Jafnaðarstefna? Hvað er það?

Hörður Filippusson kallar eftir því að íslenskir jafnaðarmenn sýni bók Gylfa Þ. Gíslasonar, Jafnaðarstefnan, og höfundinum þann sóma að endurútgefa bókina.

Auglýsing

Sú umræða sem á hverjum tíma á sér stað um stjórn­mál, mál­efni ríkis og þjóð­fé­lags, snýst oft­ast um ein­stök úrlausn­ar­efni líð­andi stund­ar, en sjaldnar um grund­vall­ar­at­riði. Ef til vill er skýr­ingar að leita í því sem Kiljan segir um landa sína að þeim vefj­ist gjarnan tunga um tönn þegar kemur að kjarna máls. 

Það á við um jafn­að­ar­menn eins og aðra að þeim er hollt að huga að því hvaða hug­sjónir og grund­vall­ar­hug­myndir liggja að baki stefnu þeirra og starfs­hátt­um. Slíka umfjöllun er að finna í bók Gylfa Þ. Gísla­son­ar, Jafn­að­ar­stefn­an, sem út kom 1977. Í henni fjallar hann um ein­kenni lýð­ræð­is­þjóð­fé­lags, mann­rétt­indi, hug­myndir um jöfnuð og hag­kvæmni og ein­kenni og upp­haf fjár­magns­kerf­is­ins. Þá rekur hann sögu jafn­að­ar­stefn­unn­ar, fjallar um hag­kerfi Aust­ur-­Evr­ópu­ríkj­anna og um hag­kerfi vest­rænna lýð­ræð­is­ríkja eða blönduð hag­kerfi. Öll er þessi umfjöllun Gylfa skýr og vel fram sett og hefur í engu misst gildi sitt þó að nokkrir ára­tugir séu liðnir frá útgáfu bók­ar­inn­ar.

Svo efn­is­mik­illi bók verða ekki gerð við­un­andi skil í stuttri blaða­grein. Hér verður því aðeins bent á síð­asta kafla bók­ar­innar sem ber heitið „Þjóð­fé­lag jafn­að­ar­stefn­unn­ar”. Kafl­inn skipt­ist í þrjá hluta sem kall­ast „Hug­sjónir jafn­að­ar­manna”, „Mark­mið jafn­að­ar­manna” og „Úr­ræði jafn­að­ar­manna”. Verður hér tæpt á inni­haldi hvers þeirra.

Hug­sjónir jafn­að­ar­manna

Kafl­inn hefst á þessum orð­um: „Jafn­að­ar­menn vilja, að sér­hvert þjóð­fé­lag og heim­ur­inn allur beri í vax­andi mæli svip þeirra hug­sjóna, sem þeir aðhyll­ast. Því aðeins geta jafn­að­ar­menn talið þjóð­fé­lag gott og rétt­látt, að það grund­vall­ist á frelsi og jafn­rétti, vax­andi afkomu­ör­yggi og síbatn­andi hag. Það verður að mót­ast af sam­vinnu og sam­hjálp, virð­ingu fyrir ein­stak­lingnum og rétti hans til að efla þroska sinn og ham­ingju. Það verður að stefna að auk­inni hag­sæld, efl­ingu rétt­lætis og feg­urra mann­lífi. Horn­steinar þess hljóta að vera frelsi og rétt­læti, menn­ing og vel­meg­un.”

Mark­mið jafn­að­ar­manna

Í þessum kafla er gerð nán­ari grein fyrir helstu mark­miðum sem jafn­að­ar­menn vilja keppa að í þjóð­fé­lags­mál­um. Það er gert í ell­efu und­ir­köfl­um. Fyr­ir­sagnir þess­ara und­ir­kafla gefa all­góða hug­mynd um hvað um er fjallað en þær eru:

 1. Verndun mann­helgi, mann­rétt­inda, and­legs frelsis og réttar­ör­yggis
 2. Full atvinna
 3. Verndun og efl­ing lýð­ræðis og þing­ræðis
 4. Fyllsta hag­nýt­ing allra auð­linda lands og sjávar
 5. Rétt­lát tekju- og eigna­skipt­ing
 6. Sam­á­byrgð og sam­hjálp
 7. Atvinnu­lýð­ræði
 8. Jafn­rétti til mennt­un­ar, frjáls vís­indi og frjálsar listir
 9. Frjálst neyslu­val, frjálst starfs­val, heil­brigð sam­keppni og nyt­samt fram­tak
 10. Alheims­friður og útrým­ing fátæktar í heim­inum
 11. Fag­urt mann­líf

Úrræði jafn­að­ar­manna

Loks fjallar Gylfi um þau úrræði stjórn­kerfis og hag­kerfis sem jafn­að­ar­menn vilja beita til að ná þessum mark­mið­u­m.  Hann seg­ir: 

„Að því er stjórn­kerfið snert­ir, verður lýð­ræði og þing­ræði að hvíla á lög­gjöf, bæði stjórn­ar­skrá og almennri laga­setn­ingu, og hið sama á við um verndun mann­helgi, mann­rétt­inda, and­legs frelsis og réttar­ör­ygg­is. Jafn­framt verður fram­kvæmda­valdið að vera svo sterkt og dóm­stólar svo full­kom­lega óháð­ir, að í þessum efnum verði ekki aðeins um að ræða laga­bók­staf­inn tóman, heldur frelsi, mann­rétt­indi og réttar­ör­yggi í reynd.” Hér sé um að ræða sjón­ar­mið sem séu almennt við­ur­kennd í vest­rænum ríkjum og því sé það fyrst og fremst verk­efni jafn­að­ar­manna að slá skjald­borg um þessi rétt­indi.

Hins vegar sé þörf á marg­hátt­uðum breyt­ingum á hag­kerf­inu, mis­miklum eftir þjóð­fé­lög­um. Meg­in­hag­stjórn­ar­tækin sem jafn­að­ar­menn vilji beita séu þrenns kon­ar:

Auglýsing
Félags­mála­stefna. Undir þennan hatt falla mörg af mik­il­væg­ustu verk­efnum jafn­að­ar­manna. Hvorki mark­aðs­kerfið né kjara­samn­ingar leiða til rétt­mætrar tekju- og eigna­skipt­ing­ar. Það er hlut­verk hins opin­bera að gæta hags­muna þeirra sem verða afskiptir í mark­aðs­kerf­inu, vegna ald­urs, sjúk­dóma og ann­arra ástæðna. Þetta er meg­in­hlut­verk almanna­trygg­inga með ýmiss konar tekju­jöfn­un­ar­á­hrif­um. Almenn heilsu­gæsla þarf einnig að vera tengd kerfi almanna­trygg­inga. Enn­fremur eigi hið opin­bera að sjá til þess að einnig þeir sem lágar tekjur hafa hafi tök á að afla sér við­un­andi hús­næðis sem sé frum­skil­yrði heil­brigðs mann­lífs. Þá þarf skatta­lög­gjöf að vera þannig að bæði fólk og fyr­ir­tæki greiði til sam­eig­in­legra þarfa án und­an­bragða í rétt­látu hlut­falli við greiðslu­getu. Almenn mennta­stefna sem tryggir öllum jafn­rétti til náms er einnig áherslu­mála jafn­að­ar­manna. Jafn­að­ar­menn hafa hvar­vetna verið braut­ryðj­endur félags­mála­stefnu og grund­vall­ar­sjón­ar­mið þeirra hafa hlotið almenna við­ur­kenn­ingu í blönd­uðum hag­kerfum en á ýmsum sviðum vilja jafn­að­ar­menn gera enn bet­ur. 

Rekstr­ar­form fyr­ir­tækja. Jafn­að­ar­menn eru ekki and­vígir einka­eign­ar­rétti sem stendur í vegi fyrir rétt­látri skipan þjóð­fé­lags­mála. Lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki séu vel komin í höndum ein­stak­linga frekar en hins opin­bera. Sam­vinnu­rekstur hafi einnig miklu hlut­verki að gegna í nútíma hag­kerfi. Hins vegar þurfi að koma í veg fyrir að stór fyr­ir­tæki og fyr­ir­tækja­sam­tök öðlist óeðli­lega mikil áhrif og tak­marki sam­keppni. Þess vegna þurfi rík­is­valdið að setja lög­gjöf um starf­semi fyr­ir­tækja og hafa eft­ir­lit með henni. Í sumum til­vikum sé opin­ber rekstur eðli­legur og nauð­syn­leg­ur, til dæmis til að tryggja fulla atvinnu eða hag­kvæma hag­nýt­ingu auð­linda.

Áætl­un­ar­bú­skapur. Með því er átt við að „rík­is­valdið hafi aðstöðu til að kveða á um þau meg­in­mark­mið, sem keppt sé að í efna­hags­mál­um, t.d. hvernig þjóð­ar­fram­leiðslan skuli skipt­ast milli neyzlu og fjár­fest­ing­ar, hvernig fram­leiðslu­tæki og atvinnu­skil­yrði skuli dreifast á ein­stök land­svæði, hversu miklum hluta þjóð­ar­fram­leiðslu skuli varið til sam­neyzlu, þ.e. ýmiss konar opin­berrar þjón­ustu, og þá hversu miklu til hvers þáttar henn­ar, ann­ars veg­ar, og einka­neyzlu hins veg­ar.” Hér er sem­sagt ekki verið að tala um mið­stýrð rík­is­af­skipti af fyr­ir­tækjum né um hvers­konar höft. Jafn­að­ar­menn vilja varð­veita frjáls mark­aðsvið­skipti þar sem gera má ráð fyrir raun­veru­legri sam­keppni.

Þetta eru þau meg­in­tæki hag­stjórnar sem jafn­að­ar­menn vilja beita í því skyni að þjóð­fé­lagið fái á sig svip­mót jafn­að­ar­stefn­u. 

Hér eru ekki tök á að rekja efni bókar Gylfa nán­ar, en hún er fróð­leg og holl lesn­ing öllum jafn­að­ar­mönnum og raunar öllum sem hafa áhuga á þjóð­fé­lags­mál­um. Bókin er að sjálf­sögðu ófá­an­leg á mark­aði enda langt um liðið frá útgáfu henn­ar. Íslenskir jafn­að­ar­menn ættu að sýna henni og höf­und­inum þann sóma að end­ur­út­gefa bók­ina. 

Höf­undur er jafn­að­ar­mað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar