Um föl, fagurbrún og fordóma

Örn Bárður Jónsson skrifar um fordóma sem hann segir vera eins og arfi í garði. „Þeir hverfa aldrei alveg úr hugarbeði þínu eða mínu. En ef við erum dugleg við að reita arfann er unnt að halda honum í skefjum og arfi er ætíð betri heftur en skefjalaus.“

Auglýsing

Hér er hægt að hlusta á grein­ina.

Hvers vegna eru flest okkar föl?

Í Kast­ljósi nýlega var fjallað um for­dóma Íslend­inga gagn­vart fólki sem er af erlendu bergi brot­ið, einkum lit­uðu. Á hverju hvíla for­dóm­ar?

Auglýsing

Xen­ófóbía

Xen­ofóbía er hug­tak sem vísar til ótta og for­dóma gagn­vart fram­andi fólki, útlend­ing­um, fólki sem á ein­hvern hátt telst öðru­vísi en meiri­hluti íbúa. For­dómar hvíla ætíð á grunni fáfræði og/eða ótta.

Ein­elti

Náskylt er ein­eltið sem allt of mörg börn mega þola í skól­um. Sum þeirra eru ofsótt vegna litarafts eða útlits, önnur vegna þess að þau eru kotroskin og með ríka mál­kennd, tala öðru­vísi og eru sum e.t.v. ekki eins félags­lynd og hin, lesa kannski meira og hafa þar með stærri orða­forða. Þá verða sumir „aum­ingj­arn­ir“ öfund­sjúkir og fara að bögga þau eins og sagt er á ísl-ensku sem er önnur útgáfa á ís-­lensku og sínu verri. Og nú virð­ist ég við fyrstu sýn vera dott­inn í for­dómapytt­inn þegar ég tala um aum­ingja, en mér til máls­bóta er að ég hef orðið innan gæsalappa, vegna þess að mér er það ljóst að ég er að dæma ein­elt­isliðið í skólum eða vand­ræða­gems­ana. Gemsar í þessu sam­hengi er mun eldra en gems­arnir sem við berum flest í vösum okkar eða veskj­um. Gemsi merkir upp­haf­lega vet­ur­gömul kind en er einnig notað um ómerki­legan mann.

Hin fölu

En aftur að xen­ófó­b­í­unni, hatr­inu gegn fólki sem er ekki eins og meiri­hlut­inn. Við erum nefni­lega flest bæði föl og for­dóma­full. En hvers vegna erum við föl?

Talið er að mann­kynið eigi upp­runa sinn í Afr­íku þar sem fólk er flest dökkt á hör­und og hefur verið frá upp­hafi. Þar er sólin hátt og lengi á lofti og fólk hefur því um aldir og árþús­und varist miklu sól­skini með því að þróa með sér dökkt hör­und. En þegar þetta dökka fólk flutti til ann­arra svæða heims­ins, þar sem minna sól­ar­ljóss gæt­ir, urðu erfða­breyt­ingar hjá þeim með tíð og tíma.

Erfða­fræð­ingar með forn­minjar af mann­fólki í fórum sínum telja að Evr­ópu­búar séu blanda af a.m.k. þremur fornum þjóð­flokk­um: Veiði­mönn­um, söfn­urum og bænd­um, flokkum fólks sem flutt­ust aðskildir til Evr­ópu á s.l. 8000 árum. Nýlegar upp­götv­anir af forn­leifum frá Spáni, Lúx­em­borg og Ung­verja­landi, gefa til kynna að þetta fólk hafi verið dökkt á hör­und. Þetta fólk skorti tvenns­konar erfða­efni SLC24A5 og SLC45A2 og sá skortur er valdur að því að Evr­ópu­búar fengu flestir ljós­ari húð, urðu föl­ari á vegi tím­ans. Fleiri þættir spila hér stórt hlut­verk í þróun mann­eskj­unnar sem ekki verður fjallað um hér í þessum stutta pistli.

Við sem erum hvít erum þar með upp­litað blökku­fólk eða það sem ég kalla, fölvar.

Til er kín­versk skýr­ing­ar­sögn um mann­kyn­ið. Guð vildi baka mann­eskju og sló í deig, setti yfir eld og bak­aði. En bráð­læti varð til þess að bakst­ur­inn varð fölur og hálf­hrár. Í næstu til­raun ætl­aði Guð að gæta sín betur og baka lengur og hann beið þol­in­móður en sú bið varð reyndar ögn of löng og deigið brennd­ist og varð allt of dökkt. Í þriðju til­raun náði Guð þessum fína árangri og bakst­ur­inn varð ljós­brúnn og fagur eins og rétt bakað brauð.

Þessi saga er skemmti­leg en í henni er vísir að xen­ofó­bíu því sagan upp­hefur lit Aust­ur­landa­búa á kostnað hinna fölu frá Evr­ópu og þeirra svörtu frá Afr­íku. Sagan er auð­vitað kín­versk gam­an­saga. Já, það er erfitt að kom­ast hjá for­dómum hvort sem beitt er alvöru eða gríni.

For­dómar

For­dómar eru eins og arfi í garði. Þeir hverfa aldrei alveg úr hug­ar­beði þínu eða mínu. En ef við erum dug­leg við að reita arf­ann er unnt að halda honum í skefjum og arfi er ætíð betri heftur en skefja­laus.

Við, Íslend­ing­ar, erum föl á hör­und en orðið föl getur komið af tveim orð­stofnum í okkar máli, fölur og fal­ur. Við erum föl á hör­und en við erum allt of mörg einnig föl í merk­ing­unni að vera auð­keypt og auð­blekkt.

Und­ar­leg tík

Sú skrítna tík sem kennd er við orðið pólis (borg á grísku) og kall­ast póli­tík og er ætlað að gæta hags borg­ar­anna skv. frum­merk­ingu orðs­ins, hefur allt of lengi afhjúpað þann plagsið innan íslenskrar stjórn­sýslu að þar er mörg mann­eskjan, föl eða til sölu. Sum taka sér­hyggju fram fyrir almanna­hag og tryggja þar með hag hinna fáu og ríku á kostnað hinna mörgu sem hafa minna á milli hand­anna.

Hin fölu og fölu

Svo má líka minna á sam­skipti hvítra og svartra í nýlegri við­skipta­sögu okkar og þar vísa ég til fram­göngu upp­lit­aðra útgerð­ar­manna að norð­an, gagn­vart fag­ur­brúnu fólki í sunn­an­verðri Afr­íku, sem Kveikur hefur lýst upp, en þar urðu hin brúnu föl í vafasömum við­skiptum á milli hinna fölu og hinna fölu þar sem hinir fölu báru fé á hin ófölu sem reynd­ust þar með vera föl - eða þannig!

Margt er skrítið í kýr­hausnum, sagði kerl­ing - eða verð ég að segja karl - til að fá ekki á mig for­dóma­stimpil eða fæ ég hann hvort sem ég nota orðið karl eða kerl­ing? Verð ég diss­aður í báðum til­fell­um? Ég vona ekki.

Góðar stund­ir!

Höf­undur er fyrr­ver­andi sókn­­ar­­prest­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar