Húsnæðislán er ekki neyslulán

Þórarinn Eyfjörð segir að einn mik­il­væg­asti þátt­ur­inn í kröfum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um launa­hækk­anir byggi á því að launa­fólk verði að geta greitt afborg­anir af hækk­andi hús­næð­is­lánum sínum án þess að missa fót­anna.

Auglýsing

Seðla­banka­stjóri Íslands, Ásgeir Jóns­son, kynnti nýja stýri­vaxta­hækkun bank­ans um 1,0 pró­sentu­stig þann 4. maí sl. og eru stýri­vextir nú 3,75 pró­sent. Um er að ræða sjö­undu stýri­vaxta­hækkun bank­ans frá því í maí 2020. Á einu ári, frá því í maí 2021 þegar stýri­vextir voru 0,75 pró­sent­ur, hafa stýri­vextir bank­ans hækkað um 3 pró­sentu­stig.

Ásgeir Jóns­son, seðla­banka­stjóri færir þjóð­inni þau rök, að ástæðan fyrir stýri­vaxta­hækkun 4. maí sé m.a. vegna hennar sjálfr­ar; vegna krafna verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um hærri laun, vegna hús­næð­is­kaupa almenn­ings og svo einnig út af hækk­andi hrá­vöru­verði vegna stríðs­ins í Úkra­ínu. Seðla­banka­stjóri hefur varað við launa­hækk­unum og hefur sagt í fjöl­miðlum að stöðva þurfi partíið á meðan laun for­stjóra hafa hækkað um hund­ruði þús­unda á mán­uði.

Óstöð­ug­leik­inn á ábyrgð stjórn­valda

Launa­fólk á Íslandi neyð­ist til að taka gríð­ar­lega há lán til að fjár­magna hús­næð­is­kaup sem rík­is­stjórn Íslands og Seðla­banki Íslands eru ábyrg fyr­ir. Í raun leggja þau blessun yfir og tryggja, að fast­eigna­verð hækki svo gríð­ar­lega eins og raun ber vitni sem bitnar verst á ungum fjöl­skyldum á vinnu­mark­aði. Einn mik­il­væg­asti þátt­ur­inn í kröfum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um launa­hækk­anir byggir á því að launa­fólk verður að geta greitt afborg­anir af hækk­andi hús­næð­is­lánum sínum án þess að missa fót­anna. En ástæðan fyrir hækk­andi afborg­unum er óstögu­leiki í efna­hags­málum og skertur kaup­mátt­ur. Fyrir þeim óstöð­ug­leika eru stjórn­völd og Seðla­banki Íslands ábyrg.

Auglýsing

Önnur ástæða stýri­vaxta­hækk­un­ar­innar er af stjórn­mála­legum toga þar sem ákvörðun um rekstur hús­næð­is­mark­að­ar­ins er tekin af stjórn­völd­um, sem ákváðu að láta bank­ana sjá um að fjár­magna hús­næð­is­mark­að­inn í stað þess að beita hag­stjórn og setja sér lang­tíma­stefnu í hús­næð­is­mál­um. Auk þess boðar rík­is­stjórnin 2 millj­arða króna nið­ur­skurð á stofn­fram­lögum til upp­bygg­ingar hús­næðis í fjár­mála­á­ætlun sinni til 2026.

Bank­arnir hafa hagn­ast um tugi millj­arða á stýri­vaxta­hækk­unum sem hvetja til hækk­ana á hús­næð­is­mark­aði. Bank­arnir greiða svo hagn­að­inn til eig­enda sinna, og launa­fólk og íslenskar fjöl­skyldur borga brús­ann beint úr vasa sín­um. Ákvarð­anir seðla­banka­stjóra hafa áhrif á alla lands­menn því með hækkun stýri­vaxta hækka lán, lífs­kjör skerðast, ójöfn­uður eykst og vel­ferð á Íslandi er ógn­að. Á meðan hagn­ast fjár­mála­stofn­anir í boði stjórn­valda. Arion banki til­kynnti upp­gjör bank­ans fyrir fyrsta árs­fjórð­ung í gær. Þar kom fram að bank­inn hagn­að­ist á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs um 5,8 millj­arða króna og greiddi 26,7 millj­arða til hlut­hafa. Þeir græða á stýri­vaxta­hækk­unum Seðla­banka Íslands á meðan almenn­ingur tap­ar.

Hús­næð­is­lán almenn­ings eru ekki neyslu­lán

Verð­bólga á Íslandi mælist nú 7,2 pró­sent og býst Seðla­bank­inn við að hún muni aukast næstu miss­erin sem þýðir að stýri­vextir munu halda áfram að hækka. Stýri­vextir koma í bakið á launa­fólki og verst koma þessar stýri­vaxta­hækk­anir við ungt fólk og lág­launa­stétt­ir. Heim­ilin í land­inu hafa lítið sem ekk­ert svig­rúm vegna hækk­unar vaxta á lánum og ört vax­andi vanda vegna hækk­andi fast­eigna­verðs. Hækkun stýri­vaxta gefur launa­fólki ekki aukið svig­rúm til sparn­aðar þar sem greiðslur af afborg­unum hús­næð­is­lána hækka og hefur ávinn­ing­ur­inn sem náð­ist í síð­ustu kjara­samn­ingum máðst út. Ekki er hægt að beita fyrir sig þeim rökum að hækkun verð­bólgu sé vegna ákvarð­ana fjöl­skyldna í land­inu um að fjár­festa í hús­næði og koma sér upp þaki yfir höf­uð­ið. Það þarf að taka hús­næð­is­lán út úr neyslu­vísi­töl­unni. Vísi­tala neyslu­verðs mælir breyt­ingar á verð­lagi einka­neyslu. Hag­stofa Íslands mælir vísitölu neyslu­verðs mán­að­ar­lega en þá er verð allra vara og þjón­ustu sem til­heyra neyslukörf­unni kannað og inni í neyslu­vísi­töl­unni eru hús­næð­is­lán almenn­ings. Hús­næð­is­lán eru ekki neysla.

Þá er einnig aug­ljóst að stjórn­völd hafa tekið með­vit­aða ákvörðun um að færa frekar fjár­muni til tekju­hæstu íbúð­ar­eig­enda en að styðja við tekju­lægri og yngri íbúð­ar­eig­end­ur. Aðferðin er með­vituð um að færa fram­tíð­ar­skatt­tekjur til þeirra sem hafa hærri tekjur og með því er ungu fólki og þeim sem eru á lægri laun­um, sem er að reyna að koma sér þaki yfir höf­uð­ið, gert erf­ið­ara fyr­ir. Þeim sem minnst hafa milli hand­anna er þannig gert ómögu­legt að kom­ast inn á fast­eigna­mark­að­inn.

Rík­is­stjórn Íslands á að tryggja almenna vel­ferð. Til þeirra verka voru þing­menn sem síðar urðu ráð­herrar kjörn­ir. Ef þeir geta ekki tryggt grunn­þarfir almenn­ings eins og þeir voru kjörnir til, eiga þeir að segja af sér þing­mennsku. Og við höfum ekk­ert að gera með rík­is­stjórn sem lætur grund­vallar hags­muni almenn­ings sig ekki neinu varða.

Höf­undur er for­maður Sam­eyk­is.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar