Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn

Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir að Íslendingar megi ekki falla í þá gildru að taka ákvarðanir með skammtímahagsmuni í huga heldur þurfi að marka stefnu til lengri tíma.

Auglýsing

Nú þegar öllum ætti að vera ljóst mik­il­vægi þess að byggja upp öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi eftir ára­tuga nið­ur­skurð dynur á heil­brigð­is­starfs­fólki umræða um þjón­ustu­væð­ingu, nið­ur­skurð, stjórn­leysi og skort á skil­virkni. Á þessu sama starfs­fólki og staðið hefur vakt­ina í heims­far­aldr­inum síð­ustu átján mán­uð­ina og sýnt ótrú­lega seiglu og fag­mennsku þrátt fyrir á köflum ótrú­legt álag.

Við búum í mark­aðs­hag­kerfi en það nor­ræna módel sem við höfum byggt sam­fé­lag okkar á grund­vall­ast á opin­berri almanna­þjón­ustu. Við getum verið sam­taka í því að leyfa mark­að­inum að sinna þeim þörfum þar sem fólk hefur raun­veru­legt val en mark­aðs­öflin eru alls ekki vel til þess fallin að sinna grund­vall­ar­þörfum fólks og tryggja and­legt og lík­am­legt heil­brigði. Þar hefur fólk ekki raun­veru­legt val eða þekk­ingu til að velja á milli ólíkra kosta og það á eng­inn að græða á neyð fólks.

Það hefur verið mikil umræða um einka­væð­ingu í heil­brigð­is­þjón­ust­unni und­an­farin ár. En hvers vegna ætli eig­endur fyr­ir­tækja sem rekin eru í hagn­að­ar­skyni séu svona áhuga­samir um að auka hlut­deild sína í heil­brigð­is­þjón­ust­unni?

Auglýsing

Tveir erlendir sér­fræð­ingar sem fjallað hafa um þetta nýverið gætu hafa komið með svarið við því. Í vor flutti Marta Szebehely, pró­fessor emeritus í félags­ráð­gjöf við Stokk­hólms­há­skóla, erindi á fundi ASÍ og BSRB og fór yfir umfangs­miklar rann­sóknir sínar á áhrifum einka­væð­ingar öldr­un­ar­þjón­ust­unnar í Sví­þjóð. Sú þróun hefur leitt til hárrar hlut­deildar hagn­að­ar­drif­inna fyr­ir­tækja og erlendra fjár­festa og afleið­ingin er verri þjón­usta til tekju­lægra eldra fólks og verri kjör starfs­fólks.

Á mál­þingi BSRB og ASÍ um heil­brigð­is­mál í síð­ustu viku tal­aði Vivek Kot­echa, end­ur­skoð­andi sem hefur rann­sakað einka­rekstur í breska heil­brigð­is­kerf­inu, og sýndi með skýrum hætti að mark­mið eig­enda hagn­að­ar­drif­inna fyr­ir­tækja í heil­brigð­is­þjón­ustu er ekki þjón­ustu­væð­ing heldur auk­inn hagn­aður til eig­enda. Hagn­aður sem gjarnan er byggður á skuld­setn­ingu og verri kjörum starfs­fólks. Hagn­aður sem endar oft í skatta­skjól­um.

Skattfé notað til að greiða arð

Er þetta það sem við vilj­um? Að örfáir ein­stak­ling­ar, inn­lendir eða erlendir fjár­fest­ar, græði á því að þjón­usta fólk sem þarf með­höndlun vegna sjúk­dóma eða slysa, eða á fólki sem þarf á þjón­ustu að halda á eldri árum? Viljum við nota skattfé lands­manna í að greiða arð í fyr­ir­tækjum sem sinna þess­ari þjón­ustu? Eða höfum við mögu­lega eitt­hvað betra við skatt­pen­ing­ana að gera?

Fjöldi kann­ana sýnir að almenn­ingur vill að heil­brigð­is­þjón­ustan sé fjár­mögnuð af opin­beru fé og rekin af opin­berum aðil­um. Þetta á við um meiri­hluta kjós­enda allra flokka. Það er því ljóst að það er rof á milli vilja kjós­enda og stefnu flestra stjórn­mála­flokka þegar kemur að heil­brigð­is­mál­um.

Áherslur stjórn­mál­anna ein­kenn­ast af frösum en minna er fjallað um hvaða áhrif breyt­ing­arnar kunni að hafa á styrk og sam­hæf­ing­ar­kraft heil­brigð­is­kerf­is­ins, þjón­ustu við mis­mun­andi hópa sjúk­linga eftir búsetu, eftir tekjum og eftir teg­und sjúk­dóma. Og eng­inn hefur talað um áhrif á starfs­fólk í þessu sam­hengi. Starfs­fólk sem hér hefur staðið vakt­ina í eitt og hálft ár til að tryggja að við sem sam­fé­lag komumst heil í gegnum þennan heims­far­ald­ur.

Stjórn­mála­menn skulda kjós­endum svör

Þau sem kepp­ast nú um atkvæði okkar skulda almenn­ingi raun­veru­leg svör um hvernig þau ætla að skipu­leggja þjón­ust­una.

Einka­rekstur og útvistun til­tek­inna verk­efna heil­brigð­is­þjón­ust­unnar er ekki töfra­lausn. Stjórn­un­ar­kostn­aður eykst, eft­ir­lit er flókið og kostn­að­ar­samt og arð­sem­is­krafa leiðir til hærri kostn­að­ar. Þessi hækkun er á end­anum greidd úr sam­eig­in­legum sjóðum okkar eða eykur kostnað fyrir ein­stak­linga.

Þegar umræðan er öll á yfir­borð­inu er hætta á að stjórn­mála­menn taki ákvarð­anir án þess að fyrir liggi grein­ing á áhrifum þess­ara ákvarð­ana á heil­brigð­is­kerfið til langs tíma. Við megum ekki falla í þá gildru að taka ákvarð­anir með skamm­tíma­hags­muni í huga heldur þarf að marka stefnu til lengri tíma þar sem meðal ann­ars er lagt mat á kostn­að, áhrif á not­endur þjón­ust­unnar og á starfs­fólkið sem sinnir henni.

Höf­undur er for­maður BSRB.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar