Fiskveiðiauðlindin og þjóðin

Auðlindarenta í sjávarútvegi og hlutur þjóðarinnar í henni.

Auglýsing

1. kafli. Inn­gangur

Grein þessi er sú fyrsta í röð greina sem birt­ast á næst­unni og fjalla um fjár­hags­lega nýt­ingu á fisk­veiði­auð­lindum lands­ins þar sem leit­ast er við að svara ýmsum spurn­ingum um hana á grund­velli fyr­ir­liggj­andi gagna og upp­lýs­inga. 

Í júní sl. spurði blaða­maður Frétta­blaðs­ins um mat mitt á auð­lind­arentu í sjáv­ar­út­vegi á Íslandi. Ég svar­aði því til að hún hefði á síð­ustu árum verið 40 til 60 mrd. kr. á ári. Þórólfur Matth­í­as­son pró­fess­ors við HÍ tók undir þetta en hann er meðal þeirra sem rann­sakað hefur hag­ræn áhrif kvóta­kerf­is­ins og ritað um þau. Frek­ari umfjöllun um málið varð til þess að rætt var við mig í þætt­inum Á Sprengisandi 26. júní sl ásamt fram­kvæmda­stjóra Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) um auð­lind­arent­una og gjald fyrir nýt­ingu á fisk­veiði­auð­lind­inn­i. 

Þar gerði ég grein fyrir því á hvaða for­sendum þetta mat er byggt. Fram­kvæmda­stjóri SFS tók undir það að vel gengi í sjáv­ar­út­vegi en fjarri því jafn vel og ég hefði lýst og fann því flest til for­áttu að auka gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi. Studdi hann mál sitt með því að tína til ýmis atriði sem sem reynst hafa vel til að drepa á dreif umræðu um kjarna máls­ins, þ.e. auð­lind­arentu í sjáv­ar­út­vegi og rétt þjóð­ar­innar til henn­ar, en gaf samt góða yfir­sýn yfir það sem SFS hefur beitt í and­ófi sínu gegn veiði­gjöld­um. 

Auglýsing
Málflutningur hans og fleiri bendir til þess að vit­neskju um stöðu og áhrif nátt­úru­auð­linda í efna­hags­líf­inu sé áfátt. Rök eru sótt í bók­halds­færslur og hjá­fræði fremur en stað­reyndir og fræði­lega þekk­ingu. Verður því að eyða nokkru plássi í frum­at­riði auð­linda­hag­fræði áður en komið er að meg­in­til­gangi þess­ara greina sem er að leita svara við spurn­ingum eins og; hver er raun­veru­leg afkoma fyr­ir­tækja sem nýta fisk­veiði­auð­lindir lands­ins?, hve mikil er þáttur auð­lind­ar­inn­ar, þ.e. hver er auð­lind­arent­an?, er greitt eðli­legt afgjald fyrir aðgang að henni? og fleiri spurn­ingum sem þessu tengj­ast. 

Í grein­unum verður einnig vikið að ýmsum útbreiddum stað­hæf­ingum um fjár­hag sjáv­ar­út­vegs og auð­linda­gjöld sem eru vill­andi, byggðar á röngum for­sendum og álykt­unum eða að farið er rangt með stað­reynd­ir. Meðal þess er eft­ir­far­and­i: 

  • Auð­lind­arenta er óljóst hug­tak, skil­grein­ingin þess er á reiki og mat á rentu tor­velt. 
  • Auð­lind­arenta í fisk­veiðum er lít­il. 
  • Afkoma sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja er ekki frá­brugðin því sem gengur og ger­ist í atvinnu­rekstri hér á landi og arð­semi þeirra aðeins 3,6 - 6,6%. 
  • Þjóðin fær þegar eðli­legan hluta auð­lind­arent­unnar í sinn hlut. 
  • Skattar á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru mjög háir og hann skilar svo miklu í opin­beran rekstur að ekki sé á það bæt­andi. Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki greiða þegar 30 - 60 % af hagn­aði sínum í skatta. 
  • Engin óeðli­leg verð­lagn­ing er í við­skiptum milli tengdra aðila í útgerð og engar tekjur eru fluttur milli veiða, fisk­vinnslu og sölu fiskaf­urða og því engin ástæða til að afkoma fisk­vinnslu sé tek­inn með í mati á auð­lind­arent­u. 
  • Fjár­fest­inga­þörf í sjáv­ar­út­vegi er mikil og hagn­aður þarf að vera mik­ill til  fjár­fest­inga og vegna arðs­þarfa eig­enda.

Í grein­unum verður fyrst og fremst fjallað um fisk­veiði­auð­lind­ina. Upp­lýs­ingar um hana eru aðgengi­legri en um önnur svið auð­linda­tengdrar starf­semi sem ýmist eru hulin upp­lýs­inga­leynd eða að nægi­legar rekstr­ar­upp­lýs­ingar liggja ekki fyr­ir. Almenn atriði grein­anna eiga þó einnig við um þessi svið svo sem vatns- og hita­orku sem ég hef áður fjallað um "Arður af nátt­úru­auð­lindum og hver nýtur hans" sem og nýt­ingu nátt­úru­auð­linda sem hafa nýlega verið til umræðu í fjöl­miðl­um, beislun vind­orku, fisk­eldi í sjó, vissa þætti ferða­þjón­ustu og útflutn­ing jarð­efna. Lík­legt er að á grund­velli til­tækra upp­lýs­inga sé unnt að sýna fram á að í þessum atvinnu­greinum sé auð­lind­arenta þegar fyrir hendi eða verði það innan tíðar og að þeir sem leynt eða ljóst stefna að auknu fisk­eldi og orku­vinnslu o.fl. án þess að skeyta um umhverf­is­leg áhrif eða fjár­hags­lega hags­muni þjóð­ar­innar af nýt­ingu nátt­úru­auð­linda séu í rentu­sókn fyrir eigin reikn­ing fremur en í bar­áttu fyrir almanna­hags­munum eins og látið er í veðri vaka.

Auk þessa inn­gangs er í 2. kafla þess­arar greinar rætt um efni og hug­tök auð­linda­hag­fræði, skil­grein­ingu á auð­lind­arentu og hvernig staðið er að mati á henn­i. 

Í næstu grein verður ann­ars vegar fjallað um afkomu sjáv­ar­út­vegs á grund­velli upp­lýs­inga frá Hag­stofu Íslands og sýnt fram á hver auð­lind­arentan hefur verið á árunum 2010 til 2020 og hins vegar verður til sam­an­burðar bók­halds­leg grein­ingu Deloitte á afkomu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja skoðuð og mun­ur­inn á þessum tvennu skýrð­ur. 

Í þriðju grein­inni verður rætt nánar um afkomu í sjáv­ar­út­vegi og áhrif af gengi íslensku krón­unnar á hana og sýnt hvernig virð­is­auki hefur skipst á vinnu, fjár­magn og auð­lind og spurt hvort hluti þjóð­ar­innar í auð­lind­arent­unni sé eðli­leg­ur. Í síð­ari hluta hennar verður fjallað um skatta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á síð­ustu árum og skattar af þátta­tekjum í sjáv­ar­út­vegi bornir sam­an. 

Í fjórðu grein­inni verður rætt um áhrif af inn­byrðis við­skiptum tengdra aðila á útreikn­ing auð­lind­arentu og meint nei­kvæð félags­leg og efna­hags­leg áhrif auð­linda­gjalda.

Í fimmtu og síð­ustu grein­inni verður fjallað um mis­mun­andi auð­linda­gjöld og sett fram sjón­ar­mið um skipt­ingu auð­lind­arentu og ákvörðun auð­linda­gjalda.

2. kafli.  Auð­lind­arenta, skil­grein­ing og útreikn­ingur

Hug­takið auð­lind­arenta kemur fram hjá Adam Smith einum helsta tals­manni við­skipta­frelsis á síð­ari hluta 18. aldar og hjá David Ricardo sem skil­greindi rentu­sókn í byrjun 19. ald­ar. Fræði­leg umfjöllun um efna­hags­leg nýt­ingu auð­linda hefur síðan verið á þeim grunni með nokkuð mis­mun­andi áhersl­um. Eftir miðja 20. öld verður renta og rentu­sókn í vax­andi mæli við­fangs­efni í hag­fræði og stjórn­mála­fræði með verkum Gor­don Tull­ock 1967 og Anne Kru­eger 1974. 

Tull­ock lýsti rentu­sókn sem því að sækj­ast eftir hagn­aði með póli­tískum hætti fremur en með við­skiptum á mark­aði og Kru­eger, sem þekkt er fyrir bar­áttu fyrir afnámi við­skipta­hind­r­ana milli landa, kemst í ritum sínum að þeirri nið­ur­stöðu að rentu­sókn valdi óhag­kvæmni í efna­hags­líf­inu, leiði til rangra fjár­fest­inga, minnki verð­mæta­sköp­un, dragi úr tekjum hins opin­bera og auki tekju­ó­jöfn­uð. Á síð­ustu ára­tugum hefur líf­leg fræði­leg umfjöllun verið um rentu í sjáv­ar­út­vegi m.a. í löndum þar sem fisk­veiðar hafa mikla efna­hags­lega eða félags­lega þýð­ingu þ.á m. hér á landi eins og fram kemur síð­ar.

Hag­ræn renta er sam­kvæmt skil­grein­ingu sá hluti tekna af fram­leiðslu sem ekki er að rekja til vinnu eða fjár­magns. Á sam­keppn­is­mark­aði fyrir vinnu­afl, fram­leiðslu­tæki, aðföng og aðstöðu mynd­ast engin renta en sé aðgangur tak­mark­aður að ein­hverju því sem til fram­leiðsl­unnar þarf getur renta orðið til. Ef aðgangur að nátt­úru­auð­lind er hinn tak­mark­andi þáttur er talað um auð­lind­arentu. Tak­mörk­unin getur verið af nátt­úru­legum ástæðum t.d er ekki hægt að virkja vatns­fall eða gufu­hver nema af einum aðila í senn eða að aðgangur er tak­markar með settum reglum svo sem kvóta eða skil­yrðum um leyf­is­veit­ingu. Auð­lind­arenta fellur þeim í skaut sem fær nýt­ing­ar­rétt­inn nema fullt mark­aðs­gjald komi fyrir hann.

Sem dæmi um auð­lind­arentu í íslensku atvinnu­lífi er stór­iðja og önnur starf­semi sem kaupir orku undir mark­aðs­verði með lang­tíma­samn­ingum og fisk­veiðar þar sem veiði­leyfum er úthlutað án þess að tekið sé mark­aðs­gjald fyr­ir. Sama má segja um fisk­eldi í hafi og starf­semi ferða­þjón­ustu í vissum til­vik­um. Þá stefnir allt í að vind­orku­fram­leiðslu verði upp­spretta auð­lind­arentu.

Mark­mið með atvinnu­rekstri er að afla tekna. Í þeim til­gangi er fólk ráðið til starfa, fjár­fest í fram­leiðslu­tækjum og fram­leiðslan seld á mark­aði. Tekj­urnar (virð­is­auk­inn) eru not­aðar til að greiða laun og ávaxta það fé sem bundið er í starf­sem­inni. Fjár­fest­ingar í starf­sem­inni miða að því að auka fram­leiðslu og skapa aukin verð­mæti og meiri tekj­ur. Þetta á þó ekki við þar sem ein­okun eða fákeppni er á mark­aði. Við þær aðstæður verður til hagn­aður umfram laun og eðli­lega ávöxtun fjár­magns. Hluti virð­is­aukans rennur þá sem renta til þeirra sem njóta hinnar sér­stöku sam­keppn­is­stöðu eða eiga þau rétt­indi sem skapa rent­una. Fjár­fest­ing í slíkri starf­semi hefur ekki ein­göngu og oft alls ekki þann til­gang að auka verð­mæta­sköpun heldur þann að fá hlut­deild í hagn­aði sem þegar er til stað­ar. 

Auglýsing
Dæmi um það eru fjár­fest­ingar til að fá aukna hlut­deild í heild­ar­kvóta. Þær leiða ekki til auk­innar verð­mæta­sköp­unar því hin aukni kvóti er tekin af öðrum hvort sem það er með kaupum á honum eða hann feng­inn hjá stjórn­völdum Eft­ir­sókn eftir fjár­fest­ing í starf­semi þar sem renta er veru­leg er nefnd rentu­sókn og eitt ein­kenna hennar er að hún skilar ekki auk­inni fram­leiðslu og verð­mæt­um. Það sem einn fær er tekið af öðr­um. 

Skil­grein­ing á hug­tak­inu auð­lind­arenta má m.a finna hjá Sam­ein­uðu Þjóð­unum í flokkun þeirra á umhverf­is­þáttum Environ­mental-Economic Account­ing (SEEA, 2014). 

Hér segir að auð­lind­arenta séu þær tekjur af nýt­ingu auð­lindar sem standi eftir þegar aðrir nauð­syn­legir fram­leiðslu­þættir (fjár­magn og vinna) hafa verið end­ur­goldn­ir. Rentan er þannig þær auknu tekjur sem fást fyrir það að hafa aðgang að auð­lind­inni eða með öðrum orð­um; það sem þú færð umfram það sem þú hefðir fengið við að festa sama fjár­magn og mann­afla í annarri atvinnu­starf­semi á sam­keppn­is­mark­að­i.  

Á grund­velli þess­arar skil­grein­ingar eða ann­arra hlið­stæðra hefur auð­lind­arenta verið rann­sökuð og metin árum saman um allan heim, m.a. birtir Alþjóða­bank­inn yfir­lit yfir auð­lind­arentu og hlut hennar í lands­fram­leiðslu í heim­inum og ein­stökum ríkj­um. Rentu­hug­takið er hvorki óskýrt né að miklum erf­ið­leikum sé háð að leggja mat á rentu.

Sú stað­hæf­ing að vegna erf­iðs mats á kostn­aði sé betra að nota tekju­skatts­stofn en auð­lind­arentu til að meta afkomu sjáv­ar­út­vegs stenst ekki skoð­un. Þær stærðir sem þarf til útreikn­ings­ins á rentu eru rekstr­ar­stærðir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, heild­ar­tekjur og rekstr­ar­kostn­að­ur, sem eru aðgengi­legar í gögnum Hag­stofu Íslands og skatt­yf­ir­valda. Við útreikn­ing rentu er byggt sömu gögnum og liggja til grund­vallar tekju­skatts­stofni að öðru leyti en því að sleppt er bók­halds­legum og skatta­legum fjár­magnsliðum og ein­göngu tekið til­lit til ómats­kenndra kostn­að­ar­liða.

Það eina mats­kennda við útreikn­ing rentu er kostn­aður af því fé sem bundið er í fram­leiðsl­unni. Í skatt­skilum og árs­reikn­ingum er þessi kostn­aður sýndur með fjár­mála­færslum sem segja lítið til um raun­veru­legan kostn­að. Skatta­legar afskrift­ir, vaxta­greiðsl­ur, geng­is­hagn­að­ur­/tap, fjár­mála­sam­skipti við tengda aðila og aðrar fjár­magns­færslur eins og þær birt­ast í árs­reikn­ingum og færðar eru í skatt­skilum gera tekju­skatts­stofn­inn ónot­hæfan til mats á raun­veru­legri afkomu og hefur gert fyr­ir­tækjum kleift að hag­ræða árs­reikn­ingum og skatt­skilum í þeim til­gangi að kom­ast hjá skatt­greiðslum eða leyna rekstr­ar­legum upp­lýs­ingum af ein­hverjum ástæð­u­m. 

Við mat á rentu er fjár­magns­kostn­aður reikn­aður með aðferðum sem mið­ast við verð­gildi fasta­fjár­muna og end­ing­ar­tíma þeirra. Upp­lýs­ingar um stofn­verð þeirra og aldur liggja fyrir hjá Skatt­in­um. Ýmsar aðferðir til að áætla árlegan fjár­magns­kostnað eru þekkt­ar. Ein þeirra er árgreiðslan sem Hag­stofa Íslands notar við mat sitt á afkomu veiða og vinnslu. Er sú aðferð hlið­stæð útreikn­ingi á end­ur­greiðslu láns (af­borgun og vaxta) til ákveð­ins tíma með fastri árgreiðslu sem flestir þekkja. Önnur leið er að láta fyrn­ingar ráð­ast af raun­veru­legum end­ing­ar­tíma eigna og reikna vexti á bók­fært virði fasta­fjár­muna sem vexti á áhættu­lausar fjár­fest­ingar og sú þriðja er að gjald­færa alla fjár­fest­ingu á fjár­fest­ing­ar­ár­inu og reikna enga vexti.

Erf­ið­leikar við að heim­færa hagn­að­inn á fram­leiðslu­þætt­ina, vinnu, fjár­magn og auð­lind, eru ekki mikl­ir. Hluti fjár­magns er árgreiðslan byggð á raun­virði eigna og eðli­legri ávöxtun fjár­magns. Hluti auð­lind­ar­inn­ar, rent­an, er sú stærð sem eftir stendur þegar aðfanga­kostn­að­ur, laun og árgreiðsla hafa verið dregin frá tekjum af starf­sem­inni.

Í þess­ari fyrstu grein var í inn­gangskafl­anum greint frá fyr­ir­hug­uðum grein­um, efn­is­sviði, efn­is­tökum og mark­miðum þeirra. Í 2. kafla var í stuttu máli gerð grein fyrir auð­linda­hag­fræði, við­fangs­efnum hennar og aðferða­fræði, auð­lind­arenta skil­greind og rentu­sókn lýst. Rakið var hvernig auð­lind­arenta er reiknuð út úr bók­haldi og skatt­skilum fyr­ir­tækja.

——————

Í næstu grein verður athygl­inni beint að sjáv­ar­út­vegi. Í fyrri kafla hennar verður afkoma sjáv­ar­út­vegs á árunum 2010 til 2020 greind á grund­velli upp­lýs­inga frá Hag­stofu Íslands og sýnt fram á hver afkoman var á þessu ára­bili og hvernig virð­is­auk­inn greind­ist niður á vinnu, fjár­magn og auð­lind og þar með sýnt hver auð­lind­arentan var. Í síð­ari kafla grein­ar­innar verður grein­ing Deloitte á afkomu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja til umfjöll­un­ar. Enn­fremur verður vikið að því hvernig bók­halds- og skatta­reglur og eign­ar­halds­fé­lög eru notuð til þess að fela raun­veru­legan hagnað í sjáv­ar­út­vegi koma honum undan eðli­legri skatt­lagn­ing­u. 

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar