Fróðleikur um fasteignaskatta

Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur skrifar um fasteignaskatta í kjölfar umræðu sem skapast hefur um mikla hækkun fasteignamats.

Auglýsing

Inn­gangur

Í kjöl­far mik­illar hækk­unar fast­eigna­mats hefur verið tölu­verð umræða um að það að nota mat á verð­mæti fast­eigna sem grund­völl tekju­öfl­unar sveit­ar­fé­laga sé ekki eðli­legt af ýmsum ástæð­um: stofn­inn teng­ist ekki afkomu gjald­enda að neinu leyti og sé háður áhrifa­þáttum sem fast­eigna­eig­endur geta ekki haft nein áhrif á eða brugð­ist við. Í þess­ari grein ætla ég að miðla upp­lýs­ingum um þessi efni og setja þennan mik­il­væga tekju­stofn íslenskra sveit­ar­fé­laga í sam­hengi.

Fast­eigna­skattar eru mik­il­vægur tekju­stofn sveit­ar­fé­laga. Árið 2021 námu fast­­eigna­skattar 13,6% af heild­ar­tekjum þeirra og rúm­lega 17% af skatt­tekj­um. Ein­ungis útsvarið gefur sveit­ar­fé­lög­unum meiri tekj­ur. Alls inn­heimtu sveit­ar­­fé­lögin rúm­lega 52,5 millj­arða af eig­endum fast­eigna þetta ár.

Auglýsing

Hlutur sveit­ar­fé­laga í umfangi hins opin­bera

Í byrjun er rétt að setja starf­semi sveit­ar­fé­lag­anna í sam­hengi, bæði innan lands og í í sam­an­burði við nágranna­lönd­in.

Mynd 1: Umfang hins opinbera á Norðurlöndunum, 2020. [1]

Umfang hins opin­bera í heild á Norð­ur­lönd­unum er lægst á Íslandi en hæst í Nor­egi þótt ekki muni til­tak­an­lega miklu[2]. Þegar kemur að þætti sveit­ar­fé­lag­anna er hins vegar mik­ill munur á. Í Dan­mörku ann­ast sveit­ar­fé­lögin ⅔ af starf­semi hins opin­bera, næstum helm­ing í Sví­þjóð en ein­ungis rúm­lega fjórð­ung hér á landi. Nær­tæk­asta skýr­ingin á þessu er fámennið á Íslandi enda eru all­mörg sveit­ar­fé­lög á Norð­ur­lönd­unum sem eru fjöl­menn­ari en íbúa­talan á Íslandi. Engu að síður er einnig að finna fámenn sveit­ar­fé­lög á Norð­ur­lönd­unum sem þó ann­ast umtals­verðan hluta af starf­semi hins opin­bera. Á hinum Norð­ur­lönd­unum er starf­semi rík­is­valds­ins skipt niður eftir land­svæðum en þrátt fyrir það eru það sveit­ar­fé­lögin sem fram­kvæma stóran hluta af opin­berri þjón­ustu. Hins vegar eru þau í mörgum til­vikum nær því að vera fram­kvæmd­ar­að­ilar þjón­ust­unnar en að þau beri sjálf­stæða ábyrgð.

Mynd 2: Hlutfall skatttekna af útgjöldum sveitarfélaga á Norðurlöndum, 2020. [3]

Mynd 2 sýnir að sveit­ar­fé­lög á Íslandi eru í alger­lega ein­stakri stöðu í sam­an­burði við nágranna­löndin að því er varðar tekjur til að kosta þá starf­semi sem þau ann­ast. Á Íslandi inn­heimta sveit­ar­fé­lögin sjálf ¾ hluta þess sem þau þurfa til að fjár­­­magna starf­sem­ina meðan þetta hlut­fall er frá þriðj­ungi að helm­ingi á hinum Norð­­ur­lönd­un­um. Mis­mun­ur­inn liggur að mestu í milli­færslum frá rík­is­vald­inu þótt einnig sé um að ræða sölu á vörum og þjón­ustu (t.d. þátt­taka for­eldra í leik­skóla­­kostn­aði og skóla­mál­tíð­u­m). Hér eru ekki tök á að greina dýpra þann mis­mun sem er á fjár­mögnun á starf­semi sveit­ar­fé­lag­anna á Norð­ur­lönd­um.

Fast­eigna­skattar

Ef við horfum næst til fast­eigna­skatta þá er þá að finna á öllum Norð­ur­lönd­unum nema í Sví­þjóð en þar fá sveit­ar­fé­lög allar sínar skatt­tekjur af tekjum í sveit­ar­­fé­lag­inu. Hlutur fast­eigna­skatta af skatt­tekjum er þó mis­mun­andi.

Mynd 3: Hlutfall fasteignaskatta af öllum skatttekjum á Norðurlöndunum, 2020.

Hlut­fall fast­eigna­skatta af öllum skatt­tekjum er hæst á Íslandi en þeir skipta minna máli ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­unum þar sem þeir eru lagðir á. Í nokkrum öðrum löndum eru fast­eigna­skattar mjög mik­il­væg tekju­lind sveit­ar­fé­laga. Þannig eru þeir eini skatt­stofn sveit­ar­fé­laga í Stóra-Bret­landi og á Írlandi og þeir eru mik­il­vægir í Frakk­landi og Þýska­landi svo dæmi séu tek­in. Þá eru eign­ar­skattar mik­il­væg tekju­lind fylkj­anna í Banda­ríkj­un­um.

En snúum okkar þá að tekjum og gjöldum sveit­ar­fé­laga á Íslandi og hvernig þau hafa þró­ast.

Tekjur og gjöld sveit­ar­fé­laga á Íslandi

Verk­efni sveit­ar­fé­laga er fyrst og fremst að þjón­usta íbúa sína og því er ekki óeðli­­legt að umsvif þeirra séu í sam­ræmi við fjölda þeirra. Mann­fjöld­inn í land­inu er treg­breyti­leg­ur, en þó hefur árleg breyt­ing hans á und­an­förnum fjórum ára­tugum sveifl­ast milli þess að íbúa­fjöldi lands­ins alls hefur dreg­ist saman um 0,4% og upp í það að íbúum hefur fjölgað á einu ári upp undir 3%. Fyrir ein­stök sveit­ar­­fé­lög getur sveiflan í íbúa­fjölda verið enn stærri og engin leið er til þess að aðlaga útgjöld að mjög sveiflu­kenndum íbúa­fjölda milli ára. Horft til síð­ustu fjög­­urra ára­tuga hafa útgjöldin fylgt fjölda íbúa og í raun gott bet­ur. Að með­al­tali hefur raun­vöxtur útgjalda sveit­ar­fé­laga á mann verið 3,3% á ári und­an­farna fjóra ára­tugi meðan raun­vöxtur tekn­anna hefur verið 3,1% að með­al­tali. Á þessu tíma­bili hafa verið gerðar margs konar breyt­ingar á verk­efnum sveit­ar­fé­lag­anna og tekjustofn­um þeirra. Umfangs­mestar eru yfir­taka þeirra á grunn­skól­anum 1996 og á mál­efn­um fatl­aðra árið 2011. Bæði tekjur og gjöld sveit­ar­fé­lag­anna voru í örum raun­vexti á þeim tíma sem yfir­takan átti sér stað og m.a. þess vegna er ekki auð­velt að sjá áhrifin af yfir­færsl­unni. Und­an­far­inn ára­tug hafa útgjöld sveit­ar­fé­lag­anna á mann vaxið að raun­gildi um 2,5% á ári meðan tekj­urnar hafa vaxið um 2,1% á ári. Allt frá árinu 2016 hafa tekjur sveit­ar­fé­lag­anna í heild sam­kvæmt þjóð­hags­reikn­ingum verið minni en útgjöld­in. Bæði tekjur og gjöld eru mis­mun­andi eftir sveit­ar­­fé­lög­um.

Fast­eigna­skattur á Íslandi

Eins og áður sagði eru fast­eigna­skattar mik­il­vægur hluti tekna íslenskra sveit­­ar­­fé­laga. Hér er til skoð­unar tíma­bilið frá 1998 til árs­ins 2021. Á því tíma­bili hafa verið gerðar tvennar meg­in­breyt­ingar á lögum sem snúa að tekjum sveit­ar­­fé­laga af fast­eignum í sveit­ar­fé­lag­inu. Sú fyrri var gerð um alda­mótin en hún mælti fyrir um að fast­eigna­skattar yrðu lagðir á eftir fast­eigna­mati hverrar eignar en áður hafði verið miðað við fast­eigna­mat í Reykja­vík. Þeirri tekju­lækkun sem sveit­ar­­fé­lögin urðu fyrir af þessum sökum var mætt með fram­lagi úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­­ar­fé­laga og er enn. Sú síð­ari var gerð 2006 en þá voru felldar niður und­an­­þágur fyrir álagn­ingu fast­eigna­skatts á opin­berar bygg­ingar og síðan þá hefur rík­is­sjóður greitt sveit­ar­fé­lögum fast­eigna­skatt af eignum sínum í hverju sveit­ar­­fé­lagi. Álagn­ingu fast­eigna­skatts á fast­eignir í eigu rík­is­sjóðs má líta á sem við­bótar yfir­­­færslu fjár­muna frá ríki til sveit­ar­fé­laga.

Á Mynd 4 má sjá þróun tekna sveit­ar­fé­laga af fast­eigna­sköttum á föstu verð­lagi. Að með­al­tali hefur raun­vöxt­ur­inn verið 4,3% á ári milli 1998 og 2021 en hann hefur verið sveiflu­kennd­ur. Frá 2010 hefur árlegur raun­vöxtur verið 3,3%. Á mynd­inni er einnig sýnt hlut­fall fast­eigna­skatt­anna af heild­ar­tekj­um. Það hefur verið nokkuð sveiflu­kennt en var hæst eftir efna­hags­hrunið þegar aðrir tekju­­stofnar sveit­ar­fé­lag­anna gáfu veru­lega eft­ir.

Mynd 4: Tekjur sveitarfélaga af fasteignasköttum, verðlag 2021 [4].

Fast­eigna­skattur er lagður á í þremur flokk­um. Í A-flokki eru íbúð­ar­hús, þar með taldar frí­stunda­bygg­ing­ar. Í B-flokki eru opin­berar bygg­ingar og í C-flokki eru önnur mann­virki, aðal­lega fast­eignir sem eru not­aðar í atvinnu­skyni. Í ár nemur álagn­ing sveit­ar­fé­lag­anna sam­tals 56,0 millj­örðum króna sem skipt­ist þannig að í A-flokki (íbúð­ar­hús o.þ.h.) er álagður skattur 19,0 mia. kr.; í B-flokki (op­in­ber mann­virki) er álagn­ingin 6,4 mia. kr. og í C-flokki (at­vinnu­mann­virki) er hún 30,7 mia. kr. Til við­bótar við álagn­ingu fast­eigna­skatts á eig­endur fá sveit­ar­fé­lög utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins[5] og nokk­urra þeirra sveit­ar­fé­laga sem hafa mestar tekjur af fast­eigna­gjöld­um, t.d. vegna stór­iðju og virkj­ana, fram­lög úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga sem áður var getið og nema þau í ár 4,9 millj­örðum króna og bæta fjórð­ungi við fast­eigna­skatt­tekjur þeirra sveit­ar­fé­laga sem þeirra njóta.

Sveit­ar­fé­lög geta sjálf ákveðið álagn­ing­ar­hlut­föll upp að hámarki sem ákveðið er í lög­um. Þau hafa einnig heim­ild til að leggja álag á hámarkið og þurfa ekki að gera neina sér­staka grein fyrir ástæðum þess. Flest sveit­ar­fé­lög gefa afslátt af fast­eigna­gjöldum vegna tekju­lágra eig­enda sem eru aldr­aðir eða öryrkj­ar. Hann fer eftir tekjum og falla fast­eigna­gjöld alveg niður hjá þeim tekju­lægstu.

Mynd 5: Stofnar við álagningu fasteignaskatts, verðlag hvers árs [6].

Á Mynd 5 eru sýndir álagn­ing­ar­stofnar fast­eigna­skatts í þeim þremur flokkum sem not­aðir eru við álagn­ing­una. Breyt­ing á stofn­unum milli ára eru af tvennum toga. Ann­ars vegar breyt­ist fast­eigna­mat á grund­velli fyr­ir­mæla í lögum um skrán­ingu og mat fast­eigna nr. 6/2001 og hins vegar bæt­ast nýjar fast­eignir við meðan aðrar detta út eða breyta um hlut­verk. Sveit­ar­fé­lög breyta síðan álagn­ing­ar­hlut­föllum í sumum til­vikum eins og nánar verður fjallað um síð­ar.

Mynd 6: Álagning fasteignaskatta eftir tegund eigna 2010-2022. Staðvirt með vísitölu samneyslu sveitarfélaga [7].

Á Mynd 6 má sjá hversu mikla sam­neyslu sveit­ar­fé­lögin í heild hefðu getað keypt fyrir þær tekjur sem þau höfðu af fast­eigna­sköttum á síð­asta ára­tug. Þessa mynd þarf að skoða í sam­hengi við næstu mynd en hún sýnir hvernig álagn­ing­ar­hlut­föll á íbúð­ar­hús­næði ann­ars vegar og atvinnu­hús­næði (eða frekar mann­virki) hafa þró­ast.

Mynd 7: Meðaltalsálagning fasteignaskatta 2010-2022 eftir tegund eigna.

Á Mynd 7 má sjá hvernig með­al­tal álagn­ing­ar­hlut­falls allra sveit­ar­fé­laga hefur þró­ast á und­an­förnum ára­tug. Meg­in­til­hneig­ingin er til lækk­unar en hún er mis­­mun­andi eftir sveit­ar­fé­lögum og þarna vigta fjöl­menn­ustu sveit­ar­fé­lögin þyngst. Álagn­ing á opin­ber mann­virki er hin sama um allt land og hefur ekki breyst. Að með­al­tali gátu sveit­ar­fé­lög keypt 16,0% meiri sam­neyslu fyrir fast­eigna­skatta sem þau lögðu á íbúð­ar- og frí­stunda­hús­næði árið 2022 en þau gátu árið 2010. Þetta er aukn­ing um 1,5% á ári. Á sama tíma fjölg­aði íbúðum í land­inu (bæði full­búnum og ófull­bún­um) um 17%[8] og því hefur fast­eigna­skatt­byrði lækkað örlítið miðað við sam­­neyslu.

Sam­bæri­leg aukn­ing fyrir atvinnu­hús­næði var 11,5% sem er aukn­ing um 1,1% á ári að með­al­tali. Álagn­ing fast­eigna­skatta á opin­ber mann­virki skil­aði hins vegar 9,0% minni kaup­mætti sam­neyslu árið 2022 en 2010. Sam­kvæmt þessu hefur skatt­byrði fyr­ir­tækja af atvinnu­eignum auk­ist minna en ein­stak­linga þegar fast­eigna­skattar eru ann­ars veg­ar.

Það er ekki alveg auð­velt að gera grein fyrir því hvort skatt­byrði vegna fast­eigna­skatta hafi verið að aukast á und­an­förnum árum. Ef miðað er við að það séu ein­ungis heim­ilin sem eru að greiða fast­eigna­skatta af íbúð­ar­hús­næði, hvort sem þau gera það beint sem eig­endur eða óbeint sem leigj­end­ur, þá hækk­aði hlut­fall fast­eigna­skatts af heild­ar­tekjum heim­il­anna milli 2011 og 2020 en var þó hæst 2015. Erf­ið­ara er að áætla fast­eigna­skatta atvinnu­lífs­ins en gróf athugun gefur til kynna að hlut­fall þeirra af tekjum kunni að hafa vaxið und­an­farin ár.

Fast­eigna­skattar fyr­ir­tækja eru mjög mis­mun­andi eftir atvinnu­greinum en ég hef ekki upp­lýs­ingar um skipt­ing­una og þar með hversu þungt fast­eigna­skattar vega í rekstri þeirra. Aug­ljóst er að fyr­ir­tæki í fisk­veiðum greiða ekki fast­eigna­skatta af mik­il­væg­ustu fram­leiðslu­tækjum sínum og hið sama gildir um flug­fé­lög og önnur flutn­inga­fyr­ir­tæki meðan t.d. stór­iðju­fyr­ir­tæki og orku­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki gera það og svo öll önnur fyr­ir­tæki, hvort sem þau greiða skatt­inn beint sem fast­eigna­eig­endur eða sem hluta af leigu meðan rekst­ur­inn nýtir fast­eign fyrir starf­sem­ina.

Fast­eigna­skattar fyr­ir­tækja eftir sveit­ar­fé­lögum

Á Mynd 7 mátti sjá að með­al­talsá­lagn­ing­ar­hlut­fall fast­eigna­skatta hefur verið að lækka á und­an­förnum árum bæði á íbúðir og frí­stunda­byggð í A-flokki og svo á mann­virki í eigu fyr­ir­tækja í C-flokki. Engar breyt­ingar hafa hins vegar verið gerðar á skatt­hlut­falli opin­berra bygg­inga enda nær heim­ild­ar­á­kvæði um mis­mun­andi álagn­ing­ar­hlut­fall ekki til þeirra. Sveit­ar­fé­lög hafa hins vegar ákvörð­un­ar­rétt um að breyta skatt­hlut­föllum í A- og C- flokki og hafa sum hver gert það. Margs konar sjón­ar­mið koma vænt­an­lega til skoð­unar þegar hlut­föll eru ákveð­in. Fjár­hagur sveit­ar­fé­lags er einn áhrifa­þátt­ur. Sum staðar er svig­rúm til lækk­unar meðan ann­ars staðar er hefur verið talin nauð­syn að hækka og þegar sveit­ar­fé­lög hafa lent í veru­legum fjár­hags­erf­ið­leikum hafa skatt­hlut­föll sum staðar verið hækkuð til að rétta fjár­hag af. Annað sjón­ar­mið er við­horf til þeirra sem greiða skatt­inn. Í sumum sveit­ar­fé­lögum eru margir gjald­end­anna ekki búsettir í sveit­ar­fé­lag­inu, t.d. eig­endur frí­stunda­­bygg­inga, eða þá stór­fyr­ir­tæki eða orku­fram­leið­endur þar sem eig­endur eru stór­fyr­ir­tæki eða rík­ið. Við­kvæmni við því að leggja skatta á slíka aðila er minni en ef gjald­end­urnir eru inn­an­sveit­ar­menn eða fyr­ir­tæki í eigu heima­að­ila. Laga­á­kvæði um heim­ild til að leggja ekki fast­eigna­skatt á bújarðir sem eru í nýt­ingu og úti­hús sem eru lítt eða ekki notuð end­ur­spegla þetta við­horf.

Tafla 1: Álagning C-flokks fasteignaskatts 2022 eftir álagningarhlutfalli.

Í Töflu 1 má sjá hvernig byrði fast­eigna­skatts dreifð­ist árið 2022. Ein­ungis 5 fámenn sveit­ar­fé­lög hafa lagt innan við 0,5% fast­eigna­skatt á C-flokk og hlut­fall fast­eigna sem þannig eru skatt­lagðar nær ekki 0,1% af heild­ar­skatt­stofni á land­inu. Rúmur fimmt­ungur skatt­stofns­ins er í 17 sveit­ar­fé­lögum þar sem álagn­ing­ar­hlut­fallið er milli 1 og 1,5%, þ.e. lægra en almenna hámark­ið. Fjöl­menn­ustu sveit­ar­fé­lögin í þessum hópi eru Kópa­vogur og Hafn­ar­fjörður en þarna er bæði að finna þétt­býl­is- og dreif­býl­is­sveit­ar­fé­lög á lands­byggð­inni. Í 8 sveit­ar­fé­lögum er lagt á 1,5%. Þau eru öll á lands­byggð­inni utan Reykja­nes­bær. Önnur 8 sveit­ar­fé­lög leggja á álag umfram 1,5% en fara ekki alla leið að hámark­inu. Rúm­lega 60% af heild­ar­stofni fast­eign­anna er við þessar aðstæð­ur, enda er Reykja­vík í þessum flokki, en það eru einnig Mos­fells­bær, Garða­bær, Akur­eyri og Árborg. Í efsta flokkn­um, þar sem lagt er á hámark með fullu álagi er 31 sveit­ar­fé­lag með 11% lands­manna en 14,5% af fast­eigna­skatt­stofni í C-flokki. Í þessum flokki eru mörg þau sveit­ar­fé­lög sem hafa mestar tekjur af atvinnu­fast­eign­um, aðal­lega virkj­unum og stór­iðju­ver­um.

Breyt­ingar á álagn­ing­ar­hlut­falli C-flokks fast­eigna­skatts

Á árunum 2015 – 2022 hefur álagn­ing­ar­hlut­fall fast­eigna­skatts á atvinnu­hús­næði verið lækkað í 16 sveit­ar­fé­lögum þar sem er að finna rúm­lega 80% af álagn­ing­ar­­stofn­in­um. Það hefur aftur á móti verið hækkað í 8 sveit­ar­fé­lög­um. Af þeim eru Fjarða­byggð og Húna­þing vestra fjöl­menn­ust. Ann­ars staðar hefur hlut­fall­inu ekki verið breytt[9].

Áhuga­vert er að líta nánar á breyt­ingar sem orðið hafa á álagn­ingu fast­eigna­skatts­ins á fyr­ir­tækja­eignir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og fjöl­menn­ustu sveit­ar­­fé­lög­un­um.

Mynd 8: Þróun álagningarhlutfalla fasteignaskatts í C-flokki 2010- 2022 í völdum sveitarfélögum [10].

Á mynd­inni má sjá að eftir banka­hrunið hækk­uðu mörg af þessum sveit­ar­fé­lögum álagn­ing­ar­hlut­fall fast­eigna­skatts­ins til þess að reyna að ná landi fjár­­hags­lega eftir áfall­ið. Þegar vel er liðið á annan ára­tug­inn byrja þau mörg hver lækk­un­ar­ferli sem ekki sér fyrir end­ann á. Þannig hafa mörg sveit­ar­fé­lög brugð­ist við þeirri miklu hækkun fast­eigna­mats sem mun verða á næsta ári með því að boða það að þau muni bregð­ast jákvætt við kröfum sam­taka í atvinnu­líf­inu um lækkun hlut­falla. Eins og hér er sýnt hefur það verið gert á und­an­förnum árum.

Höf­undur er skipu­lags­fræð­ing­ur.

[1] Heim­ild: IMF, Alþjóða gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn: Govern­ment Fin­ance Statist­ics

[2] Önnur Norð­ur­lönd eyða frá 1,2-2,0 % af lands­fram­leiðslu til varn­ar­mála meðan hlut­fallið á Íslandi er 0,1%. Ef varn­ar­málin eru und­an­skilin er umfang hins opin­bera ekki minna á Íslandi en í Sví­þjóð og Dan­mörku.

[3] Heim­ild: IMF, Alþjóða gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn: Govern­ment Fin­ance Statist­ics.

[4] Heim­ild: Hag­stofa Íslands. Fast verð­lag miðað við verð­vísi­tölu lands­fram­leiðslu.

[5] Mos­fells­bær nýtur þó fram­lags vegna þess­arar jöfn­unar

[6] Heim­ild: Árbók sveit­ar­fé­laga. Vakin er athygli á því að ekki eru tölu­gildi fyrir öll ár á tíma­bil­inu sem sýnt er.

[7] Heim­ild: Árbók sveit­ar­fé­laga, Hag­stofa Íslands og eigin útreikn­ing­ar.

[8] Heim­ild: Þjóð­skrá (nú HMS).

[9]Sveit­ar­fé­lögum sem hafa sam­ein­ast á tíma­bil­inu er sleppt. Þar hafa sums staðar orðið breyt­ingar til að sam­ræma álagn­ing­ar­hlut­föll þar sem þau voru mis­mun­andi.

[10] Heim­ild: Árbók sveit­ar­fé­laga, mis­mun­andi ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar