Er heilbrigðiskerfið í góðu lagi?

Stefán Ólafsson spyr hvort það sé markmið stjórnvalda að grafa undan opinbera heilbrigðiskerfinu, til að greiða fyrir einkavæðingu innan þess?

Auglýsing

Í nýlegum Kjara­f­réttum Efl­ingar var sýnt að opin­ber útgjöld til vel­ferð­ar­mála á Íslandi eru óvenju lít­ill hluti lands­fram­leiðslu í sam­an­burði við OECD-­ríkin (sjá hér). Jafn­vel þó bætt sé við útgjöldum líf­eyr­is­sjóða með skyldu­að­ild er Ísland tals­vert fyrir neðan hinar nor­rænu þjóð­irn­ar. Nið­ur­staðan er sú, að íslenska vel­ferð­ar­ríkið nær ekki máli sem nor­rænt vel­ferð­ar­ríki.

Mestu máli skiptir í þessu sam­bandi óvenju lág útgjöld hins opin­bera til líf­eyr­is­greiðslna almanna­trygg­inga og að útgjöld vegna heil­brigð­is­mála eru undir með­al­lagi OECD-­ríkj­anna, en þessir tveir þættir eru stærstu útgjalda­liðir flestra vel­ferð­ar­ríkja. Tekju­til­færslur til heim­ila vinn­andi fólks eru þó einnig lágar hér á landi, einkum barna­bætur - og útgjöld vegna hús­næð­is­stuðn­ings hafa lækkað stór­lega á síð­ustu árum þrátt fyrir óvenju miklar hækk­anir á hús­næð­is­verði.

Vill­andi mynd fjár­mála­ráðu­neytis af heil­brigð­is­kerf­inu

Fjár­mála­ráðu­neytið birti í kjöl­far umfjöll­unar Kjara­f­rétta grein­ar­gerð og tölur á vef sín­um, sem skilja mátti sem til­raun til að véfengja nið­ur­stöðu Kjara­f­rétta (sjá hér). Þar var að vísu ekki um kerf­is­bundna umfjöllun um nið­ur­stöður Kjara­f­rétta að ræða heldur voru tíndir til nokkrir molar sem áttu að vera til marks um að hér á landi væri allt í besta lagi í vel­ferð­ar­mál­un­um. 

Lögð var megin áhersla á sér­stak­lega mat­reiddan umreikn­ing heil­brigðis­út­gjalda með til­liti til ald­urs­dreif­ingar þjóð­ar­inn­ar, sem virt­ist benda til að heil­brigðis­út­gjöld hér væru þau þriðju hæstu í hópi OECD-­ríkj­anna, en ekki undir með­al­lagi þeirra eins og grunn­tölur OECD fyrir árið 2019 sýna, þ.e. áður en Kóvid-far­ald­ur­inn skall á. Þetta er hins vegar mjög vafasöm aðferð hjá ráðu­neyt­inu sem gefur vill­andi nið­ur­stöðu.

Auglýsing
Ef menn ætla að fara að stilla heil­brigðis­út­gjöldum á móti ein­hverjum mæl­ingum á mis­mun­andi þörf fyrir þjón­ust­una þá er nauð­syn­legt að taka fleiri þætti en ald­urs­dreif­ingu inn í dæm­ið, til dæmis langa með­al­ævi á Íslandi sam­an­borið við mörg sam­an­burð­ar­lönd­in. Þá er hér á landi veru­lega mikið auka­á­lag ferða­manna á heil­brigð­is­þjón­ust­una sem ekki kemur inn í umreikn­ing ráðu­neyt­is­ins. Að jafn­aði er um 50% fleira fólk í land­inu en íbúar þess, vegna ferða­manna og skamm­tíma­vinnu­afls. Þetta vantar allt inn í mat á þörf fyrir heil­brigð­is­þjómn­ustu. Þessi umreikn­ingur fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins er því sér­stak­lega vill­andi og ekki til þess fallin að horft sé fram­hjá grunn­tölum OECD um heil­brigðis­út­gjöld.

Ráðu­neytið er með þessum reikni­æf­ingum sínum að freista þess að segja að hér séu meira en næg útgjöld til heil­brigð­is­mála og ann­arra vel­ferð­ar­mála, þrátt fyrir að tölur OECD sýni ann­að. 

Vandi heil­brigð­is­kerf­is­ins

Ráðu­neytið er sumsé að segja að hér sé allt í besta lagi í heil­brigð­is­mál­un­um. En fær það stað­ist?

Það stang­ast alger­lega á við þá mynd sem nær dag­lega er dregin upp í fréttum og umfjöll­unum fag­fólks á Lands­spít­ala og í heilsu­gæsl­unni og frá­sagnir af reynslu almenn­ings. Hér er vissu­lega gott og öfl­ugt fag­fólk í heil­brigð­is­þjón­ustu sem gerir krafta­verk á hverjum degi. En aðbún­aður og mönnun í kerf­inu er aug­ljós­lega ófull­nægj­andi. Það sjá þeir sem vilja sjá stað­reynd­irnar (sjá t.d. hér). 

Góður mæli­kvarði á þetta er hve stór hluti fólks með til­tekna sjúk­dóma segj­ast búa við ófull­nægða þörf fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu eða aðgerðir vegna langra biðlista eftir aðgerð­um. Sam­an­burð Evr­ópu­þjóða á þessum mæli­kvarða má sjá á mynd 1, sem byggir á gögnum úr lífs­kjara­könn­unum Hag­stof­unnar og Eurostat fyrir árið 2019.

Mynd 1: Vísbending um ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Hlutfall fólks með tiltekna sjúkdóma sem býr við ófullnægða þörf fyrir heilbrigisþjónustu, vegna langra biðlista eftir aðgerðum. Heimild: Eurostat.

Ísland og Lúx­em­borg eru í efstu sæt­un­um, með lang­verstu útkom­una. Mun verri en hjá hinum nor­rænu þjóð­un­um. Í Nor­egi eru vanda­mál vegna biðlista hverf­andi. Töl­urnar eru fyrir árið 2019. Þessar nið­ur­stöður eru raunar í ágætu sam­ræmi við tölur um útgjöld til heil­brigð­is­þjón­ustu sem birtar voru í Kjara­f­réttum Efl­ing­ar, sem sýndu að Ísland var fyrir neðan með­al­lag OECD-­ríkj­anna. 

Áður en Kóvid-far­ald­ur­inn skall á var nýt­ing­ar­hlut­fall á Lands­spít­ala of hátt og því of lítið borð fyrir báru til að taka við auka­á­lagi vegna Kóvid, sem varð síðan mik­ið. Þetta þýðir að val­kvæðum aðgerðum þurfti að fresta meira en áður hafði ver­ið. Staðan á biðlist­unum er því aug­ljós­lega mun verri í dag en þessar tölur á mynd 1 benda til. Ísland er vænt­an­lega komið með mun verri stöðu í dag en Lúx­em­borg sem var efst á skussa­list­anum árið 2019.

Heil­brigð­is­kerfið ræður ekki við verk­efni sín

For­stjóri Lands­spít­al­ans sagði nýlega að sjö þús­und og fimm hund­ruð manns séu nú á biðlistum eftir skurð­að­gerð­um, fjögur þús­und fleiri en voru á þessum listum fyrir heims­far­ald­ur­inn (sjá hér). 

Pælið í þessu! Um 7.500 eru á biðlistum eftir skurð­að­gerð­um. Fjöld­inn hefur meira en tvö­fald­ast frá 2019. Aðeins helm­ingur skurð­stofa hefur verið í notk­un, meðal ann­ars vegna vegna mik­illar mann­eklu. ­Staðan er því aug­ljós­lega mjög slæm. Heil­brigð­is­kerfið ræður ekki við verk­efni sín svo við­un­andi sé. 

Þessi gögn sýna að til­raunir fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins til að fegra mynd­ina af stöðu heil­brigð­is­mála, sem og ann­arra vel­ferð­ar­mála, eru væg­ast sagt vill­andi ef ekki bein­línis blekkj­andi. Hvernig á að vera hægt að vinna niður biðlistana á næstu miss­erum? Í Fjár­mála­á­ætlun stjórn­valda til næstu fjög­urra ára er ekki að sjá nein merki um að taka eigi á þessum upp­safn­aða vanda. Þar á bæ er nú talað um að skera niður opin­ber útgjöld á næstu miss­erum, sem að stærstum hluta fara til vel­ferð­ar­mála.

Auglýsing
En það sem er verst við þessa afstöðu fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins er að hún sýnir að engin raun­veru­legur vilji er til að gera betur í ráðu­neyt­inu – og þá vænt­an­lega ekki heldur í rík­is­stjórn­inni. Fjár­mála­ráð­herra klifar ítrekað á því að vandi heil­brigð­is­kerf­is­ins verði ekki leystur með auknu fjár­magni. En það er aug­ljós­lega rangt hjá hon­um.

Stjórn­völd tala einnig um að „nýta betur starfs­lið heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar“, þ.e. auka álag. En starfs­fólkið er úrvinda eftir álag far­ald­urs­ins og vegna ófull­nægj­andi mönn­unar víða í kerf­inu. Eng­inn nefnir hið aug­ljósa: bjóða þarf starfs­liði, einkum hjúkr­un­ar­fólki og sjúkra­lið­um, hærra kaup svo nægur fjöldi fáist til starfa í heil­brigð­is­kerf­inu. Og bæta þarf aðstöðu strax. Þetta kallar á meira fjár­magn til heil­brigð­is­mál­anna.

Þá tala stjórn­völd einnig um að flytja verk­efni frá Lands­spít­al­anum til einka­rek­innar heil­brigð­is­þjón­ustu. Það hefur verið stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins um ára­bil. En það mun grafa enn frekar undan opin­bera heil­brigð­is­kerf­inu, eins og for­stjóri Lands­spít­al­ans hefur bent á. Er það kannski mark­mið stjórn­valda að grafa undan opin­bera heil­brigð­is­kerf­inu, til að greiða fyrir einka­væð­ingu?

Afstaða stjórn­valda boðar því ekki gott í heil­brigð­is­mál­um, né í öðrum þáttum vel­ferð­ar­mál­anna sem ófull­nægj­andi eru.

Stefán Ólafs­son er pró­fessor emeritus við HÍ og starfar sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar