Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?

Arnaldur Árnason telur að þegar málin séu skoðuð af yfirvegaðri skynsemi þá sé augljóst að sóttvarnaraðgerðir á landamærum séu illa rökstuddar.

Auglýsing

Þann 16. októ­ber síð­ast­lið­inn viðr­aði for­sæt­is­ráð­herra þá skoðun sína að rétt væri að aflétta sótt­varn­ar­að­gerðum inn­an­lands en sagði á sama tíma að hún „telji skyn­sam­legt að við­halda þeim á landa­mærum“. Í kjöl­farið var áætlun um aflétt­ingar inn­an­lands til­kynnt. Eins og oft áður í far­aldr­inum sá frétta­maður ekki til­efni til þess að ganga frekar á ráð­herr­ann og krefj­ast þess að hún rök­styðji sitt mál og útskýri frekar hvaða skyn­semi búi að baki því að halda í sótt­varn­ar­að­gerðir á landa­mær­um. Þess vegna spyr ég eft­ir­far­andi spurn­inga:

Er skyn­sam­legt að öllum sem lenda í Kefla­vík á sama tíma sé hrúgað inní sama rými ofan í hvern annan og gert að bíða þar eftir að starfs­menn stjórn­valda skoði ein­hverja papp­íra í nafni sótt­varna?

Er skyn­sam­legt að setja þær íþyngj­andi kröfur á fólk sem ferð­ast til íslands að fara í rán­dýr próf erlendis til að sanna að það sé ekki með veiru sem 90% Íslend­inga eru bólu­settir fyr­ir?

Er skyn­sam­legt að mis­muna bólu­settum og óbólu­settum þannig að óbólu­settir eru sviptir frelsi við kom­una til lands­ins þegar það er vitað að bólu­setn­ing kemur ekki í veg fyrir smit?

Er skyn­sam­legt að sólunda fjár­munum skatt­greið­enda í þessar aðgerðir þegar ógnin af veirunni er ekki meiri en raun ber vitni, fjár­munum sem væri betur varið í heil­brigð­is­kerf­inu sem aðgerð­unum er ætlað að vernda?

Auglýsing
Er skyn­sam­legt að hefta för Íslend­inga hingað til lands með íþyngj­andi sótt­varn­ar­reglum þegar það er skil­yrð­is­laus réttur þeirra sam­kvæmt stjórn­ar­skrá að koma heim?

Er skyn­sam­legt að stjórn­völd dragi úr áhuga ferða­manna á að koma til íslands vegna óþarfra og íþyngj­andi tak­mark­ana á landa­mærum og auki þar með atvinnu­leysi og halla­rekstur rík­is­sjóðs?

Er skyn­sam­legt að hunsa ráð­legg­ingar alþjóð­legu heil­brigð­is­stofn­un­ar­inn­ar, WHO, um að við­hafa ekki tak­mark­anir á landa­mærum því gagn­semi þeirra er lítil sem engin eftir að veiran hefur numið land en skað­semin ofboðs­leg?

Er skyn­sam­legt að við­halda tak­mörk­unum á landa­mær­unum þegar við vitum að ein­ungis sé um örfá smit að ræða sem hafa hvorki áhrif á smit­stuðul veirunnar né vöxt far­ald­urs­ins inn­an­lands?

Svarið við þessum spurn­ingum er aug­ljós­lega nei.

Þegar málið er skoðað af yfir­veg­aðri skyn­semi þá er aug­ljóst að sótt­varn­ar­að­gerðir á landa­mærum eru illa rök­studd­ar. Aðgerð­irnar auka atvinnu­leysi, verð­bólgu og halla­rekstur rík­is­sjóðs. Þær grafa undan fjár­mögnun grunn­stoða sam­fé­lags­ins og draga úr lífs­gæðum þjóð­ar­inn­ar. Með hverjum degi sem líður stækkar reikn­ing­ur­inn sem börnin okkar þurfa að greiða. Það er ekki for­svar­an­legt að hefta ferða- og atvinnu­frelsi þjóð­ar­innar fyrir eins lít­inn ávinn­ing og raun ber vitni. Þess vegna biðla ég til ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar að sjá sóma sinn í því að fella taf­ar­laust niður allar þær tak­mark­anir sem settar hafa verið á landa­mærin og treysti því að vel verði tekið í þessa bón enda um að ræða skyn­samt fólk.

Höf­undur er nemi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar