„Góða fólkið“ og umræðan

13896341510-bff06feb35-k.jpg
Auglýsing

photo Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­u­m

Ég hef áhyggjur af umræðu­hefð­inni á Íslandi. „Góða fólk­ið“ telur sig þess umkomið að leggja sína óskeik­ulu mælistiku á hvað má og hvað ekki má. Þeir sem eru sam­mála þeim er tekið fagn­andi í hóp „góða fólks­ins“ og þar með allt heim­ilt. Þeir sem eru ósam­mála eru hins­vegar séðir sem skað­legir og öll meðul heimil til að koma í þá korki. Bolt­inn er löngu gleymdur en mað­ur­inn jafnan tækl­aður upp í stúku. Góð­lát­legt grín er slitið úr sam­hengi þannig að úr verði alvar­legur dóm­greind­ar­brest­ur. Auka­at­riði eru gerð að aðal­at­rið­um, mýfl­ugur að úlföldum og fjaðrir að hæn­um. Jafn­vel sjálft tungu­málið er orðin einka­eign „góða fólks­ins“.

Orð af orði kenna mannasiði



Fyrir skömmu skrif­aði ég pistil um stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann var til­kom­inn eftir gott sam­tal mitt við vin­konu mína sem eins og ég er flokks­bundin í þeim ágætis flokki. Að hennar mati ber flokk­ur­inn ýmis ein­kenni sem henni fannst minna sig á þá per­sónu­legu upp­lifun hennar af því að verða ekkja. Sam­lík­ingin var henn­ar. Um þetta skrif­aði ég og bar undir hana. Henni þóttu skrifin góð gagn­rýni á flokk­inn okk­ar. Skrif mín um hennar upp­lifun voru hins­vegar þannig slitin úr sam­hengi að eftir stóð: „Elliði særir ekkj­ur“. „Góða fólk­inu“ þótti jafn­vel við hæfi að nota þátt­inn „orð af orði“ um íslenskt mál­far til að kenna hinum auma Elliða Vign­is­syni, bæj­ar­stjóra í Vest­manna­eyj­um, mannasiði vegna orða­vals­ins.

Stóra pílu­kasts­málið



Logi Berg­mann Eiðs­son er gam­an­samur fýr. Jafn­vel svo mjög að hann hefur atvinnu af þess­ari gam­an­semi sinni og stýrir meðal ann­ars létt­leik­andi við­tals­þætti. Alla jafna er því vel tek­ið. Í sein­asta þætti ræddi Logi við einn af erkió­vinum „góða fólks­ins“, Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son. Í spé­spegli var leik­ari feng­inn til að draga upp ýkta en gam­an­sama mynd af for­sæt­is­ráð­herra. Þar sást hann meðal ann­ars inn­byrða þús­undir af kalor­íum, haga sér eins kon­ung­bor­inn og kasta pílum í mynd af póli­tískum and­stæð­ingi. „Góða fólk­inu“ var nóg boð­ið. Út fruss­að­ist vand­læt­ingin á fram­komu ráð­herr­ans sem átti þó ekki annað í atrið­inu en að brosa að öllu sam­an.

Tann­steinar dynja á Vig­dísi Hauks­dóttur



Vig­dís Hauks­dóttir sinnir því erf­iða verk­efni að fara fyrir fjár­laga­nefnd. Þar með er hún and­stæð­ingur „góða fólks­ins“ sem oft á það sam­eig­in­legt að telja opin­bert fjár­magn frekar ódýrt. Tjái Vig­dís sig um fjár­mál rík­is­ins og mik­il­vægi þess að draga úr útgjöldum skjót­ast tann­steinar „góða fólks­ins” úr öllum átt­um. Sjaldn­ast er þó rætt efn­is­lega um það sem Vig­dís hefur fram að færa en þeim mun meira gert úr orð­færi hennar sem og hvar og hvenær hún segir hlut­ina. Með dyggri aðstoð helstu fjöl­miðla „góða fólks­ins“ hefur tek­ist að draga upp ótrú­verð­uga mynd af þess­ari stjórn­mála­konu. Ekki vegna þeirra hug­mynda sem hún hefur fram að færa heldur þeirra orða sem hún not­ar.

Hættu­leg umræða



Vara­for­maður fjár­laga­nefndar og fyrr­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, tek­ur  hlut­verkið sýnu alvar­lega. Það er von þegar árlegur vaxta­kostn­aður rík­is­ins er um 80 millj­arðar (um helm­ingi hærri en rekstr­ar­kostn­aður Land­spít­al­ans). Guð­laugur Þór veit sem er að stór hluti rekstr­ar­kostn­aður rík­is­ins liggur í launa­kostn­aði. Hann vill því færa rétt­indi og skyldur okkar opin­berra starfs­manna til jafns á við það sem ger­ist á almennum mark­aði. Þetta má „góða fólk­ið” ekki heyra minnst á. Þau vilja stoppa þessa umræðu og telja hana hættu­lega. Jafn­vel benda þau á að  Guð­laugur Þór vilji helst reka sem flesta rík­is­starfs­menn og færa þeim ríku dýrar gjafir á kostnað almenn­ings. Minna er fjallað um það hvers vegna við sem erum opin­berir starfs­menn eigum að vera með önnur rétt­indi en þeir sem eru í einka­geir­an­um.

Heim­ótt­ar­legir nas­istar, ras­istar og bar­barar



Þeir sem ræða inn­flytj­enda­mál og þá sér­stak­lega mál­efni hæl­is­leit­enda tipla á bæði hálum og þunnum ís. „Góða fólk­ið“ mætir allri slíkri umræðu með ásök­unum um nas­is­ma, ras­isma og útlend­inga­hat­ur. Umræðu um stöðu lands­byggð­anna mætir „góða fólk­ið“ með áburði um að alið sé á hatri á milli lands­byggðar og höf­uð­borg­ar. Umræðu um opin­beran stuðn­ing við menn­ingu og listir er mætt með ásökun um hatur í garð lista­manna og bar­barisma. Umræðu um háan kostnað við rekstur utan­rík­is­þjón­ustu er mætt með ásök­unum um heim­ótt­ar­skap. Lengi má áfram telja.

Ekki víst



Það versta er að frá hruni hefur „góða fólk­inu“ tek­ist að ein­angra umræð­una. Fáir eru til­búnir til að verða útmál­aðir ras­istar, bar­barar eða hat­urs­menn fyrir það eitt að taka þátt í þjóð­fé­lags­um­ræðu. „Góða fólk­ið“ á því umræðu­svið­ið. Hins­vegar er ekki alveg víst að það sé til góðs fyrir land og þjóð.

Höf­undur er bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um.

Auglýsing

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None