Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?

Arnaldur Árnason telur að þegar málin séu skoðuð af yfirvegaðri skynsemi þá sé augljóst að sóttvarnaraðgerðir á landamærum séu illa rökstuddar.

Auglýsing

Þann 16. októ­ber síð­ast­lið­inn viðr­aði for­sæt­is­ráð­herra þá skoðun sína að rétt væri að aflétta sótt­varn­ar­að­gerðum inn­an­lands en sagði á sama tíma að hún „telji skyn­sam­legt að við­halda þeim á landa­mærum“. Í kjöl­farið var áætlun um aflétt­ingar inn­an­lands til­kynnt. Eins og oft áður í far­aldr­inum sá frétta­maður ekki til­efni til þess að ganga frekar á ráð­herr­ann og krefj­ast þess að hún rök­styðji sitt mál og útskýri frekar hvaða skyn­semi búi að baki því að halda í sótt­varn­ar­að­gerðir á landa­mær­um. Þess vegna spyr ég eft­ir­far­andi spurn­inga:

Er skyn­sam­legt að öllum sem lenda í Kefla­vík á sama tíma sé hrúgað inní sama rými ofan í hvern annan og gert að bíða þar eftir að starfs­menn stjórn­valda skoði ein­hverja papp­íra í nafni sótt­varna?

Er skyn­sam­legt að setja þær íþyngj­andi kröfur á fólk sem ferð­ast til íslands að fara í rán­dýr próf erlendis til að sanna að það sé ekki með veiru sem 90% Íslend­inga eru bólu­settir fyr­ir?

Er skyn­sam­legt að mis­muna bólu­settum og óbólu­settum þannig að óbólu­settir eru sviptir frelsi við kom­una til lands­ins þegar það er vitað að bólu­setn­ing kemur ekki í veg fyrir smit?

Er skyn­sam­legt að sólunda fjár­munum skatt­greið­enda í þessar aðgerðir þegar ógnin af veirunni er ekki meiri en raun ber vitni, fjár­munum sem væri betur varið í heil­brigð­is­kerf­inu sem aðgerð­unum er ætlað að vernda?

Auglýsing
Er skyn­sam­legt að hefta för Íslend­inga hingað til lands með íþyngj­andi sótt­varn­ar­reglum þegar það er skil­yrð­is­laus réttur þeirra sam­kvæmt stjórn­ar­skrá að koma heim?

Er skyn­sam­legt að stjórn­völd dragi úr áhuga ferða­manna á að koma til íslands vegna óþarfra og íþyngj­andi tak­mark­ana á landa­mærum og auki þar með atvinnu­leysi og halla­rekstur rík­is­sjóðs?

Er skyn­sam­legt að hunsa ráð­legg­ingar alþjóð­legu heil­brigð­is­stofn­un­ar­inn­ar, WHO, um að við­hafa ekki tak­mark­anir á landa­mærum því gagn­semi þeirra er lítil sem engin eftir að veiran hefur numið land en skað­semin ofboðs­leg?

Er skyn­sam­legt að við­halda tak­mörk­unum á landa­mær­unum þegar við vitum að ein­ungis sé um örfá smit að ræða sem hafa hvorki áhrif á smit­stuðul veirunnar né vöxt far­ald­urs­ins inn­an­lands?

Svarið við þessum spurn­ingum er aug­ljós­lega nei.

Þegar málið er skoðað af yfir­veg­aðri skyn­semi þá er aug­ljóst að sótt­varn­ar­að­gerðir á landa­mærum eru illa rök­studd­ar. Aðgerð­irnar auka atvinnu­leysi, verð­bólgu og halla­rekstur rík­is­sjóðs. Þær grafa undan fjár­mögnun grunn­stoða sam­fé­lags­ins og draga úr lífs­gæðum þjóð­ar­inn­ar. Með hverjum degi sem líður stækkar reikn­ing­ur­inn sem börnin okkar þurfa að greiða. Það er ekki for­svar­an­legt að hefta ferða- og atvinnu­frelsi þjóð­ar­innar fyrir eins lít­inn ávinn­ing og raun ber vitni. Þess vegna biðla ég til ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar að sjá sóma sinn í því að fella taf­ar­laust niður allar þær tak­mark­anir sem settar hafa verið á landa­mærin og treysti því að vel verði tekið í þessa bón enda um að ræða skyn­samt fólk.

Höf­undur er nemi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar