Eigið líf

Varaformaður og framkvæmdastjóri Geðhjálpar segja að íslenskt samfélag þurfi að hverfa af braut raskana og taka upp nýja hugmyndafræði. Sú gamla og hefðbundna hafi beðið skipbrot.

geðhjálparfólk.jpeg
Auglýsing

Á síð­asta ári tóku 47 manns á Íslandi eigið líf. Áætla má að sú van­líðan og þján­ing sem leiddi til sjálfs­víg­anna hafi verið mik­il, auk þess harms sem atburð­ur­inn sjálfur olli aðstand­endum og sam­fé­lagi þeirra.  Fá minn­is­blöð hafa verið skrif­uð, engir mark­vissir fundir verið haldnir þrátt fyrir þann mikla sárs­auka og kostnað sem sjálfs­víg hafa í för með sér fyrir sam­fé­lag­ið. Hið opin­bera telur eflaust  að betra sé að ræða ekki málin um of af ótta við að tíðni sjálfs­víga auk­ist með auk­inni umræðu. Með þessu er mála­flokk­ur­inn sveip­aður ákveð­inni hulu og skömm sem löngum hefur fylgt sjálfs­víg­um. Sjálfs­vígin eru hins vegar stað­reynd og það er líka stað­reynd að þeim fjölg­aði úr 39 árið 2019 í 47 árið 2020 eða um 20,5%. Sjálfs­vígum kvenna fjölg­aði úr 7 í 15 eða um 114%.

Geð­heil­brigð­is­mál munu að öllum lík­indum verða enn meira í deigl­unni eftir því sem athyglin á Covid minnk­ar. Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin gaf út strax í upp­hafi far­ald­urs­ins að eft­ir­köst hans yrðu ekki síst tengd geð­heilsu fólks. Ein­angr­un, atvinnu­miss­ir, fjár­hags­legt óör­yggi, ótti við veiruna o.fl. er eitt­hvað sem flestir upp­lifðu með einum eða öðrum hætti á sl. 18 mán­uði. Afleið­ing­arnar koma ekki endi­lega í ljós alveg strax og því þurfum við sem sam­fé­lag að und­ir­búa okkur þannig að við getum leyst þung og erfið verk­efni tengdum geð­heilsu þjóð­ar­innar á næstu miss­er­um.

Sam­fé­lag okkar stendur frammi fyrir áskor­un. Ljóst er að fé til almanna­þjón­ustu ríkis og sveit­ar­fé­laga verður af skornum skammti næstu miss­erin en allar líkur eru á að þörfin fyrir þjón­ust­una auk­ist. Nú er mik­il­vægt að huga bæði að sókn og vörn. Sókn í þeirri merk­ingu að vinna með orsaka­þætti og vörn í þeirri merk­ingu að bæta við­bragðs­kerfi okk­ar. Við verðum því að for­gangs­raða og horfa með gagn­rýnum augum á það hvernig okkur hefur tek­ist sl. ár og ára­tugi og vera til­búin að skoða nýjar hug­mynd­ir.

Auglýsing
Síðustu ár og ára­tugi hefur hug­mynda­fræðin snú­ist um að gefa rösk­unum frá heild­inni meira vægi en heil­brigði og for­varn­ir. Áherslan hefur verið á að greina fólk og rask­anir þess og draga síðan úr þeim afleið­ingum sem rösk­unin hefur í för með sér. Út frá þess­ari hug­mynd og þeim gríð­ar­legu fjár­munum sem liggja í rösk­unum hafa kerfi okkar þró­ast. Með­ferð vegna rask­ana hefur í lang­mestum mæli snú­ist um lyf og hefur geð­lyfja­notkun þannig auk­ist um 200% á sl. 30 árum. Við höfum sett gríð­ar­lega fjár­muni í verk­efnið en nið­ur­staðan er sú að auk þess sem lyfja­notkun hefur auk­ist jafn mikið og raun ber vitni þá hefur öryrkjum vegna geð­rænna áskor­anna fjölgað um 249% á sama tíma. Hvernig stendur á því? Umræða um þessa þróun – hvort sem við breytum eða ekki – er því afar brýn.

Alla töl­fræði, s.s. lýð­heilsu­vísa þarf að end­ur­skoða og stór­auka áherslu á geð­heilsu. Tölur um sjálfs­víg eru ákveð­inn mæli­kvarði en við þurfum að ná að meta geð­heilsu með mun betri hætti en nú er gert. Með því að taka upp geð­ráð þar sem saman kæmu helstu hags­muna­að­il­ar, auk þess sem öll gögn og töl­fræði væru fyrir hendi, mætti útbúa eins­konar mæla­borð geð­heilsu. Það myndi ein­falda og auð­velda stjórn­völdum ákvarð­ana­töku og leiðir á hverjum tíma.

Covid gæti verið tæki­færi fyrir okkur sem sam­fé­lag að hverfa af braut rask­ana og taka upp nýja hug­mynda­fræði sem byggir meira á heil­brigði og for­vörn­um. Það er ljóst að gamla hefð­bundna leiðin hefur beðið ákveðið skip­brot. Miðað við það umfang sem gera má ráð fyrir að geð­heil­brigð­is­mál munu verða á næstu árum í kjöl­far far­ald­urs­ins er ljóst að við höfum hrein­lega ekki efni á því sem sam­fé­lag að nota sömu hug­mynda­fræð­ina. Horfum því til orsaka­þátta fremur en afleið­inga og snúum við­brögðum kerf­is­ins sem í dag spyr hvað hrjáir þig og spyrjum frekar: 

hvað kom fyrir þig?

Höf­undar eru vara­for­maður og fram­kvæmda­stjóri Geð­hjálp­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar