Auglýsing

Lögvarin ein­ok­un, rík­is­af­skipti að verslun með lög­legar vörur og fárán­leiki slíkra kerfa í nútíma­sam­fé­lagi eru ofar­lega á baugi í íslenskri umræðu nú um stund­ir. Fók­us­inn hefur auð­vitað verið á land­bún­að­ar­kerfið eftir að upp komst um atferli Mjólk­ur­sam­söl­unnar við að kné­setja sam­keppn­is­að­ila sína, í þágu Auð­humlu og Kaup­fé­lags Skag­firð­inga á kostnað neyt­enda, og nið­ur­stöðu Eft­ir­lits­stofn­unnar EFTA þess efnis að bann við inn­flutn­ingi á fersku kjöti til lands­ins væri and­stætt EES-­samn­ingn­um.

Það sem gerir slíkt bann auð­vitað enn fárán­legra er að það er skortur á nauta­kjöti í land­inu, vegna þess að eig­endur naut­gripa vilja frekar nota þá við mjólk­ur­fram­leiðslu fyrir ein­ok­un­arris­ann Mjólk­ur­sam­söl­una en til steik­ar­gerð­ar. Vanda­málin tvö tala því sam­an.

Áfeng­is­verslun rík­is­insEn sér­kenni­leg­heit ein­ok­unar ein­ok­unar vegna hefur fleiri birt­ing­ar­myndir en íslenska land­bún­að­ar­kerf­ið. Einka­sala íslenska rík­is­ins á áfengi, sem staðið hefur yfir í 92 ár og er nú, von­andi, ógnað meira en nokkru sinni áður, er ekki síður ein­kenni­leg ráð­stöf­un.

Áfengi er lög­leg vara. Mis­notkun vör­unnar veldur vissu­lega miklum sam­fé­lags­legum skaða og nauð­syn­legt er að aðgengi að vör­unni sé tak­markað með ald­ur­svið­mið­um. Það er raunar eitt af þremur mark­miðum laga um verslun með áfengi, sem sett voru árið 2011, að „tak­marka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skað­legum áhrifum áfeng­is- og tóbaksneyslu“.

Auglýsing

Nú skulum við skoða hvernig þessu mark­miði er fram­fylgt. ÁTVR rekur 48 vín­búðir um land allt. Það eru 19 fleiri versl­anir en Bón­us, langstærsta mat­vöru­keðja lands­ins, rekur á lands­vísu. Frá árinu 1986 hefur versl­unum ÁTVR fjölgað um 35. Á síð­ustu árum hefur opn­un­ar­tími flagg­skips­versl­anna verið lengdur til klukkan 20 á völdum virkum dögum og til klukkan 18 um helg­ar. ÁTVR aug­lýs­ir auk þess versl­anir sínar grimmt í völdum íslenskum fjöl­miðlum undir því yfir­skini að um sé að ræða hvatn­ingu til lands­manna um að muna eftir skil­ríkj­unum þegar þeir mæta í rík­ið.

„ÁTVR rekur 48 vín­búðir um land allt. Það eru 19 fleiri versl­anir en Bón­us, langstærsta mat­vöru­keðja lands­ins, rekur á lands­vísu. Frá árinu 1986 hefur versl­unum ÁTVR fjölgað um 35.“

Það er fjar­stæðu­kennd rök­semd­ar­færsla. Lög segja skýrt að ein­stak­lingar þurfi að vera 20 ára gamlir til að mega kaupa áfengi í vín­búð. Þetta vita nær allir lands­menn og ef svo ólík­lega vill til að þessi stað­reynd komi ein­hverjum á óvart þá mun við­kom­andi ein­fald­lega kom­ast að því þegar hann reynir að kaupa sér drykkj­ar­föng, hafi hann ekki aldur til. Þessar aug­lýs­ing­ar, sem ÁTVR við­ur­kennir í árs­skýrslu sinni að séu í „léttum dúr“, eru ekk­ert annað en aug­lýs­ingar fyrir vín­búð­irnar til að vekja athygli á til­urð þeirra. Það að fyr­ir­tæki í eigu rík­is­ins geri slíkt undir fölsku flaggi, og í and­stöðu við meg­in­mark­mið laga um starf­semi þess, er ótrú­lega sér­stakt.

Allir mega aug­lýsa... nema íslensk fyr­ir­tækiÞað eru nefni­lega lög í land­inu sem banna áfeng­is­aug­lýs­ing­ar. Þau eru samin í anda þeirrar sam­fé­lags­gerðar sem var við lýði á eft­ir­stríðs­ár­unum og taka ekki til­lit til hluta eins og alþjóða­væð­ingar og inter­nets­ins. Hver einn og ein­asti nútíma­maður sér ara­grúa áfeng­is­aug­lýs­inga á hverjum ein­asta degi. Hann sér þær þegar hann fylgist með erlendum fót­bolta­leik, flakkar um inter­net­ið, spilar leiki í snjall­sím­anum sín­um, les erlend tíma­rit/dag­blöð eða horfir bara á ein­hverjar þeirra erlendu sjón­varps­stöðva sem íslensk fjar­skipta­fyr­ir­tæki selja aðgang að og skipta tug­um.

„­Bannið kemur líka í veg fyrir að þeir frá­bæru fram­leið­endur íslensks gæða­bjórs, sem sprottið hafa upp eins og gorkúlur und­an­farin miss­eri sam­hliða bættri áfeng­is­neyslu­menn­ingu Íslend­inga, geti aug­lýst, og þar af leið­andi keppt, á jafn­rétt­is­grund­velli við bragð­litlu þunnildin sem alþjóð­legir bjórrisar aug­lýsa í gríð og erg all­staðar þar sem athygli íslenskra neyt­enda er utan íslenskra fjölmiðla.“

Það sem áfeng­is­aug­lýs­inga­bannið gerir er að láta stærstu inn­lendu fram­leið­endur áfengis fram­leiða áfeng­is­lausa bjóra í alveg eins umbúðum og hina áfengu, sem grun­lausir túristar kaupa síðan í mis­gripum fyrir alvöru, svo þeir geti aug­lýst bjór­inn sem áfeng­is­lausan og kom­ist þannig fram­hjá lög­un­um. Bannið kemur líka í veg fyrir að þeir frá­bæru fram­leið­endur íslensks gæða­bjórs, sem sprottið hafa upp eins og gorkúlur und­an­farin miss­eri sam­hliða bættri áfeng­is­neyslu­menn­ingu Íslend­inga, geti aug­lýst, og þar af leið­andi keppt, á jafn­rétt­is­grund­velli við bragð­litlu þunnildin sem alþjóð­legir bjórrisar aug­lýsa í gríð og erg all­staðar þar sem athygli íslenskra neyt­enda er utan íslenskra fjöl­miðla.  Og bannið kemur auð­vitað í veg fyrir að íslenskir fjöl­miðlar hafi af því tekjur að aug­lýsa lög­lega vöru.

Tóbakið borgar fyrir vín­búð­irnarTil hvers er þá ein­okun á áfeng­is­sölu ef ÁTVR er hvorki að draga úr aðgengi né að stuðla að for­vörn­um? Er það kannski vegna þess að rík­is­versl­an­irnar skila svo miklum hagn­aði í rík­is­kass­ann? Nei, það stenst heldur ekki skoð­un.

Á árinu 2013 fékk rík­is­sjóður 22,5 millj­arða króna vegna áfeng­is- og tóbaks­sölu. Þar af runnu 21,5 millj­arðar króna, brúttó, í rík­is­sjóð vegna áfeng­is­gjalds, magn­gjalds tóbaks og virð­is­auka­skatts þeirra vara sem ÁTVR sel­ur. Um einn millj­arður króna er arð­greiðsla frá ÁTVR vegna rekstr­ar­af­gangs fyr­ir­tæk­is­ins.

„Kjarn­inn leit­aði í sumar eftir upp­lýs­ingum hjá ÁTVR um hver kostn­aður fyr­ir­tæk­is­ins af tóbaks­sölu sé. Stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins, sem er í eigu skatt­greið­enda, vildu ekki gefa það upp.“

Fyrir mörgum væru þetta nægj­an­leg rök. Betra væri að þessi millj­arður lendi hjá rík­inu en smá­sölu­keðj­unum sem myndu taka við sölu á þorra áfengis ef sala þess yrði gefin frjáls. En svo virð­ist sem þessi millj­arður króna sé alls ekk­ert til­kom­inn vegna áfeng­is­sölu, heldur vegna tóbaks­sölu. Langstærstur hluti kostn­aðar ÁTVR er vegna áfeng­is­sölu, enda kostar skild­ing­inn að reka 48 versl­anir um allt land og ráða starfs­fólk í þær all­ar. Tóbaks­salan útheimtir hins vegar nán­ast ekk­ert umstang. Öll tóbaks­dreif­ingin er á sama stað og mið­læg. Kjarn­inn leit­aði í sumar eftir upp­lýs­ingum hjá ÁTVR um hver kostn­aður fyr­ir­tæk­is­ins af tóbaks­sölu sé. Stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins, sem er í eigu skatt­greið­enda, vildu ekki gefa það upp.

Ein­faldur hug­ar­reikn­ingur sýnir þó  að vöru­notkun tóbaks var 7,7 millj­arðar í fyrra. Uppi­staðan í þeirri greiðslu er tóbaks­gjald, 5,5 millj­arðar króna, sem fara beint til rík­is­ins. Þegar vöru­gjald tóbaks er dregið frá tekjum fyr­ir­tæk­is­ins sitja 1,4 millj­arðar króna eft­ir, sem er hærri upp­hæð en ÁTVR greiddi rík­inu í arð í fyrra. Því virð­ist liggja fyrir að sá hagn­aður sem ÁTVR sýnir fram á sé allur vegna sölu á tóbaki og að sala á áfengi líkt og ÁTVR fram­kvæmdir hana sé ekki arð­bær. Raunar nið­ur­greiðir tóbaks­bis­ness­inn áfeng­is­söl­una til við­bótar við að borga allan arð til rík­is­ins vegna starf­semi ÁTVR.

Ríki í rík­inuÞað kostar 2,8 millj­arða króna á ári að reka ÁTVR. Þorri þess kostn­aðar er hús­næð­is- og launa­kostn­að­ur. Til við­bótar eyðir fyr­ir­tækið um 200 millj­ónum króna í dreif­ing­ar- og mark­aðs­kostn­að, 259 millj­ónum í stjórn­un­ar- og skrif­stofu­kostnað og 54 millj­ónum í „annan kostn­að“. Starfs­menn ÁTVR fóru í 46 utan­lands­ferðir í fyrra (náms- og kynn­ing­ar­ferðir starfs­fólks, ráð­stefnur ofl.)og ferða­kostn­aður þess var 19,8 millj­ónir króna . Auk þess eyddi ÁTVR 15,3 millj­ónum króna í „gjafir og risnu“. Það er því skilj­an­legt að þeir sem stýra þessum rekstri vilji halda partý­inu áfram.

Sér­stak­lega þar sem það er engin stjórn yfir stofn­un­inni (ÁTVR er skil­greind sem stofnun í lög­um). Slík stjórn hefur ekki verið til staðar í nokkur ár heldur heyrir fyr­ir­tækið beint undir fjár­mála­ráð­herra. Yfir­stjórn ÁTVR, sem sam­anstendur af for­stjóra og fram­kvæmda­stjórum, tekur þess í stað allar ákvarð­anir tengdar rekstri ÁTVR. Þetta fyr­ir­komu­lag er ekki fyrir hendi í neinu öðru rík­is­fyr­ir­tæki. Ríkið er sann­ar­lega ríki í rík­inu.

Kerfið er til fyrir kerfiðÍ ljósi alls þessa er rök­rétt að spyrja fyrir hvern þetta fyr­ir­komu­lag er? Það er að minnsta kosti ekki til þess að minnka aðgengi, í for­varn­ar­til­gangi, fyrir íslenska fram­leið­end­ur, fjöl­miðla eða vegna þess að eng­inn annar getur sinnt þessu sölu­hlut­verki. Það er ekki til fyrir rík­is­sjóð vegna þess að það er ekki einu sinni arð­bært.

Eina sýni­lega nið­ur­staðan er sú að kerfið sé til fyrir þá sem starfa innan þess og þann kreddu­hóp innan stjórn­mála­stétt­ar­innar sem lítur niður á getu almenn­ings til að taka vit­rænar ákvarð­an­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None