Er stærsta peningabóla allra tíma að springa?

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki spurningu hvort heldur hvenær niðursveifla verði á mörkuðum og spyr hvað hún muni þýða fyrir almenning á Íslandi.

Auglýsing

Er stærsta pen­inga­bóla allra tíma við það að springa?

Árið er 2006 á Wall Street. ­Mark Baum og félagar fara að kanna af hverju vöndlar af und­ir­málslánum (rusl fast­eigna­lánum sett saman í skulda­bréfa­vafn­inga) fengu hæstu ein­kunn frá mats­fyr­ir­tækj­un­um. Á fundi þeirra með full­trúa Stand­ard & Poor­s’s:

Spurn­ing: „Have you ever refu­sed to rate any of these bonds upper tranches AAA?“

Svar­ið: „If we don’t give them the rat­ings, They’ll go to Moody’s, right down the block.“

Aðdrag­andi banka­hruns­ins 2008 má að stórum hluta rekja til fast­eigna­bólunnar í USA sem svo afhjúpaði eina umfangs­mestu spill­ingu innan fjár­mála­kerf­is­ins í nútíma sögu. Bæði í aðdrag­anda hruns­ins og í eft­ir­málum þess. 

En bólan sem alheims efna­hags­kerfið stendur frammi fyrir nú er ekki bara fast­eigna­bóla þó fast­eigna­verð hafi vissu­lega bólgnað hratt og ískyggi­lega mik­ið. Hluta­bréf eru í sögu­legu hámarki og hafa seðla­bankar heims­ins séð til þess að keyra bóluna upp og halda henni á lofti með hrárri pen­inga­prent­un, magn­bund­inni íhlut­un, dæla pen­ingum inn í hag­kerfið án þess að raun­veru­leg verð­mæti skap­ist á móti. Þeir bæði kaupa verð­bréf og sjá til þess að aðgangur að láns­fjár­magni sé nægur fyrir fyr­ir­tæki og ein­stak­linga til verð­bréfa­kaupa, á vöxtum sem eru við núllið, jafn­vel nei­kvæðir ef verð­bólga er tekin með. 

Aldrei í sög­unni hefur hluta­bréfa­verð verið eins hátt. Og rétt eins og í aðdrag­anda hruns­ins 2008 haga sér allir þannig að verðið á hluta­bréfum geti ekki farið annað en upp.

Önnur leið til þess að reikna eðli­legt verð hluta­bréfa — þannig að almenn verð­bólga í hag­kerf­inu skekki ekki mynd­ina — er að deila heild­ar­verði allra hluta­bréfa í Banda­ríkj­unum í tölur um þjóð­ar­fram­leiðslu (þekkt sem War­ren Buf­fett vís­bend­ing­in). Sögu­lega hefur þetta hlut­fall verið í kringum 80%, þ.e. öll hluta­bréf kosta sem nemur 80% þjóð­ar­fram­leiðslu. En 28. októ­ber 2021 stóð þessi tala í 213% (!!!), sem þýðir á manna­máli að banda­ríski mark­að­ur­inn er allt of dýr eða í skýj­unum í sögu­legu sam­hengi. Í dag er V/H gildi SP-500 vísi­töl­unnar um 28,4 sem er sögu­lega mjög hátt en til sam­an­burðar var V/H gildi í sept­em­ber 2008 26,23.

Rör­sýni

Þrátt fyrir að hluta­bréfa­verð hafi ekki hækkað jafn mikið og jafn lengi í sög­unni virð­ast fáir gefa þessu gaum. Þó svo að mats­fyr­ir­tækin séu ekki eins áber­andi og þau voru fyrir hrun eru allskyns sér­fræð­ingar og mats­menn kall­aðir til í fjöl­miðlum til að segja frá grein­ingum sínum um hversu mikið mark­að­ur­inn átti inni eða hvers virði fyr­ir­tæki eru yfir mark­aðsvirði, fyr­ir­tæki sem eru jafn­vel í mjög áhættu­sömum rekstri, og hafa skilað gríð­ar­legu tapi, eru verð­metin í hæstu hæðum og jafn­vel metin stór­lega und­ir­verð­lögð.

Auglýsing
Dr. Mich­ael Burry byrj­aði að blogga um fjár­fest­ingar upp úr 1996 og varð fljót­lega þekktur fyrir nákvæmni í grein­ingum án þess að láta orð­ræðu og hjarð­hegðun stjórna. Árangur hans varð eft­ir­tekt­ar­verður og árið 2000 stofn­aði hann sinn eigin sjóð Scion Capi­tal sem að mestu var fjár­magn­aður af honum sjálf­um, nán­ustu vinum og fjöl­skyldu. Hann varð strax þekktur fyrir að sjá fyrir tækni­bóluna 2001 þar sem hann veðj­aði á að hluta­bréf í tækni­fyr­ir­tækj­unum væru stór­lega ofmetin sem skil­aði sjóðnum hans yfir helm­ings hagn­aði á meðan aðrir sjóðir hrundu. Og saga hans endar ekki þar. Hann skil­aði marg­földum hagn­aði árin á eftir á meðan mark­aðir héldi áfram að hrynja og líka þegar þeir réttu úr.

Nú spá Burry og fleiri, sem hafa hingað til reynst sann­spá­ir, að blásið sé í mesta hrun allra tíma. Eigum við að hlusta og greina hvort eitt­hvað sé til í þessu eða loka aug­unum eins og venju­lega og yppa öxlum þegar illa fer og kenna svo minni­hluta­hópum og almenn­ingi um. Hrunið 2008 var sagt vegna þess að fólkið keypti sér flat­skjái. Verður það næsta sagt vegna þess að fólkið keypti heita potta og sól­palla?   

Saga Mich­ael Burry er lík­lega hvað þekkt­ust vegna þess hann veðj­aði gegn fast­eigna­lána­mark­aðnum í USA sem varð aðdrag­and­inn að einu stærsta efna­hags­hruni sög­unn­ar, og stór­mynd­inni „The Big Short”.

Hann veðj­aði á að fast­eigna­lána­vafn­ingar sem mats­fyr­ir­tækin mátu sem fyrsta flokks fjár­fest­ingu væru lítið annað en saman safn af rusli, lánum sem fólk gæti aldrei staðið undir til lengri tíma, lánum sem þús­undum saman var búið að setja í álit­lega vafn­inga sem örugga fjár­fest­inga­kosti, AAA vott­aða af mats­fyr­ir­tækj­um, til fjár­festa. Afurð sem í raun voru hrúgur af hús­næð­is­lánum í alvar­legum van­skilum og lánum sem fæstir gátu staðið und­ir. 

Burry veðj­aði á að mark­að­ur­inn færi að hrynja í árs­byrjun 2007 en spill­ingaröfl­unum á Wall Street tókst að teygja lopann lengur en hann gerði ráð fyr­ir. Lop­inn var teygður með fullri vit­und fjár­mála­kerf­is­ins sem los­uðu sig við stöður og fjár­fest­ingar í þessum sjóðum til granda­lausra við­skipta­vina sinna, eft­ir­launa­sjóða og ann­arra sjóða í eigu almennra fjár­festa, sem töp­uðu öllu. Stjórn­endur fjár­mála­kerf­is­ins nýttu svo stjarn­fræði­lega björg­un­ar­pakka banda­rískra stjórn­valda/skatt­greið­enda til að greiða sér him­in­háa bónusa í skjóli fjár­mála­glæpa sem eiga sér vart hlið­stæðu.

Spill­ingin sem afreglu­væð­ingin í fjár­mála­kerf­inu hafði í för með á átt­unda ára­tug síð­ustu aldar leiddi af sér bólurnar sem á eftir komu. Bólum sem var haldið lengur á lofti en ann­ars mögu­legt hefði ver­ið. Og með óbæt­an­legum skaða fyrir þá sem á end­anum greiða reikn­ing­inn, sem er almenn­ing­ur. 

Helstu ger­endur voru svo leystir út með skað­leysi og bón­us­greiðslum sem nema upp­hæðum sem fæst okkar skilja. Á Íslandi voru dómar felldir en flestir þeirra, er skil­greindir voru ger­end­ur, í íslenska hrun­inu eru ennþá stór­efna­menn í dag og nafn­tog­aðir bak­hjarlar stærstu við­skipta­blokka lands­ins. 

Þeir sem létu ekki áróður villa sér sýn

En af hverju er ég að skrifa um Burry, Mark Baum eða fleiri sem létu ekki mark­að­inn eða annan áróður flækj­ast fyrir sér og sáu í gegnum svika­myll­una? Eða Rob Bilott sem fletti ofan af Teflon eitrun og skelfi­legum umhverf­is­glæpum stór­fyr­ir­tæk­is­ins DuPond, eða Sher­ron Watk­ins sem fletti ofan af Enron mál­inu sem er eitt stærsta ein­staka fjársvika­mál alheims­sög­unnar sem ein­ungis Kaup­þings­fléttan kemst í sam­an­burð við, og af hverju ekki Jóhannes Björn, höf­und bók­ar­innar Falið vald, en Jóhannes hefur verið sá Íslend­ingur sem best hefur greint þá sturlun sem fjár­mála­kerfið hefur alið af sér? 

Ástæðan er ein­föld. Allt þetta fólk lét ekki áróður sér­hags­muna­afla villa sér sýn og sáu í gegnum blekk­ing­ar­vef­inn. Og það sem mestu máli skipt­ir, gerðu eitt­hvað í mál­un­um.

Synda­list­inn um skað­semi fjár­mála­kerf­is­ins er lengri en hægt væri að koma fyrir í margra binda ritsafni þó sam­fé­lags­legri gagn­semi og umhverf­is­sigrum fjár­mála­kerf­is­ins og stór­fyr­ir­tækja væri hægt að koma fyrir í lít­illi vasa­bók, rit­aðri með stórum stöf­um. 

Margir þeirra sem áður hafa stigið fram og haft kjark í að benda á hið aug­ljósa, hið aug­ljósa sem sjaldan eða aldrei nær augum meg­in­straums fjöl­miðla, hafa bent á yfir­vof­andi hrun. Sumir ganga svo langt að kalla það hrun allra hruna. Til­efni þess­ara skrifa er alls ekki að hræða eða vera með dóms­dag­spár, hvað þá heldur að tala niður mark­aði eða end­ur­flytja klisjur og sam­sær­is­kenn­ing­ar.

Það sem hér er skrifað eru tölu­legar og sögu­legar stað­reynd­ir, ekk­ert ann­að.  

Mark­miðið er að upp­lýsa, hlusta og deila því sem við ekki skiljum til fulls, og okkur er ekki ætlað að skilja. Öðru­vísi gæti þetta ekki gengið svo langt sem raunin er. Okkur er ekki ætlað að skilja svo hægt sé að búa til sífellt nýjan far­veg ef einn stíflast, far­veg fyrir gegnd­ar­lausa græðgi og spill­ingu, mis­skipt­ingu auðs og valds.   

Fer verðið bara áfram upp?

Þegar net­bólan sprakk árið 2000 og fjár­mála­kerfið 2008 mátti greina kerf­is­bundnar nið­ur­sveiflur á milli. Alvar­leg hrun hafa orðið á 8 til 10 ára fresti síð­ustu ára­tugi og árhund­ruð. Nú lítur út fyrir að búið sé að blása í stærstu bólu allra tíma, dett­andi í fjórt­ánda árið frá síð­asta hruni með tölur sem sýna hæstu verð á hluta­bréfum í mann­kyns­sög­unn­i. 

Eða fer þetta bara áfram upp? 

Hvað segir ráð­gjaf­inn þinn í bank­an­um? Eða sér­fræð­ing­arnir á for­síðum við­skipta­blað­anna? Hvað segja grein­inga­deildir bank­anna eða Seðla­banka­stjóri? Hvað segja fjár­mála- og for­sæt­is­ráð­herra?

Auglýsing
Það er of pín­legt að rifja upp yfir­lýs­ingar ráða­manna um stöðu fjár­mála­kerf­is­ins í aðdrag­anda hruns­ins 2008. En hver er afstaða þeirra nú þegar allar við­vör­un­ar­bjöllur eru farnar að hringja og er eitt­hvað plan-B í gangi ef illa fer?

Ég tel mig ekki hafa dýpri skiln­ing á fjár­mála­mörk­uðum en almennt gengur og ger­ist en spyr, svona í ljósi sög­unn­ar, hvort við siglum enn og aftur sof­andi að feigðar­ósi?

Ég velti líka fyrir mér hvort líf­eyr­is­sjóðir ætli að bíða af sér sveifl­una eða verja sig. Eða er yfir­bygg­ing sjóð­anna bara þannig að við gætum allt eins geymt fjár­muni okkar í vísi­tölu­sjóðum og sleppt því að borga rán­dýrum starfs­mönnum fyrir að gera það sama og mark­að­ur­inn, sama hvað?

Vill Musk fá að greiða skatta eða losa um eign­ir?

Úr frétt á Visi.is:

Frum­kvöð­ull­inn og við­skipta­jöf­ur­inn Elon Musk hefur efnt til skoð­ana­könn­unar á Twitter þar sem hann spyr 62 milljón fylgj­endur sínar hvort hann eigi að selja 10 pró­sent af hluta­bréfum sínum í Tesla.

Musk seg­ist á Twitter hvorki þiggja laun né fá greidda bónusa; það eina sem hann eigi sé hlutafé og því sé eina leiðin fyrir hann að greiða skatt að selja hluta­féð og greiða skatt af hagn­að­in­um.

„Ég mun hlíta nið­ur­stöðum þess­arar könn­un­ar, hvernig sem hún fer,“ lofar millj­arða­mær­ing­ur­inn sér­vitri, sem núna er rík­asti maður heims, eftir að hafa tekið framúr Jeff Bezos, stofn­anda Amazon.

Ef Musk myndi losa 10% í einu verð­mætasta fyr­ir­tæki heims, án sýni­legrar ástæðu, gæti það haft mikil áhrif á mark­að­inn og mögu­lega senda skila­boð um að hann hefði tak­mark­aða trú á eigin félagi, félagi sem virð­ist í fljótu bragði gríð­ar­lega ofmet­ið. Er þetta til­raun til að losa gríð­ar­legar eignir undir þeim for­merkjum að vilja, í fyrsta skipti, greiða skatta? Að loks­ins sjái auð­maður að sér og í til­finn­inga­upp­námi hugsi hann um sam­fé­lags­leg gildi á meðan hann klæðir sig úr geim­bún­ingn­um. Eða hvað?

Í árs­byrjun 2021 var Tesla metið á 631 millj­arða doll­ara eða meira en 6 stærstu bíla­fram­leið­endur þar á eftir til sam­ans, sem eitt og sér er alveg fárán­legt í öllum sam­an­burði. Í dag er verð­mæti Teslu komið yfir trilljón doll­ara. Er Musk svona umhugað um að greiða skatta eða er honum umhugað að leysa út gríð­ar­legan hagnað án þess að líta út fyrir að bregða búi, pakka því inn eins og að almenn­ingur ráði því hvað hann geri? Að öllum lík­indum verður sölu­hagn­aði komið þannig fyrir að ekki verði greidd króna í skatta. Hann þarf ekki annað en að setja sölu­hagn­að­inn í góð­gerð­ar­sjóð, sem hann sjálfur stjórn­ar, eins og aðrir rík­ustu menn jarðar hafa gert. 

V/H hlut­fall er ein algeng­ast kennitala sem notuð er á hluta­bréfa­mörk­uð­u­m. V/H hlut­fall segir til um hversu langan tíma það tekur að greiða upp mark­aðsvirði félags með hagn­aði þess. Félag sem hefur mark­aðs­verð­mæti 100 millj­arða og hagn­ast um 10 millj­arða er með V/H gildið 10. Síðan eru dæmi um félög sem eru með mjög hátt V/H gildi en gildið hjá Teslu er í dag 1.918. Hver þarf hagn­aður Teslu að vera í fram­tíð­inni til að standa undir þeirri verð­lagn­ingu sem er á félag­inu í dag?

Markaðsvirði stærstu bílaframleiðenda heims í des. 2020.

„Ég mun hlíta nið­ur­stöðum þess­arar könn­un­ar, hvernig sem hún fer,“ lofar millj­arða­mær­ing­ur­inn sér­vitri Elon Musk, sem nýlega varð rík­asti maður heims og sló gamla met Jeff Bezos, stofn­anda Amazon.

Auður Musk var fyrr á árinu met­inn á 151 millj­arð Banda­ríkja­dala en Tesla var nýlega sagt vera virði trilljón dala. Musk á 23 pró­sent í fyr­ir­tæk­inu og er hlutur hans því nú um 230 millj­arða dala virði.

Þegar þetta er skrifað hafa 758 þús­und manns tekið þátt í könn­un­inni og 55,7 pró­sent sagt Já en 44,3 pró­sent sagt nei.

Það má spyrja hvað raun­veru­lega búi að baki? Er þetta fyrsti vísir af því hvernig rík­asta fólkið kemur ár sinni fyrir borð til að forð­ast það óum­flýj­an­lega? Á meðan almenn­ingur og eft­ir­launa­sjóðir þeirra eru upp­tekin af því hvernig þessi eða næsta Covid-­bylgja þró­ast og kaupir hluta­bréfin af Musk af því honum er svo umhugað að geta borgað skatta. En almenn­ingur veit þó, að við munum ekki bara taka skell­inn, heldur líka greiða fyrir björg­un­ar­pakk­ana ofan á þá björg­un­ar­pakka sem nú þegar er búið að dæla út með Covid björg­un­ar­pökkum rík­is­stjórna og seðla­banka heims­ins.

Pen­inga­fram­leiðsla hefur gert rík­asta fólkið miklu rík­ara

Jóhannes Björn skrifar þann 1. maí 2021.

Fólk sem spáir í hag­kerfi heims­ins með það eina að leið­ar­ljósi að skoða tölur um stöðu hluta­bréfa, skulda­bréfa og verð fast­eigna á eftir að vakna upp við vondan draum. Í fjár­mála­sögu heims­ins hafa ALLAR spila­borgir — hag­kerfi sem byggja á stöðugt vax­andi skuldum frekar en raun­fram­leiðslu — hrun­ið. Eini leynd­ar­dóm­ur­inn í þessu ferli, sem í tím­ans rás hefur stöðugt verið end­ur­tek­ið, er hversu lengi er hægt að halda Ponzi-­leiknum gang­andi. Þetta “lög­mál” ríkti í Hollandi 1637 (túlíp­ana­æð­i), Frakk­landi 1720 (John Law bóla), á heim­vísu 1929 (hluta­bréfa­bóla), 2000 (tækni­bóla) og 2008 (fast­eigna/skulda­bréfa­vöndla­bóla). 

Í dag erum við að upp­lifa alls­herj­ar­bólu, bólu sem aðeins er mögu­legt að blása ef helstu seðla­bankar heims­ins fram­leiða gíf­ur­legar upp­hæðir úr lausu lofti, langt umfram það sem fram­leiðsla vöru og þjón­ustu segir til um. Allir papp­írar — hluta­bréf, skulda­bréf og meira að segja rusla­bréf (junk bonds) — eru komnir til skýj­anna. Fast­eigna­verð er líka víða komið úr öllu sam­bandi við tekjur venju­legs fólks. 

Ef við lítum á mik­il­væg­asta pen­inga­markað heims­ins, Banda­ríkja­mark­að, þá saug Covid-19 um 800 millj­arða doll­ara út úr hag­kerf­inu. Við­brögð stjórn­valda voru að dæla inn 6000 millj­örðum doll­ara! 

Auglýsing
Allt nýjar skuldir og enn sést ekki fyrir end­ann á þessum pen­inga­mokstri, því nú stendur til að bæta yfir 2000 millj­örðum doll­ara við skuld­irn­ar. 

Þessar tölur eru svo stjarn­fræði­legar að flestir átta sig ekki á hvað þær raun­veru­lega þýða, en það er ágætis við­miðun að hafa í huga að allur kostn­aður Banda­ríkj­anna vegna seinni heim­styrj­ald­ar­innar var á núvirði (þegar tekið er til­lit til verð­bólgu) um 4000 millj­arðar doll­ara. 

Taum­laus pen­inga­fram­leiðsla (skulda­söfn­un) helstu seðla­banka heims­ins hefur gert rík­asta fólk heims­ins miklu rík­ara. Ráð­settir spari­fjár­eig­endur hafa hins vegar tapað gíf­ur­lega, því aukið fram­boð pen­inga hefur lækkað vexti niður á núllið. Stétta­skipt­ingin er meiri en hún hefur verið síðan 1929. Þrír rík­ustu menn Banda­ríkj­anna eiga núna meira en 160 millj­ónir sam­landa þeirra. 

Þeir sem halda að seðla­bankar heims­ins hafi fundið upp eilífð­ar­vél pen­inga­fram­leiðslu, gull­gerð­ar­list eins og menn dreymdi um hér áður fyrr, eiga eftir að verða fyrir miklum von­brigð­um. Þegar mark­að­irnir loks heimta hærri áhættu­vexti eða svartur svanur (al­gjör­lega óvæntur og háska­legur atburð­ur) mætir á svæð­ið, þá springur þessi alls­herj­ar­bóla og við megum þakka fyrir ef afleið­ing­arnar verða ekki verri en hrunið 2008.”

Til­vitnun lýk­ur.

En hvað segja töl­urn­ar?

En hvað segir hluta­bréfa­mark­að­ur­inn? 

Stóra spurn­ingin er ekki hvort heldur hvenær nið­ur­sveiflan kem­ur. Verður hún lítil eða mikil eða mesta hrun allra tíma? Hversu lengi mun vöru­skort­ur, umfram­eft­ir­spurn og aðgerðir rík­is­stjórna og seðla­banka duga til að halda þessu gang­andi og hvað þýðir þetta fyrir almenn­ing á Ísland­i. 

Þurfum við að verja okkur og getum við varið okk­ur? 

Eða eigum við bara að sitja á hlið­ar­lín­unni og bíða og sjá hvað ger­ist og vona það besta þegar kemur að því að deila út björg­un­ar­bát­um, spenna greipar og vona að hags­muna­tengd stjórn­völd setji fólkið í fyrsta sæti, í fyrsta sinn í sög­unni?

Eigum við að bíða og vera svo jafn jarm­andi hissa á þessu öllu sam­an, jafn hissa og stjórn­mála­fólkið og sér­fræð­ingar fjár­mála­kerf­is­ins verða þegar yfir­vof­andi skellur dynur yfir? Og sætta okkur enn og aftur við að vera sett aft­ast í röð­ina eftir björg­un­ar­vestum sem verða allt of fá þegar frekasti og rík­asti minni­hlut­inn hefur tekið sitt?

Höf­undur er for­maður VR.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar