Ættirðu að eyða tíðahringsappinu þínu?

Kristín Rannveig Snorradóttir lögfræðingur skrifar um tíðahringsöpp, en mikil umræða hefur verið um slík forrit í kjölfar nýlegrar niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna sem gerði ríkjum kleift að banna þungunarrof og jafnvel gera það refsivert.

Auglýsing

Nýlegur dómur Hæsta­réttar Banda­ríkj­anna sem gerir ríkjum lands­ins kleift að banna alfarið þung­un­ar­rof  hefur varla farið fram hjá nein­um. Í kjöl­farið hefur farið af stað ákveðin her­ferð sem hvetur not­endur svo­kall­aðra tíða­hringsappa til að eyða þeim, þar sem mögu­legt sé að nota gögn sem skráð eru í app­inu sem sönn­un­ar­gögn gegn not­endum sem eru ákærðir fyrir að hafa farið í ólög­legt þung­un­ar­rof. Tugir millj­óna nota í dag slík öpp, t.d. Flo og Clue, til að fylgj­ast með tíða­hring sín­um.

En getur það stað­ist að banda­rísk yfir­völd geti notað gögn sem við í sak­leysi okkar og skjóli frið­helgi einka­lífs­ins setjum inn í tíða­hringsappið okk­ar? Ætt­irðu kannski bara að eyða tíða­hringsapp­inu þínu?

Stutta svarið er: Já, kannski ætt­irðu bara að eyða því.

Langa svarið er: Það er engin hætta á því að ein­hver sem býr í Evr­ópu og sækir sér aðstoð vegna óvel­kom­innar þung­unar í Evr­ópu þurfi að eyða tíða­hringsapp­inu sínu vegna hættu á lög­sókn í Banda­ríkj­un­um.

Af hverju sagði ég þá að þú ættir kannski að eyða app­inu þínu? Jú, vegna þess að öpp sem við m.a. setjum upp í símunum okkar safna í lang­flestum til­vikum ótrú­legu magni upp­lýs­inga, oft gögnum sem okkur órar ekki fyrir að verið sé að safna. Þótt okkur langi til að trúa því að gögnin séu örugg í skjóli apps­ins þá ferð­ast þau mikið lengra en okkur grun­ar. Það var t.d. mjög auð­velt fyrir blaða­mann nokkurn að kaupa sér gögn, fyrir ein­ungis 160 doll­ara, um heim­sóknir á 600 stofur sem fram­kvæma þung­un­ar­rof í Banda­ríkj­un­um. Gögnin voru að hluta til rekj­an­leg til umræddra ein­stak­linga, en þau sýndu m.a. fram á  hvaðan við­kom­andi kom, hversu lengi heim­sóknin stóð yfir og hvert við­kom­andi fór að heim­sókn lok­inni.

Auglýsing


Tíða­hringsöpp safna m.a. per­sónu­upp­lýs­ingum sem not­andi setur inn í appið sem og ýmsum tækni­legum gögn­um, t.d. nafni, fæð­ing­ar­degi, hvenær blæð­ingar hefj­ast og hætta, upp­lýs­ingum um með­göngu, lík­ams­hita, hvenær við stundum kyn­líf, hvernig tíða­blóðið lítur út, hvað við borðum og hvenær, upp­lýs­ingum um tækið sem er notað og IP-­tölu, svo eitt­hvað sé nefnt. Og hvað verður svo um þessar upp­lýs­ingar sem þú veitir app­inu, með­vitað eða ómeð­vit­að? Get­urðu treyst því að upp­lýs­ing­arnar sem þú gefur app­inu verði ein­göngu geymdar í app­inu og ekki miðlað áfram til þriðju aðila (sem þú veist ekk­ert hverjir eru)? Ja, fyrir leik­mann getur oft verið erfitt að segja til um þetta (og nán­ast ómögu­legt reynd­ar).

Við í Evr­ópu búum við ein­hverja ströng­ustu lög­gjöf sem þekk­ist þegar kemur að vernd per­sónu­upp­lýs­inga. Sam­kvæmt henni ber þeim sem búa til öpp (eins og tíða­hringsöpp) og vinna per­sónu­upp­lýs­ingar okkar að segja okkur hvernig gögnin eru not­uð. Þetta er yfir­leitt gert í gegnum nokkuð sem fæst okkar nenna að lesa og kall­ast gjarnan „pri­vacy policy“ eða „per­sónu­vernd­ar­stefna“. Þar kemur oft­ast fram með nokkuð almennum hætti hvað fyr­ir­tæki gera við gögnin þín. Vanda­málið er bara að oft getur verið erfitt að skilja lög­fræði­málið sem per­sónu­vernd­ar­stefnan er skrifuð á og stundum er ein­fald­lega erfitt að skilja hvað við er átt.

Tíða­hringsappið Flo seg­ist t.d. í sinni stefnu ekki selja neinar per­sónu­upp­lýs­ingar til þriðja aðila.  Gall­inn er bara sá að oft eru þessar per­sónu­upp­lýs­ingar alls ekki seld­ar, heldur gefn­ar. Og það getur Flo haldið áfram að gera miðað við þessa stefnu. Sem er reyndar nákvæm­lega það sem Flo varð upp­víst að því að gera: Fyr­ir­tækið lét Face­book fá (en seldi ekki) upp­lýs­ingar um hvenær not­endur voru á blæð­ingum og hvort við­kom­andi ætl­uðu sér að verða barns­haf­andi innan skamms. Þetta gildir auð­vitað ekki bara um tíða­hringsöpp, heldur öll öpp sem við not­um, þ.e. oft og tíðum safna þau ótrú­legu magni gagna og við vitum lítið sem ekk­ert um hvar þessi mjög svo við­kvæmu heilsu­fars­gögn enda. Heilsuúr eins og Fit­bit og Apple Watch hafa t.d. látið gögn af hendi til lög­gæslu­að­ila sem farið hafa fram á það.

Í ofaná­lag hafa banda­rísk stjórn­völd, eins og öll umræðan kringum Roe vs. Wade sýn­ir, rétt á því að seil­ast mjög langt inn í per­sónu­upp­lýs­ingar sem eru geymdar í Banda­ríkj­un­um. Þannig að ef tíða­hringsappið þitt geymir gögn í Banda­ríkj­unum (sem er mjög algengt, enda hafa banda­rísk stór­fyr­ir­tæki eins og Amazon og Google mark­aðs­ráð­andi stöðu þegar kemur að geymslu gagna á net­þjónum (e. ser­vers) geta banda­rísk stjórn­völd almennt gengið langt í að krefj­ast alls konar upp­lýs­inga sem er að finna í slíkum gögn­um. Þetta gildir jafn­vel þótt appið sé búið til í Evr­ópu og seg­ist ekki láta neinar upp­lýs­ingar af hendi til landa utan Evr­ópu­sam­bands­ins.

Og þó að það sé engin hætta á því að upp­lýs­ingar úr appi, sem ein­stak­lingur sem býr í Evr­ópu og hefur farið í þung­un­ar­rof í Evr­ópu not­ar, verði not­aðar sem sönn­un­ar­gögn í máli í Banda­ríkj­unum (enda ekk­ert slíkt mál fyrir hendi í þessum aðstæð­um) þá er svo sann­ar­lega ástæða til að velta því fyrir sér hvað verður um allt það mikla magn gagna sem sett eru inn í slík öpp. Þannig að svarið við spurn­ing­unni „ætt­irðu að eyða tíða­hringsapp­inu þín­u?“ er „já, kannski“. En það er ekki út af nýlegum dómi Hæsta­réttar Banda­ríkj­anna í máli Roe vs. Wade.

Höf­undur er lög­fræð­ingur og starfar sem yfir­maður per­sónu­vernd­ar­mála hjá fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu Allente í Sví­þjóð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar