Fjórar góðar ástæður til að styrkja strandveiðikerfið

„Berskjaldaðir og varnarlausir standa trillukarlar frammi fyrir endalausu skítamixi og reddingum sem einkennir ákvarðanatöku stjórnvalda,“ ritar trillukarlinn Kjartan Páll Sveinsson í aðsendri grein. Hann vill að hverjum báti verði tryggðir 48 veiðidagar.

Auglýsing

Þegar strand­veiði­ver­tíðin í ár var rúm­lega hálfnuð fór að heyr­ast kunn­ug­legt stef sem er end­ur­tekið árlega. Stefið hljómar þannig að afla­heim­ildir dugi ekki til og afleið­ingin verður stöðvun veiða löngu áður en tíma­bil­inu lýk­ur. Þannig lauk strand­veið­unum í síð­ustu viku þegar þriðj­ungur var eftir af veiði­tíma­bil­inu. Ár eftir ár þarf strand­veiði­flot­inn að bíða eftir ákvörð­un­ar­töku ráð­herra, sem yfir­leitt ákveður sig ekki fyrr en á síð­ustu stundu. Strand­veið­arnar – sem eru í grunnin ein­stak­lega gott kerfi – virka ekki sem skyldi þar sem brotala­mirnar í kerf­inu eru marg­ar. Ber­skjald­aðir og varn­ar­lausir standa trillukarlar frammi fyrir enda­lausu skíta­mixi og redd­ingum sem ein­kennir ákvarð­ana­töku stjórn­valda. Það að gera sig kláran fyrir ver­tíð sem maður veit ekk­ert hvernig endar krefst stál­tauga enda miklum fjár­munum varið í und­ir­bún­ing.

Þessi óvissa stafar fyrst og fremst af vilja­leysi stjórn­valda til að festa kerfið í sessi. Þó er það í raun stórfurðu­legt að það hafi ekki þegar verið gert, því strand­veið­arnar hafa að sannað gildi sitt og rökin fyrir styrk­ingu kerf­is­ins eru ótví­ræð. Í grunn­inn eru það fjögur grund­vall­ar­at­riði sem gera strand­veið­arnar að sér­stak­lega aðlað­andi val­kosti:

1. Umhverf­is­sjón­ar­mið

Strand­veiðar eru umhverf­is­væn­ustu veið­arn­ar, hvort sem litið er til kolefn­is­spors (ol­íu­notkun er brot af því sem tog­arar brenna), rösk­unar á líf­ríki sjávar (að­eins 2,5 kíló­gramma stál­sakka snertir botn­inn), eða plast­meng­unar (töpuð veið­ar­færi ein­skorð­ast við stál­sökkur og u.þ.b. hálfan metra af nælon­spotta, og ef til vill stöku krók). Með smá­vægi­legum breyt­ingum á kerf­inu má gera það enn umhverf­is­vænna. Til dæmis væri hægt að minnka olíu­notkun til muna ef landa mætti sama magni á færri dögum og fækka þannig veiði­ferð­um.

Auglýsing

2. Gæða­sjón­ar­mið

Afli strand­veiða er fyrsta flokks vara sem er afar eft­ir­sótt um allan heim. Þrjú atriði gera afl­ann sér­stak­lega verð­mæt­an. Í fyrsta lagi er öllum afla landað sam­dæg­urs. Þegar vel þróað kerfi tekur við afl­anum í höfn er full­unnin afurð komin á disk neyt­enda á skömmum tíma, þar með talið í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. Verð­mæti fisks rýrnar til­tölu­lega hratt – því ferskari sem hann er, þeim mun verð­mæt­ari er hann. Í öðru lagi er með­ferð fisks­ins góð þar sem að hann er ekki kram­inn, hann er blóðg­aður um leið og hann er dreg­inn úr sjó, og ekki þarf að frysta hann. Í þriðja lagi þá verður krafan um vist­vænar og félags­lega ábyrgar vörur æ hávær­ari með hverju ári. Hér vegur umhverf­is­sjón­ar­miðið þungt, en ekki síður byggða- og sjálf­stæð­is­sjón­ar­mið­in. Arnar Atla­son, for­maður Sam­taka fisk­fram­leið­enda og útflytj­enda, orðar það þannig: „Ein­yrk­inn með gogg­inn er ljós­mynd sem helstu net­sölu­fyr­ir­tæki heims­ins á ferskum fiski vilja á heima­síður sín­ar.“

Með styrk­ingu kerf­is­ins mætti auka gæði enn frek­ar. Óheim­ilt er að veiða á föstu­dög­um, laug­ar­dög­um, sunnu­dögum og rauðum dög­um. Strand­veiði­mönnum er því þröngur stakkur snið­inn, og margir freist­ast til að róa þegar veður er ekki hag­stætt. Þá sækja menn frekar mið nálægt landi, þar sem fiskur er oft smærri og verð­minni. Eins og segir í skýrslu starfs­hóps sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra um atvinnu- og byggða­kvóta, þá „geta veð­ur, önnur atvinna, fjöl­skyldu­að­stæður og fleiri þættir verið með þeim hætti að mun hag­stæð­ara sé fyrir eig­anda fiski­skips að stunda veiðar á þessum dög­um. Óþarft virð­ist að lög­gjaf­ar­valdið tak­marki hvaða daga eig­andi fiski­skips nýtir til strand­veiða.“ Trillukörlum væri þar með frjálst að róa þegar veður er best og sækja stærsta og verð­mætasta fisk­inn.

3. Byggða­sjón­ar­mið:

Strand­veiðar eru mik­il­vægur liður í því styrkja brot­hættar byggðir og glæða sjáv­ar­pláss lífi á ný. Þær eru engin töfra­lausn, en eiga hik­laust að leika stórt hlut­verk í stefnu­mótun rík­is­ins í byggða­mál­um.

Kost­ur­inn við strand­veiðar er að þær eru alfarið sjálf­sprottin gras­rót­ar­lausn á byggða­vand­an­um.

Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS, hefur sagt að það að treysta byggðir í land­inu sé „í sjálfu sér ekki sjálf­stætt mark­mið, og mér finnst það að vissu leiti ósann­gjörn umræða þegar þannig er talað að það sé á ábyrgð atvinnu­grein­ar­innar að treysta byggð í land­inu, ef að það er ekki gert þá þurfi stjórn­völd ein­hvern veg­inn að grípa inn í“. Reynslan sýnir að kvóta­kóng­unum þykir lítið til byggða­sjón­ar­miða koma. Störf og afkoma ein­stak­linga eru lítið annað en peð á tafl­borði þeirra. Innan strand­veiði­kerf­is­ins er það hins vegar fólkið í land­inu sem stjórnar för. Strand­veiðar eru þar að auki algjör­lega sjálf­bær liður í því að styrkja brot­hættar byggð­ir. Þeim fylgir eng­inn kostn­aður fyrir skatt­greið­end­ur, þar sem að strand­veiði­flot­inn leggur miklu meira til rík­is­ins en hann tekur út.

4. Sjálf­stæð­is­sjón­ar­mið

Strand­veiðar opna dyr fyrir þá sem vilja stunda sjó­sókn óháð duttl­ungum stór­út­gerð­ar­inn­ar, enda er kerfið sprottið af úrskurði mann­rétt­inda­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt til atvinnu­frelsis og rétt til að velja sér búsetu. Réttur sjó­manna til að sækja sjó­inn frá sinni heima­höfn er aug­ljóst dæmi um hvernig strand­veiðar ýta undir sjálf­stæði ein­stak­linga, en aðrir njóta líka góðs af. Kvóta­lausir fisk­fram­leið­end­ur, útflytj­endur og þeir sem vinna við hin ótal mörgu afleiddu störf fá þannig fleiri tæki­færi til að stunda vinnu í sinni heima­byggð.

Mark­að­ur­inn segir „Já takk“ – SFS segir ekki „Ekki séns“

Við­tökur mark­að­ar­ins segja sína sögu. Ég geri út frá Grund­ar­firði, og þar hefur þjón­ustu­kerfi þró­ast utan um veið­arnar og fest sig kirfi­lega í sessi. Fjöl­mörg fyr­ir­tæki koma að þess­ari þjón­ustu og hafa þau komið auga á tæki­færi sem má nýta og þjóna þau þannig öll mik­il­vægum til­gangi í ferl­inu.

Strand­veiði­flot­inn þarf ein­ungis að veiða fisk­inn og koma honum í höfn. Þegar þangað er komið tekur við kerfi sem gengur eins og vel smurð vél. Ís og olía eru alltaf til staðar þegar á þarf að halda. Vél­virkjar og iðn­að­ar­menn eru reiðu­búnir til þess að aðstoða við vél­ar­bil­an­ir. Hafn­ar­að­staða er vel til þess fallin að gera umgjörð­ina um veiðar eins ein­falda og auðið er. Löndun gengur iðu­lega hratt og vel fyrir sig. Fisk­mark­að­ur­inn sér um hraða og nákvæma vigtun og verð­leggur fisk­inn sam­kvæmt mark­aðs­verði ásamt því að finna kaup­end­ur. Öfl­ugt fyr­ir­tæki sér síðan um að flytja fisk­inn hratt og örugg­lega á áfanga­stað. Svona umgjörð væri ekki til staðar ef afurðin væri ekki gríð­ar­lega verð­mæt og allir þessir aðilar sæju hag sinn í því að koma að ferl­inu.

Þá vaknar spurn­ing­in: Ef rökin fyrir styrk­ingu strand­veiði­kerf­is­ins eru eins skýr og afdrátt­ar­laus og raun ber vitni, hvers vegna er það ekki gert? Þá komum við að því að í raun er ómögu­legt að skrifa grein um strand­veiðar án þess að minn­ast á þau öfl sem standa fast­ast í vegi fyrir mann­sæm­andi kerfi. Á und­an­förnum dögum og vikum hefur róg­burður SFS náð hæstu hæð­um, þar sem trillukarlar eru útmál­aðir sem gráð­ugir frekju­hundar á ofur­laun­um, þrátt fyrir að landa litlu öðru en ormétnum þorsk­tittum. Sál­fræð­ingar kalla þetta frá­varp, þar sem þú varpar eigin löstum yfir á aðra. En hvaðan kemur þessi óvild stór­út­gerð­ar­innar í garð smá­báta­sjó­manna?

Getur það virki­lega verið að kvóta­kóng­arnir vilji eign­ast þennan 5,3% pott sem við fáum úthlutað úr og þoli það ekki að ein­ok­un­ar­staða þeirra sé ekki algjör? Þessu hef ég velt fyrir mér. Rök­hugs­andi ein­stak­lingur myndi fljót­lega kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að ágóði SFS af strand­veiði­kerf­inu væri vel þess­ara 5,3% virði, því með þeim gætu þau keypt sér frið og sagt, „Sjáið bara hvað fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið okkar virkar vel, allar hafnir lands­ins iða af líf­i!“ Eitt­hvað annað hangir á spýt­unni, og nýlega rann upp fyrir mér ljós. Ég var staddur í stór­mark­aði í London og fyrir for­vitnis sakir leit ég á fisk­borð­ið. Dýrasta varan þar var ekki ferskur tún­fiskur eða skötu­sel­ur. Nei, dýrasta varan var þorsk­hnakk­ar, „Hook and line caught in Iceland“. Þarna kvikn­aði á per­unni að þetta væri ein af ástæðum og e.t.v. sú sem vegur þyngst fyrir óvild kvóta­kóng­anna í garð okkar trillukarla. Við fram­leiðum vöru í hæsta gæða­flokki, á vist­vænan og félags­lega ábyrgan máta. Þeir reyna að gera lítið út þeim þáttum þar sem þeir vita að við stöndum styrkum fót­um.

Mynd: Kjartan Páll Sveinsson

Þess ber að geta að þessi meinta ógn við kvóta­eig­endur og tog­ara­út­gerðir er ekki á rökum reist. Eng­inn trillu­karl heldur því fram að strand­veiði­flot­inn geti eða eigi að veiða allan fisk í íslenskri lög­sögu. Við erum ein­fald­lega að berj­ast fyrir til­veru­rétti okkar og ég sé ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að smá­bátar og tog­arar geti lifað saman í sátt og sam­lyndi.

Smá­báta­út­gerð er atvinnu­grein þar sem óvissa er óhjá­kvæmi­leg. Veð­ur­far, vél­ar­bil­anir og fiski­gengd eru allt þættir sem ekki er hægt að stjórna og geta sett veru­legt strik í reikn­ing­inn. Þess vegna sætir það furðu að stærsti óvissu­þátt­ur­inn skuli vera íslensk stjórn­völd. Ég vil skora á Svandísi sem og þing­heim allan að festa strand­veiði­kerfið í sessi með því að tryggja hverjum báti sína 48 daga, trillukörlum og þjóð­inni allri til heilla.

Höf­undur er trillu­karl

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar