Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?

Þingframbjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík skrifa um efnahagsviðbrögð ríkisstjórnarinnar í yfirstandandi kreppu.

Auglýsing

„Út­gjöld rík­is­ins til aðgerða eru ekki raun­hæfur mæli­kvarði á eitt né neitt nema þau séu sett í sam­hengi við árang­ur­inn af þeim aðgerð­u­m,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra þegar rætt var um rík­is­fjár­mála­stuðn­ing vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru á Alþingi í vik­unni. Henni finnst rík­is­stjórn­inni hafa gengið vel að milda krepp­una og styðja við fólk og fyr­ir­tæki.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hreykir sér líka af hag­stjórn­ara­frekum í kost­uðum aug­lýs­ingum á Face­book: „Traustur grunnur tryggði góðan árang­ur.“ „Réttar aðgerðir skil­uðu árangri.“ „Að­gerð­irnar hafa virkað og útlitið er bjart.“

Það eru ýmsar leiðir til að meta árangur hag­stjórnar og stöðu efna­hags­mála. Einn mæli­kvarði, sem segir bæði tals­vert um hvernig fólk hefur það og hve vel fram­leiðslu­þættir í hag­kerf­inu nýtast, er atvinnu­leys­is­stig­ið: hlut­fall fólks sem vill og getur unnið en fær ekki vinnu.

Stað­reyndin er þessi: Hvergi meðal OECD-­ríkja hefur atvinnu­leysi auk­ist meira en á Íslandi síðan kór­ónu­kreppan skall á og hér mælist atvinnu­leysi nú tals­vert meira en á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Heimild: OECD

Hin gríð­ar­lega aukn­ing atvinnu­leysis skýrist auð­vitað að veru­legu leyti af umfangi ferða­þjón­ustu og tengdra greina í íslensku hag­kerfi – en ætli hún hafi ekki líka eitt­hvað með það að gera að rík­is­stjórnin hreyfði sig hægar og gerði minna til að verja fólk og fyr­ir­tæki fyrir efna­hags­á­hrifum kór­ónu­veirunnar fyrstu mán­uð­ina heldur en rík­is­stjórnir nágranna­land­anna?

Auglýsing

Og ætli atvinnu­leys­is­aukn­ingin hafi ekki eitt­hvað með það að gera að fyr­ir­tæki sem urðu fyrir miklu tekju­falli í kór­ónu­krepp­unni þurftu að bíða fram í jan­úar 2021 eftir almennum rekstr­ar­styrkjum sam­bæri­legum þeim sem voru veittir fjölda fyr­ir­tækja mörgum mán­uðum fyrr víða í Evr­ópu?

Eða það að hluta­bóta­leiðin var eyðilögð með hertum skil­yrðum síð­asta sumar um leið og stjórn­ar­meiri­hlut­inn ákvað að borga eig­endum fyr­ir­tækja rík­is­styrki til að segja upp starfs­fólki? Afleið­ingin af því var meðal ann­ars sú að miklu lægra hlut­­fall vinn­u­afls á Íslandi hefur verið á hluta­­bótum heldur en víð­­ast hvar í Vest­­ur­-­­Evr­­ópu.

Ætli hin gríð­ar­lega aukn­ing atvinnu­leysis hafi ekk­ert með það að gera að opin­ber fjár­fest­ing dróst bein­línis saman í kór­ónu­krepp­unni, einmitt þegar einka­fjár­festar héldu að sér höndum og það var mik­il­væg­ara en nokkru sinni fyrr að hið opin­bera stigi fram af krafti til að halda uppi eft­ir­spurn og skapa störf?

„Traustur grunnur tryggði góðan árang­ur,“ segja þau en grunn­ur­inn var ekki traust­ari en svo að stjórn­völdum reynd­ist ókleift að nýta nema brot af þeim fjár­fest­ing­ar­heim­ildum sem Alþingi veitti í fjár­lögum og fjár­auka­lög­um. Verk­efnin töfð­ust og ónýttar heim­ildir söfn­uð­ust upp.

Það var fleira sem tafð­ist. Þegar rík­is­stjórnin kynnti aðgerða­pakka vegna heims­far­ald­urs­ins þann 21. mars 2020 áttu rík­is­á­byrgð­ar­lán til fyr­ir­tækja að leika veiga­mikið hlut­verk í við­spyrnu efna­hags­lífs­ins. Þremur mán­uðum síðar höfðu engin slík lán verið veitt en til sam­an­burðar höfðu 400 þús­und fyr­ir­tæki í Frakk­landi fengið rík­is­á­byrgð­ar­lán og 300 þús­und í Bret­landi. Hversu vegna gátu Bretar og Frakkar þetta en ekki við ef grunn­ur­inn hér var svona traustur og aðgerð­irnar svona skyn­sam­lega útfærð­ar?

„Að­gerð­irnar hafa virkað og útlitið er bjart,“ segir fjár­mála­ráð­herra – en sam­kvæmt nýrri þjóð­hags­spá Hag­stofu Íslands verður atvinnu­leysi meira og lang­vinn­ara næstu árin heldur en gert var ráð fyrir við vinnslu fjár­mála­á­ætl­unar síð­ast­liðið haust. „Réttar aðgerðir skil­uðu árangri,“ segja þau, en er ekki full­snemmt að fagna sigri þegar 21 þús­und manns eru án vinnu, 6 þús­und hafa verið atvinnu­laus í meira en ár og hátt í 14 þús­und verið atvinnu­laus í hálft ár eða meira?

Nið­­ur­­stöður spurn­inga­könn­unar sem var lögð fyrir félags­­­menn ASÍ og BSRB gefa til kynna að helm­ingur atvinn­u­­lausra eigi erfitt með að ná endum saman og meiri­hluti þeirra hafi neitað sér um heil­brigð­is­­þjón­­ustu vegna fjár­­hags und­an­farna mán­uði. Þetta er neyð­ar­á­stand og meðan hægt gengur að vinda ofan af því er holur hljómur í sjálfs­hóli rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Yfir­lýs­ingar um stór­kost­legan árangur eru blaut tuska framan í þann fjölda fólks sem kreppan og veik við­brögð stjórn­valda hafa bitnað á.

Höf­undar eru þing­fram­bjóð­endur Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar