(h)Land tækifæranna

Kjartan Sveinn Guðmundsson segir að með því að styðja einungis við þá best tengdu í samfélaginu og leyfa fámennum hópi að fá sífellt meiri umsvif missum við ekki einungis tækifæri til bjartari framtíðar heldur sköðum við lýðræðið.

Auglýsing

Fyrir hverja frétt sem gefur mér von um fram­tíð lands­ins, koma þrjár fréttir sem láta mig vilja flytja úr landi. Engir veislu­skammtar engin ný síma­skrá, ég má bara vinna og læra hag­nýta sagn­ar­haglög­fræði. Ef ég myndi ganga í Sjálf­stæð­is­flokk­inn fengi ég reyndar ókeypis banka eftir nokkur ár, en það er fremur bug en feat­ure. Ann­ars er lítið spenn­andi að frétta á Ísa­landi voru fagra. Pönkið er dautt og stemn­ingin með.

Þó vilja sumir meina að þetta sé land tæki­fær­anna. Tæki­færi? Jú, tæki­færin hérna eru til arð­ráns eða sam­fé­lags­legra breyt­inga sem hefðu átt að ger­ast fyrir ára­tug síð­an. Þetta á ekki að vera svona, en þeir sem eiga að þjón­usta fjall­kon­una hunsa hana eftir eigin henti­semi og við erum nógu með­virk til þess að það sleppi. Áminn­ing: Vist­ar­band­inu hefur verið aflétt!

Talandi um vist­ar­band, er óupp­runa­leiki nýlegra, heimsku­legra ákvarð­ana ýmissa ráð­herra merki um stöðn­un, jafn­vel hnign­un, íslensks sam­fé­lags? Banka­salan er afrit og lím­ing (e. copy & paste) af töktum frá alda­mótum og nýleg rasísk ummæli hefðu frekar átt heima í kringum alda­mótin þar á und­an. Í stað­inn fyrir að selja hlut­ann í bank­anum fyrir raf­mynt eða gera lítið úr fram­kvæmda­stjóra bænda­sam­tak­anna fyrir eitt­hvað annað en melan­ín­magn húðar þá er keyrt á gír sem hefði átt að skipta úr í kringum hrun. Er íslenskt sam­fé­lag staðn­að? Er blauti draumur Fram­sóknar um að ekk­ert nýtt muni ger­ast búinn að rætast? Ef svo er, þá er hápunktur íslensks nútíma ein­hvers­konar Himmel­bjerget í Krakoam-fjall­garði stemn­ings­ríkja Evr­ópu.

Auglýsing

Talandi um að fjar­lægðin geri fjöllin gul, þá er þessi grein hluti af aug­lýs­inga­her­ferð fyrir nýja fyr­ir­tækið mitt, Hland­vania ehf., en Hland­vania er nýkomið með einka­leyfi á sölu á Hlandcerta, blöndu af bað­vatns­-­konsept­inu hjá Bellu Delp­hine og place­bo-pilll­um. Vanda­málið er að ég get ekki stundað við­skipti í íslenskum krón­um, þótt að kvóta­eig­endur græði á henni þá græði ég meira á því að nota evr­ur. Svo var virki­lega erfitt að kom­ast á íslenskan hluta­bréfa­mark­að, sem er í raun­inni bara leik­völlur fárra útvalda fag­fjár­festa. Að ég tali ekki um að melan­ín­magn ýmissa starfs­manna okkar er hærra en með­al­talið á Íslandi og þeir eru því sífellt hand­tekn­ir. Hland­vania er því, vegna hent­ug­leika, flutt til Dan­merk­ur. Þetta bylt­ing­ar­kennda konsept sem Hlandcerta er fór illa í ákveð­inn hóp hér­lend­is, sem hætti ekki að senda okkur morð­hót­anir og við fórum því af (h)landi brott með millj­arða­biss­nessið okk­ar. Bless bozos!

Aftur að efn­inu: Með því að styðja ein­ungis við þá best tengdu í sam­fé­lag­inu og leyfa fámennum hópi að fá sífellt meiri umsvif í sam­fé­lag­inu missum við ekki ein­ungis tæki­færi til bjart­ari fram­tíð­ar, heldur skaðar það lýð­ræði þegar frekar er hlustað á biss­nesskarla en ... jú vilja lýðs­ins sem á að ráða. Þetta (h)land tæki­fær­anna er ekki til fyrir venju­legt fólk. Það er kannski hægt að skapa það! En það væri út frá öðru stjórn­ar­mynstri ... hvort sem ég veit eða vona það veit ég ekki.

Höf­undur er í sjö­unda sæti á lista Pírata í Kópa­vogi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar