„Góða fólkið“ og umræðan

13896341510-bff06feb35-k.jpg
Auglýsing

photo Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum

Ég hef áhyggjur af umræðuhefðinni á Íslandi. „Góða fólkið“ telur sig þess umkomið að leggja sína óskeikulu mælistiku á hvað má og hvað ekki má. Þeir sem eru sammála þeim er tekið fagnandi í hóp „góða fólksins“ og þar með allt heimilt. Þeir sem eru ósammála eru hinsvegar séðir sem skaðlegir og öll meðul heimil til að koma í þá korki. Boltinn er löngu gleymdur en maðurinn jafnan tæklaður upp í stúku. Góðlátlegt grín er slitið úr samhengi þannig að úr verði alvarlegur dómgreindarbrestur. Aukaatriði eru gerð að aðalatriðum, mýflugur að úlföldum og fjaðrir að hænum. Jafnvel sjálft tungumálið er orðin einkaeign „góða fólksins“.

Orð af orði kenna mannasiði


Fyrir skömmu skrifaði ég pistil um stöðu Sjálfstæðisflokksins. Hann var tilkominn eftir gott samtal mitt við vinkonu mína sem eins og ég er flokksbundin í þeim ágætis flokki. Að hennar mati ber flokkurinn ýmis einkenni sem henni fannst minna sig á þá persónulegu upplifun hennar af því að verða ekkja. Samlíkingin var hennar. Um þetta skrifaði ég og bar undir hana. Henni þóttu skrifin góð gagnrýni á flokkinn okkar. Skrif mín um hennar upplifun voru hinsvegar þannig slitin úr samhengi að eftir stóð: „Elliði særir ekkjur“. „Góða fólkinu“ þótti jafnvel við hæfi að nota þáttinn „orð af orði“ um íslenskt málfar til að kenna hinum auma Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, mannasiði vegna orðavalsins.

Stóra pílukastsmálið


Logi Bergmann Eiðsson er gamansamur fýr. Jafnvel svo mjög að hann hefur atvinnu af þessari gamansemi sinni og stýrir meðal annars léttleikandi viðtalsþætti. Alla jafna er því vel tekið. Í seinasta þætti ræddi Logi við einn af erkióvinum „góða fólksins“, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Í spéspegli var leikari fenginn til að draga upp ýkta en gamansama mynd af forsætisráðherra. Þar sást hann meðal annars innbyrða þúsundir af kaloríum, haga sér eins konungborinn og kasta pílum í mynd af pólitískum andstæðingi. „Góða fólkinu“ var nóg boðið. Út frussaðist vandlætingin á framkomu ráðherrans sem átti þó ekki annað í atriðinu en að brosa að öllu saman.

Tannsteinar dynja á Vigdísi Hauksdóttur


Vigdís Hauksdóttir sinnir því erfiða verkefni að fara fyrir fjárlaganefnd. Þar með er hún andstæðingur „góða fólksins“ sem oft á það sameiginlegt að telja opinbert fjármagn frekar ódýrt. Tjái Vigdís sig um fjármál ríkisins og mikilvægi þess að draga úr útgjöldum skjótast tannsteinar „góða fólksins” úr öllum áttum. Sjaldnast er þó rætt efnislega um það sem Vigdís hefur fram að færa en þeim mun meira gert úr orðfæri hennar sem og hvar og hvenær hún segir hlutina. Með dyggri aðstoð helstu fjölmiðla „góða fólksins“ hefur tekist að draga upp ótrúverðuga mynd af þessari stjórnmálakonu. Ekki vegna þeirra hugmynda sem hún hefur fram að færa heldur þeirra orða sem hún notar.

Hættuleg umræða


Varaformaður fjárlaganefndar og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, tekur  hlutverkið sýnu alvarlega. Það er von þegar árlegur vaxtakostnaður ríkisins er um 80 milljarðar (um helmingi hærri en rekstrarkostnaður Landspítalans). Guðlaugur Þór veit sem er að stór hluti rekstrarkostnaður ríkisins liggur í launakostnaði. Hann vill því færa réttindi og skyldur okkar opinberra starfsmanna til jafns á við það sem gerist á almennum markaði. Þetta má „góða fólkið” ekki heyra minnst á. Þau vilja stoppa þessa umræðu og telja hana hættulega. Jafnvel benda þau á að  Guðlaugur Þór vilji helst reka sem flesta ríkisstarfsmenn og færa þeim ríku dýrar gjafir á kostnað almennings. Minna er fjallað um það hvers vegna við sem erum opinberir starfsmenn eigum að vera með önnur réttindi en þeir sem eru í einkageiranum.

Heimóttarlegir nasistar, rasistar og barbarar


Þeir sem ræða innflytjendamál og þá sérstaklega málefni hælisleitenda tipla á bæði hálum og þunnum ís. „Góða fólkið“ mætir allri slíkri umræðu með ásökunum um nasisma, rasisma og útlendingahatur. Umræðu um stöðu landsbyggðanna mætir „góða fólkið“ með áburði um að alið sé á hatri á milli landsbyggðar og höfuðborgar. Umræðu um opinberan stuðning við menningu og listir er mætt með ásökun um hatur í garð listamanna og barbarisma. Umræðu um háan kostnað við rekstur utanríkisþjónustu er mætt með ásökunum um heimóttarskap. Lengi má áfram telja.

Ekki víst


Það versta er að frá hruni hefur „góða fólkinu“ tekist að einangra umræðuna. Fáir eru tilbúnir til að verða útmálaðir rasistar, barbarar eða hatursmenn fyrir það eitt að taka þátt í þjóðfélagsumræðu. „Góða fólkið“ á því umræðusviðið. Hinsvegar er ekki alveg víst að það sé til góðs fyrir land og þjóð.

Höfundur er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None