Fiskveiðistjórnun verður að þróast áfram

Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segir að frumvarp forsætisráðherra um auðlindamál í stjórnarskrá nái ekki þeim lágmarkskröfum sem gera verði.

Auglýsing

Það er mik­il­vægt að friður ríki í land­inu um sjáv­ar­út­veg­inn. Atvinnu­greinin á það skilið að almenn­ingur hafi vin­sam­lega afstöðu til fyr­ir­tækj­anna og áhuga á góðum árangri. En almenn­ingur veit full­vel að þjóðin er eig­andi sjáv­ar­auð­lind­anna, og fólk hefur sterkar skoð­anir á þessum mál­um.

Því miður nær frum­varp for­sæt­is­ráð­herra um auð­linda­mál í stjórn­ar­skrá ekki þeim lág­marks­kröfum sem gera verð­ur. Frum­varpið kveður ekki á um tíma­bund­inn afnota­rétt, en ótíma­bund­inn afnota­réttur jafn­gildir einka­eign. Í annan stað gerir frum­varpið ekki skýrum orðum ráð fyrir fullu gjaldi fyrir þessi afnot. Frum­varpið er greini­lega til­raun til mála­miðl­un­ar, en for­sæt­is­ráð­herra hefur teygt sig of langt til að ná stuðn­ingi þeirra stjórn­mála­manna sem hræð­ast afskipti stór­út­gerð­ar­inn­ar. Og flest bendir til þess að til­lög­una dagi uppi.

Stærsta útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins liggur undir átölum og kærum fyrir mis­ferli og beitir fanta­brögðum í skiptum við fjöl­miðla. Haldi þetta áfram breyt­ist afstaða þjóð­ar­innar á versta veg, frá því að styðja útgerð­ina og fisk­veiði­stjórn­ar­kerfið yfir í harða and­stöðu. En við þurfum að skapa frið, sam­stöðu og stuðn­ing við sjáv­ar­út­veg­inn.

Á Íslandi eru þrjú fisk­veiði­stjórn­ar­kerfi: byggða­kvóti, strand­veið­ar, almenna kvóta­kerf­ið.

Segja má að almenna kvóta­kerfið skipt­ist í tvennt: kerfið eins og það birt­ist úti á mið­un­um, og hins vegar úthlut­un­ar- og greiðslu­þáttur kerf­is­ins. Fiski­miða­part­ur­inn er í stöðugri þróun og aðlögun að aðstæðum og þörfum og hefur mótað hér ein­hvern árang­urs­rík­asta og sjálf­bærasta sjáv­ar­út­veg ver­ald­ar.

Auglýsing
En það er síð­ar­nefndi þátt­ur­inn, skrif­stofu­part­ur­inn, sem er á dag­skrá. Ofur­dramb sumra stór­út­gerð­ar­manna dregur athygli almenn­ings að þessum þætti. Hér þarf að móta kerfið áfram og bregð­ast mál­efna­lega við vanda­málum sem komið hafa upp og við við­horfum almenn­ings.

Margt kemur til skoð­un­ar, þessi atriði meðal ann­arra:  

a) Meg­in­regla verði gegn­sæi, jafn­ræði, aðgengi, og öll við­skipti verði á sam­eig­in­legu opin­beru upp­lýs­inga­torgi. Meðal ann­ars verða full­komnar upp­lýs­ingar jafnan að liggja fyrir um alla eig­endur fyr­ir­tækja og um ráð­andi við­skipta­tengsl þeirra. Þessa reglu þarf að stað­festa í lögum og öllum fram­kvæmd­ar­regl­um.

b) Afla­hlut­deild hefur hingað til verið tengd skipi sem hefur gilt veiði­leyfi. Vænt­an­lega vilja lang­flestir halda þess­ari reglu, en skoða ber aðstöðu sjáv­ar­byggða til að eign­ast hlut í skip­um, til þess að tryggja byggð­ina sem best.

c) Hámark afla­heim­ilda útgerðar og tengdra aðila er nú  12%  af heild­ar­afla­heim­ild­um, nánar skipt eftir teg­und­um. Vænt­an­lega vilja fáir hækka þetta hámark. Hámarkið merkir, í ýktu dæmi, að 9 útgerðir gætu setið einar að öllum afla­heim­ild­um. Aftur á móti er rétt að ræða þetta, meðal ann­ars vegna alþjóð­legrar sam­keppn­is­stöðu. En þrátt fyrir til­lit til alþjóð­legrar sam­keppn­is­stöðu verður það að hafa for­gang að hindra að fyr­ir­tæki verði of mátt­ugt eða of vald­sækið hér heima. Því þurfa heim­ildir að vera fyrir hendi um upp­skipt­ingu fyr­ir­tæk­is.

d) End­ur­skoða þarf reglur um inn­byrð­is­-­tengsl útgerð­ar­fyr­ir­tækja, og um tengda aðila. Þau geta meðal ann­ars iðkað sam­ráð í sam­eig­in­legum dótt­ur­fyr­ir­tækjum og með eign­ar­hluta í öðrum útgerð­um. Og þau geta náð saman í fyr­ir­tækjum á sölu­sviði erlend­is. Brögð hafa verið að þessu öllu, einkum til að seil­ast eftir meiri afla­heim­ild­um. Ástæður eru til að ætla að ásæknir útgerð­ar­menn hafi lagt á ráð um að kom­ast fram­hjá gild­andi regl­um. Koma verður í veg fyrir slíkt.  

e) Skoða þarf hug­myndir um reglur um gegn­sætt eign­ar­hald, dreift eign­ar­hald og skrán­ingu á kaup­höll, og hvort og hvernig þetta gæti tengst heim­ildum til stærri afla­hlut­deild­ar.

f) Reglur kveða á um hámark á eign­ar­að­ild útlend­inga og erlendra fyr­ir­tækja að íslenskum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. Hámarkið er 25% bein eign­ar­að­ild og til við­bótar 24,9% óbein, gegnum annað íslenskt fyr­ir­tæki. Fáir munu vilja hækka þetta hámark, en nýlega birt­ust fregnir um að Norð­menn hafa lægra hámark. Auk þess hafa Norð­menn reglur sem gera stjórn­völdum kleift að hindra aðkomu fyr­ir­tækja sem hafa áunnið sér illt orð­spor. Þetta þarf að skoða hér.

g) En önnur hlið er á þessu máli. Verið getur að íslenskt fyr­ir­tæki eigi í útgerð erlend­is. Hvað vita menn þá um ráð­andi tengsl? Hvor arm­ur­inn ræður yfir hin­um? Hvar eru sterk­ustu hags­mun­irnir og fylk­ing­ar­brjóst sam­steypunn­ar? Form­lega getur það heitið svo að íslenskt fyr­ir­tæki eigi annað fyr­ir­tæki erlend­is, og kallar það dótt­ur­fyr­ir­tæki, en fram­leiðslu­heildin er sam­einuð og þá má svo vera að rekstr­ar­ein­ing ytra verði öllu ráð­andi í reynd. Þetta þarf að skoða og tryggja nægi­lega aðgrein­ingu í slíkri sam­steypu. Það er ótækt að erlendir hags­munir og völd lau­mist þannig inn í land­helgi Íslands.

h) Ástæða er til að end­ur­meta reglur um til­færslur afla­heim­ilda milli byggða og sveit­ar­fé­laga og styrkja þær. Við­ur­kenna ber og stað­festa þátt fisk­veiði­stjórn­unar í byggða­þróun og byggð­ar­festu. Skil­greina þarf á ný hag­ræn tengsl útgerðar við heima­höfn og styrkja þau. Þetta ber að gera með eðli­legu til­liti til strand­veiða og byggða­kvóta.   

i) Setja verður þá reglu að engin lokuð við­skipti útgerð­ar­manna með afla­hlut­deildir sín í millum eigi sér stað. Öll við­skipti verði á sam­eig­in­legu opin­beru upp­lýs­inga­torgi og lúti reglum um jafn­ræði um til­boð, um aðgengi og um gegn­sæi.

j) Gera verður ráð fyrir að fyr­ir­tæki nýti sjálft allar þær afla­hlut­deildir sem því eru fengn­ar. Engin útleiga afla­heim­ilda á að eiga sér stað. Allt slíkt á að fara fram á sam­eig­in­legu opin­beru upp­lýs­inga­torgi með jafn­ræði, aðgengi og gegn­sæi.

k) Greini­lega er orðið tíma­bært að tryggja að afla­heim­ildir í afnotum útgerð­ar­fyr­ir­tækja verði ekki taldar arf­gengar í fjöl­skyldum útgerð­ar­manna. Það getur reynst snúið að taka á þessu, en hjá því verður ekki kom­ist. Ef til vill nægir að festa í stjórn­ar­skrá og lögum að afnot afla­heim­ilda séu tíma­bund­in, en þetta er greini­lega þáttur sem þarf ræki­lega skoðun og mál­efna­lega afgreiðslu. En þetta ýtir enn á eftir því að skýr ákvæði verði sett í stjórn­ar­skrá um eign þjóð­ar­innar og aðeins tíma­bundin afnot fyr­ir­tækja af henn­i. 

l) End­ur­skoða verður reglur um upp­gjör og reikn­ings­skil við lok fisk­veiði­árs. Allir aðilar verða að sæta sömu reglum á sam­eig­in­legu opin­beru upp­lýs­inga­torgi, með gegn­sæi í aug­sýn almenn­ings. Almenn­ingur verður að geta séð og metið árangur atvinn­veg­ar­ins, með sam­eig­in­legri almennri mælistiku. Af þessu kann að leiða kröfur um sér­grein­ingu síð­ari áfanga virð­is­keðj­unn­ar, að útflutn­ingur og sölu­starf­semi verði greind frá. Og þá verða flóknar spurn­ingar um verð­lagn­ingu í reikn­ings­skilum fyrir afnot af auð­lindum þjóð­ar­inn­ar. En þetta verður að leysa. Veiðar eru eitt og sölu­starf­semi ann­að. Ef þetta er í einu og sama fyr­ir­tæk­inu þarf að móta reikn­ings­skila­reglur sem aðgreina áfang­ana með mál­efna­legum hætti, og gera ráð fyrir nauð­syn­legri aðgrein­ingu deilda. Það er óþol­andi að grunur leiki á því að fyr­ir­tæki, ekki síst ef það flytur afurð­irnar sjálft út, hafi milli­verð­lagn­ingu deilda með þeim hætti að arð­ur­inn skili sér að miklu eða jafn­vel öllu leyti erlend­is, t.d. þar sem skattar eru lægri en hér. Almenn­ingur er far­inn að fylgj­ast með þessu og þetta verður ekki þolað í sam­fé­lag­inu.

m) Ráð­stöfun afnota afla­heim­ilda til útgerð­ar­fyr­ir­tækja verður að vera ótví­rætt og vafa­laust tíma­bundin með skýrum hætti, til­tekin til bund­ins ára­fjölda hverju sinni. Samn­ingar um úthlutun afla­heim­ilda þurfa að mið­ast við stöð­ug­leika og jafn­vægi. Þá er til­tækt að aðeins nokkur hluti heild­ar­-afla­heim­ilda komi til ráð­stöf­unar í senn. Til­greina verður hlut­fall afla­heim­ilda sem koma til inn­köll­unar og end­ur­-út­hlut­unar á hverju ári. 

n) Vera má að nýti­legt hlut­fall verði 12,5% afla­heim­ilda hvers fyr­ir­tæk­is. Þessar heim­ildir ganga þá síðan á sam­eig­in­legt opin­bert upp­lýs­inga­torg á hverju ári, eru þar boðnar aftur út, sam­kvæmt aðstæðum jafn­ræð­is, aðgengis og gegn­sæ­is.

o) Verði 12,5% að ráði er afnota­tími afla­heim­ilda 8 ár. Þá má álykta að fyr­ir­tækið hafi hverju sinni 6 - 7 ár í öryggi með þær afla­heim­ildir sem úthlutað hefur verið áður. Þá greiða fyr­ir­tækin fyrir á hverju ári, á verði sem ákvarðað hefur verið með til­liti til tím­an­legra aðstæðna. Sveiflur í þessu verða þá til­tölu­lega minni en ella, og fyr­ir­tækið stendur ekki frammi fyrir óvæntum umskiptum af ástæðum sem það hefur engin tök á eða stöðu til að bregð­ast við í tíma. Hér er þá til­tölu­legur stöð­ug­leiki, fyr­ir­sjá­an­legar rekstr­ar­horfur og svig­rúm. Afnot afla­heim­ilda eru þá sam­kvæmt eign­ar­haldi þjóð­ar­inn­ar, með gegn­sæi, aðgengi og jafn­ræði.

p) En ákvarð­anir um fjár­hæðir veiði­gjalda á hverju ári eru vanda­samt og flókið verk­efni. Auk kostn­aðar við rann­sókn­ir, umsýslu og eft­ir­lit koma margir aðrir þættir að þessu máli. Ýmsar skorður eru við mótun veiði­gjalda, sbr. einkum liði b), c), f), og h) hér fram­ar. Og mik­il­vægt er að gæta þess að í ákvörðun hverju sinni verði nægi­legur hvati til fram­leiðni­aukn­ing­ar, hag­ræð­ing­ar, gæða­stjórn­unar og frum­kvæð­is. Ákvarð­anir um veiði­gjöld verði færðar í áföngum á nokkrum árum yfir í útboð, til­boð fyr­ir­tækj­anna og mark­aðs­verð á sam­eig­in­legu opin­beru upp­lýs­inga­torgi, innan þess ramma sem skorður setja. Vafa­laust verður að end­ur­skoða aðferðir og reglur stig af stigi með feng­inni reynslu, og þá skiptir máli að hafa sam­ráð við hags­muna­að­ila.

q) Þrátt fyrir þessar reglur um aðgengi, gegn­sæi og jafn­ræði verður staða starf­andi útgerð­ar­fyr­ir­tækja ævin­lega yfir­burða­sterk á þessu sam­eig­in­lega opin­bera upp­lýs­inga­torgi. Óhjá­kvæmi­legt verður því að setja ein­hverjar þær reglur sem gera aðgengi ann­arra, t.d. nýliða, meira en orðin tóm.  

r) Framundan eru margs konar ákvarð­anir og kostn­að­ar­auki vegna umhverf­is­mála og áhrifa sjáv­ar­út­vegs­ins á umhverf­ið. Þetta verða jafn­vel þungar byrðar sem leggj­ast á útgerð­ar­fyr­ir­tæk­in. Eðli­lega verður að taka til­lit til þessa og tryggja metn­að­ar­fulla þátt­töku atvinnu­veg­ar­ins í þess­ari fram­vindu.

s) Loks verður að tryggja að við­ur­lög séu virk við brotum gegn lögum um stjórn fisk­veiða, skv. VI kafla lag­anna nr. 116 frá 10. 8. 2006. Þar á meðal eru ákvæði um svipt­ingu veiði­leyf­is.

---   ---   ---

Hækkun veiði­gjalda er ekki sjálf­stætt mark­mið. Enda þótt veiði­gjöld séu aðfanga­kostn­að­ur, í grunn­inn til­tölu­lega fast hrá­vöru­verð, er ekki óeðli­legt að eitt­hvert til­lit verði meðal ann­ars tekið til stöðu atvinnu­veg­ar­ins, til fjár­fest­inga og sam­keppn­is­stöðu hans á mörk­uð­um. Og þetta á að vera tryggt með því að verðið mynd­ist einmitt við útboð og síðan til­boð fyr­ir­tækj­anna sjálfra á mark­aði upp­lýs­inga­torgs. 

Almenn­ingur verður að geta séð, greint og metið hvernig veiði­gjöldin eru ákvörð­uð. Það er ótækt fyrir sjáv­ar­út­veg­inn að úti um allt þjóð­fé­lagið séu dylgjur og ásak­anir um auð­söfn­un, rentu­sókn og for­rétt­indi í afnotum af auð­lindum þjóð­ar­inn­ar. Smátt og smátt grefur slík óánægja um sig og verður aðeins til ills. 

Ennþá verra er að fótur sé fyrir ill­mæl­inu. Það er óþol­andi fyrir atvinnu­veg­inn að því sé almennt trúað að stór­út­gerð­ar­menn hafi nýtt sér rent­una af auð­lindum þjóð­ar­innar til eigna­söfn­un­ar, meðal ann­ars í fyr­ir­tækjum á öðrum sviðum atvinnu­lífs­ins. Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin eiga að greiða eðli­leg veiði­gjöld þannig að ekki verði um neinn ofur­hagn­að, auð­lind­arentu, að ræða, þegar sveiflur milli ára eru metnar sam­an. Útgerðin á að geta tryggt sér sam­bæri­legan og jafn­traustan fjár­hag sem önnur vel og skyn­sam­lega rekin fyr­ir­tæki. En þjóðin á að njóta milli­liða­laust alls þess sem umfram verð­ur­.  

Ef mál­efna­lega verður tekið á þeim þáttum sem hér eru nefndir verða breyt­ing­arnar sjáv­ar­út­veg­inum til efl­ing­ar, styrkja og treysta stöðu fyr­ir­tækj­anna, með gegn­sæi, aðgengi og jafn­ræði á sam­eig­in­legu opin­beru upp­lýs­inga­torgi. Þá verða líka virkar varnir gegn mis­beit­ingu valds sem stafar af auð­lindum sem eru eign þjóð­ar­innar en ekki stór­út­gerð­ar­manna og auð­manna.

Þá verður friður og almennur stuðn­ingur við atvinnu­grein­ina og áhugi þjóð­ar­innar vex á vel­gengni glæsi­legra og vel rek­inna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. 

Höf­undur er fyrr­ver­andi skóla­stjóri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar