Evrópa breytist – Er kominn tími á að ræða Evrópusambandsaðild fyrir Noreg aftur?

Raymond Johansen, Fulltrúi Verkamannaflokksins í borgarstjórn Oslóar, skrifar um Evrópumál.

Auglýsing

Miklar breyt­ingar eiga sér nú stað í Evr­ópu. Styrj­ald­ar­á­stand í Úkra­ínu kastar ljósi á breyt­ingar sem hafa verið í far­vatn­inu í fleiri ár. Þessar breyt­ingar snerta okkur líka hér í Nor­egi.

Evr­ópu­sam­bandið og ríki Evr­ópu eru á hraðri leið með að verða einu aðil­arnir sem standa vörð um lýð­ræði og frjáls­lynt stjórn­ar­far á norð­ur­hveli jarð­ar. Evr­ópu­sam­bandið er í far­ar­broddi þegar kemur að því að leita lausna við erf­ið­ustu úrlausn­ar­efna sam­tím­ans. Ég er því ósam­mála þeim sem segja að nú sé ekki rétti tím­inn til að ræða fram­tíðar sam­band Nor­egs og Evr­ópu­sam­bands­ins.

And­staða bæði til hægri og vinstri hefur ýtt umræðu um Evr­ópu­sam­bandið út úr stjórn­ar­sátt­málum á liðnum árum. En breyt­ing­arnar í Evr­ópu leyfa ekki slíkan lúxus leng­ur.

Frá papp­írs­dreka í þunga­vikt­ar­að­ila

Við­brögð ESB við alvar­legum kreppum á borð við far­sóttir og styrj­aldir draga fram breyt­ing­arnar sem hafa orðið á sam­band­inu. Við­brögðin við Covid sýna vel hversu mik­il­vægt það er að vera hluti af smit­varn­ar­við­bragði ESB. Nor­egur hefði aldrei náð því að bólu­setja sig útúr covid svo fljótt sem raun var án sam­komu­lags við ESB og aðgangs að bólu­efni fram­leiddu innan vébanda sam­bands­ins.

Í við­brögðum við styrj­öld­inni í Úkra­ínu hefur ESB farið frá því að vera papp­írs­dreki í örygg­is- og varn­ar­málum í að tefla á sama borði og stór­veld­in. Nor­egur er eitt af aðild­ar­ríkjum NATO, en á tímum mik­illar óvissu er rétt að spyrja hvort þær trygg­ingar í varn­ar­málum sem aðild­inni fylgja séu nægj­an­leg­ar. Lýð­ræði í USA stendur tæpar nú eftir 4 ár með Don­ald Trump en áður. Það er ekki gefið að hægt sé að taka sem gef­inn stuðn­ing USA komi til öryggis­póli­tískra ögrana. Eng­inn veit hver nið­ur­staða næstu kosn­inga í USA verða.

Auglýsing
Stór lönd í Evr­ópu hafa þegar brugð­ist við breyttum for­send­um. Þýska­land eykur varn­ar­mála­út­gjöld um 100 millj­arða evra í ár. Stjórn­völd í Dan­mörku auka einnig útgjöld sín umtals­vert og ætla auk þess að efna til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um þétt­ara örygg­is- og var­an­ar­mála­sam­starf á vett­vangi ESB. Á Íslandi sýna skoð­ana­kann­anir meiri­hluta fyrir ESB aðild. Margir þar hafa skipt um skoðun á stuttum tíma. Sömu­leiðis í ESB lönd­unum Finn­landi og Sví­þjóð sem nú ræða NATO aðild. Þessar breyt­ingar kalla á norska umræðu um tengsl Nor­egs við Evr­ópu og ESB.

Bólu­setn­ing gegn ein­ræð­istil­burðum í Evr­ópu

Margir hafa bent á að ógnin sem Pútin og stjórn hans var að bregð­ast við með inn­rásinni í Úkra­ínu hafi ekki síður verið mögu­leg aðild Úkra­ínu að ESB en aðild­ar­um­sókn lands­ins að NATÓ. Ógnin fólst í Úkra­ínu sem stæði styrkum fótum í hópi frjáls­lyndra, lýð­ræð­is­legra ríkja í Evr­ópu. Ógnin fólst í að bætt lífs­kjör og virkt rétt­ar­ríki í Úkra­ínu myndu standa sem val­kostur við það sam­fé­lag sem Putin býður þegnum sín­um. Það er ekki til­viljun að hörð­ustu gagn­rýn­is­raddir í Evr­ópu komi frá Matteo Sal­vini í Ítalíu og Mar­ine Le Pen í Frakk­landi. Þessir aðilar hafa um langt ára­bil stutt Putin og lýst aðdáun sinni á hon­um. Evr­ópu­sam­bandið dregur mátt úr ein­ræð­istil­burðum fólks af þessu tagi.

Hlut­verk sem sam­fé­lags­skipu­leggj­andi. Evr­ópu­sam­bandið tekur nú for­ystu í aðgerðum til að takast á við loft­lags­vand­ann. Mark­mið ESB í þeim efnum eru mun metn­að­ar­fyllri en Nor­egs. Fram­lag ESB á svið lofts­lags­mál­anna, „green new deal“, opin­berar þær breyt­ingar sem orðið hafa á stefnu­miðum ESB. ESB tekur hlut­verk sitt sem sam­fé­lags­skipu­leggj­andi alvar­lega með því að ýta undir þróun grænnar starf­semi og atvinnu­tæki­færa.

Hlut­verk ESB sem reglu­gef­andi aðili er sífellt mik­il­væg­ara. Reglur ESB um per­sónu­vernd, GDPR, General Data Prot­ect­ion Reg­ul­ation) en þegar hluti af norska reglu­verk­inu.

Stefna ESB í sam­keppn­is­málum er mun virk­ari en stefna USA t.d. gagn­vart alþjóð­legum gagna- og tækni­fyr­ir­tækj­um. Sam­keppn­is­reglur ESB eru mun meira tak­mark­andi gagn­vart ágengni þess­ara fyr­ir­tækja og veita þegar norskum neyt­endum og norskum fyr­ir­tækjum vernd og skjól sem ella væri ekki til stað­ar.

Lagar sig að breyttum þörfum aðild­ar­ríkj­anna

Það þarf að ræða Evr­ópu­sam­bandsteng­ingu Nor­egs vegna þess að Evr­ópu­sam­bandið er í breyt­ingu. Bretar stóðu í vegi fram­sæk­inna félags­legra aðgerða á vegum ESB um ára­bil. Þeir hafa nú horfið af vett­vangi. Það veldur bresku verka­lýðs­hreyf­ing­unni miklu angri vegna þess að breskt verka­fólk nýtur nú ekki ýmissa rétt­inda og laga­boða sem áður var því skjól.

Við þurfum að vera opin gagn­vart þeim póli­tísku mögu­leikum og póli­tísku breyt­ing­ar­mögu­leikum sem eru til staðar í ESB. Aðferða­fræði fyrir hátt­vísi í sam­skiptum aðila vinnu­mark­að­ar­ins sem kennd er við Osló mun nú verða tekin upp um allan Nor­eg. Góðar lausnir sem upp­haf­lega voru þró­aðar fyrir eitt bæj­ar­fé­lag skal yfir­fært á allt land­ið. En þorum við að hugsa í stærri skala? Er ekki hægt að velta fyrir sér yfir­færslu fyrir Evr­ópu í heild sinni?

Hvaða hindr­anir eru nú, 2022, í vegi þess að nota ESB sem fram­sækið verk­færi til að raun­gera fram­sækin félags­leg stefnu­mál? Það er fullt mögu­legt að hug­myndin um nor­ræna líkanið verði leið­ar­ljós innan ESB.

Hin svo­kall­aða félags­lega vídd hefur verið til umfjöll­unar innan ESB síð­ustu árin. ESB hefur sett sér metn­að­ar­full mark­mið á því sviði fram til árs­ins 2030. Það skapar nýja mögu­leika. ESB end­ur­speglar vilja aðild­ar­land­anna og breyt­ist í takt við breyt­ingar á vilja þeirra. Og innan ESB er tek­ist á um stefnu­mál og mögu­leiki fyrir aðild­ar­löndin að ná fram með áherslu­mál sín.

Besta við­bragðið við mörgum áskor­unum

Við sem stöndum í stafni í stjórn­málum verðum að hafa kjark til að hefja umræðu um mál þegar umræð­unnar er þörf. En eins og staðan er núna láta norskir stjórn­mála­menn hjá líða að ræða stór­ar, afger­andi ákvarð­anir sem verið er að taka í Evr­ópu og munu móta Noreg um ókomna tíð. Afsökun stjórn­mála­mann­anna er að Nor­egur hafi mjög litla mögu­leika á að hafa áhrif á þró­un­ina. Norskir fjöl­miðlar fjalla lítið sem ekk­ert um umræð­una sem á sér stað í Evr­ópu um þessi ógn­ar­stóru verk­efni.

Við verðum að við­ur­kenna að Evr­ópa er að breyt­ast og þró­ast og Nor­egur situr á margan hátt á eft­ir.

Auglýsing
Ef þú ert Norð­maður undir 45 ára aldri hefur þú í raun aldrei fengið að taka afstöðu til ESB. Kannski verður nið­ur­staða atkvæða­greiðslu nýtt NEI verði aðild­ar­um­sókn send til ESB. En þó það yrði nið­ur­staðan skuldum við bæði íbúum Nor­egs og lýð­ræð­is­þró­un­inni að hefja umræð­una og gera það af auð­mýkt („med lave skuldre“).

ESB er aug­ljós­lega besta svarið sem við höfum gagn­vart hættum sem steðja að friði og lýð­ræði. ESB er líka besta svarið sem við höfum gagn­vart mörgum þeirra áskor­ana sem norskt sam­fé­lag stendur frammi fyrir og getur ekki leyst eitt og sér.

Vinstri­flokk­arn­ir, SV og Rödt (sam­svarar VG og Sós­í­alista­flokknum á Íslandi) hafa sett sér metn­að­ar­full mark­mið á mörgum sviðum og tala af hita um alþjóð­legt sam­starf. En stað­reyndin er að nor­rænt varn­ar­banda­lag sem ekki er til mun ekki tryggja varn­ar- og örygg­is­mál í því hættu­lega heims­á­standi sem nú rík­ir. Sam­ein­uðu þjóð­irnar munu ekki leysa lofts­lags­vand­ann. Á báðum þessum sviðum er ESB til staðar með virkar lausn­ir.

Styrj­öldin í Úkra­ínu hefur breytt sýn margra á hvað er mik­il­vægt í alþjóða­sam­vinnu og hvað eru raun­hæf mark­mið í því sam­hengi. Við, í Nor­egi, verðum að taka til­lit til þess að ver­öldin er breytt, að Evr­ópa er breytt.

Það eru örugg­lega margar veiga­miklar og góðar ástæður sem hægt er að setja fram til rök­styðja að Nor­egur eigi ekki að vera með­limur í ESB. En eru þær ástæður nægj­an­lega veiga­miklar og nægj­an­lega góð­ar?

Höf­undur er full­trúi Verka­manna­flokks­ins í borg­ar­stjórn Osló­ar. Þórólfur Matth­í­as­son, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, þýddi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar