Eigið líf

Varaformaður og framkvæmdastjóri Geðhjálpar segja að íslenskt samfélag þurfi að hverfa af braut raskana og taka upp nýja hugmyndafræði. Sú gamla og hefðbundna hafi beðið skipbrot.

geðhjálparfólk.jpeg
Auglýsing

Á síð­asta ári tóku 47 manns á Íslandi eigið líf. Áætla má að sú van­líðan og þján­ing sem leiddi til sjálfs­víg­anna hafi verið mik­il, auk þess harms sem atburð­ur­inn sjálfur olli aðstand­endum og sam­fé­lagi þeirra.  Fá minn­is­blöð hafa verið skrif­uð, engir mark­vissir fundir verið haldnir þrátt fyrir þann mikla sárs­auka og kostnað sem sjálfs­víg hafa í för með sér fyrir sam­fé­lag­ið. Hið opin­bera telur eflaust  að betra sé að ræða ekki málin um of af ótta við að tíðni sjálfs­víga auk­ist með auk­inni umræðu. Með þessu er mála­flokk­ur­inn sveip­aður ákveð­inni hulu og skömm sem löngum hefur fylgt sjálfs­víg­um. Sjálfs­vígin eru hins vegar stað­reynd og það er líka stað­reynd að þeim fjölg­aði úr 39 árið 2019 í 47 árið 2020 eða um 20,5%. Sjálfs­vígum kvenna fjölg­aði úr 7 í 15 eða um 114%.

Geð­heil­brigð­is­mál munu að öllum lík­indum verða enn meira í deigl­unni eftir því sem athyglin á Covid minnk­ar. Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin gaf út strax í upp­hafi far­ald­urs­ins að eft­ir­köst hans yrðu ekki síst tengd geð­heilsu fólks. Ein­angr­un, atvinnu­miss­ir, fjár­hags­legt óör­yggi, ótti við veiruna o.fl. er eitt­hvað sem flestir upp­lifðu með einum eða öðrum hætti á sl. 18 mán­uði. Afleið­ing­arnar koma ekki endi­lega í ljós alveg strax og því þurfum við sem sam­fé­lag að und­ir­búa okkur þannig að við getum leyst þung og erfið verk­efni tengdum geð­heilsu þjóð­ar­innar á næstu miss­er­um.

Sam­fé­lag okkar stendur frammi fyrir áskor­un. Ljóst er að fé til almanna­þjón­ustu ríkis og sveit­ar­fé­laga verður af skornum skammti næstu miss­erin en allar líkur eru á að þörfin fyrir þjón­ust­una auk­ist. Nú er mik­il­vægt að huga bæði að sókn og vörn. Sókn í þeirri merk­ingu að vinna með orsaka­þætti og vörn í þeirri merk­ingu að bæta við­bragðs­kerfi okk­ar. Við verðum því að for­gangs­raða og horfa með gagn­rýnum augum á það hvernig okkur hefur tek­ist sl. ár og ára­tugi og vera til­búin að skoða nýjar hug­mynd­ir.

Auglýsing
Síðustu ár og ára­tugi hefur hug­mynda­fræðin snú­ist um að gefa rösk­unum frá heild­inni meira vægi en heil­brigði og for­varn­ir. Áherslan hefur verið á að greina fólk og rask­anir þess og draga síðan úr þeim afleið­ingum sem rösk­unin hefur í för með sér. Út frá þess­ari hug­mynd og þeim gríð­ar­legu fjár­munum sem liggja í rösk­unum hafa kerfi okkar þró­ast. Með­ferð vegna rask­ana hefur í lang­mestum mæli snú­ist um lyf og hefur geð­lyfja­notkun þannig auk­ist um 200% á sl. 30 árum. Við höfum sett gríð­ar­lega fjár­muni í verk­efnið en nið­ur­staðan er sú að auk þess sem lyfja­notkun hefur auk­ist jafn mikið og raun ber vitni þá hefur öryrkjum vegna geð­rænna áskor­anna fjölgað um 249% á sama tíma. Hvernig stendur á því? Umræða um þessa þróun – hvort sem við breytum eða ekki – er því afar brýn.

Alla töl­fræði, s.s. lýð­heilsu­vísa þarf að end­ur­skoða og stór­auka áherslu á geð­heilsu. Tölur um sjálfs­víg eru ákveð­inn mæli­kvarði en við þurfum að ná að meta geð­heilsu með mun betri hætti en nú er gert. Með því að taka upp geð­ráð þar sem saman kæmu helstu hags­muna­að­il­ar, auk þess sem öll gögn og töl­fræði væru fyrir hendi, mætti útbúa eins­konar mæla­borð geð­heilsu. Það myndi ein­falda og auð­velda stjórn­völdum ákvarð­ana­töku og leiðir á hverjum tíma.

Covid gæti verið tæki­færi fyrir okkur sem sam­fé­lag að hverfa af braut rask­ana og taka upp nýja hug­mynda­fræði sem byggir meira á heil­brigði og for­vörn­um. Það er ljóst að gamla hefð­bundna leiðin hefur beðið ákveðið skip­brot. Miðað við það umfang sem gera má ráð fyrir að geð­heil­brigð­is­mál munu verða á næstu árum í kjöl­far far­ald­urs­ins er ljóst að við höfum hrein­lega ekki efni á því sem sam­fé­lag að nota sömu hug­mynda­fræð­ina. Horfum því til orsaka­þátta fremur en afleið­inga og snúum við­brögðum kerf­is­ins sem í dag spyr hvað hrjáir þig og spyrjum frekar: 

hvað kom fyrir þig?

Höf­undar eru vara­for­maður og fram­kvæmda­stjóri Geð­hjálp­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fer með málefni lista og menningu
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermarsundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar