Jafnaðarstefna? Hvað er það?

Hörður Filippusson kallar eftir því að íslenskir jafnaðarmenn sýni bók Gylfa Þ. Gíslasonar, Jafnaðarstefnan, og höfundinum þann sóma að endurútgefa bókina.

Auglýsing

Sú umræða sem á hverjum tíma á sér stað um stjórn­mál, mál­efni ríkis og þjóð­fé­lags, snýst oft­ast um ein­stök úrlausn­ar­efni líð­andi stund­ar, en sjaldnar um grund­vall­ar­at­riði. Ef til vill er skýr­ingar að leita í því sem Kiljan segir um landa sína að þeim vefj­ist gjarnan tunga um tönn þegar kemur að kjarna máls. 

Það á við um jafn­að­ar­menn eins og aðra að þeim er hollt að huga að því hvaða hug­sjónir og grund­vall­ar­hug­myndir liggja að baki stefnu þeirra og starfs­hátt­um. Slíka umfjöllun er að finna í bók Gylfa Þ. Gísla­son­ar, Jafn­að­ar­stefn­an, sem út kom 1977. Í henni fjallar hann um ein­kenni lýð­ræð­is­þjóð­fé­lags, mann­rétt­indi, hug­myndir um jöfnuð og hag­kvæmni og ein­kenni og upp­haf fjár­magns­kerf­is­ins. Þá rekur hann sögu jafn­að­ar­stefn­unn­ar, fjallar um hag­kerfi Aust­ur-­Evr­ópu­ríkj­anna og um hag­kerfi vest­rænna lýð­ræð­is­ríkja eða blönduð hag­kerfi. Öll er þessi umfjöllun Gylfa skýr og vel fram sett og hefur í engu misst gildi sitt þó að nokkrir ára­tugir séu liðnir frá útgáfu bók­ar­inn­ar.

Svo efn­is­mik­illi bók verða ekki gerð við­un­andi skil í stuttri blaða­grein. Hér verður því aðeins bent á síð­asta kafla bók­ar­innar sem ber heitið „Þjóð­fé­lag jafn­að­ar­stefn­unn­ar”. Kafl­inn skipt­ist í þrjá hluta sem kall­ast „Hug­sjónir jafn­að­ar­manna”, „Mark­mið jafn­að­ar­manna” og „Úr­ræði jafn­að­ar­manna”. Verður hér tæpt á inni­haldi hvers þeirra.

Hug­sjónir jafn­að­ar­manna

Kafl­inn hefst á þessum orð­um: „Jafn­að­ar­menn vilja, að sér­hvert þjóð­fé­lag og heim­ur­inn allur beri í vax­andi mæli svip þeirra hug­sjóna, sem þeir aðhyll­ast. Því aðeins geta jafn­að­ar­menn talið þjóð­fé­lag gott og rétt­látt, að það grund­vall­ist á frelsi og jafn­rétti, vax­andi afkomu­ör­yggi og síbatn­andi hag. Það verður að mót­ast af sam­vinnu og sam­hjálp, virð­ingu fyrir ein­stak­lingnum og rétti hans til að efla þroska sinn og ham­ingju. Það verður að stefna að auk­inni hag­sæld, efl­ingu rétt­lætis og feg­urra mann­lífi. Horn­steinar þess hljóta að vera frelsi og rétt­læti, menn­ing og vel­meg­un.”

Mark­mið jafn­að­ar­manna

Í þessum kafla er gerð nán­ari grein fyrir helstu mark­miðum sem jafn­að­ar­menn vilja keppa að í þjóð­fé­lags­mál­um. Það er gert í ell­efu und­ir­köfl­um. Fyr­ir­sagnir þess­ara und­ir­kafla gefa all­góða hug­mynd um hvað um er fjallað en þær eru:

 1. Verndun mann­helgi, mann­rétt­inda, and­legs frelsis og réttar­ör­yggis
 2. Full atvinna
 3. Verndun og efl­ing lýð­ræðis og þing­ræðis
 4. Fyllsta hag­nýt­ing allra auð­linda lands og sjávar
 5. Rétt­lát tekju- og eigna­skipt­ing
 6. Sam­á­byrgð og sam­hjálp
 7. Atvinnu­lýð­ræði
 8. Jafn­rétti til mennt­un­ar, frjáls vís­indi og frjálsar listir
 9. Frjálst neyslu­val, frjálst starfs­val, heil­brigð sam­keppni og nyt­samt fram­tak
 10. Alheims­friður og útrým­ing fátæktar í heim­inum
 11. Fag­urt mann­líf

Úrræði jafn­að­ar­manna

Loks fjallar Gylfi um þau úrræði stjórn­kerfis og hag­kerfis sem jafn­að­ar­menn vilja beita til að ná þessum mark­mið­u­m.  Hann seg­ir: 

„Að því er stjórn­kerfið snert­ir, verður lýð­ræði og þing­ræði að hvíla á lög­gjöf, bæði stjórn­ar­skrá og almennri laga­setn­ingu, og hið sama á við um verndun mann­helgi, mann­rétt­inda, and­legs frelsis og réttar­ör­ygg­is. Jafn­framt verður fram­kvæmda­valdið að vera svo sterkt og dóm­stólar svo full­kom­lega óháð­ir, að í þessum efnum verði ekki aðeins um að ræða laga­bók­staf­inn tóman, heldur frelsi, mann­rétt­indi og réttar­ör­yggi í reynd.” Hér sé um að ræða sjón­ar­mið sem séu almennt við­ur­kennd í vest­rænum ríkjum og því sé það fyrst og fremst verk­efni jafn­að­ar­manna að slá skjald­borg um þessi rétt­indi.

Hins vegar sé þörf á marg­hátt­uðum breyt­ingum á hag­kerf­inu, mis­miklum eftir þjóð­fé­lög­um. Meg­in­hag­stjórn­ar­tækin sem jafn­að­ar­menn vilji beita séu þrenns kon­ar:

Auglýsing
Félags­mála­stefna. Undir þennan hatt falla mörg af mik­il­væg­ustu verk­efnum jafn­að­ar­manna. Hvorki mark­aðs­kerfið né kjara­samn­ingar leiða til rétt­mætrar tekju- og eigna­skipt­ing­ar. Það er hlut­verk hins opin­bera að gæta hags­muna þeirra sem verða afskiptir í mark­aðs­kerf­inu, vegna ald­urs, sjúk­dóma og ann­arra ástæðna. Þetta er meg­in­hlut­verk almanna­trygg­inga með ýmiss konar tekju­jöfn­un­ar­á­hrif­um. Almenn heilsu­gæsla þarf einnig að vera tengd kerfi almanna­trygg­inga. Enn­fremur eigi hið opin­bera að sjá til þess að einnig þeir sem lágar tekjur hafa hafi tök á að afla sér við­un­andi hús­næðis sem sé frum­skil­yrði heil­brigðs mann­lífs. Þá þarf skatta­lög­gjöf að vera þannig að bæði fólk og fyr­ir­tæki greiði til sam­eig­in­legra þarfa án und­an­bragða í rétt­látu hlut­falli við greiðslu­getu. Almenn mennta­stefna sem tryggir öllum jafn­rétti til náms er einnig áherslu­mála jafn­að­ar­manna. Jafn­að­ar­menn hafa hvar­vetna verið braut­ryðj­endur félags­mála­stefnu og grund­vall­ar­sjón­ar­mið þeirra hafa hlotið almenna við­ur­kenn­ingu í blönd­uðum hag­kerfum en á ýmsum sviðum vilja jafn­að­ar­menn gera enn bet­ur. 

Rekstr­ar­form fyr­ir­tækja. Jafn­að­ar­menn eru ekki and­vígir einka­eign­ar­rétti sem stendur í vegi fyrir rétt­látri skipan þjóð­fé­lags­mála. Lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki séu vel komin í höndum ein­stak­linga frekar en hins opin­bera. Sam­vinnu­rekstur hafi einnig miklu hlut­verki að gegna í nútíma hag­kerfi. Hins vegar þurfi að koma í veg fyrir að stór fyr­ir­tæki og fyr­ir­tækja­sam­tök öðlist óeðli­lega mikil áhrif og tak­marki sam­keppni. Þess vegna þurfi rík­is­valdið að setja lög­gjöf um starf­semi fyr­ir­tækja og hafa eft­ir­lit með henni. Í sumum til­vikum sé opin­ber rekstur eðli­legur og nauð­syn­leg­ur, til dæmis til að tryggja fulla atvinnu eða hag­kvæma hag­nýt­ingu auð­linda.

Áætl­un­ar­bú­skapur. Með því er átt við að „rík­is­valdið hafi aðstöðu til að kveða á um þau meg­in­mark­mið, sem keppt sé að í efna­hags­mál­um, t.d. hvernig þjóð­ar­fram­leiðslan skuli skipt­ast milli neyzlu og fjár­fest­ing­ar, hvernig fram­leiðslu­tæki og atvinnu­skil­yrði skuli dreifast á ein­stök land­svæði, hversu miklum hluta þjóð­ar­fram­leiðslu skuli varið til sam­neyzlu, þ.e. ýmiss konar opin­berrar þjón­ustu, og þá hversu miklu til hvers þáttar henn­ar, ann­ars veg­ar, og einka­neyzlu hins veg­ar.” Hér er sem­sagt ekki verið að tala um mið­stýrð rík­is­af­skipti af fyr­ir­tækjum né um hvers­konar höft. Jafn­að­ar­menn vilja varð­veita frjáls mark­aðsvið­skipti þar sem gera má ráð fyrir raun­veru­legri sam­keppni.

Þetta eru þau meg­in­tæki hag­stjórnar sem jafn­að­ar­menn vilja beita í því skyni að þjóð­fé­lagið fái á sig svip­mót jafn­að­ar­stefn­u. 

Hér eru ekki tök á að rekja efni bókar Gylfa nán­ar, en hún er fróð­leg og holl lesn­ing öllum jafn­að­ar­mönnum og raunar öllum sem hafa áhuga á þjóð­fé­lags­mál­um. Bókin er að sjálf­sögðu ófá­an­leg á mark­aði enda langt um liðið frá útgáfu henn­ar. Íslenskir jafn­að­ar­menn ættu að sýna henni og höf­und­inum þann sóma að end­ur­út­gefa bók­ina. 

Höf­undur er jafn­að­ar­mað­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar