Jafnaðarstefna? Hvað er það?

Hörður Filippusson kallar eftir því að íslenskir jafnaðarmenn sýni bók Gylfa Þ. Gíslasonar, Jafnaðarstefnan, og höfundinum þann sóma að endurútgefa bókina.

Auglýsing

Sú umræða sem á hverjum tíma á sér stað um stjórnmál, málefni ríkis og þjóðfélags, snýst oftast um einstök úrlausnarefni líðandi stundar, en sjaldnar um grundvallaratriði. Ef til vill er skýringar að leita í því sem Kiljan segir um landa sína að þeim vefjist gjarnan tunga um tönn þegar kemur að kjarna máls. 

Það á við um jafnaðarmenn eins og aðra að þeim er hollt að huga að því hvaða hugsjónir og grundvallarhugmyndir liggja að baki stefnu þeirra og starfsháttum. Slíka umfjöllun er að finna í bók Gylfa Þ. Gíslasonar, Jafnaðarstefnan, sem út kom 1977. Í henni fjallar hann um einkenni lýðræðisþjóðfélags, mannréttindi, hugmyndir um jöfnuð og hagkvæmni og einkenni og upphaf fjármagnskerfisins. Þá rekur hann sögu jafnaðarstefnunnar, fjallar um hagkerfi Austur-Evrópuríkjanna og um hagkerfi vestrænna lýðræðisríkja eða blönduð hagkerfi. Öll er þessi umfjöllun Gylfa skýr og vel fram sett og hefur í engu misst gildi sitt þó að nokkrir áratugir séu liðnir frá útgáfu bókarinnar.

Svo efnismikilli bók verða ekki gerð viðunandi skil í stuttri blaðagrein. Hér verður því aðeins bent á síðasta kafla bókarinnar sem ber heitið „Þjóðfélag jafnaðarstefnunnar”. Kaflinn skiptist í þrjá hluta sem kallast „Hugsjónir jafnaðarmanna”, „Markmið jafnaðarmanna” og „Úrræði jafnaðarmanna”. Verður hér tæpt á innihaldi hvers þeirra.

Hugsjónir jafnaðarmanna

Kaflinn hefst á þessum orðum: „Jafnaðarmenn vilja, að sérhvert þjóðfélag og heimurinn allur beri í vaxandi mæli svip þeirra hugsjóna, sem þeir aðhyllast. Því aðeins geta jafnaðarmenn talið þjóðfélag gott og réttlátt, að það grundvallist á frelsi og jafnrétti, vaxandi afkomuöryggi og síbatnandi hag. Það verður að mótast af samvinnu og samhjálp, virðingu fyrir einstaklingnum og rétti hans til að efla þroska sinn og hamingju. Það verður að stefna að aukinni hagsæld, eflingu réttlætis og fegurra mannlífi. Hornsteinar þess hljóta að vera frelsi og réttlæti, menning og velmegun.”

Markmið jafnaðarmanna

Í þessum kafla er gerð nánari grein fyrir helstu markmiðum sem jafnaðarmenn vilja keppa að í þjóðfélagsmálum. Það er gert í ellefu undirköflum. Fyrirsagnir þessara undirkafla gefa allgóða hugmynd um hvað um er fjallað en þær eru:

 1. Verndun mannhelgi, mannréttinda, andlegs frelsis og réttaröryggis
 2. Full atvinna
 3. Verndun og efling lýðræðis og þingræðis
 4. Fyllsta hagnýting allra auðlinda lands og sjávar
 5. Réttlát tekju- og eignaskipting
 6. Samábyrgð og samhjálp
 7. Atvinnulýðræði
 8. Jafnrétti til menntunar, frjáls vísindi og frjálsar listir
 9. Frjálst neysluval, frjálst starfsval, heilbrigð samkeppni og nytsamt framtak
 10. Alheimsfriður og útrýming fátæktar í heiminum
 11. Fagurt mannlíf

Úrræði jafnaðarmanna

Loks fjallar Gylfi um þau úrræði stjórnkerfis og hagkerfis sem jafnaðarmenn vilja beita til að ná þessum markmiðum.  Hann segir: 

„Að því er stjórnkerfið snertir, verður lýðræði og þingræði að hvíla á löggjöf, bæði stjórnarskrá og almennri lagasetningu, og hið sama á við um verndun mannhelgi, mannréttinda, andlegs frelsis og réttaröryggis. Jafnframt verður framkvæmdavaldið að vera svo sterkt og dómstólar svo fullkomlega óháðir, að í þessum efnum verði ekki aðeins um að ræða lagabókstafinn tóman, heldur frelsi, mannréttindi og réttaröryggi í reynd.” Hér sé um að ræða sjónarmið sem séu almennt viðurkennd í vestrænum ríkjum og því sé það fyrst og fremst verkefni jafnaðarmanna að slá skjaldborg um þessi réttindi.

Hins vegar sé þörf á margháttuðum breytingum á hagkerfinu, mismiklum eftir þjóðfélögum. Meginhagstjórnartækin sem jafnaðarmenn vilji beita séu þrenns konar:

Auglýsing
Félagsmálastefna. Undir þennan hatt falla mörg af mikilvægustu verkefnum jafnaðarmanna. Hvorki markaðskerfið né kjarasamningar leiða til réttmætrar tekju- og eignaskiptingar. Það er hlutverk hins opinbera að gæta hagsmuna þeirra sem verða afskiptir í markaðskerfinu, vegna aldurs, sjúkdóma og annarra ástæðna. Þetta er meginhlutverk almannatrygginga með ýmiss konar tekjujöfnunaráhrifum. Almenn heilsugæsla þarf einnig að vera tengd kerfi almannatrygginga. Ennfremur eigi hið opinbera að sjá til þess að einnig þeir sem lágar tekjur hafa hafi tök á að afla sér viðunandi húsnæðis sem sé frumskilyrði heilbrigðs mannlífs. Þá þarf skattalöggjöf að vera þannig að bæði fólk og fyrirtæki greiði til sameiginlegra þarfa án undanbragða í réttlátu hlutfalli við greiðslugetu. Almenn menntastefna sem tryggir öllum jafnrétti til náms er einnig áherslumála jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn hafa hvarvetna verið brautryðjendur félagsmálastefnu og grundvallarsjónarmið þeirra hafa hlotið almenna viðurkenningu í blönduðum hagkerfum en á ýmsum sviðum vilja jafnaðarmenn gera enn betur. 

Rekstrarform fyrirtækja. Jafnaðarmenn eru ekki andvígir einkaeignarrétti sem stendur í vegi fyrir réttlátri skipan þjóðfélagsmála. Lítil og meðalstór fyrirtæki séu vel komin í höndum einstaklinga frekar en hins opinbera. Samvinnurekstur hafi einnig miklu hlutverki að gegna í nútíma hagkerfi. Hins vegar þurfi að koma í veg fyrir að stór fyrirtæki og fyrirtækjasamtök öðlist óeðlilega mikil áhrif og takmarki samkeppni. Þess vegna þurfi ríkisvaldið að setja löggjöf um starfsemi fyrirtækja og hafa eftirlit með henni. Í sumum tilvikum sé opinber rekstur eðlilegur og nauðsynlegur, til dæmis til að tryggja fulla atvinnu eða hagkvæma hagnýtingu auðlinda.

Áætlunarbúskapur. Með því er átt við að „ríkisvaldið hafi aðstöðu til að kveða á um þau meginmarkmið, sem keppt sé að í efnahagsmálum, t.d. hvernig þjóðarframleiðslan skuli skiptast milli neyzlu og fjárfestingar, hvernig framleiðslutæki og atvinnuskilyrði skuli dreifast á einstök landsvæði, hversu miklum hluta þjóðarframleiðslu skuli varið til samneyzlu, þ.e. ýmiss konar opinberrar þjónustu, og þá hversu miklu til hvers þáttar hennar, annars vegar, og einkaneyzlu hins vegar.” Hér er semsagt ekki verið að tala um miðstýrð ríkisafskipti af fyrirtækjum né um hverskonar höft. Jafnaðarmenn vilja varðveita frjáls markaðsviðskipti þar sem gera má ráð fyrir raunverulegri samkeppni.

Þetta eru þau megintæki hagstjórnar sem jafnaðarmenn vilja beita í því skyni að þjóðfélagið fái á sig svipmót jafnaðarstefnu. 

Hér eru ekki tök á að rekja efni bókar Gylfa nánar, en hún er fróðleg og holl lesning öllum jafnaðarmönnum og raunar öllum sem hafa áhuga á þjóðfélagsmálum. Bókin er að sjálfsögðu ófáanleg á markaði enda langt um liðið frá útgáfu hennar. Íslenskir jafnaðarmenn ættu að sýna henni og höfundinum þann sóma að endurútgefa bókina. 

Höfundur er jafnaðarmaður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar