Hrói höttur á röngunni

bps-1.jpg
Auglýsing

Sjáðu fyrir þér ungt par með tvö börn að labba niður Lauga­veg­inn. Annað er korna­barn í kerru, hitt röltir með. Ekk­ert að frétta. Ágætis veð­ur. Litið í einn og einn búð­ar­glugga. Lundar í þeim öll­um.

Skyndi­lega kemur skokk­andi að þeim, léttsveitt­ur, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjarni Ben. „Sæl ver­ið­i.“ „Hæ … Bjarn­i?“ svarar parið hik­andi. „Hérna, ekki mætti ég aðeins fá að kíkja á veskið ykk­ar?“ spyr hann. Þau líta hvort á ann­að. Vilja ekki vera dóna­leg, en kunna ekki heldur við að rétta honum veskið sitt, af því þetta er mjög und­ar­leg bón. „Bara í smá­stund, ég er sko Bjarni Ben.“ Vissu­lega. Góður punkt­ur.

Unga konan tekur upp seðla­veski og réttir Bjarna hik­andi. „Takk,“ segir hann, hummar eins og maður með hreina sam­visku og byrjar að gramsa. Skyndi­lega veiðir hann svo upp 40 þús­und krónur í brak­andi nýjum tíu­þús­und­króna­seðl­um, skutlar vesk­inu í and­litið á barn­inu í kerrunni með „gjössovel“ á vör­unum og skokkar burt sömu leið og hann kom. Þau standa eftir gap­andi. Bíð­andi eftir ein­hvers­konar David Blaine pönslæni. Eftir því að Auddi Blö komi aðvíf­andi, klappi þeim á bak­ið, flissandi „Tek­in!“. Í stað­inn horfa þau á eftir Bjarna stoppa næsta Range Rover og henda pen­ing­unum inn um bíl­glugg­ann með orð­unum „Ekk­ert að þakka“.

Auglýsing

Ef við erum sam­mála um að þetta sé óvið­un­andi ástand, þá skulum við athuga hvað er hægt að gera í því. Finnum saman áfanga­stað og leitum svo leiða að hon­um. Því þó ég viti ekki hverjar lausn­irnar eru, þá veit ég að við erum mjög mörg sam­mála um að ástandið akkúrat núna sé algjör­lega ömur­legt. Fari versn­andi, og kalli á rót­tækar breyt­ing­ar.

Okkur langar kannski til þess að trúa því að við höfum búið við jöfn kjör, en án þess að ég ætli að fara of langt út í þá sálma hversu hand­ó­nýtt kerfi hið kap­ít­al­íska feðra­veldi er, þá hafa kjörin verið allt annað en jöfn.

Íslenska ríkið er ekki til nema vegna fólks­ins í land­inu. Alþing­is­menn eiga að vera að þjóna okkur en eru í stað­inn að þjóna hags­munum fjár­magns­eig­enda. Þessum stað­reyndum verður ekki breytt með kosn­ing­um. Án átaka milli kúg­ara og hinna kúg­uðu verða engar fram­far­ir.

Það kom svo ber­sýni­lega í ljós þegar vinstri­st­jórnin haltr­aði í gegnum eitt kjör­tíma­bil að allt kerfið er troð­fullt af hand­bendum og kónum vald­haf­anna. Tann­hjól rík­is­stjórn­ar­innar höktu stöðugt því þeim var snúið af liðs­mönnum Dav­íðs Odds­sonar og hinna sem höfðu stjórnað ára­tug­ina þar á und­an. Allt rétt­ar­kerfið og öll ráðu­neyti full af fólki sem var til­búið að bregð­ast við því að í smá­stund sætu hryðju­verka­menn við stjórn­völ­inn. Enda voru hendur þeirra sýni­lega bundnar allt kjör­tíma­bil­ið.

Þannig svertu vald­haf­arnir bak­við tjöldin til dæmis nýju stjórn­ar­skrána. Sögðu að kosn­ing­arnar væru ógildar af því kjör­klefum var breytt vegna þess að þetta voru algjör­lega ein­stakar kosn­ingar sem þörfn­uð­ust sér­stakra kjör­klefa og þess­vegna væru þær ómark­tæk­ar. Ha?

Sumir segja að nýja stjórn­ar­skráin hafi verið samin til þess að kné­setja Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Er það svo slæmt? Nas­ista­flokk­ur­inn var bann­aður í Þýska­landi eftir seinna stríð. Það heppn­að­ist ágæt­lega hjá þeim.

En Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, hags­muna­sam­tök fjár­magns­eig­enda, sá hópur sem ber stærsta ein­staka ábyrgð á hrun­inu 2008, er enn starf­andi. Enn mjög öfl­ug­ur. Enn í óða önn að einka­væða alla helstu almanna­þjón­ustu í hend­urnar á auð­mönn­um. Þetta kýs stór hluti þjóð­ar­inn­ar.

Sem er svosem ekk­ert skrít­ið. Það halda flestir með sig­ur­veg­ar­an­um. Vilja vera í liði með þeim sem vinn­ur. Það héldu flestir með Schumacher, Man United, KR og Chicago Bulls. Að sjálf­sögðu vill skyn­samt fólk koma sér í mjúk­inn hjá þeim sem öllu ráða. Fólk sleikir bláa sjálf­stæð­is­fálk­ann í ömur­legri und­ir­gefni og von um að nokkrir brauð­molar falli í munn þess þegar hann hristir fjaðr­irn­ar.

Mestu auð­æfi Íslands eru á örfárra hönd­um. Aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar síð­ustu miss­eri sýna að þær hendur kæra sig ekk­ert um að þess­ari stað­reynd sé breytt. Auð­æfi ganga í erfð­ir. Fátækt gengur í erfð­ir. Sig­mundur er ekki að fara að rétta þér pen­inga­búntið sem hann lof­aði þér þó þú hafir kosið hann. Leið­rétt­ingin sem hann laug að þér var jafn ömur­legur brand­ari í kosn­inga­bar­átt­unni og hún er í fram­kvæmd. Við erum að fylgj­ast með auð­vald­inu gera allt sem það getur til þess að verja og auka vald sitt. Rústa tekju­litlum fjöl­skyldum með hækkun mat­ar­skatta. Skera sér­stakan sak­sókn­ara á háls. Gefa rík­asta fólk­inu í land­inu ávinn­ing­inn. Bjarni Ben =  Hrói Höttur á röng­unni.

Þegar máln­ingin flagn­ar, þá skröpum við hana af. Þegar bleyjan lykt­ar, þá skiptum við um hana. Ég er ekki með lausnir eða svör við því hvað eigi að taka við, enda er það okkar allra að ákveða. Og er eitt­hvað meira spenn­andi en sam­fé­lag fólks að rífa niður stétt­skipt hreysið sem það fékk í vöggu­gjöf, til þess að byggja saman upp rétt­látt sam­fé­lag?

Stundum er vonin það eina sem maður á. Ég á ekk­ert handa Íslandi annað en von um að hlut­irnir breyt­ist. Til hins betra. Að svo rót­tækar umbætur eigi sér stað að hér verði mann­sæm­andi að búa. Að við getum hætt að elt­ast við það að mæta í vinnu til þess að borga af húsi og bíl til þess að geta búið ein­hvers­staðar og keyrt frá hús­inu í bílnum í vinn­una sem borgar fyrir bíl­inn og hús­ið.

Brjótum upp þennan ömur­lega víta­hring. Sýnum heim­in­um. Verum for­dæm­ið. Því þrátt fyrir fámenni og galla erum við mjög fram­sækin þjóð. Setjum tón­inn fyrir nýja og ótrú­lega tíma. Hættum að DV-kommenta okkur í gegnum vet­ur­inn. Stöndum upp og tökum okkur í hönd valdið sem rétti­lega er okk­ar.

Þess­vegna segi ég: Brennum Alþingi! Brjótum það nið­ur, hvern ein­asta stein. Byggjum svo úr rúst­unum risa­vaxna basalt-löngu­töng, tákn fyrir það sem húsið stóð fyrir undir lok­in: vald­hafa að færa pen­inga úr vösum okkar í vasa auð­manna.

Förum svo út og sköpum rétt­lát­ara sam­fé­lag fyrir alla. Sam­an.

Höf­undur er ljóð­skáld.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþingi hefur ekki tekist að endurheimta það traust sem hefur tapast frá byrjun árs 2018.
Almenningur treystir síst Alþingi, borgarstjórn og bankakerfinu
Eitt af markmiðum sitjandi ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmála var að efla traust á stjórnmál og stjórnsýslu. Í dag er traust á Alþingi sex prósentustigum minna en það var í upphafi kjörtímabils, þótt að hafi aukist umtalsvert frá því í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Ekki sést jafn mikil neikvæð áhrif á flugiðnað síðan 11. september 2001
Greinendur segja að smám saman sé að koma í ljós hversu gríðarleg áhrif kórónaveiran hefur haft í Kína og víðar. Útlit er fyrir að efnahagslegu áhrifin verði mikil á næstu mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None