Hvernig getum við byggt Listaháskóla í Vatnsmýrinni?

Hans Guttormur Þormar skrifar um staðsetningu á nýju heimili fyrir Listaháskóla Íslands.

Auglýsing

Við Reykjavíkurtjörn situr maður á bekk. Hann er grafkyrr og hljóður enda um að ræða málmskúlptúr af Tómasi Guðmundssyni eftir Höllu Gunnarsdóttur myndhöggvara. Svipur Tómasar er hugsandi og hann er brosandi í borginni sinni Reykjavík. Reykjavíkurskáldið sem sá borgina í ljóðrænu ljósi samtíðarinnar og framtíðarinnar.

Í fyrra kom greinargerð frá Framkvæmdasýslu ríkisins þar sem kom fram að besti kosturinn fyrir framtíðaruppbyggingu Listaháskóla Íslands (LHÍ) væri að byggja í Vatnsmýrinni. Sú framkvæmd hefði líka í för með sér samlegðaráhrif við aðra háskólastarfsemi í Vatnsmýrinni og uppfyllti þar að auki þá áherslu sem núverandi ríkisstjórn lagði í þessi mál í upphafi stjórnarsamstarfs: „Ríkisstjórnin ætlar að leggja sérstaka áherslu á listnám og aukna tækniþekkingu, sem gera mun íslenskt samfélag samkeppnishæfara á alþjóðavísu.” 

Í umræðum undanfarið hefur komið fram að sá mikli kostnaður, sem fylgir óhjákvæmilega uppbyggingu á nýju húsnæði LHÍ, falli ekki að erfiðri fjárhagsstöðu ríkissjóðs eftir Covid-19 faraldurinn. Því sé verið að leita að öðrum leiðum til að leysa húsnæðisvandamál Listaháskólans og koma honum fyrir í húsnæði sem þegar er til í eigu ríkisins. Enn eina ferðina á að reyna að troða LHÍ (eða hluta hans) inn í húsnæði sem ekki var hannað fyrir þá sérhæfðu og fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram. Þær skammtíma reddingar verða alltaf klúður.

Auglýsing
Til að létta hluta af kostnaðinum af ríkissjóði og gera í leiðinni gangskör að því að skerpa á eignasafni ríkisins er til dæmis mögulegt að gera eftirfarandi tilfæringar á húsnæði og lóðum í eigu ríkisins:

  1. Flytja starfsemi Heilbrigðisráðuneytisins og Félagsmálaráðuneytisins og aðra starfsemi úr Skógarhlíð 6 niður í Tollhúsið við Tryggvagötu, í göngufæri við Alþingi og hin ráðuneytin. Í samvinnu við Reykjavíkurborg mætti síðan útfæra lóðina við Skógarhlíð 6 til þróunar meiri íbúðabyggðar á svæðinu og selja hana síðan. Ég þykist viss um að Reykjavíkurborg er tilbúin í þá vinnu
  2. Þróa lóðina í Laugarnesinu í samvinnu við Reykjavíkurborg og selja síðan Listaháskólahúsið í Laugarnesinu.
    Báðir ofangreindir liðir falla vel að þéttingarstefnu borgarinnar og eru til þess fallnir að skapa mikil verðbæti fyrir ríki, borg og íbúa
  3. Flytja starfsemi Utanríkisráðuneytisins niður í Tollhúsið og selja eign við Rauðarárstíg 25
  4. Selja Listaháskólahúsið við Sölvhólsgötu

Við getum auðveldlega byggt LHÍ í Vatnsmýrinni. Það er hægt að hefjast strax handa við frumhönnun og verkhönnun ef vilji er fyrir hendi. Útboð byggingar getur síðan farið fram þegar ríkissjóður sér fram úr þeim skammtíma rekstrarörðugleikum sem nú eru til staðar. Tækifærin liggja í framtíðinni, bæði fyrir Listaháskólann sem og þjóðina alla. Stytta Tómasar Guðmundssonar mun áfram sitja við tjörnina og Tómas horfa íhugull á borgina vaxa og dafna.

Við Vatnsmýrina

Ástfanginn blær í grænum garði svæfir

grösin, sem hljóðlát biðu sólarlagsins.

En niðri í mýri litla lóan æfir

lögin sín undir konsert morgundagsins.

Og úti fyrir hvíla höf og grandar,

og hljóðar öldur smáum bárum rugga.

Sem barn í djúpum blundi jörðin andar,

og borgin sefur rótt við opna glugga.

- -

Og þögnin, þögnin hvíslar hálfum orðum -

Hugurinn minnist söngs, sem löngu er dáinn.

Ó, sál mín, sál mín! Svona komu forðum

Sumurin öll, sem horfin eru í bláinn -

Ó blóm, sem deyið! Björtu vökunætur,

sem bráðum hverfið inn í vetrarskuggann!

Hvers er að bíða? Hægt ég rís á fætur,

og hljóður dreg ég tjöldin fyrir gluggann.

Höf: Tómas Guðmundsson

Höf­undur er vís­inda- og upp­finn­inga­mað­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar