Dýravelferð í íslenskum landbúnaði

Svavar Halldórsson skrifar að nýting á merarblóði byggi á áratuga löngum rannsóknum sem getið hafi af sér nýja atvinnugrein sem hjálpi til við að halda sveitum í byggð, skapi störf fyrir menntað fólk og tryggi varðveislu erfðafræðilegs fjölbreytileika.

Auglýsing

Mik­il­væg for­senda þess að Ísland geti áfram verið góður staður til að búa á, er að við nýtum auð­lindir okkar og hug­vit til að skapa verð­mæti til sjós og lands. Fyrir utan mannauð, geta auð­lindir verið af marg­vís­legum toga; land, ein­stakir dýra­stofnar eða orka í iðrum jarð­ar, gnauð­andi vindi eða belj­andi ám. Mik­il­vægt er að öll slík nýt­ing sé á for­sendum sjálf­bærni og dýra­vel­ferð­ar.

Vax­andi líf­tækni­iðn­aður

Orku­fyr­ir­tækin eru fyrir löngu orðin að mátt­ar­stólpum í efna­hags­líf­inu en öflug líf­tækni­fyr­ir­tæki hafa líka skotið rótum hér á landi hin síð­ari ár. Sum nýta hlið­ar­af­urðir úr sjáv­ar­út­vegi, græna orku til að fram­leiða þör­unga og enn önnur dýra­af­urðir úr land­bún­aði. Þessi fyr­ir­tæki eru afar mik­il­væg við­bót við atvinnu­lífið og til hefur orðið fjöldi góðra starfa og ný stoð líf­tækni- og hug­vits sem aflar þjóð­ar­bú­inu gjald­eyr­is. Allt bendir til þess að þessi geiri muni áfram vaxa. Þar með verða til fleiri góð störf fyrir unga fólkið og virð­is­auki fyrir þjóð­fé­lag­ið.

Auglýsing

Virð­ing við nátt­úru og umhverfi

Til við­bótar eru þessi fyr­ir­tæki almennt til fyr­ir­myndar þegar kemur að því að sýna virð­ingu við nátt­úr­una í verki með áherslu á sjálf­bærni og góða umgengni í hví­vetna. Bætt nýt­ing hrá­efna, orku eða dýra­stofna er auð­vitað í anda þeirrar stefnu að draga úr, end­ur­nýta eða end­ur­vinna. Því meira sem við fáum út úr því sem við þegar eig­um, því betra fyrir umhverfið og efna­hags­líf­ið. Það er því mik­il­vægt að þessi fyr­ir­tæki fái að skjóta hér sterkum rótum og vera fyr­ir­mynd ann­arra varð­andi sam­fé­lags­á­byrgð í verki. Nokkur þeirra hafa þegar komið undir sig fót­unum og fjöl­margir spenn­andi sprotar eru á þeirri leið.

Öflug fyr­ir­tæki í sókn

Verð­mæta­sköpun þess­ara líf­tækni­fyr­ir­tækja er oft á sviði fæðu­bóta- eða lyfja­iðn­aðar sem ekki var til fyrir fáeinum ára­tug­um. Alga­líf, Ísteka, Pri­mex, Genís og Ker­ecis og eru dæmi um fyr­ir­tæki af þessum toga. Öll eiga þau það sam­eig­in­legt að nýta hug­vit og líf­tækni til að skapa verð­mæti og störf. Rétt er að nefna alveg sér­stak­lega Alga­líf og Ísteka, en segja má um bæði fyr­ir­tækin að þau séu vaxin upp úr sprota­stig­inu. Hvort um sig skilar þjóð­fé­lag­inu næstum tveimur millj­örðum í gjald­eyr­is­tekjum sem kvísl­ast svo út um sam­fé­lagið í formi launa, skatta, aðfanga­kaupa um allt land og ýmis konar öðrum hætti.

Sköpun verð­mætra starfa

Alga­líf vinnur fæðu­bóta­efni úr örþör­ung­um. Nú eru hafnar fram­kvæmdir við fjög­urra millj­arða stækkun og veltan verður komin í fimm millj­arða eftir nokkur miss­eri. Fyr­ir­tækið hefur vakið mikla athygli og unnið til verð­launa um allan heim. Ísteka vinnur dýr­mætt lyfja­efni úr hryssu­blóði. Þetta til­tekna fyr­ir­tæki er í far­ar­broddi í íslenskum land­bún­aði hvað varðar dýra­vel­ferð og eina afurða­fyr­ir­tækið hér á landi sem gerir vel­ferð­ar­samn­inga við alla sína bænd­ur.

Vel­ferð­ar­samn­ingar til fyr­ir­myndar

Vel­ferð­ar­samn­ingum Ísteka er fylgt eftir í sam­vinnu við opin­berar eft­ir­lits­stofn­anir og dýra­lækna. Allt fram­leiðslu­ferlið er undir eft­ir­liti inn­lendra og erlendra stofn­anna. Loka­af­urðin er afar verð­mætt hormón sem nýta má í ýmis konar frjó­sem­is­lyf fyrir öll spen­dýr. Und­ir­rit­aður þekkir meðal ann­ars til franskra sauð­fjár­bænda sem nýta slík lyf. Líf­tækni­fyr­ir­tæki eins og þau sem hér eru til umræðu eru afar mik­il­væg fyrir íslenskt efna­hags­líf. Þau fimm fyr­ir­tæki sem nefnd voru hér að fram­an, skila lík­lega fimm til sex millj­örðum króna af gjald­eyri til þjóð­ar­bús­ins á ári. Fyrir utan auð­vitað að skapa sam­an­lagt um 150 störf. Þessi kaka stækkar svo með hverju miss­er­inu.

Auglýsing

Mik­il­væg erfða­auð­lind

Íslensku búfjár­stofn­arnir eru mik­il­væg auð­lind og við höfum skyldur varð­andi vernd og við­gang þeirra sam­kvæmt samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um líf­fræði­lega fjöl­breytni (CBD). Aukin verk­smiðju­fram­leiðsla og eins­leitni í land­bún­aði um allan heim skapar raun­veru­lega hættu. Sam­kvæmt Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (FAO) hafa um þús­und búfjár­stofnar dáið út síð­ustu öld­ina. Með þeim hurfu ostar, stað­bundnir réttir og alls kyns þekk­ing og menn­ing sem ekki verður end­ur­lífguð. Fyrir utan erfða­efni sem kannski bar í sér lausnir við lækn­is­fræði­legum ráð­gátum án þess að við vissum það.

Verndun með nýt­ingu

Íslenska geitin var ekki fjarri því að enda á þessum sorg­lega lista útdauðra dýra­kynja. Þar með hefði ein­stakt erfða mengi tap­ast. Sér­fræð­ingar sam­ein­uðu þjóð­anna segja bestu leið­ina til að vernda og við­halda ein­stökum búfjár­stofn­un, eins og þeim íslensku, sé að rækta þá og nota. Það sé mun betri leið en að láta þjóð­minja­söfn halda hjarð­ir, eins og sums staðar er, eða að tapa teg­undum að eilífu. En ætli menn að við­halda gömlum stofnun með nýt­ingu, þá verður að leita allra leiða til að búa til nýjar og verð­mætar afurð­ir. Þar kemur líf­tæknin sterk inn.

Hug­vit og gamlar hefðir

Fyrr­nefnd nýt­ing á mer­ar­blóði byggir á ára­tuga löngum rann­sóknum sem getið hafa af sér nýja atvinnu­grein sem hjálpar til við að halda sveitum í byggð, skapar störf fyrir menntað fólk og tryggir enn betur varð­veislu erfða­fræði­legs fjöl­breyti­leika. Segja má, að með því að byggja á árþús­unda gömlum hefðum blóð­nýt­ingar með nútíma vís­indum og dýra­vel­ferð­ar­sjón­ar­mið­um, sé komin fram ný búgrein sem upp­fyllir allar sam­tíma­kröfur um sjálf­bærni, dýra­vel­ferð og verð­mæta­sköp­un. Það er afar mik­il­vægt fyrir hinar dreifðu byggðir og þjóð­ar­búið allt.

Vel­ferð og vellíðan

Rann­sóknir og gögn eft­ir­lits­að­ila sýna að hryss­unum verður ekki meint af blóð­gjöf­inni, enda er hún vel innan þeirra marka sem dýrin þola. Þá er dýra­vel­ferðin einnig vel tryggð með vel­ferð­ar­samn­ing­unum sem tryggja það að aðstaðan er eins og best verður á kos­ið, bæði fyr­ir, á meðan blóð­gjöf­inni stendur og eftir hana. Til að mynda er dán­ar­tíðni þeirra hryssa sem nýttar eru í þessum líf­tækni land­bún­aði sú sama og almennt ger­ist og aðbún­aður á þeim bæjum sem taka þátt í verk­efn­inu er síst verri.

Umgengni við nátt­úru og dýr til fyr­ir­myndar

Nútíma­leg nýt­ing líf­tækni í anda þess sem að framan er rætt um getur skapað þús­undir góðra starfa þegar fram í sæk­ir. Verð­mæta­sköp­unin er mikil og umgengni við nátt­úru og dýr til fyr­ir­mynd­ar. Öll eiga þessi fyr­ir­tæki það sam­eig­in­legt að bæta sam­fé­lagið með til­vist sinni, hvort sem það er vegna áhrifa í nær­sam­fé­lag­inu eða vegna þeirra jákvæðu áhrifa sem afurðir þeirra hafa. Aukin sam­vinna og sam­spil land­bún­aðar og sjáv­ar­út­vegs við líf­tækni og hug­vit á for­sendum grænnar orku­nýt­ing­ar, sjálf­bærni og vel­ferð­ar, mun á kom­andi árum hjálpa okkur að vera áfram í fremsta flokki meðal þjóða heims.

Höf­undur er sér­fræð­ingur í mat­ar­menn­ingu, stefnu­mótun og mark­aðs­mál­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar