Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?

Formaður kjaranefndar Landssambands eldri borgara segir að endurmeta þurfi leiðir og baráttuaðferðir til að tryggja velferð og kjör eldri borgara í íslensku samfélagi.

Auglýsing

Nú er árið 2022 að baki og 2023 hafið með nýjum tæki­færum og áskor­un­um.

Nú er rétti tím­inn til að líta um öxl, meta árangur lið­ins árs og reyna að spá í nýtt ár.

Sam­tök eldra fólks höfðu vænt­ingar til stjórn­valda um að árið 2022 myndi verða upp­haf að nýjum sigrum þar sem stigin yrðu skref að bættum kjör­um. En hvað var þess vald­andi að eldra fólk gat gert sér vonir um að nú væri stundin runnin upp?

Auglýsing

Í fyrsta lagi var öllum stjórn­mála­flokkum kynntar áherslur eldra fólks bæði fyrir Alþing­is- og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Und­ir­tektir voru mjög góðar og ekki hægt að skilja það með öðrum hætti en að póli­tísk sam­staða væri þvert á flokka. Rík­is­stjórnin end­ur­nýj­aði umboð sitt og sam­þykkti nýjan stjórn­ar­sátt­mála þar sem því er lýst yfir að end­ur­skoða eigi skerð­ingar og jað­ar­skatta eldra fólks.

Rík­is­stjórnin hunsar eldra fólk

Nú hefur rík­is­stjórnin í tvígang lagt fram fjár­laga­frum­varp og Alþingi sam­þykkt án þess að vikið sé að því að bæta kjör eldra fólks t.d með því að draga úr skerð­ingum og minnka jað­ar­skatta. Fjár­lög hverju sinni er mæli­kvarði á raun­veru­legan vilja rík­is­stjórn­ar.

Raun­veru­leik­inn er sá að bilið á milli líf­eyris almanna­trygg­inga og lág­marks­launa breikkar og skerð­ingar aukast m.a vegna þess að frí­tekju­mörk hækka ekki í takt við breytt verð­lag.

Verka­lýðs­hreyf­ingin hunsar eldra fólk

Löng hefð er fyrir því á vett­vangi ASÍ að við frá­gang á kjara­samn­ingum sé jafn­framt horft til breyt­inga á líf­eyri frá TR. Lands­sam­band eldri borg­ara (LEB) óskaði form­lega eftir því við ASÍ, BSRB og BHM að í sam­tölum við rík­is­stjórn í tengslum við frá­gang kjara­samn­inga yrði jafn­framt tryggt að eldra fólk (eldri félags­menn) njóti sam­bæri­legra kjara­bóta og aðrir launa­menn.

Nú hafa um 80% félags­manna ASÍ gengið frá kjara­samn­ingum og rík­is­stjórn kynnt aðgerða­pakka sem sitt fram­lag til sáttar á vinnu­mark­aði. Það urðu gríð­ar­leg von­brigði að ekki er minnst einu orði á kjör eldra fólks í pakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta ger­ist þrátt fyrir að rík­is­stjórn og laun­þega­hreyf­ingin séu sam­mála um að sér­stak­lega beri að horfa til þeirra sem eru með lök­ust kjör­in.

For­sæt­is­ráð­herra hunsar eldra fólk

Í ára­móta­ávarpi for­sæt­is­ráð­herra lagði ráð­herr­ann sér­staka áherslu á að við gerð kjara­samn­inga bæri fyrst og fremst að horfa til þeirra sem eru með lök­ust kjör­in. Hér hefði ráð­herr­ann átt að horfa inn á við, því hóp­ur­inn sem er með lök­ustu kjörin er fólk sem verður að treysta fyrst og fremst á líf­eyri frá TR. Þetta er líka sami stjórn­mála­mað­ur­inn sem sagði að fátækt fólk hefði ekki tíma til að bíða eftir rétt­læt­inu.

Eldra fólk var ekki að biðja rík­is­stjórn­ina um að fá eitt­hvað umfram aðra, heldur að kjara­bætur yrðu sam­bæri­legar við aðra launa­menn. Verð­bólga er 9,6% og allar nauð­synja­vörur hækka, fast­eigna­skattar hækka, heil­brigð­is­vörur og þjón­usta hækka, trygg­ingar hækka, bens­ínið hækk­ar, hús­næð­is­kostn­aður rýkur upp og þessu verður eldra fólk að mæta með sínum lága líf­eyri.

Miðað við hver við­brögð rík­is­stjórn­ar­innar eru við eðli­legum óskum eldra fólks um sam­bæri­legar leið­rétt­ingar á sínum kjörum og annað launa­fólk er að fá, er yfir­lýs­ing for­sæt­is­ráð­herr­ans um að leggja eigi áherslu á þá sem lakast standa ótrú­verð­ug, raun­veru­leik­inn er ann­ar.

Raun­veru­leiki eldra fólks

En hvað er eldra fólk að fá í vas­ann um þessi ára­mót til að mæta þessum miklu verð­hækk­unum sem verð­bólgan veldur í sam­an­burði við þá sem eru búnir að ganga frá kjara­samn­ing­um?

Elli­líf­eyrir frá TR hækk­aði 1. jan­úar um 21.210 kr. og verður 307.829 kr. á mán­uði og þegar tekið hefur verið til­lit til skerð­inga er hækk­unin 16.145 kr fyrir skatt. Í þessu dæmi er tekið mið af mið­gildi líf­eyrsis frá líf­eyr­i­s­jóði 212.256 kr. í lok árs­ins 2023. Gert ráð fyrir að líf­eyrir frá líf­eyr­is­sjóðum hækki um 5,6% og hækki á árinu 2023 um 11.226 kr. Þegar tekið hefur verið til­lit til skerð­inga og skatt­greiðslna hækka ráð­stöf­un­ar­tekjur eldra­fólks um 17.105 kr. á árinu 2023. Sé ein­stak­lingur með heim­il­is­upp­bót bæt­ist við 4.055 kr. fyrir skatt.

Sé horft til kjara­samn­ings SGS hækka taxta­laun að lág­marki um 35.000 kr. og ráð­stöf­un­ar­tekjur um 24.433 kr. á mán­uði.

Sé hins vegar horft til kjara­samn­inga VR og iðn­að­ar­manna má ætla að ráð­stöf­un­ar­tekjur hækki á bil­inu 25.745 til 42.908 kr. Auk þess hækkar orlofs- og des­em­ber­upp­bót um 5%.

Lægsti launa­taxti á almennum vinnu­mark­aði verður frá 1. nóv­em­ber 2022 kr. 402.235 en líf­eyrir frá TR frá 1. jan­úar 2023 er 307.829 kr. Bilið eykst enn frekar frá því sem var.

En hvað þýðir mið­gildi líf­eyris frá líf­eyr­is­sjóði kr. 212.256? Það segir okkur að helm­ing­ur­inn er með 212.256 kr. og lægra og hinn helm­ing­ur­inn með 212.256 kr og hærra. Vissu­lega er all stór hluti eldra fólks með ágætar tekjur og því ber að fagna en á móti er hóp­ur­inn sem er með mjög lágan líf­eyri allt of stór og því verður að breyta.

Þessi gliðnun á milli líf­eyris og launa end­ur­spegl­ast í yfir­lýs­ingu fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sem hann birti í upp­hafi nýs árs. Að hans mati hækka ráð­stöf­un­ar­tekjur á almennum vinnu­mark­aði árið 2023 um 50.000 kr. á mán­uði og þar af sé 8.000 kr. vegna upp­færðar við­miða tekju­skatts sem gefur ekki rétta mynd, því gert er ráð fyrir að tekju­skattur lækki en útsvar hækkar sam­svar­andi.

Eldra fólk er mát

Eldra fólk hefur lagt sig fram um að eiga mál­efna­legt sam­tal við stjórn­völd, lagt fram skyn­samar og hóf­legar til­lögur um bætt kjör eldra fólks án þess að það hafi borið árang­ur. Til­lög­urnar hafa gengið út á að lækka skerð­ingar og draga úr jað­ar­sköttum sem er í sam­ræmi við gild­andi stjórn­ar­sátt­mála.

Eldra fólk hefur leitað til verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar en það hefur heldur ekki skilað árangri.

Það virð­ist vera póli­tísk sam­staða meðal stjórn­ar­flokk­ana að kjör eldra fólks verði ekki bætt þrátt fyrir að rík­is­stjórnin tali um að bæta eigi kjörin þeirra sem lakast standa.

Kári Stef­áns­son sagði í Silfr­inu: „Það er að minnsta kosti alveg ljóst að vel­ferð­ar­kerfið okk­ar, sem er þessi gim­steinnn sem gerir þetta sam­fé­lag, eða hefur gert það, að grið­ar­stað í gegnum ára­tug­ina, er farið að gefa eft­ir. Það er orðið mjög erfitt að telja sjálfum sér trú um að fólk sé öruggt í íslensku sam­fé­lagi nema það sé til­tölu­lega vel fjáð.“

Þrátt fyrir orð Kára er ég er sann­færður um að innst inni er for­sæt­is­ráð­herra ennþá þeirrar skoð­unar að fátækt fólk getur ekki beðið eftir rétt­læt­inu.

Það er engin upp­gjöf hjá eldra fólki, en ljóst að end­ur­meta þarf leiðir og bar­áttu­að­ferð­ir.

Höf­undur er for­maður kjara­nefndar LEB.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Nýr vegur um Öxi yrði mikil lyftistöng fyrir Múlaþing en einnig allt Austurland segir sveitarstjórinn. Á myndina er búið að tölvuteikna nýjan veginn fyrir miðju.
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar