Enn um hag og heilsu fylfullra hryssa sem sæta blóðtöku

Í sinni þriðju grein um blóðtöku úr fylfullum hryssum skrifa systkinin Guðrún og Jón Scheving Thorsteinsson um rannsóknir Ísteka á blóðhag hryssa. Að þeirra sögn er mikilvægt að óháðir aðilar hafi aðgang að öllum rannsóknargögnum.

Guðrún og Jón Sch. Thorsteinsson
Auglýsing

Eft­ir­far­andi grein er sú þriðja í röð­inni frá höf­und­um, um umsögn Ísteka í sam­ráðs­gátt stjórn­valda um nýja reglu­gerð um blóð­töku úr fyl­fullum hryss­um. Eins og kunn­ugt er, er Ísteka ehf einn helsti hags­muna­að­ili blóð­mera­halds.

Í umsögn Ísteka í sam­ráðs­gátt stjórn­valda um nýja reglu­gerð um blóð­töku úr fyl­fullum hryssum segir m.a:

„Rann­sóknir Ísteka á blóð­hag hryss­anna sýna allar að eng­inn munur er á blóð­mynd hryssa sem gefa oftar eða sjaldnar blóð og því óskilj­an­legt hví ætti að teikna upp mann­gerða línu við 6 skipti núna, þegar gögnin sýna fram á að ekk­ert mæli á móti allt að 8 skipt­um. Þessar rann­sóknir hafa ekki verið véfengdar af ráðu­neyt­inu eða stofn­unum sem undir það heyra. Þær hafa verið gerðar með end­ur­teknum hætti í fleiri ár og rann­sókn­ar­stofa Ísteka séð um utan­um­hald þeirra, en hún starfar skv. góðum starfs­háttum í lyfja­gerð (GMP vottuð af Lyfja­stofn­un). Gagn­rýni sem af og til hefur heyrst um að Ísteka sé ekki óháður aðili byggja á van­þekk­ingu á því hvernig rann­sóknir eru gerðar og af hverjum en það er ful­leðli­legt að fyr­ir­tæki sinni rann­sóknum á sínum grein­um”

Auglýsing

„Ný­leg BS rannsókn á vegum Land­bún­að­ar­háskól­ans um áhrif blóð­töku hryssna á mjólk­ur­gildi kapla­mjólkur og vöxt fol­alda (3) sýnir að blóðsöfn­unin hefur engin áhrif á gæði kapla­mjólk­ur­innar og á vöxt fol­ald­anna, ólíkt því sem haldið hefur verið fram af ýmsum sem aldrei hafa komið nálægt henn­i.”

Af yfir­lýs­ing­unni að ofan má ráða að Ísteka hafi mælt blóð­hag hryssa og að fyr­ir­tækið hafi nákvæmar upp­lýs­ingar um blóð­mynd þeirra. Ísteka og Mast birtu nýverið opin­ber­lega grófa sam­an­tekt mæl­inga Ísteka á hemoglóbín­gildum (hér eftir “hg­b-­mæl­ing­ar”) hryssa sem sæta blóð­töku. Mæl­ingar þessar virð­ast hafa farið fram annað hvert ár frá 2017, en þriðja hvert ár frá 2011 að telja. Svo virð­ist sem fyrstu árin hafi um 1% hryssa verið mæld­ar, en tæp­lega 2% hin síð­ari ár.

Hgb-­mæl­ingar einar og sér segja lítið til um blóð­mynd og blóð­heilsu hryss­anna eins og fram kom í grein okkar um það efni í Kjarn­anum.

Hafi Ísteka raun­veru­lega kannað blóð­hag eins og full­yrt er í umsögn fyr­ir­tæk­is­ins hér að ofan, en ekki ein­ungis staðið fyrir hgb-­mæl­ing­um, sætir það furðu að þær nið­ur­stöður hafi ekki verið birtar opin­ber­lega.

Ekk­ert er óeðli­legt við að fyr­ir­tæki sinni eigin rann­sókn­um. Gagn­rýni sem Ísteka hefur orðið fyrir bein­ist fyrst og fremst að því að Ísteka er ekki óháður aðili. Eng­inn er dóm­ari í eigin sök. Þess vegna er mik­il­vægt að ytri aðilar og óháðir hafi aðgang að öllum rann­sókn­ar­gögnum eða geri ein­fald­lega eigin rann­sóknir eins og reglu­gerð ráð­herra leggur til.

Árið 1973 kynnti töl­fræð­ing­ur­inn Frances Anscombe kvar­tett sinn:

Á öllum mynd­unum að ofan eru sömu með­al­töl, halla­tölur (skv. línu­legri aðhvarfs­grein­ingu) og stað­al­frá­vik. Nið­ur­stöð­urnar eru samt sem áður gjör­ó­lík­ar. Þetta sýnir að nauð­syn­legt er að sjá allar nið­ur­stöður til þess að geta dregið álykt­anir um dreif­ingu þeirra (heim­ild: Graphs in Statist­ical Ana­lysis F. J. Anscombe The Amer­ican Statist­ici­an, Vol. 27, No. 1. (Feb., 1973), pp. 17-21.)

Ísteka og Mast hafa eins og áður segir birt eina töflu með grófri sam­an­tekt úr mæl­ing­um. Þar koma fram með­al­töl og stað­al­frá­vik, tvö gildi viku­lega á meðan á blóð­töku stendur í 1-2% af hryssum, annað eða þriðja hvert ár í alls 5 skipti

Þegar kemur að rann­sóknum á inn­gripum á heil­brigð­is­sviði eru með­al­töl og stað­al­frá­vik vissu­lega áhuga­verð. Upp­lýs­ing­arnar eru hins vegar full­kom­lega ófull­nægj­andi sam­an­ber kvar­tett Anscombe hér að ofan.

Mest um vert að sjá útlag­ana („out­li­er­s”) því að inn­gripin eru hættu­leg­ust í þeim til­vik­um. Þessar upp­lýs­ingar hafa ekki verið birtar frekar en önnur gögn um mæl­ingar Ísteka og Mast.

BS-loka­verk­efni um kapla­mjólk sem Ísteka vitnar til í umsögn sinni er athugun á alls 18 folöldum og 10 hryssum af sama búinu. Verk­efnið virð­ist unnið í nánu sam­starfi við Ísteka og eru flestar heim­ildir fengnar frá Ísteka og fram­kvæmda­stjóra þess fyr­ir­tæk­is.

Í við­mið­un­ar­hópi voru 4 hryss­ur, mjólk þeirra var efna­greind og folöld þeirra vigt­uð. Mjólk úr 6 blóð­töku­hryssum var efna­greind. Folöld frá 14 blóð­töku­hryssum voru vigt­uð. Við­mið­un­ar­hóp­ur­inn virð­ist ekki vera val­inn af handa­hófi heldur tengj­ast fyljun hryss­anna. Nið­ur­stöður við­mið­un­ar­hóps og hinna hópanna voru svo bornar sam­an.

A. Nið­ur­stöður um mjólk sýna ein­ungis með­al­töl og stað­al­frá­vik og því er erfitt að gera sér grein fyrir nið­ur­stöðum eins og áður hefur verið skýrt. Erfitt er að draga álykt­anir um mark­tækan mun á þýðum þegar þýðin eru af mis­mun­andi upp­runa og inni­halda svo fáar hryssur sem raun ber vitni. Í ein­hverjum til­vikum er mjög mik­ill munur á efna­inni­haldi hjá við­mið­un­ar­hóp fyrir og eftir blóð­töku úr öðrum hryssum, þrátt fyrir að ekki hafi verið tekið blóð úr við­mið­un­ar­hóp sem bendir til þess að aðrir þættir hafi mikil áhrif á sam­setn­ingu mjólk­ur.

B. Þyngd­ar­mæl­ingar fol­alda benda til þess að fjöldi fol­alda sem hver hryssa hafi átt áður hafi mun meiri áhrif á þyngd og þyngd­ar­aukn­ingu fol­alda en blóð­taka. Til þess að kanna áhrif blóð­töku þyrfti alvöru rann­sókn sem inni­héldi fleiri hryssur þar sem gerður væri grein­ar­munur á hryssum eftir fjölda fol­alda sem þær hafa átt auk ann­arra þátta.

C. Fóðrun hryss­anna virð­ist einnig hafa verið mis­mun­andi. Yfir vet­ur­inn fengu sumar hey­gjöf fyrr en aðr­ar, holda­far stýrði því hvenær sú gjöf hófst. Auk þess var fol­alds­merum skipt í tvo aðskilda hópa í lok maí sem settir voru á ólík beiti­lönd og ekki kemur fram hversu lengi það var svo.

Eins og fram kemur hér að ofan voru mjög fá dýr á einu búi tekin til skoð­un­ar. Við­mið­un­ar­hóp­ur­inn virð­ist ekki vera val­inn af handa­hófi og ekki liggur fyrir hvernig folöldin voru valin eða hvernig hryss­urnar í mjólk­ur­mæl­ingar voru vald­ar. Ekki er gerð grein fyrir öllum dýr­unum úr þeim rúm­lega 20 blóð­töku­hryssu­hópi sem var skil­greindur í upp­hafi. Fóðrun virð­ist hafa verið ólík eftir hryssum og tíma­bil­um. Allir þessir þættir og fleiri til gera það að verkum að það er í afar hæpið að draga nokkrar álykt­anir af loka­verk­efn­inu þótt það sé að mörgu leyti vel unn­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar