Húsnæðislán er ekki neyslulán

Þórarinn Eyfjörð segir að einn mik­il­væg­asti þátt­ur­inn í kröfum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um launa­hækk­anir byggi á því að launa­fólk verði að geta greitt afborg­anir af hækk­andi hús­næð­is­lánum sínum án þess að missa fót­anna.

Auglýsing

Seðla­banka­stjóri Íslands, Ásgeir Jóns­son, kynnti nýja stýri­vaxta­hækkun bank­ans um 1,0 pró­sentu­stig þann 4. maí sl. og eru stýri­vextir nú 3,75 pró­sent. Um er að ræða sjö­undu stýri­vaxta­hækkun bank­ans frá því í maí 2020. Á einu ári, frá því í maí 2021 þegar stýri­vextir voru 0,75 pró­sent­ur, hafa stýri­vextir bank­ans hækkað um 3 pró­sentu­stig.

Ásgeir Jóns­son, seðla­banka­stjóri færir þjóð­inni þau rök, að ástæðan fyrir stýri­vaxta­hækkun 4. maí sé m.a. vegna hennar sjálfr­ar; vegna krafna verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um hærri laun, vegna hús­næð­is­kaupa almenn­ings og svo einnig út af hækk­andi hrá­vöru­verði vegna stríðs­ins í Úkra­ínu. Seðla­banka­stjóri hefur varað við launa­hækk­unum og hefur sagt í fjöl­miðlum að stöðva þurfi partíið á meðan laun for­stjóra hafa hækkað um hund­ruði þús­unda á mán­uði.

Óstöð­ug­leik­inn á ábyrgð stjórn­valda

Launa­fólk á Íslandi neyð­ist til að taka gríð­ar­lega há lán til að fjár­magna hús­næð­is­kaup sem rík­is­stjórn Íslands og Seðla­banki Íslands eru ábyrg fyr­ir. Í raun leggja þau blessun yfir og tryggja, að fast­eigna­verð hækki svo gríð­ar­lega eins og raun ber vitni sem bitnar verst á ungum fjöl­skyldum á vinnu­mark­aði. Einn mik­il­væg­asti þátt­ur­inn í kröfum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um launa­hækk­anir byggir á því að launa­fólk verður að geta greitt afborg­anir af hækk­andi hús­næð­is­lánum sínum án þess að missa fót­anna. En ástæðan fyrir hækk­andi afborg­unum er óstögu­leiki í efna­hags­málum og skertur kaup­mátt­ur. Fyrir þeim óstöð­ug­leika eru stjórn­völd og Seðla­banki Íslands ábyrg.

Auglýsing

Önnur ástæða stýri­vaxta­hækk­un­ar­innar er af stjórn­mála­legum toga þar sem ákvörðun um rekstur hús­næð­is­mark­að­ar­ins er tekin af stjórn­völd­um, sem ákváðu að láta bank­ana sjá um að fjár­magna hús­næð­is­mark­að­inn í stað þess að beita hag­stjórn og setja sér lang­tíma­stefnu í hús­næð­is­mál­um. Auk þess boðar rík­is­stjórnin 2 millj­arða króna nið­ur­skurð á stofn­fram­lögum til upp­bygg­ingar hús­næðis í fjár­mála­á­ætlun sinni til 2026.

Bank­arnir hafa hagn­ast um tugi millj­arða á stýri­vaxta­hækk­unum sem hvetja til hækk­ana á hús­næð­is­mark­aði. Bank­arnir greiða svo hagn­að­inn til eig­enda sinna, og launa­fólk og íslenskar fjöl­skyldur borga brús­ann beint úr vasa sín­um. Ákvarð­anir seðla­banka­stjóra hafa áhrif á alla lands­menn því með hækkun stýri­vaxta hækka lán, lífs­kjör skerðast, ójöfn­uður eykst og vel­ferð á Íslandi er ógn­að. Á meðan hagn­ast fjár­mála­stofn­anir í boði stjórn­valda. Arion banki til­kynnti upp­gjör bank­ans fyrir fyrsta árs­fjórð­ung í gær. Þar kom fram að bank­inn hagn­að­ist á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs um 5,8 millj­arða króna og greiddi 26,7 millj­arða til hlut­hafa. Þeir græða á stýri­vaxta­hækk­unum Seðla­banka Íslands á meðan almenn­ingur tap­ar.

Hús­næð­is­lán almenn­ings eru ekki neyslu­lán

Verð­bólga á Íslandi mælist nú 7,2 pró­sent og býst Seðla­bank­inn við að hún muni aukast næstu miss­erin sem þýðir að stýri­vextir munu halda áfram að hækka. Stýri­vextir koma í bakið á launa­fólki og verst koma þessar stýri­vaxta­hækk­anir við ungt fólk og lág­launa­stétt­ir. Heim­ilin í land­inu hafa lítið sem ekk­ert svig­rúm vegna hækk­unar vaxta á lánum og ört vax­andi vanda vegna hækk­andi fast­eigna­verðs. Hækkun stýri­vaxta gefur launa­fólki ekki aukið svig­rúm til sparn­aðar þar sem greiðslur af afborg­unum hús­næð­is­lána hækka og hefur ávinn­ing­ur­inn sem náð­ist í síð­ustu kjara­samn­ingum máðst út. Ekki er hægt að beita fyrir sig þeim rökum að hækkun verð­bólgu sé vegna ákvarð­ana fjöl­skyldna í land­inu um að fjár­festa í hús­næði og koma sér upp þaki yfir höf­uð­ið. Það þarf að taka hús­næð­is­lán út úr neyslu­vísi­töl­unni. Vísi­tala neyslu­verðs mælir breyt­ingar á verð­lagi einka­neyslu. Hag­stofa Íslands mælir vísitölu neyslu­verðs mán­að­ar­lega en þá er verð allra vara og þjón­ustu sem til­heyra neyslukörf­unni kannað og inni í neyslu­vísi­töl­unni eru hús­næð­is­lán almenn­ings. Hús­næð­is­lán eru ekki neysla.

Þá er einnig aug­ljóst að stjórn­völd hafa tekið með­vit­aða ákvörðun um að færa frekar fjár­muni til tekju­hæstu íbúð­ar­eig­enda en að styðja við tekju­lægri og yngri íbúð­ar­eig­end­ur. Aðferðin er með­vituð um að færa fram­tíð­ar­skatt­tekjur til þeirra sem hafa hærri tekjur og með því er ungu fólki og þeim sem eru á lægri laun­um, sem er að reyna að koma sér þaki yfir höf­uð­ið, gert erf­ið­ara fyr­ir. Þeim sem minnst hafa milli hand­anna er þannig gert ómögu­legt að kom­ast inn á fast­eigna­mark­að­inn.

Rík­is­stjórn Íslands á að tryggja almenna vel­ferð. Til þeirra verka voru þing­menn sem síðar urðu ráð­herrar kjörn­ir. Ef þeir geta ekki tryggt grunn­þarfir almenn­ings eins og þeir voru kjörnir til, eiga þeir að segja af sér þing­mennsku. Og við höfum ekk­ert að gera með rík­is­stjórn sem lætur grund­vallar hags­muni almenn­ings sig ekki neinu varða.

Höf­undur er for­maður Sam­eyk­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar