Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda

Stefán Ólafsson segir að án lagfæringa á almannatryggingakerfinu muni íslenska lífeyriskerfið í heild ekki rísa undir nafni, sem eitt af bestu lífeyriskerfum heimsins, fyrr en eftir 2055.

Auglýsing

Það bar til tíð­inda í þess­ari viku að erlendir sér­fræð­ingar á sviði líf­eyr­is­mála, Mercer og CFA Institu­te, birtu sam­an­burð á gæðum líf­eyr­is­kerfa í heim­in­um, eins og þau hafa gert um ára­bil, undir nafn­inu Mercer CFA Global Pension Index.

Í ár var íslenska líf­eyr­is­kerfið í fyrsta sinn tekið inn í sam­an­burð­inn. Skemmst er frá því að segja að Ísland fór beint upp á topp og er þar með Dan­mörku og Hollandi sem öll telj­ast vera í meist­ara­deild líf­eyr­is­kerfa. Þjóð­irnar þrjár búa við þriggja stoða líf­eyr­is­kerfi (al­manna­trygg­ing­ar, líf­eyr­is­sjóðir og sér­eigna­sparn­að­ur), þar sem mikil sjóða­söfnun í líf­eyr­is­sjóðum vinnu­mark­að­ar­ins og þokka­leg afkomu­trygg­ing í almanna­trygg­ingum skiptir mestu.

Ég hef orðið var við að margir spyrja sig að því hvernig Ísland geti verið með eitt besta líf­eyr­is­kerfi í heimi þegar mikil óánægja ríkir með kjör líf­eyr­is­þega hér á landi, eins og allir þekkja.

Svarið við því er ein­falt.

Skýrsla Mercer og CFA sýnir hvaða kjörum líf­eyr­is­kerfið mun skila fólki sem er að hefja starfs­feril sinn í dag eftir að þau hafa klárað minnst 40 ára starfs­feril og greitt 15,5% af launum í líf­eyr­is­sjóði, ásamt sér­eigna­sparn­aði, allan tím­ann. Þetta eru sem sagt þau líf­eyr­is­kjör sem eiga að vera í gildi eftir árið 2055.

Þetta segir hins vegar lítið um það hvernig kjör núver­andi líf­eyr­is­þega eru eða hver verða kjör þeirra sem fara á líf­eyri á t.d. næstu 10-20 árum.

Auglýsing

Stað­reyndin er sú að ekki eru allir enn með næga upp­söfnun rétt­inda í líf­eyr­is­sjóð­um, af ýmsum ástæð­um. Mest munar um það að þeir sem hafa starfað á almennum mark­aði allan sinn starfs­feril hafa búið við lak­ari líf­eyr­is­rétt­indi frá líf­eyr­is­sjóðum sínum en opin­berir starfs­menn. Þeir hafa ein­ungis átt rétt til 56% af með­al­ævi­tekjum sínum á meðan opin­berir starfs­menn fá 76%. Þar munar miklu. Þá hafa konur oft minni upp­söfnun rétt­inda í líf­eyr­is­sjóðum vegna rofa í starfs­ferli í tengslum við barn­eignir og nám á fyrri árum.

Það var ekki fyrr en á árunum 2016 til 2018 að iðgjöld starfs­fólks á almennum mark­aði voru hækkuð úr 12% í 15,5% til að jafna þennan rétt­inda­mun við opin­bera geir­ann. En það mun því miður taka rúm 40 ár frá 2018 að sú rétt­inda­jöfnun skili sér til fulls í greiddum líf­eyri. Það verður því ekki fyrr en eftir 2055 að þeir sem hafa unnið allan sinn feril á almennum mark­aði fá meira en 70% af með­al­ævi­tekjum sínum í líf­eyri frá líf­eyr­is­sjóði sín­um. Starfs­menn í opin­bera geir­anum búa hins vegar nú þegar við slík líf­eyr­is­kjör.

Í því þriggja stoða líf­eyr­is­kerfi sem við búum við (og sem alþjóð­legar efna­hags­stofn­anir hæla sem besta fyr­ir­komu­lagi líf­eyr­is­mála) kemur það í hlut almanna­trygg­inga (TR) að greiða upp­bót á líf­eyr­inn frá líf­eyr­is­sjóðum ef hann er of lág­ur. Því minna sem menn hafa úr líf­eyr­is­sjóðum þeim mun meira eiga þeir að fá úr almanna­trygg­ingum - upp að vissu þaki. Lak­ari rétt­indi kvenna eiga að skila sér í hærri greiðslum til þeirra frá almanna­trygg­ingum (TR). Þannig á kerfið að virka.

Í Dan­mörku er sams­konar skipan líf­eyr­is­mála og hér en þar tryggja almanna­trygg­ingar öllum við­un­andi líf­eyri þegar réttur í líf­eyr­is­sjóðum er ófull­nægj­andi.

Vand­inn sem við er að glíma á Íslandi er sá, að þessi upp­bót frá TR er of lítil og hefur lengi ver­ið. Fyrir því eru einkum tvær ástæð­ur:

  • Upp­hæðir líf­eyris TR eru of lág­ar.
  • Skerð­ingar líf­eyris TR eru alltof mikl­ar. Þær byrja við of lágar tekjur frá líf­eyr­is­sjóðum og skerð­ast því of hratt þó tekjur frá líf­eyr­is­sjóðum séu enn mjög lág­ar.

Þessi galli á almanna­trygg­ingum hefur komið til á löngum tíma, með því að ríkið hefur gengið sífellt lengra í skerð­ingum og jafn­framt treg­ast við að láta óskertan líf­eyri TR fylgja lág­marks­launum á vinnu­mark­aði að fullu (raunar ætti hann að vera heldur hærri en lág­marks­laun).

Allt var þetta gert til að spara rík­is­út­gjöld til almanna­trygg­inga. Sá sparn­aður er orð­inn svo mik­ill að í dag eru útgjöld íslenska rík­is­ins vegna líf­eyr­is­greiðslna ein þau allra lægstu sem þekkj­ast í hópi OECD-­ríkj­anna (sjá um þetta í nýrri skýrslu minni og Stef­áns Andra Stef­áns­sonar hag­fræð­ings um Kjör líf­eyr­is­þega). Í Dan­mörku leggur almanna­trygg­inga­kerfið mun stærri hlut ofaná tekjur frá líf­eyr­is­sjóðum en hér er gert.

Afleið­ingin af þessu er sú, að heild­ar­tekjur líf­eyr­is­þega á Íslandi eru of lágar fyrir marga og um þriðj­ungur líf­eyr­is­þega glímir við umtals­verðan lág­tekju­vanda. Auknar tekjur frá líf­eyr­is­sjóðum skila sér ekki nægi­lega vel í bættum ráð­stöf­un­ar­tekjum vegna ofur­skerð­inga hjá TR og síðan leggst til­tölu­lega hár tekju­skattur á líf­eyr­inn. Skerð­ingar og skattur sam­tals nema allt að 70-80% af við­bót­ar­tekjum frá líf­eyr­is­sjóðum á þeim tekju­bilum þar sem flestir líf­eyr­is­þegar eru. Skilj­an­lega er við­var­andi óánægja og jafn­vel gremja meðal líf­eyr­is­þega vegna þessa, ekki síst í ljósi síend­ur­tek­inna lof­orða um alvöru úrbætur sem svo hafa ekki skilað sér.

Það er sem sé almanna­trygg­inga­kerfið sem ríkið ber ábyrgð á sem er bil­aði hlut­inn í líf­eyr­is­kerf­inu og skilar ekki sínu. Líf­eyr­is­sjóðir skila fólki líf­eyri í hlut­falli við iðgjöld sem greidd hafa verið í sjóð­ina af launum á starfsæv­inni. Vegna þess að iðgjöld voru of lág framan af og vegna lak­ari rétt­inda á almennum mark­aði, sem nefnd voru hér að ofan, þá eru margir enn sem komið er að fá mjög lágar upp­hæðir úr líf­eyr­is­sjóð­um. Til dæmis fá elli­líf­eyr­is­þegar nú að með­al­tali rétt rúm­lega 200.000 kr. á mán­uði frá líf­eyr­is­sjóð­um.

Tíma­bund­inn vandi – og lausn hans

Rétt er að líta á þennan vanda í líf­eyr­is­kerf­inu sem tíma­bund­inn. Við erum með gott kerfi líf­eyr­is­sjóða sem munu skila góðum líf­eyr­is­rétt­indum eftir árið 2055, þegar rétt­inda­á­vinnsla er komin fram til fulls. Þangað til þurfa almanna­trygg­ingar að skila meiru til líf­eyr­is­þega en nú er, líkt og tíðkast í Dan­mörku. Þegar dregur nær árinu 2050 mun fram­lag almanna­trygg­inga svo lækka sjálf­krafa, að óbreyttu kerfi.

Ein­falda leiðin til að laga þessa bilun er að draga úr skerð­ingum hjá TR. Það er best gert með hækkun frí­tekju­marks gagn­vart greiðslum úr líf­eyr­is­sjóð­um. Það þyrfti að hækka úr 25.000 kr. í 100.000 kr. á mán­uði. Að draga úr skerð­ingum vegna líf­eyr­is­sjóðs­tekna skiptir flesta líf­eyr­is­þega mestu máli og bætir hag­inn mest, bæði í lægri og milli tekju­hópum líf­eyr­is­þega. Einnig þarf að hækka grunn líf­eyris TR, að minnsta kosti til jafns við lág­marks­laun á vinnu­mark­aði.

Einnig væri sjálf­sagt að hækka veru­lega frí­tekju­mark gagn­vart atvinnu­tekj­um, enda kostar það ríkið lítið sem ekk­ert, því á móti koma auknar skatt­tekjur sem myndu fylgja því að úr skerð­ingum vegna atvinnu­tekna væri dreg­ið.

Málið er því til­tölu­lega ein­falt. Laga þarf það sem bilað er í almanna­trygg­inga­kerf­inu, með ein­földum laga­breyt­ing­um. Vilji stjórn­valda er allt sem þarf. En þann vilja hefur lengst af skort. Í stað­inn hafa menn farið í búta­saum og brellur til að friða líf­eyr­is­þega, sem oft­ast hafa virkað þannig að bætt hefur verið úr á einu sviði en skert enn meira á öðru. Nettó útkoman hefur svo gjarnan verið að lítið hefur breyst í kjörum líf­eyr­is­þega.

Verk­efnið er því að laga líf­eyr­is­kjör milli­-kyn­slóð­ar­inn­ar, það er þeirra sem eru þegar á líf­eyri og einnig þeirra sem koma á líf­eyri á allra næstu ára­tug­um, með auknum greiðslum frá almanna­trygg­ing­um. Í skýrsl­unni Kjör líf­eyr­is­þega er útfærð slík umbóta­leið sem kostar ekki meira en um 30 millj­arða í auknum útgjöldum rík­is­ins til almanna­trygg­inga. Síðan fær ríkið minnst þriðj­ung af því til baka í auknum skatt­tekj­um, þannig að nettó-­kostn­aður þarf ekki að vera meiri en um 20 millj­arð­ar.

Ef þetta er ekki gert þá verður megn óánægja líf­eyr­is­þega við­var­andi í sam­fé­lag­inu, allt þar til líf­eyr­is­sjóð­irnir skila nægum rétt­indum – sem verður þó ekki fyrr en eftir árið 2055.

Án ofan­greindra lag­fær­inga á almanna­trygg­inga­kerf­inu mun íslenska líf­eyr­is­kerfið í heild ekki rísa undir nafni, sem eitt af bestu líf­eyr­is­kerfum heims­ins, fyrr en eftir 2055.

Höf­undur er pró­fessor emeritus við HÍ og starfar sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar