Leysum leigjendur úr okurgildrunni!

Tvær efstu konurnar á lista Flokks fólksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar skrifa um þann alvarlega vanda sem leigjendur eru í.

Kolbrún og Helga
Auglýsing

Við í Flokki fólks­ins skiljum vel þann alvar­lega vanda sem leigj­endur eru í. Á leigj­enda­mark­aði er neyð­ar­á­stand. Í raun má segja að sveit­ar­fé­lögin upp­fylli ekki 14. gr. laga um hús­næð­is­mál. Flokkur fólks­ins vill efna til stór­átaks í fram­boði á lóð­um. Fái flokk­ur­inn fram­gang í kosn­ingum 14. maí munum við berj­ast fyrir því að byggt verði í hverfum þar sem nóg rými er og inn­viðir sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi eru einir 7 skólar í Graf­ar­vogi sem geta bætt við nem­end­um. Flokkur fólks­ins telur að skoða þurfi alvar­lega að brjóta land undir nýja byggð og gæti það t.d. orð­ið  í suð­ur­hlíðum Úlf­ars­fells og svæð­inu austur af Úlf­arsár­dal. 

Reykja­vík á nóg land undir lóðir og við í Flokki fólks­ins viljum nýta það og hafa lóð­irnar á kostn­að­ar­verði. Við viljum tryggja óhagn­að­ar­drifnum íbúða- og leigu­fé­lögum aðgang að hag­kvæmum lóðum þannig að þau geti nýtt sér stofn­fjár­fram­lög rík­is­ins. Sú  er því miður ekki raunin í dag. ­Með því að stór­auka fram­boð á leigu­í­búðum og búsetu­réttar­í­búðum í hús­næð­is-­sam­vinnu­fé­lögum má draga úr sveiflum á hús­næð­is­mark­aði. Aukið fram­boð og aukin fjöl­breytni á rekstr­ar­formi dregur úr vægi fjár­festa og spá­kaup­manna á íbúða­mark­aðn­um. 

Hvað þýðir „óhagn­að­ar­drif­inn“ rekstur og hvernig tryggjum við sann­gjarna húsa­leigu?

Óhagn­að­ar­drif­inn rekstur stendur undir kostn­aði og ef ein­hver afgangur verður þá rennur hann til neyt­end­anna en ekki til fjár­festa eða eig­enda. Þannig myndi hagn­aður í óhagn­að­ar­drifnu leigu­fé­lagi nýt­ast til lækk­unar húsa­leig­u. 

Auglýsing
Sú hug­mynd hefur verið rædd á meðal okkar í Flokki fólks­ins að lög­festa sams konar kröfur um greiðslu­mat vegna leigu­samn­inga og gilda vegna lána­samn­inga. Þannig yrði tryggt að eng­inn þyrfti að búa við íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­aði í formi leigu. Þar sem stór hluti leigj­enda býr nú þegar við íþyngj­andi hús­næð­is­kostnað myndi það jafn­framt skapa hvata fyrir leigu­sala til að stilla leigu­verði í hóf því ann­ars myndu þeir ekki fá neina leigj­endur sem stæð­ust greiðslu­mat. Okkur finnst þetta skemmti­leg hug­mynd og langar að kasta henni fram hér til hug­leið­ing­ar. Gaman væri að heyra skoðun leigj­enda á henni og sem flestum öðrum einnig.

Tryggja þarf öryggi leigj­enda og rétt­indi þeirra

Rétt­indi leigj­enda, sem ætlað er að tryggja hús­næð­is­ör­yggi þeirra, eru lög­bund­in. Til að efla þau rétt­indi þyrfti að gera laga­breyt­ingar á Alþingi. Flokkur fólks­ins er í stjórn­ar­and­stöðu á Alþingi og berst fyrir rétt­indum leigj­enda á þeim vett­vangi. Ásamt því að tryggja verður sann­gjarnt leigu­verð í sam­ræmi við greiðslu­getu leigj­enda úti­lokar Flokkur fólks­ins ekki að setja á leigu­þak tíma­bundið meðan ástandið á hús­næð­is­mark­aði er sem verst. 

Flokkur fólks­ins er með frum­varp á Alþingi um að frysta verð­trygg­ingu á hús­næð­is­lánum og leigu­samn­ingum í eitt ár. Í raun má segja að það frum­varp gangi út á að setja á tíma­bundið leigu­þak enda eru lang­flestir leigu­samn­ingar verð­tryggð­ir. Margir leigj­endur berj­ast í bökk­um. Leigj­endur greiða allt að 70% af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í leigu. Á meðan ástandið er svo slæmt þarf að auka beinan stuðn­ing við leigj­endur í formi hús­næð­is­bóta.

Air­Bn­b-væð­ing

Hægt er að tak­marka „Air­Bn­b-væð­ingu“ og það hefur nú þegar verið gert að nokkru leyti. Hversu langt skuli ganga í því er svo önnur spurn­ing, en erlendis frá eru for­dæmi fyrir því að hrein­lega banna slíka starf­semi á svæðum þar sem er skortur á hús­næði fyrir almenna borg­ara. 

Að hús­næði standi tómt getur verið af mis­mun­andi ástæð­u­m.  Oft er um að ræða hús­næði sem þarfn­ast mik­illa og kostn­að­ar­samra end­ur­bóta svo það verði íbúð­ar­hæft og þá bætir ekki úr skák að leggja sektir eða aðrar refs­ingar á eig­endur ef þeir eiga nú þegar erfitt með að fjár­magna nauð­syn­legar end­ur­bæt­ur. Að því sögðu er þó ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að setja skil­yrði um búsetu eða leggja gjöld á eig­endur fast­eigna sem láta þær standa tómar án lög­mætrar ástæðu. Flokkur fólks­ins er opinn fyrir því að skoða slíkar hug­mynd­ir.

Að lokum er áréttuð sú áhersla Flokks fólks­ins að helst ætti eng­inn að þurfa að hír­ast óvilj­ugur á erf­iðum leigu­mark­aði, eins og á við um lang­flesta leigj­end­ur. Þess vegna þarf ekki aðeins að horfa til lausna sem snúa að hags­munum leigj­enda til lengri tíma heldur á líka að gera þeim sem vilja ekki vera á leigu­mark­aði kleift að kom­ast þaðan í eigið hús­næði. Flokkur fólks­ins hefur lagt fram fjölda frum­varpa og til­lagna á Alþingi sem þjóna þeim til­gangi og mun gera allt sem í hans valdi stendur í borg­ar­stjórn fái hann umboð kjós­anda í kom­andi kosn­ingum 14. maí.

Kol­brún er odd­viti Flokks fólks­ins og fram­bjóð­andi í 1. sæti á lista flokks­ins í kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum og Helga skipar 2. sætið á list­an­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar