Hefði Garðabæjarlistinn átt að fá þrjá bæjarfulltrúa í stað tveggja?

Indriði Ingi Stefánsson og Greta Ósk Óskarsdóttir skrifa um það þegar framkvæmd hefur áhrif á niðurstöðu kosninga.

gardabaerjarlisti.jpg
Auglýsing

Það þarf ekki mikið út af að bregða í fram­kvæmd kosn­inga, til að úr verði afdrifa­rík breyt­ing varð­andi nið­ur­stöðu sömu kosn­inga. Þetta sýna dæmi úr kosn­ingum til Alþingis síð­asta haust og dæmi úr nýaf­stöðnum kosn­ingum til sveita­stjórn­a.  

Ferskar eru enn í minni, þær miklu svipt­ingar sem áttu sér stað eftir kosn­ingar til Alþingis síð­asta haust, eftir end­ur­taln­ingu urðu miklar hróker­ingar og ansi ólíkar nið­ur­stöður frá því sem fyrri tölur gáfu. Eftir fyrri taln­ingu voru konur í meiri­hluta á þingi, í fyrsta sinn í sögu lýð­veld­is­ins, sem hefði verið eins­dæmi í Evr­ópu. Þær voru 33 tals­ins. Miðað við fyrri tölur færi inn á þing yngsti þing­maður nokkru sinni til að ná kjöri, Lenya Rún Taha Karim frá Píröt­um, þá tutt­ugu og eins árs göm­ul. Eftir end­ur­taln­ingu duttu fimm fram­bjóð­endur út af þingi og fimm aðrir komu inn. End­ur­taln­ingin hafði þannig áhrif á stöðu tíu fram­bjóð­enda. Konur voru ekki lengur í meiri­hluta á þingi og yngsti þing­mað­ur­inn var ekki lengur inn­i. 

Ýmis­legt miður heppi­legt fór að koma í ljós varð­andi með­höndlun á kjör­gögnum og umfjöll­unin sem birt­ist í fjöl­miðlum næstu daga og fram­vinda máls­ins öll var hálf ótrú­leg og ljóst fór að verða að rof hafi orðið á þeirri keðju trausts sem ríkja á milli þeirra sem standa að fram­kvæmd kosn­inga og kjós­enda sjálfra. Kjör­gögnin höfðu ekki alltaf verið varin sam­kvæmt lögum og reglu­gerðum og ekki hafði alltaf verið fag­lega staðið að mál­u­m. 

Utan­kjör­fund­ar­at­kvæði og nið­ur­stöður kosn­inga í Garðabæ

Við nefnum hér síð­ast­liðnar kosn­ingar til Alþingis sem dæmi um kosn­ingar þar sem fram­kvæmd hefði getað verið betri og dæmi um það þegar fram­kvæmd kosn­inga leiðir síðar af sér gjör­breytta nið­ur­stöðu. Nú eru sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar nýaf­staðnar og aftur stöndum við frammi fyrir því að betur hefði getað verið staðið að fram­kvæmd­inni og að fram­kvæmdin sjálf hefur jafn­vel haft áhrif á nið­ur­stöðu þeirra. Um er að ræða utan­kjör­fund í Holta­görðum og Garða­bæj­ar­list­ann í Garða­bæ.

S+P+V eru G, en S eru ekki talin til G

Í Garða­bæj­ar­list­anum er fólk úr Sam­fylk­ing­unni, Vinstri græn­um, Pírötum og óháð­um. Garða­bæj­ar­list­ann vant­aði ein­ungis 12 atkvæði til að ná þriðja bæj­ar­full­trúa inn í bæj­ar­stjórn. Nokkrir umboðs­menn list­anna skoð­uðu atkvæðin sem höfðu verið úrskurðuð ógild. Sam­tals voru það um 40 atkvæði, í þeim bunka voru 23 utan­kjör­fund­ar­at­kvæði, þar af voru 14 þeirra merkt bók­stafnum S, 6 atkvæði merkt bók­stafnum V og 3 atkvæði merkt bók­stafnum P. Því var þriðj­ungur ógildra atkvæða utan­kjör­fund­ar­at­kvæði greidd S, sem ekki var í fram­boð­i. 

Í kjöl­farið fór fram end­ur­taln­ing í Garðabæ vegna þess hve litlu mun­aði á atkvæða­fjölda. Umboðs­maður Garða­bæj­ar­list­ans lagði fram bókun við end­ur­taln­ingu og vakti athygli á því og sagði að það kæmi til álita að atkvæði merkt S, V og P yrðu talin til Garða­bæj­ar­list­ans en for­maður kjör­stjórnar sagði óger­legt að gera það. Nið­ur­staða end­ur­taln­ingar var sú sama og í fyrri taln­ingu og leiddi í ljós óbreytta taln­ingu atkvæða. 

Þor­björg Þor­valds­dóttir odd­viti Garða­bæj­ar­list­ans sagði í við­tali við frétta­stofu Rúv að þetta væri auð­vitað mjög svekkj­andi, en að þetta væri miklu stærra mál en að það snúi bara að úrslitum í Garða­bæ. Hún sagði að Garða­bæj­ar­list­inn legði áherslu á að verk­lag­inu yrði breytt og að þetta yrði í lagi næst þegar kosið yrð­i. 

Auglýsing
Aðstandendur Garða­bæj­ar­list­ans íhug­uðu alvar­lega að kæra, en komust að lokum að þeirri nið­ur­stöðu að gera það ekki. Kæru­frestur rann úr síð­ast­liðin sunnu­dag. Hægt hefði verið að kæra og fara fram á ógild­ingu sem hefði þá leitt til upp­kosn­ing­ar, en eftir mikla íhugun var fallið frá því að kæra kosn­ing­una sjálfa, heldur yrði lögð áhersla á rétt verði staðið að kosn­ing­unni næst. Full­trúar Mið­flokks­ins lögðu hins vegar fram kæru á kosn­ing­arnar í Garðabæ vegna þess sem þau töldu ágalla á kjör­seðli. Ný bæj­ar­stjórn mun ekki taka sæti fyrr en kæra mið­flokks­fólks verður afgreidd. 

Eina leiðin til að fá úr skorið hvort nægj­an­lega öruggt megi telja að kjós­endur sem ætl­uðu sér að kjósa Þor­björgu og Garða­bæj­ar­list­ann og settu S á kjör­seð­il­inn, telj­ist til atkvæða Garða­bæj­ar­list­ans eins og 2002, er að fá úrskurð úrskurð­ar­nefndar kosn­inga­mála. Umboðs­maður Garða­bæj­ar­list­ans sendi Lands­kjör­stjórn fyr­ir­spurn fyrir helgi, en kæru­frestur rann svo út síð­ast­liðin sunnu­dag og hafði honum þá enn ekki borist svar. 

Ekki var farið eftir reglu­gerð við fram­kvæmd utan­kjör­fund­ar. Lík­legt er að það hafi haft áhrif á nið­ur­stöð­una í Garðabæ

Þegar kjós­andi mætti til utan­kjör­fundar í Holta­görðum blasti við í kjör­klefa val af stimplum með öllum bók­stöfum fram­boða sem buðu fram á land­inu. Við­kom­andi kjós­andi hefði því þurft að skoða upp­lýs­ingar varð­andi þau fram­boð sem velja mátti milli í hans kjör­dæmi, svo gæti hann þá gengið inn í kjör­klef­ann og stimplað inn bók­staf sem sam­svar­aði því fram­boði sem hann veldi að kjósa. En hafði kjós­and­inn aðgang að réttum upp­lýs­ing­um?

Bent hefur verið á að fram­kvæmd utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðslu hafi ekki verið í sam­ræmi við reglu­gerð. Umboðs­maður Pírata, sem einmitt er annar höf­unda þess­arar grein­ar, er á meðal þeirra sem gert hafa athuga­semd við að upp­lýs­ingar um fram­boðs­lista og fram­bjóð­endur héngu ekki uppi í kjör­klefum eins og kveðið er á um í reglu­gerð. Hann birti nýverið grein sem titluð er Fyr­ir­mælum reglu­gerðar ekki fylgt við kosn­ingu utan kjör­fundar þar sem fram kemur að á utan­kjör­fund­ar­stað í Holta­görð­um, en þaðan komu nær öll utan­kjör­fundar atkvæð­in, hunds­aði kjör­stjóri lengst af að hengja upp lista yfir fram­boð allra sveit­ar­fé­laga þrátt fyrir margend­ur­teknar ítrek­anir umboðs­manna. List­inn kom fyrst upp nokkrum dögum fyrir kjör­dag. Þannig áttu kjós­endur mjög erfitt með að vita hvaða fram­boð væru í boði, til dæmis í Garða­bæ. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem umboðs­menn fengu, þegar þeir spurðu út í það hvað starfs­menn kjör­stað­ar­ins hefðu gert þegar kjós­endur spurðu þau út í það hvaða listar væru í fram­boði, var kjós­endum sagt að "gúggla" fram­boð­in. Ef fólk „gúgglaði þá“, og nú, rétt eftir kosn­ingar er það enn svo: „Fram­boðs­listar í Garðabæ" þá kom fyrst og efst upp síða sem heitir „Fram­boðs­listar í kjöri í Garðabæ" Á þeirri síðu er fram­boð S-lista aug­lýst, en þar seg­ir:

„S listi. Listi Garða­bæj­ar­list­ans, Bæj­ar­mála­fé­lags Garða­bæj­ar.

Þessi síða er frá 2002. Kjós­endur sem fara að ráði starfs­manna kjör­staðar og gúggla fram­boðin í Garðabæ fá því upp S - lista.“

Í 103 gr. nýrra kosn­inga­laga segir um mat á gildi atkvæðis sem greitt er utan kjör­fund­ar.

Atkvæði sem greitt er utan kjör­fundar skal meta ógilt ef:

„a. kjör­seð­ill er auð­ur,

b. ekki má með öruggum hætti sjá hvaða fram­boðs­lista eða fram­bjóð­anda kjós­andi hefur viljað greiða atkvæði sitt.“

Sam­kvæmt okkar upp­lýs­ingum er það svo að ef kjós­andi skrifar til dæmis nafn efsta manns list­ans á utan­kjör­staða­kjör­seð­il­inn þá telj­ist atkvæðið greitt þeim lista sem nafnið er á.

Nú er spurn­ing­in: Dugir staf­ur­inn S á utan­kjör­funda­kjör­seðli til að sjá með öruggum hætti hvaða fram­boðs­lista eða fram­bjóð­anda kjós­andi hefur viljað greiða atkvæði sitt eins og segir í 103 grein­inni? Við­kom­andi var vænt­an­lega annað hvort að kjósa Sam­fylk­ing­una sem er hluti af fram­boði Garða­bæj­ar­list­ans, eða að kjósa Garða­bæj­ar­list­ann sjálfan með eldri bók­staf fyrir fram­boð­ið, áður var fram­boðið undir bók­stafnum S en nú er það undir bók­stafnum G. 

Við nán­ari skoðun á fyrri kosn­ingum kom fram að í Alþing­is­kosn­ing­unum 2003 hafi Vinstri Græn haft staf­inn U þar sem Kvenna­list­inn hafði áður haft staf­inn V en var þá ekki í fram­boði. Við utan­kjör­funda­at­kvæða­greiðslu komu upp nokkur fjöldi kjör­seðla sem voru merktir V. Var ákveðið í öllum kjör­dæmum lands­ins að telja atkvæði merkt V sem atkvæði merkt U. Þar er fengið for­dæmi sem hefði lík­lega dugað til að kjósa þriðja bæj­ar­full­trúa Garða­bæj­ar­lista. 

Gerum betur næst

Píratar berj­ast alltaf fyrir bættum ferlum og rétt­mætu aðgengi að upp­lýs­ing­um. Í þessu til­viki snýst málið ein­fald­lega um að fólk hafi upp­lýs­ingar um það hvað það er að kjósa, hverjir val­kost­irnir eru og hvernig skuli rétti­lega merkja sitt val. Í grunn­inn snýst þetta um rétt kjós­anda til réttra upp­lýs­inga til að geta nýtt lýð­ræð­is­legan rétt sinn til að greiða atkvæði.

Auglýsing
Hvernig má bæta aðgengi að upp­lýs­ingum og bæta ferlin fyrir næstu kosn­ing­ar? Til dæmis með því að fara eftir 8. gr  og 26. gr. reglu­gerðar um kjör­gögn, atkvæða­kassa o.fl. við kosn­ingar sem kveður á um að Lands­kjör­stjórn skuli útbúa og útvega utan­kjör­fund­ar­gögn, meðal ann­ars upp­lýs­ingar um þá fram­boðs­lista sem eru í kjöri. Við sveita­stjórn­ar­kosn­ingar þar sem fram fer lista­kosn­ing skuli yfir­kjör­stjórn útbúa lista yfir þá sem eru í fram­boði í við­kom­andi sveit­ar­fé­lagi. Svo seg­ir þar orð­rétt:

„Upp­lýs­ingar um fram­boðs­lista eða for­seta­efni skulu vera til staðar þar sem atkvæða­greiðsla utan kjör­fundar fer fram. Ef slík atkvæða­greiðsla fer fram á þeim stöðum sem til­greindir eru í 1.-2. Tölul. 1. Mgr. 69. Gr. og 70. Gr. kosn­inga­laga skulu slíkar kosn­inga­leið­bein­ingar að jafn­aði festar upp á áber­andi stað. [...] Upp­lýs­ingar um fram­boðs­lista eða for­seta­efni skal hengja upp á áber­andi stað á kjör­stað.“

Við köllum eftir breyttum vinnu­brögðum og auk­inni fag­mennsku þegar kemur að fram­kvæmd kosn­inga. Við höfum tæki­færi til að tryggja eðli­legt aðgengi að upp­lýs­ingum á utan­kjör­fund­ar­stöðum í næsta skipti. Að sjálf­sögðu yrði það fagn­að­ar­efni fyrir Garða­bæj­ar­list­ann ef nið­ur­staðan yrði sú að atkvæði merkt S yrðu talin sem atkvæði greidd Garða­bæj­ar­list­an­um, en aðal mark­mið okkar nú er að tryggja rétta fram­kvæmd næst. Ef tekið hefði verið mark á umkvört­unum umboðs­manna væri tæp­lega vafi um nið­ur­stöð­una. Ef það eru hnökrar á fram­kvæmd sem stjórn­völd bera ábyrgð á, ætti kjós­and­inn að njóta vafans. 

Fram­kvæmd kosn­inga getur haft áhrif á nið­ur­stöðu kosn­inga. Það er mik­il­vægt að almenn­ingur geti treyst því að fram­kvæmd hinna lýð­ræð­is­legu ferla séu við­un­andi og þannig sé hægt að treysta nið­ur­stöðum kosn­inga. Fag­leg fram­kvæmd kosn­inga er mik­il­væg til að tryggja traust kjós­enda á ferl­inu.

Það er mik­il­vægt, til að almenn­ingur geti treyst kosn­inga­ferl­inu og að um það ríki góð sátt, að kjós­endur hafi greiðan aðgang að þeim upp­lýs­ingum sem eiga að liggja fyr­ir, áður en inn í kjör­klef­ann er gengið og það er mik­il­vægt að kjós­endur geti treyst því að kjör­gögn verði rétti­lega inn­sigl­uð, með­höndluð og talin og að farið sé eftir reglu­gerðum og lög­um, þó svo að kannski hafi van­inn áður verið annar en sá sem kemur fram í gild­andi lögum og reglu­gerð­um. Með auknu trausti og sátt ættum við að fá betri hug­ar­ró, sjá aukna kjör­sókn og upp­lifa meiri sátt um störf kjör­inna full­trúa.

Greta Ósk Ósk­ars­dóttir er Pírati sem sat í 7. Sæti Garða­bæj­ar­list­ans og Ind­riði Ingi Stef­áns­son er Pírati og umboðs­maður Pírata í Kópa­vogi, vara­þing­maður Suð­vestur kjör­dæmis og verð­andi vara­bæj­ar­full­trúi í Kópa­vog­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar