Hvernig getum við byggt Listaháskóla í Vatnsmýrinni?

Hans Guttormur Þormar skrifar um staðsetningu á nýju heimili fyrir Listaháskóla Íslands.

Auglýsing

Við Reykja­vík­ur­tjörn situr maður á bekk. Hann er graf­kyrr og hljóður enda um að ræða málmskúlp­túr af Tómasi Guð­munds­syni eftir Höllu Gunn­ars­dóttur mynd­höggv­ara. Svipur Tómasar er hugs­andi og hann er bros­andi í borg­inni sinni Reykja­vík. Reykja­vík­ur­skáldið sem sá borg­ina í ljóð­rænu ljósi sam­tíð­ar­innar og fram­tíð­ar­inn­ar.

Í fyrra kom grein­ar­gerð frá Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins þar sem kom fram að besti kost­ur­inn fyrir fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu Lista­há­skóla Íslands (LHÍ) væri að byggja í Vatns­mýr­inni. Sú fram­kvæmd hefði líka í för með sér sam­legð­ar­á­hrif við aðra háskóla­starf­semi í Vatns­mýr­inni og upp­fyllti þar að auki þá áherslu sem núver­andi rík­is­stjórn lagði í þessi mál í upp­hafi stjórn­ar­sam­starfs: „Rík­is­stjórnin ætlar að leggja sér­staka áherslu á list­nám og aukna tækni­þekk­ingu, sem gera mun íslenskt sam­fé­lag sam­keppn­is­hæf­ara á alþjóða­vísu.” 

Í umræðum und­an­farið hefur komið fram að sá mikli kostn­að­ur, sem fylgir óhjá­kvæmi­lega upp­bygg­ingu á nýju hús­næði LHÍ, falli ekki að erf­iðri fjár­hags­stöðu rík­is­sjóðs eftir Covid-19 far­ald­ur­inn. Því sé verið að leita að öðrum leiðum til að leysa hús­næð­is­vanda­mál Lista­há­skól­ans og koma honum fyrir í hús­næði sem þegar er til í eigu rík­is­ins. Enn eina ferð­ina á að reyna að troða LHÍ (eða hluta hans) inn í hús­næði sem ekki var hannað fyrir þá sér­hæfðu og fjöl­breyttu starf­semi sem þar fer fram. Þær skamm­tíma redd­ingar verða alltaf klúð­ur.

Auglýsing
Til að létta hluta af kostn­að­inum af rík­is­sjóði og gera í leið­inni gang­skör að því að skerpa á eigna­safni rík­is­ins er til dæmis mögu­legt að gera eft­ir­far­andi til­fær­ingar á hús­næði og lóðum í eigu rík­is­ins:

  1. Flytja starf­semi Heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins og Félags­mála­ráðu­neyt­is­ins og aðra starf­semi úr Skóg­ar­hlíð 6 niður í Toll­húsið við Tryggva­götu, í göngu­færi við Alþingi og hin ráðu­neyt­in. Í sam­vinnu við Reykja­vík­ur­borg mætti síðan útfæra lóð­ina við Skóg­ar­hlíð 6 til þró­unar meiri íbúða­byggðar á svæð­inu og selja hana síð­an. Ég þyk­ist viss um að Reykja­vík­ur­borg er til­búin í þá vinnu
  2. Þróa lóð­ina í Laug­ar­nes­inu í sam­vinnu við Reykja­vík­ur­borg og selja síðan Lista­há­skóla­húsið í Laug­ar­nes­inu.

    Báðir ofan­greindir liðir falla vel að þétt­ing­ar­stefnu borg­ar­innar og eru til þess fallnir að skapa mikil verð­bæti fyrir ríki, borg og íbúa
  3. Flytja starf­semi Utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins niður í Toll­húsið og selja eign við Rauð­ar­ár­stíg 25
  4. Selja Lista­há­skóla­húsið við Sölv­hóls­götu

Við getum auð­veld­lega byggt LHÍ í Vatns­mýr­inni. Það er hægt að hefj­ast strax handa við frum­hönnun og verk­hönnun ef vilji er fyrir hendi. Útboð bygg­ingar getur síðan farið fram þegar rík­is­sjóður sér fram úr þeim skamm­tíma rekstr­ar­örð­ug­leikum sem nú eru til stað­ar. Tæki­færin liggja í fram­tíð­inni, bæði fyrir Lista­há­skól­ann sem og þjóð­ina alla. Stytta Tómasar Guð­munds­sonar mun áfram sitja við tjörn­ina og Tómas horfa íhug­ull á borg­ina vaxa og dafna.

Við Vatns­mýr­ina

Ást­fang­inn blær í grænum garði svæfir

grös­in, sem hljóð­lát biðu sól­ar­lags­ins.

En niðri í mýri litla lóan æfir

lögin sín undir konsert morg­un­dags­ins.

Og úti fyrir hvíla höf og grand­ar,

og hljóðar öldur smáum bárum rugga.

Sem barn í djúpum blundi jörðin and­ar,

og borgin sefur rótt við opna glugga.

- -

Og þögn­in, þögnin hvíslar hálfum orðum -

Hug­ur­inn minn­ist söngs, sem löngu er dáinn.

Ó, sál mín, sál mín! Svona komu forðum

Sum­urin öll, sem horfin eru í blá­inn -

Ó blóm, sem dey­ið! Björtu vökunæt­ur,

sem bráðum hverfið inn í vetr­ar­skugg­ann!

Hvers er að bíða? Hægt ég rís á fæt­ur,

og hljóður dreg ég tjöldin fyrir glugg­ann.

Höf: Tómas Guð­munds­son

Höf­undur er vís­inda- og upp­­f­inn­inga­­mað­­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar