Stígum skrefið

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hún hvetur þingmenn til að samþykkja frumvarp forsætisráðherra um málið.

Auglýsing

Auð­linda­á­kvæði stjórn­ar­skrár­innar hefur verið mikið til umræðu síð­ast­liðin miss­eri og ár. Það er ekki að undra enda eru nátt­úru­auð­lindir á einn eða annan hátt und­ir­staða okkar þriggja stærstu útflutn­ings­greina og skapa þjóð­ar­bú­inu gríð­ar­leg verð­mæti. Nálægðin og tengslin við nátt­úr­una hér á landi eru slík að það er mikið til­finn­inga­mál fyrir okkur flest hvernig við göngum um hana og gæði henn­ar. Því er það okkur Íslend­ingum mik­il­vægt að skýra stöðu nátt­úru­auð­linda í stjórn­ar­skrá. 

Í upp­hafi árs lagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra fram  breyt­ingar á stjórn­ar­skrá og þar með talið auð­linda­á­kvæði. Auð­linda­á­kvæðið grund­vall­ast á margra ára­tuga vinnu og hafa ólíkir aðilar komið að því. Það hefur fengið mikla umfjöllun hjá stjórn­mála­mönnum og fræði­mönn­um. Ákvæðið tel ég vera það besta sem við höfum séð hingað til. 

Auð­linda­landið Ísland

Ísland er auð­linda­ríkt land. Á láði höfum við ósnortin víð­erni, nátt­úru­feg­urð og ýmsar upp­sprettur grænnar og end­ur­nýj­an­legrar orku eins og jarð­varma og fall­vötn. Landið er umkringt gjöf­ulum fiski­mið­um, sem hafa verið ein helsta und­ir­staða efna­hags­legrar fram­fara síð­ast­liðna öld. Það er því eðli­legt að fólk hugsi fyrst og fremst um þessar nátt­úru­auð­lindir þegar þær ber á góma. 

En þar með er ekki sagt að list­inn sé tæmd­ur. Eins og Car­bfix aðferðin hefur sýnt okkur er Ísland til dæmis til­val­inn staður til að dæla niður kolefni og umbreyta í stein. Þá má spyrja hvort hið hola íslenska basalt sem má nota í þessum til­gangi sé ekki nátt­úru­auð­lind. Og hvað með vind­inn sem blæs á okkur í gríð og erg allan árs­ins hring? Eru mögu­lega aðrar auð­lindir sem gætu nýst í fram­tíð­inni en okkur dytti ekki í hug að nýta í dag?

Auglýsing
Þetta und­ir­strikar mik­il­vægi þess að vera með auð­lind­á­kvæði sem vísar veg­inn í auð­linda­nýt­ingu án þess þó að miða algjör­lega við þær helstu nátt­úru­auð­lindir sem við nýtum í dag. Enda á stjórn­ar­skrá að vera traust og tíma­laust plagg. Ég tel það auð­lind­á­kvæði sem er til með­ferðar í þing­inu einmitt þannig úr garði gert. 

Tíma­bundin notkun eða upp­segj­an­leg?

Í frum­varp­inu segir að eng­inn geti fengið nátt­úru­auð­lindir í þjóð­ar­eign eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða var­an­legra afnota. En nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki eru háð einka­eign­ar­rétti eru skil­greind sem þjóð­ar­eign, en þar erum við t.d. að tala um þjóð­lendur og fisk­inn sjón­um. En hvað þýðir þetta?

Þetta þýðir að samn­ingar við þá sem vilja nýta þjóð­ar­eign­irnar okkar verða annað hvort að vera upp­segj­an­legir eða tíma­bundn­ir. Ólíkar auð­lindir og ólíkur til­gangur nýt­ingar þeirra kunna að rétt­læta ólíkar nálg­anir varð­andi það hvort við höfum samn­ing­ana tíma­bundna eða upp­segj­an­lega, en almennt höfum við Vinstri græn talað fyrir tíma­bundnum samn­ing­um. 

Það er líka algjört lyk­il­at­riði að eng­inn geti eign­ast þjóð­ar­eign. Þjóð­ar­eign er eign íslensku þjóð­ar­inn­ar, en lög­gjaf­inn og fram­kvæmd­ar­valdið fara með for­ræði þeirra í umboði þjóð­ar­inn­ar. Úthlutun nýt­ing­ar­leyfa verður að vera lög­bundin og gagnsæ og gæta verður jafn­ræð­is. 

Gjald­taka fyrir notk­un 

Það er tekið skýrt fram í frum­varps­á­kvæð­inu að með lögum skuli ákveða gjald­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­skyni. En hvernig á að haga slíkri gjald­töku? Þar kunna ólík sjón­ar­mið að spila inn í og eðli­lega því að til­gang­ur­inn auð­linda­nýt­ingar kann að vera mis­mun­andi. Til­gang­ur­inn kann til dæmis fyrst og fremst að vera að efla byggð í land­inu eða bjóða lands­mönnum upp á ákveðna þjón­ustu á hag­stæðu verði. Félags­legi pott­ur­inn í sjáv­ar­út­vegi er gott dæmi um hið fyrr­nefnda og hita­veitan og raf­magns­sala til heim­il­anna í land­inu hið síð­ar­nefnda. 

Til eru þau sem vilja inn­leiða þá mark­aðs­hugsun í stjórn­ar­skrána okkar að við eigum að miða gjald­tök­una af auð­lind­unum okkar við hvað mark­að­ur­inn býður í nýt­ing­una hverju sinni. Það er ein­streng­ings­leg nálg­un, sem lítur algjör­lega fram hjá til að mynda félags­leg­um, byggða­legum og umhverf­is­legum þáttum sem geta allir haft áhrif á gjald­töku. Það tak­markar því lög­gjafann í því að beita eig­enda­valdi þjóð­ar­innar um það hvernig gjald­tök­unni skuli hátt­að. Sam­talið um hvernig nýt­ingin og gjald­takan skuli vera verður að eiga sér stað milli eig­end­anna, fólks­ins í land­inu, og stjórn­mála­manna á hinum póli­tíska vett­vangi. Ekki á for­sendum mark­að­ar­ins. 

Sjálf­bærni í stjórn­ar­skrá

Síð­ast en alls ekki síst kemur fram það atriði sem ég tel vera það þýð­ing­ar­mesta. Það er að auð­lindir skuli nýta á sjálf­bæran hátt til hags­bóta fyrir lands­menn alla. Það kann að vera merki um að það sé almenn sam­staða um að ósjálf­bær auð­linda­nýt­ing sé ekki í boði og að nýt­ingin skuli fyrst og fremst hagn­ast fólk­inu í land­in­u. 

Þetta auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá yrði risa­stórt skref fram á við og myndi tví­mæla­laust tryggja rétt og hags­muni þjóð­ar­innar í auð­linda­mál­um. Ég vil því hvetja þing­menn til að sam­þykkja frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur þjóð­inni allri til heilla. 

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Vinstri grænna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar