Fælingarmáttur

Úlfar Þormóðsson skrifar um þá sem hann kallar hræddu karlana í NATO.

Auglýsing

Þeir eru vakn­aðir … nei … þetta á ekki að orða svona því þeir sofa aldrei; þeir eru á varð­bergi. Og eru í Varð­bergi, félagi sem á heima­síðu heitir Sam­tök um vest­ræna sam­vinnu og alþjóða­mál. Eðli­lega eru þeir ótta­slegnir vegna yfir­gangs Pútíns í Úkra­ínu og hugs­an­legra afleið­inga þess ofbeldis á heims­byggð­ina. Og þeir, Varð­bergs­menn, eru með í breiðri sam­stöðu félaga og hreyf­inga á Íslandi og vítt um heim sem mót­mæla yfir­gangi Pútíns og leita leiða til þess að stöðva hann.

En.

Hræðsla virkar á marga vegu og vekur ýmsar kenndir svo sem varn­ar­hug og sóknd­irfsku. Varn­ar­hugur getur hvatt til sam­vinnu við aðra til að hrinda voð­an­um. Sóknd­irfskan espar hins vegar til ráða­gerða um að fita sjálfan sig, efla sig heitir það víst; að efla sjálfan sig.

Einn öfl­ug­asti Varð­bergs­mað­ur­inn, Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi hitt og þetta skrifar í einni af dag­legum rit­gerðum sínum á bjorn. is um nauð­syn þess aðhér verði til hug­veita eða fræði­legur vett­vangur „sem sinnir rýni á örygg­is- og varn­ar­mál­um“ svo að vitnað sé í orð Óla Björns Kára­sonar ( for­manns þing­flokks sjálf­stæð­is­manna). „Til verði þekk­ing­ar­setur á þessu sviði þar sem nýtt sé menntun sér­mennt­aðra manna. Frið­rik Jóns­son sem sinnt hefur örygg­is- og varn­ar­málum innan utan­rík­is­þjón­ust­unnar sat í Dag­mála-þætti Morg­un­blaðs­ins með Óla Birni og tók undir þessi orð hans.”

Auglýsing
Sóley Kaldal, áhættu­stjórn­un­ar- og örygg­is­verk­fræð­ingur hjá Land­helg­is­gæslu Íslands, stjórn­ar­maður í Varð­bergi, und­ir­strik­aði svo þessa skoðun til­vitn­aðra spek­inga í Silfr­inu á Rúv nú í dag, 6. marz.

Hinn ágæti fræði­mað­ur, Baldur Þór­halls­son, pró­­fess­or í stjórn­­­mála­fræði við Há­­skóla Íslands, skrifar um fæl­ing­ar­mátt, og hefur vis­ir.is eftur honum í dag, 06.03.´22:

„Mik­il­vægi fæl­ing­ar­stefn­unnar gleymd­ist en hún var lyk­ill­inn að sigri vest­rænna ríkja í kalda stríð­inu. NATO-að­ild­in, varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­ríkin og föst við­vera varn­ar­liðs var ætíð hryggjar­stykkið í utan­rík­is­stefnu Íslands. Fæla skyldi óvin­inn frá því að ráð­ast á landið og bregð­ast við þegar í stað ef kæmi til inn­rás­ar. Nú hefur rúss­neski björn­inn vaknað úr dvala. Það kallar á að látið verið af þeim tepru­skap sem ein­kennir umræð­una um varn­ar­mál hér á landi. Ræða þarf mik­il­vægi fæl­ingar og varn­ar­stefnu Íslands.“

Þeir eru sumsé komnir á fulla ferð, hræddu karl­arnir í NATO, og leiða konu til vitnis um mátt orða sinna. Og vilja bjóða öllum að vera með sér. Fá her í land­ið. Öðl­ast fræðslu. Þeirra fræðslu. Bros­legt er að þetta er sama aðgerð, að fræða almúg­ann, sama aðferð og Pútín brúkar núna eystra. 

Af til­efn­inu skal þetta sagt:

Þegar mikið liggur við getur fólk unnið með nán­ast hverjum sem er að sam­eig­in­legum mann­úð­ar- hags­muna- og áhuga­mál­um. Jafn­vel fólki sem því er í nöp við og er upp á kant við. Og það getur náð árangri, sam­eig­in­lega, þetta ólíka fólk. En það merkir ekki að þessar sömu mann­verur ættu að búa sam­an, sofa saman og vakna sam­an, því þá rumskar oftar en ekki tor­tryggi af mörgum sök­um, til­lits­leysi, gremja og úlfúð, og vís­ast að þá vinn­ist ekki sigrar í neinum mál­um.

Látum því hvorki hræða yfir okkur heila­þvotta­ræður Varð­bergs né fæl­ing­ar­mátt amer­íska hers­ins með sínu hermangi og tvístraðri þjóð.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar