Eigið líf

Varaformaður og framkvæmdastjóri Geðhjálpar segja að íslenskt samfélag þurfi að hverfa af braut raskana og taka upp nýja hugmyndafræði. Sú gamla og hefðbundna hafi beðið skipbrot.

geðhjálparfólk.jpeg
Auglýsing

Á síð­asta ári tóku 47 manns á Íslandi eigið líf. Áætla má að sú van­líðan og þján­ing sem leiddi til sjálfs­víg­anna hafi verið mik­il, auk þess harms sem atburð­ur­inn sjálfur olli aðstand­endum og sam­fé­lagi þeirra.  Fá minn­is­blöð hafa verið skrif­uð, engir mark­vissir fundir verið haldnir þrátt fyrir þann mikla sárs­auka og kostnað sem sjálfs­víg hafa í för með sér fyrir sam­fé­lag­ið. Hið opin­bera telur eflaust  að betra sé að ræða ekki málin um of af ótta við að tíðni sjálfs­víga auk­ist með auk­inni umræðu. Með þessu er mála­flokk­ur­inn sveip­aður ákveð­inni hulu og skömm sem löngum hefur fylgt sjálfs­víg­um. Sjálfs­vígin eru hins vegar stað­reynd og það er líka stað­reynd að þeim fjölg­aði úr 39 árið 2019 í 47 árið 2020 eða um 20,5%. Sjálfs­vígum kvenna fjölg­aði úr 7 í 15 eða um 114%.

Geð­heil­brigð­is­mál munu að öllum lík­indum verða enn meira í deigl­unni eftir því sem athyglin á Covid minnk­ar. Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin gaf út strax í upp­hafi far­ald­urs­ins að eft­ir­köst hans yrðu ekki síst tengd geð­heilsu fólks. Ein­angr­un, atvinnu­miss­ir, fjár­hags­legt óör­yggi, ótti við veiruna o.fl. er eitt­hvað sem flestir upp­lifðu með einum eða öðrum hætti á sl. 18 mán­uði. Afleið­ing­arnar koma ekki endi­lega í ljós alveg strax og því þurfum við sem sam­fé­lag að und­ir­búa okkur þannig að við getum leyst þung og erfið verk­efni tengdum geð­heilsu þjóð­ar­innar á næstu miss­er­um.

Sam­fé­lag okkar stendur frammi fyrir áskor­un. Ljóst er að fé til almanna­þjón­ustu ríkis og sveit­ar­fé­laga verður af skornum skammti næstu miss­erin en allar líkur eru á að þörfin fyrir þjón­ust­una auk­ist. Nú er mik­il­vægt að huga bæði að sókn og vörn. Sókn í þeirri merk­ingu að vinna með orsaka­þætti og vörn í þeirri merk­ingu að bæta við­bragðs­kerfi okk­ar. Við verðum því að for­gangs­raða og horfa með gagn­rýnum augum á það hvernig okkur hefur tek­ist sl. ár og ára­tugi og vera til­búin að skoða nýjar hug­mynd­ir.

Auglýsing
Síðustu ár og ára­tugi hefur hug­mynda­fræðin snú­ist um að gefa rösk­unum frá heild­inni meira vægi en heil­brigði og for­varn­ir. Áherslan hefur verið á að greina fólk og rask­anir þess og draga síðan úr þeim afleið­ingum sem rösk­unin hefur í för með sér. Út frá þess­ari hug­mynd og þeim gríð­ar­legu fjár­munum sem liggja í rösk­unum hafa kerfi okkar þró­ast. Með­ferð vegna rask­ana hefur í lang­mestum mæli snú­ist um lyf og hefur geð­lyfja­notkun þannig auk­ist um 200% á sl. 30 árum. Við höfum sett gríð­ar­lega fjár­muni í verk­efnið en nið­ur­staðan er sú að auk þess sem lyfja­notkun hefur auk­ist jafn mikið og raun ber vitni þá hefur öryrkjum vegna geð­rænna áskor­anna fjölgað um 249% á sama tíma. Hvernig stendur á því? Umræða um þessa þróun – hvort sem við breytum eða ekki – er því afar brýn.

Alla töl­fræði, s.s. lýð­heilsu­vísa þarf að end­ur­skoða og stór­auka áherslu á geð­heilsu. Tölur um sjálfs­víg eru ákveð­inn mæli­kvarði en við þurfum að ná að meta geð­heilsu með mun betri hætti en nú er gert. Með því að taka upp geð­ráð þar sem saman kæmu helstu hags­muna­að­il­ar, auk þess sem öll gögn og töl­fræði væru fyrir hendi, mætti útbúa eins­konar mæla­borð geð­heilsu. Það myndi ein­falda og auð­velda stjórn­völdum ákvarð­ana­töku og leiðir á hverjum tíma.

Covid gæti verið tæki­færi fyrir okkur sem sam­fé­lag að hverfa af braut rask­ana og taka upp nýja hug­mynda­fræði sem byggir meira á heil­brigði og for­vörn­um. Það er ljóst að gamla hefð­bundna leiðin hefur beðið ákveðið skip­brot. Miðað við það umfang sem gera má ráð fyrir að geð­heil­brigð­is­mál munu verða á næstu árum í kjöl­far far­ald­urs­ins er ljóst að við höfum hrein­lega ekki efni á því sem sam­fé­lag að nota sömu hug­mynda­fræð­ina. Horfum því til orsaka­þátta fremur en afleið­inga og snúum við­brögðum kerf­is­ins sem í dag spyr hvað hrjáir þig og spyrjum frekar: 

hvað kom fyrir þig?

Höf­undar eru vara­for­maður og fram­kvæmda­stjóri Geð­hjálp­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar