Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu

Hrafn Magnússon segist vona að sá tími komi ekki hér á landi að það verði í hugum fólks eins konar feimnismál sökum fátæktar að fá „bætur“ frá Tryggingastofnun ríkisins.

Auglýsing

Full­yrða má að við Íslend­ingar erum stoltir af líf­eyr­is­sjóð­unum okk­ar. Sumir segja að stofnun almennu líf­eyr­is­sjóð­anna árið 1970 hafi verið besta og árang­urs­rík­asta efna­hags­að­gerð þjóð­ar­innar á síð­ustu öld. Það er margt til í þeirri full­yrð­ingu en mér finnst meira um vert að með stofnun sjóð­anna var skotið styrkum stoðum undir vel­ferð­ar­kerfi íslensku þjóð­ar­innar og er nú svo komið að eignir líf­eyr­is­sjóð­anna sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu er orðin í fremstu röð meðal OECD ríkj­anna.

Stoð­irnar þrjár

Mjög mik­il­vægt er að gera sér grein fyrir því hvernig íslenska líf­eyr­is­kerfið er hugs­að. Alþjóða­bank­inn og OECD hafa í langan tíma lagt til að þjóðir heims byggi upp líf­eyr­is­kerfi sín á þremur megin stoð­um.

Fyrsta stoðin eru almanna­trygg­ing­ar, sem hið opin­bera sér um og ber ábyrgð á. Um er að ræða grunn­kerfi sem fjár­magnað er af sam­tíma­skött­um, þ.e. svo­kallað gegn­um­streym­is­kerfi.

Auglýsing
Almannatryggingar greiðir flatan jafnan grunn­líf­eyri, þar sem jöfn­uður og rétt­læti er í fyr­ir­rúmi. Almanna­trygg­ingar eru eins og nafnið gefur til kynna fyrir almenn­ing en kerfið getur verið háð tekjum fólks, sér­stak­lega atvinnu- og fjár­magnstekj­um.

Önnur stoðin sem kemur til við­bótar almanna­trygg­ingum eru líf­eyr­is­sjóð­irn­ir. Um er að ræða skyldu­bundna aðild að líf­eyr­is­sjóð­un­um. Þeir eiga að byggja á sam­trygg­ingu sjóð­fé­laga og meg­in­mark­mið þeirra er að greiða sjóð­fé­lögum líf­eyri, sér­stak­lega ævi­langan elli­líf­eyri. Líf­eyr­is­sjóð­irnir byggja á sjóð­söfnun og rétt­indin fara eftir iðgjalda­greiðslum til sjóð­anna.

Þriðja stoðin er svo frjáls líf­eyr­is­sparn­aður ein­stak­linga. Þessi sparn­aður er mjög mik­il­vægur sem við­bót við greiðslur almanna­trygg­inga og líf­eyr­is­sjóða.

Við­snún­ingur til hins verra

Sá sem þetta ritar hefur talið að sæmi­leg sátt og skiln­ingur hafi verið í þjóð­fé­lag­inu um þetta þriggja stoða líf­eyr­is­kerfi, sem þjóðir heims kepp­ast við að að koma á í sínum lönd­um. Hér á Íslandi hefur m.a. verið hægt að finna ofan­greinda skil­grein­ingu líf­eyr­is­kerfa á heima­síðum opin­bera aðila og hags­muna­sam­taka.

En nú virð­ist öldin vera önn­ur. Ýmsir ráða­menn þjóð­ar­innar og þeirra fylgj­endur hafa snúið við fyrstu tveimur veiga­mestu stoð­unum í líf­eyr­is­kerf­inu. Kenn­ingin er þessi: Fyrsta stoðin eru líf­eyr­is­sjóð­irn­ir, en svo koma almanna­trygg­ingar sem eins konar við­bót, en þá aðeins ef við­kom­andi ein­stak­lingur hefur áunnið sér lítil rétt­indi í líf­eyr­is­sjóð­un­um. Svo virð­ist sem almenn­ingur hafi ekki áttað sig á þessum við­snún­ingi, sem á sér þó nokk­urra ára sögu, m.a. í erind­is­bréfum félags­mála­ráð­herra til nefnda um end­ur­skoðun almanna­trygg­inga.

Að lokum

Greinin er skrifuð til að vekja athygli les­enda á þessum sér­kenni­lega við­snún­ingi í líf­eyr­is­málum þjóð­ar­inn­ar. Ekki síst ef það mætti verða til þess að rétta af þennan við­snún­ing við næstu end­ur­skoðun almanna­trygg­inga­lag­anna, sem gæti verið á næsta leiti.

Á ráð­stefnu um líf­eyr­is­mál sem haldin var hér á landi fyrir nokkrum árum hafði fram­sögu um vel­ferð­ar­mál Joakim Pal­me, sonur Olofs heit­ins Pal­me, foræt­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar. Joakim Palme var­aði við þeirri þróun ef almanna­trygg­ingar væru aðeins hugs­aðar fyrir þá verst settu í þjóð­fé­lag­inu. Að gera almanna­trygg­ingar að eins konar fátækt­ar­stofnun væru mikil mis­tök og óráð. Von­andi kemur sá tími ekki hér á landi að það verði í hugum fólks eins konar feimn­is­mál ­sökum fátæktar að fá „bæt­ur“ frá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins.

Höf­undur er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar