Bakherbergi: Hægt að fremja auðgunarbrot með viðskiptum

jon-steinar.png
Auglýsing

Það vakti mikla athygli í vik­unni þegar Jón Steinar Gunn­laugs­son gekkst við því að hafa skrifað nafn­laust bréf sem bar yfir­skrift­ina „Einnota rétt­ar­far“. Bréf­ið, sem var skrifað árið 2007, var sent til hæsta­rétt­ar­dóm­ara, verj­enda og sak­born­inga í Baugs­mál­inu og í því er fjallað um að það hafi vakið athygli lög­fræð­inga hversu úrlausnir Hæsta­réttar Íslands hafi „verið sak­born­ingum hag­stæðar í þeim Baugs­málum sem hafa ratað til rétt­ar­ins“. Baugs­mál voru á þessum tíma umfangs­mestu efna­hags­brota­mál sem ratað höfðu fyrir íslenska dóm­stóla og snér­ust um fjöl­mörg ætluð lög­brot æðstu stjórn­enda Baugs.

Lengi hafa verið grun­semdir um það á meðal lög­lærðra manna að Jón Stein­ar, sem var á þessum tíma sitj­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari, hafi skrifað bréf­ið. Nú þegar Jón Steinar hefur stað­fest það er mikið rætt um hversu ein­stætt, og að mörgu leyti galið, það er að sitj­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari ákveði að leggja í slík nafn­laus skrif á meðan að hann situr enn í emb­ætti. Þess ber þó að geta að Jón Steinar kom ekk­ert að afgreiðslu rétt­ar­ins á Baugs­mál­um.

Jón Ásgeir Jón Ásgeir Jóhann­es­son, fyrrum for­stjóri Baugs, var einn sak­born­inga í Baugs­mál­in­u.

Auglýsing

Lítið hefur hins vegar farið fyrir því að rifja upp inni­hald bréfs­ins og mögu­legt rétt­mæti þeirrar gagn­rýni sem Jón Steinar setti fram. Í grófum dráttum vísar tit­ill bréfs­ins til þess að höf­und­ur­inn telur að sak­born­ingar í Baugs­mál­inu hafi fengið ein­stæða þjón­ustu hjá dóms­kerf­inu meðal ann­ars vegna þess að fjöl­mörgum ákæru­liðum í mál­inu var vísað frá vegna þess að þeir hafi ekki verið nægi­lega skýr­ir. Þeir ákæru­liðir fengu fyrir vikið ekki efn­is­lega með­ferð fyrir dómi.

Lík­ast til var fræg­asta frá­vís­unin sú þegar hér­aðs­dómur vís­aði frá ákæru­lið á hendur Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni fyrir svo­kallað Fjár­fars­fléttu. Lið­ur­inn snérist um að eign­ar­halds­fé­lagið Fjár­far keypti versl­un­ar­keðj­una 10-11 og seldi hana síðan Baugi, sem þá var almenn­ings­hluta­fé­lag, nokkrum mán­uðum síðar með 325 milljón króna hagn­aði. Jóni Ásgeiri var gefið að sök að hafa verið raun­veru­legur eig­andi Fjár­fars og sá sem stjórn­aði félag­inu. Hann hafi hagn­ast veru­lega á því að selja 10-11 frá félagi í sinni eigu til almenn­ings­hluta­fé­lags sem hann stjórn­aði.

 

Í bréfi Jóns Stein­ars seg­ir: „Engum sem þennan ákæru­lið les getur dulist ákæru­efn­ið. Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni for­stjóra Baugs var gefið að sök að hafa, með leynd gagn­vart stjórn Baugs um að hann væri selj­and­inn (reyndar fyr­ir­tæki sem hann átti sjálfur en hafði sett leppa fyr­ir), selt Baugi svo­nefndar 10/11 versl­anir sem hann hafði nokkru áður keypt á mun lægra verði. Var hann sak­aður um að hafa með blekk­ingum hagn­ast um 325 millj­ónir króna á kostnað Baugs. Í atvika­lýs­ingu ákærunnar kom meðal ann­ars­fram að ákærði hefði látið afhenda sér háa fjár­hæð úr sjóðum Baugs til að standa að hluta straum af kaup­verði versl­an­anna, þegar hann keypti þær. Þetta voru í ákærunni talin auðg­un­ar­brot og tíundað við hvaða ákvæði hegn­ing­ar­laga þau voru talin varða. Hér­aðs­dómur vís­aði ákæru­liðnum frá dómi á þeirri for­sendu að hér væri lýst við­skiptum en ekki auðg­un­ar­broti! Eins og ekki sé hægt að fremja auðg­un­ar­brot í við­skipt­u­m?“

Á fjölda þeirra hrun­mála sem sér­stakur sak­sókn­ari hefur ákært í, hafa hlotið efn­is­lega með­ferð og í sumum til­fellum verið sak­fellt í er ljóst að dóm­stólar hafa skipt um skoðun varð­andi að það er sann­ar­lega hægt að fremja auðg­un­ar­brot með við­skipt­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None