Nýju fötin

Magnús Rannver Rafnsson verkfræðingur skrifar um umhverfisvottanir í íslenskri mannvirkjagerð og segir að víða sé pottur brotinn, íslenskum stöðlum um útreikning umhverfisáhrifa sé ekki alltaf fylgt og oft standi þar sömu verkfræðiráðgjafar að baki.

Auglýsing

Opin­berar fram­kvæmdir sem kosta meira en 500 millj­ónir eru umhverf­is­vott­að­ar. Miklar kröfur eru gerðar og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda skal lág­mörk­uð. Þetta kemur fram í upp­lýs­ingum fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins vegna fyr­ir­spurnar þing­manns um umhverf­is­á­hrif opin­berra fram­kvæmda. Íslenskur stað­all sem skil­greinir hvernig reikna beri umhverf­is­á­hrif mann­virkja tók gildi árið 2012. Reikna skal allt ferlið; frá hrá­efn­is­vinnslu, í gegnum fram­leiðslu, flutn­ing, reis­ingu, notkun og förg­un.

Skv. svari ráðu­neyt­is­ins er þetta ekki gert. Losun vegna hrá­efn­is­vinnslu er ekki reikn­uð. Losun vegna flutn­ings efna er ekki reikn­uð. Losun vegna notk­unar ekki reikn­uð. Losun og sam­an­burður mis­mun­andi lausna, ekki reikn­að­ur. Losun við förg­un, ekki held­ur. Umhverf­is­mat? Nei. Nýleg skýrsla SI um losun í mann­virkja­gerð flytur sömu skila­boð. En „miklar kröf­ur“ gerðar og losun „skal lág­mörk­uð“. Þar sem kröfur stað­als­ins eru skýrar og umræða um umhverf­is­mál hávær, er rétt að velta fyrir sér hvað hafi farið úrskeið­is.

Það er mik­il­vægt þar sem mann­virkja­gerð er meg­in­drif­kraftur hnatt­rænnar hlýn­unnar (40%). Enn stærri hluti (50%+) fram­leidds efn­ismassa heims­ins teng­ist mann­virkja­gerð. Steypa, stál og grjót heyra undir stærstu drif­krafta heims­hag­kerf­is­ins. Umfjöllun um þetta hefur skort of lengi. Á meðan brennur London.

Skoðum þetta aðeins bet­ur; Nýji Lands­bank­inn, er umhverf­is­vott­aður „í topp“, en umhverf­is­á­hrif ekki rétt reikn­uð. Nýji Lands­spít­al­inn, BREEAM-vott­aður „í topp“, en burð­ar­virki (stærsti umhverf­is­þátt­ur­inn) rangt reikn­að. Hús íslenskra fræða, „miklar gæða­kröf­ur“, en fylgir samt ekki fyr­ir­skrif­aðri íslenskri lög­gjöf. Nýtt skrif­stofu­hús­næði Alþing­is, sama saga. Meg­in­þáttum nei­kvæðra umhverf­is­á­hrifa sleppt og umhverf­is­vænna mann­virkja­lausna ekki leit­að. Athygli vekur að sami verk­fræði­ráð­gjafi kemur að öllum verk­efn­un­um.

Það dynur á okkur orða­flaumur um umhverf­is­vott­an­ir, BREEAM-vott­an­ir, gæða­vott­an­ir, umhverf­is­möt, vist­vænar bygg­ingar o.s.fr.v. – og for­ysta rík­is­stjórnar Íslands kennir sig er mér sagt við græn mál­efni – en meg­in­þáttum hnatt­rænnar hlýn­unnar sleppt. Í stuttu máli virð­ist sem helstu nýbygg­ingar þjóð­ar­innar verði minn­is­varðar um CO2 los­un­ar­met fremur en vörður að hreinni mann­virkja­gerð.

Auglýsing

Ráð­gjafar í réttum tengsla­netum vina sinna og frænda ganga um bæinn með fag­ur­grænar tennur og græn­þvott­ar­sápu í tösk­unni og selja opin­berum aðilum umhverf­is­vænar og -vott­aðar mann­virkja­lausnir, en kunna ekki reikni­regl­urn­ar. Reikna jafn­vel alls ekki. Ekki skortir grænar yfir­lýs­ingar um eigin sér­fræði­þekk­ingu á heima­síðum hlut­að­eig­andi – græn­vangar og græn­fram­tíð bíða víða eftir meira fé frá stjórn­völdum – ekki ósvipað myglu­sögum hvar stærsti myglutjón­vald­ur­inn seg­ist mesti myglu­sér­fræð­ing­ur­inn (sbr. sagan um Orku­veitu­hús­ið). Sömu aðilar og vinir þeirra skrifa í dag­blöð níð­greinar um íslenska nýsköp­un, sem ekki til­heyrir fámennis­klúbbnum þeirra, nið­ur­lægja íslenska frum­kvöðla og lítil fyr­ir­tæki á réttum stöðum í kerf­inu, jafn­vel fyr­ir­tæki sem í fjórtán ár hafa unnið að þróun umhverf­is­vænna mann­virkja­lausna. Hver þarf fram­þróun þegar vinir vina sinna eru ann­ars veg­ar? Okkur virð­ist enda mikið í mun að útvaldir fáir hagn­ist á því að selja okkur gall­aðar vör­ur, þær sömu og seldar í fyrra. Við leyfum þeim að selja okkur þá hug­mynd að sótsvört vara gær­dags­ins sé umhverf­is­vænt frum­kvöðla­starf morg­un­dags­ins, og gerum engar athuga­semdir þótt útkoman sé eins; „þeir sögðu þetta umhverf­is­vottað í topp!?“ Minnir því miður átak­an­lega á Nýju fötin keis­ar­ans.

Volkswagen svindl­aði á við­skipta­vinum sínum með rangri upp­lýs­inga­gjöf um los­un, sagði vörur sínar umhverf­is­vænni en raunin var. Bíla­fram­leið­and­inn greiddi háar skaða­bæt­ur. Mun­ur­inn á losun bíla og mann­virkja er átt­faldur sem gerir svindl með útreikn­inga á umhverf­is­á­hrifum mann­virkja að átta sinnum alvar­legri glæp. Óhóf­leg og röng efn­is­notkun í burð­ar­kerf­um, almenn efn­is­sóun og lítið hag­kvæmar óum­hverf­is­vænar bygg­ing­ar­að­ferð­ir, gera vonda stöðu verri. Á sama tíma stendur Evr­ópa í ljósum log­um.

Í marg­vís­legu til­liti hafa opin­berir aðilar ekki til­einkað sér þekktar umhverf­is­vænar mann­virkja­lausn­ir. Ekk­ert slíkt er heldur í far­vatn­inu. Jú, réttir vinir í rétta klúbbnum ætla að gera þetta á morg­un, eða hinn – í síð­asta lagi 2035 – kannski. Eru að „upp­færa“ grein­ingar (skv. svari ráð­herra), þótt skað­inn sé skeð­ur. Hvernig lág­marka Fram­kvæmda­sýslan, Vega­gerð­in, Lands­net eða aðrir opin­berir fram­kvæmda­að­ilar vina sinna losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda „eins og hægt er“? Með hug­ar­afl­inu? Áróðri? Hvað með að starfa í sam­ræmi við fyr­ir­skrifað reglu­verk, heið­virða við­skipta­hætti og hleypa að þekk­ingu og fram­förum?

Umhverf­is- og mann­virkja­svið Íslands er í gísl­ingu, hönn­un­ar- og ráð­gjaf­ar­verk­efnum nán­ast ein­vörð­ungu dreift á for­sendum sér­hags­muna­tengsla, lítil sér­fræð­inga­fyr­ir­tæki mark­visst úti­lok­uð. Í klúbbnum skipta vinir kök­unni, sleikja mylsn­una upp úr gólf­inu og vísa burt utan­að­kom­andi - íslenskum rík­is­borg­urum - sem hætta sér of nálægt kök­unni þeirra. Þess vegna meðal ann­ars greiðir sam­fé­lagið of hátt verð fyrir hús­bygg­ing­ar, mann­virki, orku- og sam­göngu­kerfi (inn­við­i). Krafan um hag­kvæm opin­ber inn­kaup og leit að bestu lausnum er skýr í lög­um, hvati í inn­kaupum þó eng­inn, hvorki til þró­un­ar, nýsköp­un­ar, end­ur­nýj­unar eða yfir­færslu á þekktum lausn­um. Því streyma af silfruðum færi­böndum klúbbs­ins enn sömu vör­ur, jafn­vel sót­svart­ari en nokkru sinni áður. Heldur óheppi­leg og und­ar­leg þróun því mið­ur.

Nýju fötin glansa í speglum rík­is­for­stjóra og fyr­ir­menna sem kalla á torgum BREEAM BREEAM, sjáið BREEAM-vott­uðu fötin mín! En hvar eru föt­in?

Höf­undur er verk­fræð­ingur

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar