­málum gengur þvert á stjórn­ar­sátt­mála henn­ar. Fram kemur í umsögn BSRB um fjár­laga­frum­varpið að fjár­fram­lög rík­is­ins til heil­brigð­is­mála á verð­lagi hvers árs frá árinu 2021, miðað við íbúa­fjölda, hafa dreg­ist saman um 176 þús­und á hvern íbúa lands­ins miðað við fjár­fram­lög til árs­ins 2023. Á meðan eykst þrýst­ing­ur­inn á heil­brigð­is­kerf­ið, m.a. vegna öldr­unar þjóð­ar­inn­ar. Sú spurn­ing er áleitin hvort þessi veg­ferð sé hugsuð á stjórn­ar­heim­il­inu til að veikja heil­brigð­is­kerfið af ráðnum hug.

Bóta­kerfin fjársvelt

Barna­bóta­kerfið gagn­ast fyrst og fremst tekju­lægstu fjöl­skyld­un­um. Rík­is­stjórnin stendur fyrir því að ungar barna­fjöl­skyldur og ein­stæðir for­eldrar ná vart endum saman vegna þess að þær eru tekju­tengdar og skerð­ast hjá sam­búð­ar­fólki við sam­eig­in­legar mán­að­ar­tekjur umfram 760.000 kr. á mán­uði og hjá ein­stæðum for­eldrum með 380.000 kr. á mán­uði. Lág­marks­laun eru 368.000 kr. á mán­uði og því skerð­ast barna­bætur hjá nærri öllu launa­fólki. Það sjá allir að hjá rík­is­stjórn­ina skortir skiln­ing og umhyggju fyrir lág­launa­fólki og ungum barna­fjöl­skyldum sem ekki ná endum sam­an. Því er nauð­syn­legt að rík­is­stjórnin styrki barna­bóta­kerfið með því að breyta því á þann veg að barna­bætur byrji ekki að skerð­ast fyrr en með­al­tekjum er náð.

Útgjalda­kafli fjár­laga­frum­varps­ins end­ur­ómar áherslu á aðhald og nið­ur­skurð. Þar birt­ist með skýrum hætti sú stefna að jafn­vægi í rík­is­fjár­málum eigi að ná með skertri opin­berri þjón­ustu en ekki auk­inni tekju­öflun þar sem sann­ar­lega er svig­rúm til stað­ar. Því vaknar sú spurn­ing hvort rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur sé ekki umhugað að styrkja sam­fé­lagið okkar og kjósi fremur að rækta garða nýfrjáls­hyggj­unnar með hags­muni hinna efna­meiri að leið­ar­ljósi.

Höf­undur er for­maður Sam­eykis stétt­ar­fé­lags í almanna­þjón­ustu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar