Stígum skrefið

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hún hvetur þingmenn til að samþykkja frumvarp forsætisráðherra um málið.

Auglýsing

Auð­linda­á­kvæði stjórn­ar­skrár­innar hefur verið mikið til umræðu síð­ast­liðin miss­eri og ár. Það er ekki að undra enda eru nátt­úru­auð­lindir á einn eða annan hátt und­ir­staða okkar þriggja stærstu útflutn­ings­greina og skapa þjóð­ar­bú­inu gríð­ar­leg verð­mæti. Nálægðin og tengslin við nátt­úr­una hér á landi eru slík að það er mikið til­finn­inga­mál fyrir okkur flest hvernig við göngum um hana og gæði henn­ar. Því er það okkur Íslend­ingum mik­il­vægt að skýra stöðu nátt­úru­auð­linda í stjórn­ar­skrá. 

Í upp­hafi árs lagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra fram  breyt­ingar á stjórn­ar­skrá og þar með talið auð­linda­á­kvæði. Auð­linda­á­kvæðið grund­vall­ast á margra ára­tuga vinnu og hafa ólíkir aðilar komið að því. Það hefur fengið mikla umfjöllun hjá stjórn­mála­mönnum og fræði­mönn­um. Ákvæðið tel ég vera það besta sem við höfum séð hingað til. 

Auð­linda­landið Ísland

Ísland er auð­linda­ríkt land. Á láði höfum við ósnortin víð­erni, nátt­úru­feg­urð og ýmsar upp­sprettur grænnar og end­ur­nýj­an­legrar orku eins og jarð­varma og fall­vötn. Landið er umkringt gjöf­ulum fiski­mið­um, sem hafa verið ein helsta und­ir­staða efna­hags­legrar fram­fara síð­ast­liðna öld. Það er því eðli­legt að fólk hugsi fyrst og fremst um þessar nátt­úru­auð­lindir þegar þær ber á góma. 

En þar með er ekki sagt að list­inn sé tæmd­ur. Eins og Car­bfix aðferðin hefur sýnt okkur er Ísland til dæmis til­val­inn staður til að dæla niður kolefni og umbreyta í stein. Þá má spyrja hvort hið hola íslenska basalt sem má nota í þessum til­gangi sé ekki nátt­úru­auð­lind. Og hvað með vind­inn sem blæs á okkur í gríð og erg allan árs­ins hring? Eru mögu­lega aðrar auð­lindir sem gætu nýst í fram­tíð­inni en okkur dytti ekki í hug að nýta í dag?

Auglýsing
Þetta und­ir­strikar mik­il­vægi þess að vera með auð­lind­á­kvæði sem vísar veg­inn í auð­linda­nýt­ingu án þess þó að miða algjör­lega við þær helstu nátt­úru­auð­lindir sem við nýtum í dag. Enda á stjórn­ar­skrá að vera traust og tíma­laust plagg. Ég tel það auð­lind­á­kvæði sem er til með­ferðar í þing­inu einmitt þannig úr garði gert. 

Tíma­bundin notkun eða upp­segj­an­leg?

Í frum­varp­inu segir að eng­inn geti fengið nátt­úru­auð­lindir í þjóð­ar­eign eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða var­an­legra afnota. En nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki eru háð einka­eign­ar­rétti eru skil­greind sem þjóð­ar­eign, en þar erum við t.d. að tala um þjóð­lendur og fisk­inn sjón­um. En hvað þýðir þetta?

Þetta þýðir að samn­ingar við þá sem vilja nýta þjóð­ar­eign­irnar okkar verða annað hvort að vera upp­segj­an­legir eða tíma­bundn­ir. Ólíkar auð­lindir og ólíkur til­gangur nýt­ingar þeirra kunna að rétt­læta ólíkar nálg­anir varð­andi það hvort við höfum samn­ing­ana tíma­bundna eða upp­segj­an­lega, en almennt höfum við Vinstri græn talað fyrir tíma­bundnum samn­ing­um. 

Það er líka algjört lyk­il­at­riði að eng­inn geti eign­ast þjóð­ar­eign. Þjóð­ar­eign er eign íslensku þjóð­ar­inn­ar, en lög­gjaf­inn og fram­kvæmd­ar­valdið fara með for­ræði þeirra í umboði þjóð­ar­inn­ar. Úthlutun nýt­ing­ar­leyfa verður að vera lög­bundin og gagnsæ og gæta verður jafn­ræð­is. 

Gjald­taka fyrir notk­un 

Það er tekið skýrt fram í frum­varps­á­kvæð­inu að með lögum skuli ákveða gjald­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­skyni. En hvernig á að haga slíkri gjald­töku? Þar kunna ólík sjón­ar­mið að spila inn í og eðli­lega því að til­gang­ur­inn auð­linda­nýt­ingar kann að vera mis­mun­andi. Til­gang­ur­inn kann til dæmis fyrst og fremst að vera að efla byggð í land­inu eða bjóða lands­mönnum upp á ákveðna þjón­ustu á hag­stæðu verði. Félags­legi pott­ur­inn í sjáv­ar­út­vegi er gott dæmi um hið fyrr­nefnda og hita­veitan og raf­magns­sala til heim­il­anna í land­inu hið síð­ar­nefnda. 

Til eru þau sem vilja inn­leiða þá mark­aðs­hugsun í stjórn­ar­skrána okkar að við eigum að miða gjald­tök­una af auð­lind­unum okkar við hvað mark­að­ur­inn býður í nýt­ing­una hverju sinni. Það er ein­streng­ings­leg nálg­un, sem lítur algjör­lega fram hjá til að mynda félags­leg­um, byggða­legum og umhverf­is­legum þáttum sem geta allir haft áhrif á gjald­töku. Það tak­markar því lög­gjafann í því að beita eig­enda­valdi þjóð­ar­innar um það hvernig gjald­tök­unni skuli hátt­að. Sam­talið um hvernig nýt­ingin og gjald­takan skuli vera verður að eiga sér stað milli eig­end­anna, fólks­ins í land­inu, og stjórn­mála­manna á hinum póli­tíska vett­vangi. Ekki á for­sendum mark­að­ar­ins. 

Sjálf­bærni í stjórn­ar­skrá

Síð­ast en alls ekki síst kemur fram það atriði sem ég tel vera það þýð­ing­ar­mesta. Það er að auð­lindir skuli nýta á sjálf­bæran hátt til hags­bóta fyrir lands­menn alla. Það kann að vera merki um að það sé almenn sam­staða um að ósjálf­bær auð­linda­nýt­ing sé ekki í boði og að nýt­ingin skuli fyrst og fremst hagn­ast fólk­inu í land­in­u. 

Þetta auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá yrði risa­stórt skref fram á við og myndi tví­mæla­laust tryggja rétt og hags­muni þjóð­ar­innar í auð­linda­mál­um. Ég vil því hvetja þing­menn til að sam­þykkja frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur þjóð­inni allri til heilla. 

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar