Enn um hag og heilsu fylfullra hryssa sem sæta blóðtöku

Í sinni þriðju grein um blóðtöku úr fylfullum hryssum skrifa systkinin Guðrún og Jón Scheving Thorsteinsson um rannsóknir Ísteka á blóðhag hryssa. Að þeirra sögn er mikilvægt að óháðir aðilar hafi aðgang að öllum rannsóknargögnum.

Guðrún og Jón Sch. Thorsteinsson
Auglýsing

Eft­ir­far­andi grein er sú þriðja í röð­inni frá höf­und­um, um umsögn Ísteka í sam­ráðs­gátt stjórn­valda um nýja reglu­gerð um blóð­töku úr fyl­fullum hryss­um. Eins og kunn­ugt er, er Ísteka ehf einn helsti hags­muna­að­ili blóð­mera­halds.

Í umsögn Ísteka í sam­ráðs­gátt stjórn­valda um nýja reglu­gerð um blóð­töku úr fyl­fullum hryssum segir m.a:

„Rann­sóknir Ísteka á blóð­hag hryss­anna sýna allar að eng­inn munur er á blóð­mynd hryssa sem gefa oftar eða sjaldnar blóð og því óskilj­an­legt hví ætti að teikna upp mann­gerða línu við 6 skipti núna, þegar gögnin sýna fram á að ekk­ert mæli á móti allt að 8 skipt­um. Þessar rann­sóknir hafa ekki verið véfengdar af ráðu­neyt­inu eða stofn­unum sem undir það heyra. Þær hafa verið gerðar með end­ur­teknum hætti í fleiri ár og rann­sókn­ar­stofa Ísteka séð um utan­um­hald þeirra, en hún starfar skv. góðum starfs­háttum í lyfja­gerð (GMP vottuð af Lyfja­stofn­un). Gagn­rýni sem af og til hefur heyrst um að Ísteka sé ekki óháður aðili byggja á van­þekk­ingu á því hvernig rann­sóknir eru gerðar og af hverjum en það er ful­leðli­legt að fyr­ir­tæki sinni rann­sóknum á sínum grein­um”

Auglýsing

„Ný­leg BS rannsókn á vegum Land­bún­að­ar­háskól­ans um áhrif blóð­töku hryssna á mjólk­ur­gildi kapla­mjólkur og vöxt fol­alda (3) sýnir að blóðsöfn­unin hefur engin áhrif á gæði kapla­mjólk­ur­innar og á vöxt fol­ald­anna, ólíkt því sem haldið hefur verið fram af ýmsum sem aldrei hafa komið nálægt henn­i.”

Af yfir­lýs­ing­unni að ofan má ráða að Ísteka hafi mælt blóð­hag hryssa og að fyr­ir­tækið hafi nákvæmar upp­lýs­ingar um blóð­mynd þeirra. Ísteka og Mast birtu nýverið opin­ber­lega grófa sam­an­tekt mæl­inga Ísteka á hemoglóbín­gildum (hér eftir “hg­b-­mæl­ing­ar”) hryssa sem sæta blóð­töku. Mæl­ingar þessar virð­ast hafa farið fram annað hvert ár frá 2017, en þriðja hvert ár frá 2011 að telja. Svo virð­ist sem fyrstu árin hafi um 1% hryssa verið mæld­ar, en tæp­lega 2% hin síð­ari ár.

Hgb-­mæl­ingar einar og sér segja lítið til um blóð­mynd og blóð­heilsu hryss­anna eins og fram kom í grein okkar um það efni í Kjarn­anum.

Hafi Ísteka raun­veru­lega kannað blóð­hag eins og full­yrt er í umsögn fyr­ir­tæk­is­ins hér að ofan, en ekki ein­ungis staðið fyrir hgb-­mæl­ing­um, sætir það furðu að þær nið­ur­stöður hafi ekki verið birtar opin­ber­lega.

Ekk­ert er óeðli­legt við að fyr­ir­tæki sinni eigin rann­sókn­um. Gagn­rýni sem Ísteka hefur orðið fyrir bein­ist fyrst og fremst að því að Ísteka er ekki óháður aðili. Eng­inn er dóm­ari í eigin sök. Þess vegna er mik­il­vægt að ytri aðilar og óháðir hafi aðgang að öllum rann­sókn­ar­gögnum eða geri ein­fald­lega eigin rann­sóknir eins og reglu­gerð ráð­herra leggur til.

Árið 1973 kynnti töl­fræð­ing­ur­inn Frances Anscombe kvar­tett sinn:

Á öllum mynd­unum að ofan eru sömu með­al­töl, halla­tölur (skv. línu­legri aðhvarfs­grein­ingu) og stað­al­frá­vik. Nið­ur­stöð­urnar eru samt sem áður gjör­ó­lík­ar. Þetta sýnir að nauð­syn­legt er að sjá allar nið­ur­stöður til þess að geta dregið álykt­anir um dreif­ingu þeirra (heim­ild: Graphs in Statist­ical Ana­lysis F. J. Anscombe The Amer­ican Statist­ici­an, Vol. 27, No. 1. (Feb., 1973), pp. 17-21.)

Ísteka og Mast hafa eins og áður segir birt eina töflu með grófri sam­an­tekt úr mæl­ing­um. Þar koma fram með­al­töl og stað­al­frá­vik, tvö gildi viku­lega á meðan á blóð­töku stendur í 1-2% af hryssum, annað eða þriðja hvert ár í alls 5 skipti

Þegar kemur að rann­sóknum á inn­gripum á heil­brigð­is­sviði eru með­al­töl og stað­al­frá­vik vissu­lega áhuga­verð. Upp­lýs­ing­arnar eru hins vegar full­kom­lega ófull­nægj­andi sam­an­ber kvar­tett Anscombe hér að ofan.

Mest um vert að sjá útlag­ana („out­li­er­s”) því að inn­gripin eru hættu­leg­ust í þeim til­vik­um. Þessar upp­lýs­ingar hafa ekki verið birtar frekar en önnur gögn um mæl­ingar Ísteka og Mast.

BS-loka­verk­efni um kapla­mjólk sem Ísteka vitnar til í umsögn sinni er athugun á alls 18 folöldum og 10 hryssum af sama búinu. Verk­efnið virð­ist unnið í nánu sam­starfi við Ísteka og eru flestar heim­ildir fengnar frá Ísteka og fram­kvæmda­stjóra þess fyr­ir­tæk­is.

Í við­mið­un­ar­hópi voru 4 hryss­ur, mjólk þeirra var efna­greind og folöld þeirra vigt­uð. Mjólk úr 6 blóð­töku­hryssum var efna­greind. Folöld frá 14 blóð­töku­hryssum voru vigt­uð. Við­mið­un­ar­hóp­ur­inn virð­ist ekki vera val­inn af handa­hófi heldur tengj­ast fyljun hryss­anna. Nið­ur­stöður við­mið­un­ar­hóps og hinna hópanna voru svo bornar sam­an.

A. Nið­ur­stöður um mjólk sýna ein­ungis með­al­töl og stað­al­frá­vik og því er erfitt að gera sér grein fyrir nið­ur­stöðum eins og áður hefur verið skýrt. Erfitt er að draga álykt­anir um mark­tækan mun á þýðum þegar þýðin eru af mis­mun­andi upp­runa og inni­halda svo fáar hryssur sem raun ber vitni. Í ein­hverjum til­vikum er mjög mik­ill munur á efna­inni­haldi hjá við­mið­un­ar­hóp fyrir og eftir blóð­töku úr öðrum hryssum, þrátt fyrir að ekki hafi verið tekið blóð úr við­mið­un­ar­hóp sem bendir til þess að aðrir þættir hafi mikil áhrif á sam­setn­ingu mjólk­ur.

B. Þyngd­ar­mæl­ingar fol­alda benda til þess að fjöldi fol­alda sem hver hryssa hafi átt áður hafi mun meiri áhrif á þyngd og þyngd­ar­aukn­ingu fol­alda en blóð­taka. Til þess að kanna áhrif blóð­töku þyrfti alvöru rann­sókn sem inni­héldi fleiri hryssur þar sem gerður væri grein­ar­munur á hryssum eftir fjölda fol­alda sem þær hafa átt auk ann­arra þátta.

C. Fóðrun hryss­anna virð­ist einnig hafa verið mis­mun­andi. Yfir vet­ur­inn fengu sumar hey­gjöf fyrr en aðr­ar, holda­far stýrði því hvenær sú gjöf hófst. Auk þess var fol­alds­merum skipt í tvo aðskilda hópa í lok maí sem settir voru á ólík beiti­lönd og ekki kemur fram hversu lengi það var svo.

Eins og fram kemur hér að ofan voru mjög fá dýr á einu búi tekin til skoð­un­ar. Við­mið­un­ar­hóp­ur­inn virð­ist ekki vera val­inn af handa­hófi og ekki liggur fyrir hvernig folöldin voru valin eða hvernig hryss­urnar í mjólk­ur­mæl­ingar voru vald­ar. Ekki er gerð grein fyrir öllum dýr­unum úr þeim rúm­lega 20 blóð­töku­hryssu­hópi sem var skil­greindur í upp­hafi. Fóðrun virð­ist hafa verið ólík eftir hryssum og tíma­bil­um. Allir þessir þættir og fleiri til gera það að verkum að það er í afar hæpið að draga nokkrar álykt­anir af loka­verk­efn­inu þótt það sé að mörgu leyti vel unn­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar