Nýju fötin

Magnús Rannver Rafnsson verkfræðingur skrifar um umhverfisvottanir í íslenskri mannvirkjagerð og segir að víða sé pottur brotinn, íslenskum stöðlum um útreikning umhverfisáhrifa sé ekki alltaf fylgt og oft standi þar sömu verkfræðiráðgjafar að baki.

Auglýsing

Opin­berar fram­kvæmdir sem kosta meira en 500 millj­ónir eru umhverf­is­vott­að­ar. Miklar kröfur eru gerðar og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda skal lág­mörk­uð. Þetta kemur fram í upp­lýs­ingum fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins vegna fyr­ir­spurnar þing­manns um umhverf­is­á­hrif opin­berra fram­kvæmda. Íslenskur stað­all sem skil­greinir hvernig reikna beri umhverf­is­á­hrif mann­virkja tók gildi árið 2012. Reikna skal allt ferlið; frá hrá­efn­is­vinnslu, í gegnum fram­leiðslu, flutn­ing, reis­ingu, notkun og förg­un.

Skv. svari ráðu­neyt­is­ins er þetta ekki gert. Losun vegna hrá­efn­is­vinnslu er ekki reikn­uð. Losun vegna flutn­ings efna er ekki reikn­uð. Losun vegna notk­unar ekki reikn­uð. Losun og sam­an­burður mis­mun­andi lausna, ekki reikn­að­ur. Losun við förg­un, ekki held­ur. Umhverf­is­mat? Nei. Nýleg skýrsla SI um losun í mann­virkja­gerð flytur sömu skila­boð. En „miklar kröf­ur“ gerðar og losun „skal lág­mörk­uð“. Þar sem kröfur stað­als­ins eru skýrar og umræða um umhverf­is­mál hávær, er rétt að velta fyrir sér hvað hafi farið úrskeið­is.

Það er mik­il­vægt þar sem mann­virkja­gerð er meg­in­drif­kraftur hnatt­rænnar hlýn­unnar (40%). Enn stærri hluti (50%+) fram­leidds efn­ismassa heims­ins teng­ist mann­virkja­gerð. Steypa, stál og grjót heyra undir stærstu drif­krafta heims­hag­kerf­is­ins. Umfjöllun um þetta hefur skort of lengi. Á meðan brennur London.

Skoðum þetta aðeins bet­ur; Nýji Lands­bank­inn, er umhverf­is­vott­aður „í topp“, en umhverf­is­á­hrif ekki rétt reikn­uð. Nýji Lands­spít­al­inn, BREEAM-vott­aður „í topp“, en burð­ar­virki (stærsti umhverf­is­þátt­ur­inn) rangt reikn­að. Hús íslenskra fræða, „miklar gæða­kröf­ur“, en fylgir samt ekki fyr­ir­skrif­aðri íslenskri lög­gjöf. Nýtt skrif­stofu­hús­næði Alþing­is, sama saga. Meg­in­þáttum nei­kvæðra umhverf­is­á­hrifa sleppt og umhverf­is­vænna mann­virkja­lausna ekki leit­að. Athygli vekur að sami verk­fræði­ráð­gjafi kemur að öllum verk­efn­un­um.

Það dynur á okkur orða­flaumur um umhverf­is­vott­an­ir, BREEAM-vott­an­ir, gæða­vott­an­ir, umhverf­is­möt, vist­vænar bygg­ingar o.s.fr.v. – og for­ysta rík­is­stjórnar Íslands kennir sig er mér sagt við græn mál­efni – en meg­in­þáttum hnatt­rænnar hlýn­unnar sleppt. Í stuttu máli virð­ist sem helstu nýbygg­ingar þjóð­ar­innar verði minn­is­varðar um CO2 los­un­ar­met fremur en vörður að hreinni mann­virkja­gerð.

Auglýsing

Ráð­gjafar í réttum tengsla­netum vina sinna og frænda ganga um bæinn með fag­ur­grænar tennur og græn­þvott­ar­sápu í tösk­unni og selja opin­berum aðilum umhverf­is­vænar og -vott­aðar mann­virkja­lausnir, en kunna ekki reikni­regl­urn­ar. Reikna jafn­vel alls ekki. Ekki skortir grænar yfir­lýs­ingar um eigin sér­fræði­þekk­ingu á heima­síðum hlut­að­eig­andi – græn­vangar og græn­fram­tíð bíða víða eftir meira fé frá stjórn­völdum – ekki ósvipað myglu­sögum hvar stærsti myglutjón­vald­ur­inn seg­ist mesti myglu­sér­fræð­ing­ur­inn (sbr. sagan um Orku­veitu­hús­ið). Sömu aðilar og vinir þeirra skrifa í dag­blöð níð­greinar um íslenska nýsköp­un, sem ekki til­heyrir fámennis­klúbbnum þeirra, nið­ur­lægja íslenska frum­kvöðla og lítil fyr­ir­tæki á réttum stöðum í kerf­inu, jafn­vel fyr­ir­tæki sem í fjórtán ár hafa unnið að þróun umhverf­is­vænna mann­virkja­lausna. Hver þarf fram­þróun þegar vinir vina sinna eru ann­ars veg­ar? Okkur virð­ist enda mikið í mun að útvaldir fáir hagn­ist á því að selja okkur gall­aðar vör­ur, þær sömu og seldar í fyrra. Við leyfum þeim að selja okkur þá hug­mynd að sótsvört vara gær­dags­ins sé umhverf­is­vænt frum­kvöðla­starf morg­un­dags­ins, og gerum engar athuga­semdir þótt útkoman sé eins; „þeir sögðu þetta umhverf­is­vottað í topp!?“ Minnir því miður átak­an­lega á Nýju fötin keis­ar­ans.

Volkswagen svindl­aði á við­skipta­vinum sínum með rangri upp­lýs­inga­gjöf um los­un, sagði vörur sínar umhverf­is­vænni en raunin var. Bíla­fram­leið­and­inn greiddi háar skaða­bæt­ur. Mun­ur­inn á losun bíla og mann­virkja er átt­faldur sem gerir svindl með útreikn­inga á umhverf­is­á­hrifum mann­virkja að átta sinnum alvar­legri glæp. Óhóf­leg og röng efn­is­notkun í burð­ar­kerf­um, almenn efn­is­sóun og lítið hag­kvæmar óum­hverf­is­vænar bygg­ing­ar­að­ferð­ir, gera vonda stöðu verri. Á sama tíma stendur Evr­ópa í ljósum log­um.

Í marg­vís­legu til­liti hafa opin­berir aðilar ekki til­einkað sér þekktar umhverf­is­vænar mann­virkja­lausn­ir. Ekk­ert slíkt er heldur í far­vatn­inu. Jú, réttir vinir í rétta klúbbnum ætla að gera þetta á morg­un, eða hinn – í síð­asta lagi 2035 – kannski. Eru að „upp­færa“ grein­ingar (skv. svari ráð­herra), þótt skað­inn sé skeð­ur. Hvernig lág­marka Fram­kvæmda­sýslan, Vega­gerð­in, Lands­net eða aðrir opin­berir fram­kvæmda­að­ilar vina sinna losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda „eins og hægt er“? Með hug­ar­afl­inu? Áróðri? Hvað með að starfa í sam­ræmi við fyr­ir­skrifað reglu­verk, heið­virða við­skipta­hætti og hleypa að þekk­ingu og fram­förum?

Umhverf­is- og mann­virkja­svið Íslands er í gísl­ingu, hönn­un­ar- og ráð­gjaf­ar­verk­efnum nán­ast ein­vörð­ungu dreift á for­sendum sér­hags­muna­tengsla, lítil sér­fræð­inga­fyr­ir­tæki mark­visst úti­lok­uð. Í klúbbnum skipta vinir kök­unni, sleikja mylsn­una upp úr gólf­inu og vísa burt utan­að­kom­andi - íslenskum rík­is­borg­urum - sem hætta sér of nálægt kök­unni þeirra. Þess vegna meðal ann­ars greiðir sam­fé­lagið of hátt verð fyrir hús­bygg­ing­ar, mann­virki, orku- og sam­göngu­kerfi (inn­við­i). Krafan um hag­kvæm opin­ber inn­kaup og leit að bestu lausnum er skýr í lög­um, hvati í inn­kaupum þó eng­inn, hvorki til þró­un­ar, nýsköp­un­ar, end­ur­nýj­unar eða yfir­færslu á þekktum lausn­um. Því streyma af silfruðum færi­böndum klúbbs­ins enn sömu vör­ur, jafn­vel sót­svart­ari en nokkru sinni áður. Heldur óheppi­leg og und­ar­leg þróun því mið­ur.

Nýju fötin glansa í speglum rík­is­for­stjóra og fyr­ir­menna sem kalla á torgum BREEAM BREEAM, sjáið BREEAM-vott­uðu fötin mín! En hvar eru föt­in?

Höf­undur er verk­fræð­ingur

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar