Gamaldags atvinnurekendur í leikhúsi kjarasamninganna

Stefán Ólafsson segir gott svigrúm til að umbuna launafólki og skila því hluta sínum af hagvextinum. Launahækkanir þurfa nú að bæta upp bæði tapaðan kaupmátt vegna verðbólgu og vaxtahækkana – og fyrir hagvöxtinn að auki.

Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins héldu árs­fund sinn um dag­inn í Borg­ar­leik­hús­inu (sjá hér). Þetta var hugsað sem sam­stöðu­fund­ur  atvinnu­rek­enda í aðdrag­anda kjara­samn­inga. Við­burð­ur­inn var settur upp eins og nokk­urs konar leik­sýn­ing eða „show“, hannað af aug­lýs­inga­stof­um.

Sal­ur­inn var þétt­set­inn og spenna í lofti. Ljósin dofn­uðu og ísmeygi­leg og takt­föst tón­list tók að streyma úr hátöl­ur­un­um. Sýn­ingin var að byrja. Ég hélt að Mick Jag­ger myndi fyrstur stökkva inn á sviðið og raf­magna sal­inn – en nei, það var Hall­dór Benja­mín sem tók sveifl­una. Stundum þarf sá næst­besti að duga! 

Þetta var allt mjög flott og nútíma­legt yfir­bragð, skreytt mynda­klippum af elsku­legum atvinnu­rek­endum á litlum vinnu­stöðum sem sögð­ust vilja vera vinir starfs­manna sinna, enda sam­veran oft upp í 10 stundir á dag. Góður fíl­ing­ur…

En svo kom boð­skap­ur­inn frá Hall­dóri Benja­mín og Eyjólfi Árna. Þá hvarf nútíma­lega yfir­bragðið og gamlar og úr sér gengnar lummur tóku við. Hver annarri kjána­legri. Hér skulu þær helstu nefndar og leið­rétt­ar.

Lært af hag­sög­unni: 1850% launa­hækkun án kaup­mátt­ar­aukn­ing­ar?

Það var klifað á nauð­syn þess að læra af hag­sög­unni. „Hagsagan lýgur ekki“, sagði Hall­dór Benja­mín. En það er einmitt það sem ger­ist þegar rang­lega er farið með stað­reyndir úr henni – þá lýgur hún. Og það heldur betur í með­ferð Hall­dórs.

Auglýsing
Við ættum aldrei aftur að end­ur­taka það sem gerð­ist á ára­tugnum fyrir þjóð­ar­sátt­ina 1990, sagði Hall­dór Benja­mín. Þá hækk­uðu laun um 1.850% án þess að skila nokk­urri kaup­mátt­ar­aukn­ingu. Og síðan end­ur­tók hann þessa skelfi­legu lex­íu.

En þetta er eins rangt og nokkuð getur ver­ið. Einka­neysla jókst að raun­virði um 23% á ára­tugnum frá 1981 til 1990 og það ger­ist ekki án auk­ins kaup­mátt­ar. Á ára­tugnum fyrir þjóð­ar­sátt jókst kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna heim­il­anna um 2,2% á ári að með­al­tali, eða jafn mikið og á ára­tugnum eftir þjóð­ar­sátt. Almennt juk­ust bæði kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna og einka­neysla hátt í helm­ingi meira á ári að jafn­aði á þremur ára­tugum fyrir þjóð­ar­sátt og varð á þremur ára­tugum eftir þjóð­ar­sátt, þrátt fyrir mikla verð­bólgu vegna tíðra geng­is­fell­inga á fyrra skeið­in­u. 

Þetta voru því stað­lausir stafir hjá Hall­dóri Benja­mín. Hann þarf að kanna hag­sög­una bet­ur.

Heims­met í hækkun kaup­mátt­ar?

Síðan kom full­yrð­ing um að kaup­máttur launa hafi auk­ist um 57% síð­ast­liðin tíu ár. Langt umfram launa­hækk­anir á hinum Norð­ur­lönd­un­um. 

Þetta fær nú ekki stað­ist, sam­kvæmt launa­vísi­tölu Hag­stof­unnar (rúm­lega 40% virð­ist nær lag­i). Og þá er að auki horft fram­hjá því að í kjöl­far hruns­ins lækk­aði kaup­máttur launa hér um 12% (2008 til 2010) og kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna heim­il­anna fór niður um 26-28%, áður en þessar miklu kaup­hækk­anir komu á upp­sveifl­unn­i. 

Ekk­ert slíkt gerð­ist á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Þar þurfti ekki að vinna til baka óvenju mikið hrun kaup­máttar eins og hér varð 2009 og 2010. Það er því eðli­legt að laun hafi hækkað meira hér sl. 10-12 ár.

Næst hæstu laun í heimi – en samt met­fjölgun nýrra starfa?

Allt þetta tal var upp­taktur að þeim boð­skap að laun væru orðin alltof há hér á landi, „þau næst hæstu í heim­i“, var sagt. Það sæi hver atvinnu­rek­andi að slíkt gæti ekki geng­ið…

En ég segi að slíkt geti vel gengið ef við erum með næst hæsta verð­lag í heimi – sem er raun­in. En þetta er ekki einu sinni rétt, því við erum nær því að vera með sjö­undu hæstu ráð­stöf­un­ar­tekjur í heimi, en ekki þær næst hæstu.

Síðan vildi Hall­dór Benja­mín aðeins fríska upp á sal­inn eftir þetta nið­ur­drep­andi tal um að launin væru orðin alltof há og benti á að þrátt fyrir allt hefði góður árangur náðst í sköpun nýrra starfa. Alls hefðu um 30.000 ný störf orðið til á Íslandi á þessum sama ára­tug og kaup­máttur átti að hafa hækkað um 57% og skilað okkur á þennan stað „alltof hárra launa“. Raunar sýn­ist mér að fjöldi starf­andi á land­inu hafi auk­ist úr 180.000 í um 220.000, eða um nær 40.000 á sl. 10 árum. Það er mjög mik­ið.

Þarna gengur dæmi SA-­manna hins vega ekki upp. Vinnu­mark­aðs­hag­fræðin kennir að þegar laun eru orðin of há þá hætta fyr­ir­tæki að bæta við starfs­fólki. Ný störf verða ekki lengur til. En sú hefur sem sagt ekki verið staðan á Íslandi. Hér eru slegin met í fjölgun nýrra starfa, þannig að flytja þarf inn vinnu­afl í þús­undum til að manna þau.

Launin geta því ekki verið of há í þeim aðstæðum sem ríkja á Íslandi. Það er aug­ljóst.

Úrelt vinnu­lög­gjöf – en fín stjórn­ar­skrá?

Þá kom Eyjólfur Árni á sviðið og sigldi föð­ur­lega yfir mál­efn­in. Honum var sér­stak­lega ofar­lega í huga að vinnu­lög­gjöfin væri orðin úrelt og þyrfti að end­ur­skoða hana hressi­lega. Sem dæmi um það var nefnt og hneyksl­ast á að gera þyrfti mörg hund­ruð kjara­samn­inga, allt niður í einn samn­ing á mann! Þrengja þyrfti að félags- og samn­ings­rétt­inum og tak­marka samn­inga við stærri og færri hópa. 

Auglýsing
En vinnu­lög­gjöfin er ekki mikið eldri en stjórn­ar­skráin og margir úr hópi atvinnu­rek­enda mega ekki til þess hugsa að henni verði breytt. Það gæti þrengt aðgengi þeirra að nátt­úru­auð­lindum þjóð­ar­inn­ar. En þeim finnst brýnt að þrengja að samn­ings­rétt­inum og því lýð­ræði sem honum fylg­ir.

Síðan er þetta tal um mik­inn fjölda kjara­samn­inga hálf spaugi­legt. Þegar búið er að semja við stærstu félögin á almennum mark­aði fá aðrir meira og minna sama samn­ing. Frá­vik eru smá­vægi­leg (fleiri vinnu­vett­lingar hér en þar og mat­ar­tími 10 mín­útum fyrr hér en þar, o.s.frv.). SA-­menn gætu alveg látið tölvur sínar eða Sátta­semj­ara um að ganga frá megn­inu af þessu og sjá síðan um raf­ræna und­ir­rit­un. Þannig hag­ræða menn.

Höfr­unga­hlaupið

Og svo var það gamli slag­ar­inn um höfr­unga­hlaup­ið. Hann sló aldeilis í gegn á árum áður. Þeir for­söngv­ar­arnir í rokk­óp­eru kjara­samn­ing­anna í Borg­ar­leik­hús­inu voru meira að segja með mynd­ræna fram­setn­ingu á höfr­unga­hlaup­inu, þar sem einn kassi stökk yfir þann næsta til að fá meiri launa­hækkun en þeir sem á undan komu. Þessu yrði að linna, sögðu þeir félag­ar. Þetta væri upp­spretta alls óstöð­ug­leika í sam­fé­lag­inu og of mik­illa launa­hækk­ana.

En þarna hitti lumman söngv­ar­ana sjálfa fyr­ir. Þeir hafa ekki kynnt sér það að Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn vann einmitt sér­stak­lega vel gegn höfr­unga­hlaupi hjá almennu launa­fólki, með áherslu á sömu krónu­tölu­hækkun upp launa­stig­ann. Helsta frá­vikið frá þessu snerti einmitt hálauna­hópana, for­stjóra og kjörna full­trúa á þingi og í rík­is­stjórn. Það fólk kom á eftir og fékk miklu fleiri krónur í launa­hækkun en almennt starfs­fólk á vinnu­mark­aði.

Þetta hafði raunar einnig gerst í kjöl­far þjóð­ar­sátt­ar­samn­ing­anna 1990 þegar allir áttu að fá sömu hækk­anir í sam­eig­in­legu átaki gegn verð­bólg­unni. Hátekju­hóp­arnir fundu sér þá nýja leið til kjara­bóta (fjár­magnstekjur sem veittu mikil skatt­fríð­indi umfram launa­tekj­ur) sem skildi almennt launa­fólk eitt eftir með byrð­arnar af bar­átt­unni við verð­bólg­una. Hætta er á að það verði end­ur­tekið nú þegar verð­bólgan er aftur komin á kreik. Það er sam­eig­in­leg krafa SA-­manna og Seðla­bank­ans.

Gætum við fengið flott­ari atvinnu­rek­end­ur?

Mér fannst þetta hálf sorg­legur endir á sam­komu sem byrj­aði svona vel og nútíma­lega. Þegar upp var staðið var boð­skap­ur­inn á skjön við stað­reyndir og bund­inn við gamlar og úreltar lumm­ur. Það hefði verið meira hressandi að heyra að verð­mæta­sköp­unin væri ekki bara búin til af útsjón­ar­sömum atvinnu­rek­endum heldur einnig af fólk­inu sem vinnur verð­mæta­skap­andi störfin – oft með miklum erf­ið­is­munum fyrir lág laun.

„Minna verði meira“, sögðu þeir að yrði áherslan í kom­andi kjara­samn­ing­um. Eru atvinnu­rek­endur sjálfir að fara eftir þeim boð­skap? Nei, þeir hafa nú þegar siglt fram­hjá því með ríf­legum launa­hækk­unum topp­anna, auknum bón­usum og rýmri réttum til að nýta kaupauka til millj­óna­tuga gróða. Svona er höfr­unga­hlaup topp­anna í fram­kvæmd.

Í upp­hafi árs spáðu sér­fræð­ingar á fjár­mála­mark­aði því að arð­greiðslur út úr fyr­ir­tækjum sem eru í kaup­höll­inni yrðu minnst 200 millj­arðar á þessu ári. Önnur fyr­ir­tæki eru líka að skila miklum hagn­aði og arð­greiðsl­um. Pen­ing­arnir flæða út úr fyr­ir­tækj­un­um. Enda er hag­vöxtur áranna 2021 og 2022 með ólík­indum góð­ur. Árleg hækkun launa til þorra vinn­andi fólks á tíma Lífs­kjara­samn­ings­ins á almennum mark­aði kost­aði fyr­ir­tækin ekki mikið meira en 50 millj­arð­ar. Það er mjög lítið í sam­an­burði við væntar arð­greiðslur nú.

Sjá menn ekki sam­heng­ið? Það er aug­ljós­lega gott svig­rúm til að umb­una launa­fólki og skila því hluta sínum af hag­vext­in­um. Launa­hækk­anir þurfa nú að bæta upp bæði tap­aðan kaup­mátt vegna verð­bólgu og vaxta­hækk­ana – og fyrir hag­vöxt­inn að auki. Ann­ars mun hlutur launa­fólks af þjóð­ar­kök­unni minn­ka, sem væri óeðli­legt.

Nútíma­legri atvinnu­rek­endur myndu sjá þetta, taka undir og upp­skera góðan anda á vinnu­stöðum og í sam­fé­lag­inu.

Höf­undur er pró­fessor emeritus við HÍ og starfar sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar