Um föl, fagurbrún og fordóma

Örn Bárður Jónsson skrifar um fordóma sem hann segir vera eins og arfi í garði. „Þeir hverfa aldrei alveg úr hugarbeði þínu eða mínu. En ef við erum dugleg við að reita arfann er unnt að halda honum í skefjum og arfi er ætíð betri heftur en skefjalaus.“

Auglýsing

Hér er hægt að hlusta á grein­ina.

Hvers vegna eru flest okkar föl?

Í Kast­ljósi nýlega var fjallað um for­dóma Íslend­inga gagn­vart fólki sem er af erlendu bergi brot­ið, einkum lit­uðu. Á hverju hvíla for­dóm­ar?

Auglýsing

Xen­ófóbía

Xen­ofóbía er hug­tak sem vísar til ótta og for­dóma gagn­vart fram­andi fólki, útlend­ing­um, fólki sem á ein­hvern hátt telst öðru­vísi en meiri­hluti íbúa. For­dómar hvíla ætíð á grunni fáfræði og/eða ótta.

Ein­elti

Náskylt er ein­eltið sem allt of mörg börn mega þola í skól­um. Sum þeirra eru ofsótt vegna litarafts eða útlits, önnur vegna þess að þau eru kotroskin og með ríka mál­kennd, tala öðru­vísi og eru sum e.t.v. ekki eins félags­lynd og hin, lesa kannski meira og hafa þar með stærri orða­forða. Þá verða sumir „aum­ingj­arn­ir“ öfund­sjúkir og fara að bögga þau eins og sagt er á ísl-ensku sem er önnur útgáfa á ís-­lensku og sínu verri. Og nú virð­ist ég við fyrstu sýn vera dott­inn í for­dómapytt­inn þegar ég tala um aum­ingja, en mér til máls­bóta er að ég hef orðið innan gæsalappa, vegna þess að mér er það ljóst að ég er að dæma ein­elt­isliðið í skólum eða vand­ræða­gems­ana. Gemsar í þessu sam­hengi er mun eldra en gems­arnir sem við berum flest í vösum okkar eða veskj­um. Gemsi merkir upp­haf­lega vet­ur­gömul kind en er einnig notað um ómerki­legan mann.

Hin fölu

En aftur að xen­ófó­b­í­unni, hatr­inu gegn fólki sem er ekki eins og meiri­hlut­inn. Við erum nefni­lega flest bæði föl og for­dóma­full. En hvers vegna erum við föl?

Talið er að mann­kynið eigi upp­runa sinn í Afr­íku þar sem fólk er flest dökkt á hör­und og hefur verið frá upp­hafi. Þar er sólin hátt og lengi á lofti og fólk hefur því um aldir og árþús­und varist miklu sól­skini með því að þróa með sér dökkt hör­und. En þegar þetta dökka fólk flutti til ann­arra svæða heims­ins, þar sem minna sól­ar­ljóss gæt­ir, urðu erfða­breyt­ingar hjá þeim með tíð og tíma.

Erfða­fræð­ingar með forn­minjar af mann­fólki í fórum sínum telja að Evr­ópu­búar séu blanda af a.m.k. þremur fornum þjóð­flokk­um: Veiði­mönn­um, söfn­urum og bænd­um, flokkum fólks sem flutt­ust aðskildir til Evr­ópu á s.l. 8000 árum. Nýlegar upp­götv­anir af forn­leifum frá Spáni, Lúx­em­borg og Ung­verja­landi, gefa til kynna að þetta fólk hafi verið dökkt á hör­und. Þetta fólk skorti tvenns­konar erfða­efni SLC24A5 og SLC45A2 og sá skortur er valdur að því að Evr­ópu­búar fengu flestir ljós­ari húð, urðu föl­ari á vegi tím­ans. Fleiri þættir spila hér stórt hlut­verk í þróun mann­eskj­unnar sem ekki verður fjallað um hér í þessum stutta pistli.

Við sem erum hvít erum þar með upp­litað blökku­fólk eða það sem ég kalla, fölvar.

Til er kín­versk skýr­ing­ar­sögn um mann­kyn­ið. Guð vildi baka mann­eskju og sló í deig, setti yfir eld og bak­aði. En bráð­læti varð til þess að bakst­ur­inn varð fölur og hálf­hrár. Í næstu til­raun ætl­aði Guð að gæta sín betur og baka lengur og hann beið þol­in­móður en sú bið varð reyndar ögn of löng og deigið brennd­ist og varð allt of dökkt. Í þriðju til­raun náði Guð þessum fína árangri og bakst­ur­inn varð ljós­brúnn og fagur eins og rétt bakað brauð.

Þessi saga er skemmti­leg en í henni er vísir að xen­ofó­bíu því sagan upp­hefur lit Aust­ur­landa­búa á kostnað hinna fölu frá Evr­ópu og þeirra svörtu frá Afr­íku. Sagan er auð­vitað kín­versk gam­an­saga. Já, það er erfitt að kom­ast hjá for­dómum hvort sem beitt er alvöru eða gríni.

For­dómar

For­dómar eru eins og arfi í garði. Þeir hverfa aldrei alveg úr hug­ar­beði þínu eða mínu. En ef við erum dug­leg við að reita arf­ann er unnt að halda honum í skefjum og arfi er ætíð betri heftur en skefja­laus.

Við, Íslend­ing­ar, erum föl á hör­und en orðið föl getur komið af tveim orð­stofnum í okkar máli, fölur og fal­ur. Við erum föl á hör­und en við erum allt of mörg einnig föl í merk­ing­unni að vera auð­keypt og auð­blekkt.

Und­ar­leg tík

Sú skrítna tík sem kennd er við orðið pólis (borg á grísku) og kall­ast póli­tík og er ætlað að gæta hags borg­ar­anna skv. frum­merk­ingu orðs­ins, hefur allt of lengi afhjúpað þann plagsið innan íslenskrar stjórn­sýslu að þar er mörg mann­eskjan, föl eða til sölu. Sum taka sér­hyggju fram fyrir almanna­hag og tryggja þar með hag hinna fáu og ríku á kostnað hinna mörgu sem hafa minna á milli hand­anna.

Hin fölu og fölu

Svo má líka minna á sam­skipti hvítra og svartra í nýlegri við­skipta­sögu okkar og þar vísa ég til fram­göngu upp­lit­aðra útgerð­ar­manna að norð­an, gagn­vart fag­ur­brúnu fólki í sunn­an­verðri Afr­íku, sem Kveikur hefur lýst upp, en þar urðu hin brúnu föl í vafasömum við­skiptum á milli hinna fölu og hinna fölu þar sem hinir fölu báru fé á hin ófölu sem reynd­ust þar með vera föl - eða þannig!

Margt er skrítið í kýr­hausnum, sagði kerl­ing - eða verð ég að segja karl - til að fá ekki á mig for­dóma­stimpil eða fæ ég hann hvort sem ég nota orðið karl eða kerl­ing? Verð ég diss­aður í báðum til­fell­um? Ég vona ekki.

Góðar stund­ir!

Höf­undur er fyrr­ver­andi sókn­­ar­­prest­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar