Hvað ætlar þú að gera í ellinni?

Varaformaður Viðreisnar talar fyrir leið samvinnu í peningamálum, sem kallar á samstöðu ríkis og aðila vinnumarkaðarins um stöðugleika.

Auglýsing

Fólk á mínum aldri hugsar ekki dag­lega um þessa spurn­ingu. Kannski ættum að gera það. 

Um helm­ingur eigna íslenskra heim­ila umfram skuldir er í líf­eyr­is­sjóð­un­um. Þetta er öfunds­verð og góð staða. Krónan flækir þó mál­ið. Sjóð­irnir eru gríð­ar­stór­ir. Tröll­vaxnir miðað við íslenska hag­kerf­ið. Fjár­fest­ingar þeirra geta haft veru­leg áhrif á gengi krón­unn­ar. Stöðugt gengi er for­gangs­á­hersla hjá Seðla­bank­an­um. Það var því fyrsta við­bragð bank­ans að mæl­ast til þess að sjóð­irnir gerðu hlé á erlendri fjár­fest­ingu þegar gengi krón­unnar tók að veikj­ast á síð­asta ári. Og nú liggur fyrir Alþingi frum­varp til laga um heim­ildir Seðla­bank­ans til að beita gjald­eyr­is­höft­um. Höft munu bitna á sjóð­unum og tak­marka getu þeirra til erlendra fjár­fest­inga.

Nú er ég mik­ill stuðn­ings­maður stöðugs geng­is. Sveiflur krón­unnar hafa valdið miklum kostn­aði og skaða í gegnum tíð­ina, leitt til óhag­stæðra láns­kjara fyr­ir­tækja og almenn­ings og óvissu sem gerir allar áætl­anir erf­iðar og varnir gegn þeim dýr­ar. Sveifl­urnar skaða einnig fram­tíð­ar­tæki­færi þjóð­ar­inn­ar. Þrátt fyrir að Ísland mælist með mestu nýsköp­un­ar­þjóðum hefur gengið erf­ið­lega að byggja upp útflutn­ings­at­vinnu­vegi á hug­viti. Íslenskar útflutn­ings­greinar byggja fremur á nýt­ingu stað­bund­inna auð­linda. Þessu þarf að breyta. Leysa úr læð­ingi hug­vits­sem­ina. Það er best gert með stöð­ugum gjald­miðli.

Auglýsing
Vandamálið er að Ísland er einkar opið hag­kerfi – stór hluti þess sem við fram­leiðum er neytt erlend­is. Að sama skapi er stór hluti þess sem við neytum fram­leitt erlend­is. Ef ég ætla að spara til elli­ár­anna þarf ég að taka til­lit til þess að umtals­verður hluti neyslu minnar verður inn­fluttar vör­ur. Við fram­leiðum fyrst og fremst fisk, ál og afþr­ey­ingu fyrir heim­inn. Við kaupum í stað­inn bíla, föt, tæki, mat og allt hitt sem ekki er fram­leitt á Íslandi. Hluti sparn­að­ar­ins míns ætti því að vera í erlendum eign­um, sem ég get selt í fram­tíð­inni svo ég geti örugg­lega átt fyrir þessum inn­fluttu vör­um.

Meg­in­hluti einka­sparn­aðar ein­stak­linga er í hús­næði. Annað er ekki raun­hæft fyrir flest okk­ar. Við treystum á líf­eyr­is­sjóð­ina að tryggja okkur fram­færslu. Það fellur því ein­hliða á þá að dreifa áhætt­unni fyrir okk­ur. Í ítar­legri og góðri úttekt sinni um þessi mál kom­ast þeir Ásgeir Jóns­son og Hersir Sig­ur­geirs­son að þeirri nið­ur­stöðu að það sé for­gangs­mál að auka áhættu­dreif­ingu líf­eyr­is­sjóð­anna, sér­stak­lega með erlendri fjár­fest­ingu. Þetta tel ég hár­rétt. 

Hvað er þá til ráða? Gjald­eyr­is­höft er ekki eina leiðin til að stuðla að stöð­ugu gengi. Hægt er að fara aðra leið – leið sam­vinnu í pen­inga­mál­um. Það hafa Danir gert ára­tugum saman með góðum árangri. Sú leið er ekki galla­laus. Hún kallar á sam­stöðu ríkis og aðila vinnu­mark­að­ar­ins um stöð­ug­leika. Spurn­ingin er: hvort hugn­ast þér? Sam­staða um stöð­ug­leika og sam­vinna í pen­inga­málum eða höft? Hvað hafðir þú hugsað þér að gera í ell­inni?

Höf­undur er vara­for­maður Við­reisn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar