Hrunadans glaphyggjunnar

Óöguð nýhyggja – öfugsýn á Keynes – virðist vera orðin pólitísk mantra nýrrar kynslóðar stjórnmálafólks sem fussar við aðhaldi og aga, skrifar Þröstur Ólafsson hagfræðingur.

Auglýsing

Það er auð­velt að láta ljúfa ósk­hyggju rugla dóm­greind sína og glögg­skyggni. Þá er aldæla að brengla saman jákvæðni og bjart­sýni. Afleið­ingin verður óhjá­kvæmi­lega glap­sýn. Nýverið bar fyrir augu les­enda Mbl. grein eftir fjár­mála­ráð­herra þar sem hann lýsti því yfir að ekki þyrfti að hafa alvar­legar áhyggjur af við­var­andi halla­rekstri rík­is­sjóðs eða mik­illi skulda­söfnun þar á bæ. Við­spyrnan eftir COVID yrði þeim mun öfl­ugri sem gefið yrði betur á garð­ann nú. Efsti fram­bjóð­andi Sam­fylk­ing­ar­innar í öðru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu kom inn á skuld­setn­ingu rík­is­sjóðs og end­ur­greiðslu­tíma í sama blaði. Fram­bjóð­and­inn segir ekki skyn­sam­legt í stöð­unni að setja þessu tvennu skorð­ur. Hefur ekki áhyggjur að skulda­söfnun rík­is­sjóðs og bætir síðan við: „ Ef unnið er of hratt á skulda­stöð­unni gæti slíkt bitnað á vaxt­ar­getu hag­kerf­is­ins í mörg ár.“ For­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefði ekki orðað þetta mýkra eða meira sann­fær­andi.

Óöguð nýhyggja

Þessi óag­aða nýhyggja – öfug­sýn á Key­nes – virð­ist vera orðin póli­tísk mantra nýrrar kyn­slóðar stjórn­mála­fólks sem fussar við aðhaldi og aga. Á sama tíma eru verk­efni sem áður voru í verka­hring rík­is­fjár­mála færð hljóð­lega yfir til Seðla­banka. Fyrst var þessi stefna mótuð af Seðla­banka Evr­ópu á tímum Mario Drag­his, þegar evran var að fara á hnén og fjár­mála­ráð­herrar ESB-­ríkja höfðu ekki kjark til að taka til í banka­kerfi hvað þá í afar skuld­settum rík­is­sjóð­um. Gríska eyðslu­kreppan leiddi til líf­legrar umræðu meðal Key­nes­sinn­aðra Evr­ópu­krata, sem fóru að hugsa eðli pen­inga með nýjum hætti. Gert var lítið úr full­yrð­ingum sem sögðu að allir hlutir kost­uðu eitt­hvað, úr því pen­ingar væru orðnir ókeyp­is. Engin knýj­andi þörf væri á því að setja end­ur­greiðslu­tíma­mörk á lán sem seðla­bankar settu í umferð. Þetta voru nýmæli. Jafn­hliða þessu hófst tíma­bil útgáfu ódýrra pen­inga, sem báðir stóru seðla­bank­arnir sitt hvoru megin atl­antsála stóðu fyr­ir. Vext­ir, þetta gamla stýri­tæki fjár­mála­heims­ins, voru að mestu gerðir óvirk­ir. Kodd­inn að nýju orð­inn brúk­legur sem geymslu­staður pen­inga. Nei­kvæðir vextir voru komnir á dag­skrá. Þarna opn­að­ist gósentíð fyrir ódýrar lán­tökur skuld­settra rík­is­sjóða í álf­unni. Strand­góss glæfra­legra lána­stefnu einka­banka og fúl skulda­bréf, gefin út af fjár­vana rík­is­sjóð­um, færð­ust yfir í hirslur seðla­bank­anna. Ekki gafst tími til að taka á strúkt­úr­vanda fjár­mála­kerf­is­ins eða krónískum halla­rekstri rík­is­sjóða. Bara fal­inn um stund með nýjum töfra­brögð­um.

Öllu eru tak­mörk sett

Allt þetta er gert hér að umræðu­efni því nú virð­ist sam­staða um að við Íslend­ingar ætlum að feta þessa leið. Það gleym­ist gjarnan að þau lönd sem skuld­uðu minnst komust skást útúr krepp­unni 2008/2010. Og fjár­mála­ráð­herra hefur marg­sinnis með réttu, lagt áherslu á að góð skulda­staða rík­is­sjóðs sé for­senda þess að hægt sé að vera örlátur á almannafé um stund­ar­sak­ir. Meðan fjár­hags­legt umhverfi er jákvætt hafa menn til­hneig­ingu til að vera örlátir á opin­bera pen­inga en hugsa dæmið ekki til enda, því öllu eru tak­mörk sett. Rík­is­sjóður lands­ins hefur um nokk­urt skeið jafn­vel áður en COVID vand­inn reið yfir, verið rek­inn með miklum halla. Mörk hans hafa ekki verið til­greind og munu örugg­lega ekki verða sýni­leg á kosn­inga­ári. Ekki er því að neita að áhyggju­leysi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, og reyndar ýmissa fleiri, af rík­is­fjár­málum hefur valdið mörgum áhyggj­um. Þær eru ekki að ástæðu­lausu. Menn gefa sér for­sendur um blóm­strandi fram­tíð og kryddum þær með fag­ur­gala og bjart­sýni um gjöf­ulan hag­vöxt. Það er hins vegar ýmis­legt sem hafa þarf í huga áður en við gefum bjart­sýni um gósentíð eftir COVID lausan taum­inn. Óvissan um efna­hags­þróun næsta ára­tugar er mik­il. Fáar hand­festur til stað­ar. Reynsla Evr­ópu­ríkja af opin­berri eyðslu í kjöl­far krepp­unnar 2008/10 leiddi ekki til auk­ins hag­vaxtar að neinu marki. Skuld­irnar hafa bara auk­ist. En meðan vext­irnir eru lágir veldur það ráða­mönnum hvorki kvíða né sárs­auka.

Auglýsing

Breyt­ingar í aðsigi?

En ein­hver tíð­indi virð­ast vera skammt und­an. Vextir hafa hækkað á banda­ríska fjár­mála­mark­að­inum og þá stytt­ist í að það ber­ist austur um haf. Spá­vísir erlendir rýnendur segja að við megum búast við því að sú þróun sé ekki tíma­bund­in. Þá gera margir ráð því að ferða­hegðun eftir COVID muni lÍtið breyt­ast. Um það efast aðr­ir. Það mikla áfall sem við höfum orðið fyrir í COVID-krepp­unni er ekki hvað síst að kenna ofvexti í fjöl­mennri lág­launa atvinnu­grein. Til að draga úr vægi hennar þarf mun meira til en aukn­ingu opin­berra útgjalda og almennrar neyslu. Enn verður að geta þess að ef þjóðir heims ætla sér að taka alvar­lega á lofts­lags­vánni m.a í ferða­iðn­aði, þá er hætt við því að hag­vexti þar verði tak­mörk sett. Við munum einnig þurfa að takast á við aukna mengun sjáv­ar, hækkun hans og hlýn­un. Vís­inda­menn spá kólnun Golfstraums­ins með ófyr­ir­sjá­an­legum afleið­ing­um. Von­andi er að skapalón íslensks land­bún­aðar verði þar ekki til fyr­ir­myndar þegar brugð­ist verður við þessum vanda­mál­um.

Krónu­gildran

Stærsti áhættu­þáttur áhyggju­lausra fram­tíð­ar­drauma er þó gjald­mið­ill­inn – íslenska krón­an. Eins og stendur er hún varin í bak og fyr­ir, bæði af seðla­banka sem og fjár­mála­ráðu­neyti. Við vorum nýverið að taka 117 millj­arða lán í evr­um, af því að það hefði stefnt stöð­ug­leika krón­unnar í hættu hefði lánið verið tekið hér inn­an­lands. Svo aum er staða okk­ar, að gjald­mið­ill lands­ins er ónot­hæfur til að fjár­magna útgjöld eigin rík­is­sjóðs! Rök krón­u­á­trún­að­ar­ins fyrir því að halda dauða­haldi í krón­una voru þó þau, að hún væri sniðin að þörfum íslenska hag­kerf­is­ins, þess vegna væri hún ómissandi ! Hún átti m.a. að koma í veg fyrir atvinnu­leysi. Hér er þó eitt mesta atvinnu­leysi í álf­unni ! Öllum sem vita vilja ætti að vera ljóst, að krónan mun hvorki getað siglt óstudd á frjálsum gjald­eyr­is­mark­aði né orðið sá trausti grunnur sem nýskap­andi og fram­sýnt atvinnu­líf þarf til að geta dafnað. Ef við viljum feta braut áhyggju­leysis um laus­beisl­aðan rík­is­rekst­ur, sem mér virð­ist vera orðin skoðun bæði á hægra sem vinstra væng, þá er hætta af geng­is­falli krón­unnar veru­leg. Aðeins með mik­illi erlendri lán­töku getum við búist við tíma­bundnum stöð­ug­leika. Erlendu lánin verða í þetta sinn ólík­lega greidd af skila­nefndum fall­inna banka. Krónan gerir erlend lán að veru­legum áhættu­þætti. Hún er skað­ræði ekki hag­ræði.

Full­veldi skert

Stundum er það haft á orði að full­veldi þjóða sé meiri hætta búin af ofríki þeirra sem ráða yfir auð­lindum þjóð­anna, hvort heldur þeir séu inn­lendir eða útlend­ir, en erlendu rík­is­valdi. Sá óhemju auður sem leigu­laust stjórn­kerfi fisk­veiða færir útgerð­ar­mönn­um, gerir þeim kleift að hafa við­kom­andi sveit­ar­stjórnir sem og rík­is­stjórn í tagl­inu. Þeir hagn­ast á veik­burða gjald­miðli. Auður þeirra og víð­tækt eign­ar­hald um allt atvinnu­lífið er þegar far­inn að nálg­ast þau mörk þegar vald rík­is­stjórnar tak­markast af veldi útgerð­ar­manna. Full­veldi almanna­valds­ins er skert.

Öll fyr­ir­hyggja og skyn­semi segir okkur að til að draga úr áhættu fyrr­nefndrar útgjalda- og lán­töku­stefnu sem og marg­þættri áhættu og skaða sem gjald­mið­ill okkar veldur eða kann að valda, þurfi að hefja und­ir­bún­ing að við­ræðum við ESB um upp­töku evru. Jafn­hliða verða gömlu gildin um aðhald og fjár­málaaga að verða gjald­geng að nýju. Hættum þessum láta­lát­um. Ef áhættan að fara yfir heið­ina á skíðum er glæfra­leg, verðum við að slást í för með snjó­bíln­um, jafn­vel þótt bíl­stjór­inn sé ekki heima­mað­ur. Við megum ekki setja unga fólk­ið, sem ætlar að bjarga bæði sjálfum sér og fram­tíð­inni, í þá stöðu að hún vakni í þriðja sinn upp við vondan draum. Þrátt fyrir marga válega fyr­ir­boða kom kreppan 2008 okkur á óvart, af því hug­mynda­heimur okkar var for­rit­aður með röngum for­sendum og létt­vægum fyr­ir­vör­um. Þrátt fyrir marga válega fyr­ir­boða kom veiru­kreppan kom öllum í opna skjöldu. Engin þjóð var varin fyrir henni eða sá hana fyr­ir. Látum ekki þriðju krepp­una taka okkur í bólinu.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar