Leysum leigjendur úr okurgildrunni!

Tvær efstu konurnar á lista Flokks fólksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar skrifa um þann alvarlega vanda sem leigjendur eru í.

Kolbrún og Helga
Auglýsing

Við í Flokki fólks­ins skiljum vel þann alvar­lega vanda sem leigj­endur eru í. Á leigj­enda­mark­aði er neyð­ar­á­stand. Í raun má segja að sveit­ar­fé­lögin upp­fylli ekki 14. gr. laga um hús­næð­is­mál. Flokkur fólks­ins vill efna til stór­átaks í fram­boði á lóð­um. Fái flokk­ur­inn fram­gang í kosn­ingum 14. maí munum við berj­ast fyrir því að byggt verði í hverfum þar sem nóg rými er og inn­viðir sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi eru einir 7 skólar í Graf­ar­vogi sem geta bætt við nem­end­um. Flokkur fólks­ins telur að skoða þurfi alvar­lega að brjóta land undir nýja byggð og gæti það t.d. orð­ið  í suð­ur­hlíðum Úlf­ars­fells og svæð­inu austur af Úlf­arsár­dal. 

Reykja­vík á nóg land undir lóðir og við í Flokki fólks­ins viljum nýta það og hafa lóð­irnar á kostn­að­ar­verði. Við viljum tryggja óhagn­að­ar­drifnum íbúða- og leigu­fé­lögum aðgang að hag­kvæmum lóðum þannig að þau geti nýtt sér stofn­fjár­fram­lög rík­is­ins. Sú  er því miður ekki raunin í dag. ­Með því að stór­auka fram­boð á leigu­í­búðum og búsetu­réttar­í­búðum í hús­næð­is-­sam­vinnu­fé­lögum má draga úr sveiflum á hús­næð­is­mark­aði. Aukið fram­boð og aukin fjöl­breytni á rekstr­ar­formi dregur úr vægi fjár­festa og spá­kaup­manna á íbúða­mark­aðn­um. 

Hvað þýðir „óhagn­að­ar­drif­inn“ rekstur og hvernig tryggjum við sann­gjarna húsa­leigu?

Óhagn­að­ar­drif­inn rekstur stendur undir kostn­aði og ef ein­hver afgangur verður þá rennur hann til neyt­end­anna en ekki til fjár­festa eða eig­enda. Þannig myndi hagn­aður í óhagn­að­ar­drifnu leigu­fé­lagi nýt­ast til lækk­unar húsa­leig­u. 

Auglýsing
Sú hug­mynd hefur verið rædd á meðal okkar í Flokki fólks­ins að lög­festa sams konar kröfur um greiðslu­mat vegna leigu­samn­inga og gilda vegna lána­samn­inga. Þannig yrði tryggt að eng­inn þyrfti að búa við íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­aði í formi leigu. Þar sem stór hluti leigj­enda býr nú þegar við íþyngj­andi hús­næð­is­kostnað myndi það jafn­framt skapa hvata fyrir leigu­sala til að stilla leigu­verði í hóf því ann­ars myndu þeir ekki fá neina leigj­endur sem stæð­ust greiðslu­mat. Okkur finnst þetta skemmti­leg hug­mynd og langar að kasta henni fram hér til hug­leið­ing­ar. Gaman væri að heyra skoðun leigj­enda á henni og sem flestum öðrum einnig.

Tryggja þarf öryggi leigj­enda og rétt­indi þeirra

Rétt­indi leigj­enda, sem ætlað er að tryggja hús­næð­is­ör­yggi þeirra, eru lög­bund­in. Til að efla þau rétt­indi þyrfti að gera laga­breyt­ingar á Alþingi. Flokkur fólks­ins er í stjórn­ar­and­stöðu á Alþingi og berst fyrir rétt­indum leigj­enda á þeim vett­vangi. Ásamt því að tryggja verður sann­gjarnt leigu­verð í sam­ræmi við greiðslu­getu leigj­enda úti­lokar Flokkur fólks­ins ekki að setja á leigu­þak tíma­bundið meðan ástandið á hús­næð­is­mark­aði er sem verst. 

Flokkur fólks­ins er með frum­varp á Alþingi um að frysta verð­trygg­ingu á hús­næð­is­lánum og leigu­samn­ingum í eitt ár. Í raun má segja að það frum­varp gangi út á að setja á tíma­bundið leigu­þak enda eru lang­flestir leigu­samn­ingar verð­tryggð­ir. Margir leigj­endur berj­ast í bökk­um. Leigj­endur greiða allt að 70% af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í leigu. Á meðan ástandið er svo slæmt þarf að auka beinan stuðn­ing við leigj­endur í formi hús­næð­is­bóta.

Air­Bn­b-væð­ing

Hægt er að tak­marka „Air­Bn­b-væð­ingu“ og það hefur nú þegar verið gert að nokkru leyti. Hversu langt skuli ganga í því er svo önnur spurn­ing, en erlendis frá eru for­dæmi fyrir því að hrein­lega banna slíka starf­semi á svæðum þar sem er skortur á hús­næði fyrir almenna borg­ara. 

Að hús­næði standi tómt getur verið af mis­mun­andi ástæð­u­m.  Oft er um að ræða hús­næði sem þarfn­ast mik­illa og kostn­að­ar­samra end­ur­bóta svo það verði íbúð­ar­hæft og þá bætir ekki úr skák að leggja sektir eða aðrar refs­ingar á eig­endur ef þeir eiga nú þegar erfitt með að fjár­magna nauð­syn­legar end­ur­bæt­ur. Að því sögðu er þó ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að setja skil­yrði um búsetu eða leggja gjöld á eig­endur fast­eigna sem láta þær standa tómar án lög­mætrar ástæðu. Flokkur fólks­ins er opinn fyrir því að skoða slíkar hug­mynd­ir.

Að lokum er áréttuð sú áhersla Flokks fólks­ins að helst ætti eng­inn að þurfa að hír­ast óvilj­ugur á erf­iðum leigu­mark­aði, eins og á við um lang­flesta leigj­end­ur. Þess vegna þarf ekki aðeins að horfa til lausna sem snúa að hags­munum leigj­enda til lengri tíma heldur á líka að gera þeim sem vilja ekki vera á leigu­mark­aði kleift að kom­ast þaðan í eigið hús­næði. Flokkur fólks­ins hefur lagt fram fjölda frum­varpa og til­lagna á Alþingi sem þjóna þeim til­gangi og mun gera allt sem í hans valdi stendur í borg­ar­stjórn fái hann umboð kjós­anda í kom­andi kosn­ingum 14. maí.

Kol­brún er odd­viti Flokks fólks­ins og fram­bjóð­andi í 1. sæti á lista flokks­ins í kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum og Helga skipar 2. sætið á list­an­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar