Hvað ætlar þú að gera í ellinni?

Varaformaður Viðreisnar talar fyrir leið samvinnu í peningamálum, sem kallar á samstöðu ríkis og aðila vinnumarkaðarins um stöðugleika.

Auglýsing

Fólk á mínum aldri hugsar ekki dag­lega um þessa spurn­ingu. Kannski ættum að gera það. 

Um helm­ingur eigna íslenskra heim­ila umfram skuldir er í líf­eyr­is­sjóð­un­um. Þetta er öfunds­verð og góð staða. Krónan flækir þó mál­ið. Sjóð­irnir eru gríð­ar­stór­ir. Tröll­vaxnir miðað við íslenska hag­kerf­ið. Fjár­fest­ingar þeirra geta haft veru­leg áhrif á gengi krón­unn­ar. Stöðugt gengi er for­gangs­á­hersla hjá Seðla­bank­an­um. Það var því fyrsta við­bragð bank­ans að mæl­ast til þess að sjóð­irnir gerðu hlé á erlendri fjár­fest­ingu þegar gengi krón­unnar tók að veikj­ast á síð­asta ári. Og nú liggur fyrir Alþingi frum­varp til laga um heim­ildir Seðla­bank­ans til að beita gjald­eyr­is­höft­um. Höft munu bitna á sjóð­unum og tak­marka getu þeirra til erlendra fjár­fest­inga.

Nú er ég mik­ill stuðn­ings­maður stöðugs geng­is. Sveiflur krón­unnar hafa valdið miklum kostn­aði og skaða í gegnum tíð­ina, leitt til óhag­stæðra láns­kjara fyr­ir­tækja og almenn­ings og óvissu sem gerir allar áætl­anir erf­iðar og varnir gegn þeim dýr­ar. Sveifl­urnar skaða einnig fram­tíð­ar­tæki­færi þjóð­ar­inn­ar. Þrátt fyrir að Ísland mælist með mestu nýsköp­un­ar­þjóðum hefur gengið erf­ið­lega að byggja upp útflutn­ings­at­vinnu­vegi á hug­viti. Íslenskar útflutn­ings­greinar byggja fremur á nýt­ingu stað­bund­inna auð­linda. Þessu þarf að breyta. Leysa úr læð­ingi hug­vits­sem­ina. Það er best gert með stöð­ugum gjald­miðli.

Auglýsing
Vandamálið er að Ísland er einkar opið hag­kerfi – stór hluti þess sem við fram­leiðum er neytt erlend­is. Að sama skapi er stór hluti þess sem við neytum fram­leitt erlend­is. Ef ég ætla að spara til elli­ár­anna þarf ég að taka til­lit til þess að umtals­verður hluti neyslu minnar verður inn­fluttar vör­ur. Við fram­leiðum fyrst og fremst fisk, ál og afþr­ey­ingu fyrir heim­inn. Við kaupum í stað­inn bíla, föt, tæki, mat og allt hitt sem ekki er fram­leitt á Íslandi. Hluti sparn­að­ar­ins míns ætti því að vera í erlendum eign­um, sem ég get selt í fram­tíð­inni svo ég geti örugg­lega átt fyrir þessum inn­fluttu vör­um.

Meg­in­hluti einka­sparn­aðar ein­stak­linga er í hús­næði. Annað er ekki raun­hæft fyrir flest okk­ar. Við treystum á líf­eyr­is­sjóð­ina að tryggja okkur fram­færslu. Það fellur því ein­hliða á þá að dreifa áhætt­unni fyrir okk­ur. Í ítar­legri og góðri úttekt sinni um þessi mál kom­ast þeir Ásgeir Jóns­son og Hersir Sig­ur­geirs­son að þeirri nið­ur­stöðu að það sé for­gangs­mál að auka áhættu­dreif­ingu líf­eyr­is­sjóð­anna, sér­stak­lega með erlendri fjár­fest­ingu. Þetta tel ég hár­rétt. 

Hvað er þá til ráða? Gjald­eyr­is­höft er ekki eina leiðin til að stuðla að stöð­ugu gengi. Hægt er að fara aðra leið – leið sam­vinnu í pen­inga­mál­um. Það hafa Danir gert ára­tugum saman með góðum árangri. Sú leið er ekki galla­laus. Hún kallar á sam­stöðu ríkis og aðila vinnu­mark­að­ar­ins um stöð­ug­leika. Spurn­ingin er: hvort hugn­ast þér? Sam­staða um stöð­ug­leika og sam­vinna í pen­inga­málum eða höft? Hvað hafðir þú hugsað þér að gera í ell­inni?

Höf­undur er vara­for­maður Við­reisn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar