Hrunið 2008-2021

Sigurjón Njarðarson segir að „hið nýja Ísland„ sem svo ákaft var kallað eftir veturinn 2008 til 2009 sé ekki komið enn.

Auglýsing

Á valdi almætt­is­ins

Banka­hrunið haustið 2008 er einn af þeim atburð­um, sem orðið hafa hér landi, sem verður minnst jafn lengi og hér býr fólk sem kennir sig til Íslend­inga. Ísland var frá­leitt eina ríki ver­aldar sem varð fyrir áfalli þessa mán­uði, en áfallið hér var senni­lega stærra og risti nær kviku en víð­ast hvar. Ástæða þess er að hér varð ekki ein­ungis fjár­hags­legt áfall. Í raun hrikti í öllum grunn­stoðum sam­fé­lags­ins. Hrunið var því bæði sam­fé­lags­legt og fjár­hags­legt. Fyrir tíu dögum síðan sat ég í heitum pott í Gríms­nes­inu, þar sem ég hitti ísra­elskan verk­fræð­ing (og að því að virt­ist áhuga­maður um íslenska banka­hrun­ið) sem þrá­spurði mig hvernig það hefði getað gerst að íslensku bank­arnir höfðu náð þeirri stærð sem þeir gerðu fyrir hrun. Frá haustinu 2008 hef ég verið minntur á hverjum degi á hrun­ið, ég hef fylgst með umræðu­þátt­um, heim­ilda­mynd­um, lesið bækur og skýrsl­ur, talað um það og hugsað um það. Það er von­laust að átta sig á því hvað hrunið hefur kostað meðal Íslend­ing­inn mik­inn tíma og mikla orku. Það er lík­lega talið í þús­undum klukku­tíma. Þrátt fyrir allt þetta átti ég engin svör handa þessum góða verk­fræð­ingi, yppti bara vand­ræða­legur öxlum og reyndi að eyða þessu með ein­hverju glotti. Þrettán árum síðar fann ég til blygð­unar við ræða banka­hrunið 2008 við erlendan mann.

Í huga okkar flestra er dag­ur­inn sem allt breytt­ist, 6. októ­ber 2008, þegar Geir H. Haarde gerði grein fyrir stöðu mála og end­aði ræðu sína á því að hvetja fólk til að halda utan um börnin sín og klykkti svo út með því að biðja Guð að blessa Ísland.

Dag­inn eftir að Ísland var falið almætt­inu á vald hófst kafli sem hefur verið kall­aður ýmsum nöfn­um, svo sem; „árin eftir hrun“, „krepp­an“, „upp­gjörið“, svo eitt­hvað sé tínt til eftir minni. Á þeim tíma var nú svo sem eng­inn skortur á skýr­ingum fjár­mála­hruns­ins. Vorið 2009 tók við stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri – Grænna sem ætl­aði sér, og var ætl­að, að „taka til eftir hrun­ið“ og leggja fram grunn að „nýju Ísland­i“. Stjórnin setti sér mark­mið fyrir fyrstu 100 daga sína sem fólu meðal ann­ars í sér að: „hefja loka­vinnu við Ices­ave - samn­ing­ana, ná samn­ingum við aðila vinnu­mark­að­ar­ins um stöð­ug­leika­sátt­mála, end­ur­fjár­magna bank­ana og semja við erlenda kröfu­hafa þeirra, leggja fram frum­vörp um stjórn­laga­þing, þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur og per­sónu­kjör, ráða nýja yfir­stjórn í Seðla­banka Íslands, hefja mótun nýrrar atvinnu­stefnu og hefja end­ur­skoðun fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins svo nokkur atriði séu nefnd." Sam­hliða þessu var til­kynnt að Ísland myndi leggja inn umsókn um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

Þarna voru til­tekin bæði atriði sem vörð­uðu allra nán­ustu fram­tíð rík­is­ins og atriði sem ætlað var að breyta Íslandi til fram­tíð­ar, ný stjórn­skip­un­ar­lög, full aðild að ESB og end­ur­skoðun fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins.

Auglýsing

End­ur­bygg­ing í umsátri

Lík­lega mun dómur sög­unnar fara mild­ari höndum um „Jó­hönnu­stjórn­ina“ en margan grun­ar. Hennar stærstu mis­tök voru að vera of metn­að­ar­full og sam­tímis að ofmeta stór­lega þann með­byr og vel­vilja sem hún greini­lega taldi sig hafa hjá almenn­ingi. Það reynd­ist vera ærið verk­efni að ná ein­hverjum stöð­ug­leika í rík­is­fjár­málin og svo var IceS­ave þarna ein­hvers staðar líka.

Virk aðkoma Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðs­ins, hags­munir erlendra kröfu­hafa í þrota­búum bank­anna og Ices­ave deil­urnar urðu björg­un­ar­bátur þeirra stjórn­mála­flokka sem mest höfðu um stjórn lands­ins að segja á árunum fyrir hrun. Ísland áranna 2009-2013 voru meðal verstu ára sem þetta unga lýð­veldi hefur séð, við urðum grimmari og orð­ljót­ari við hvort annað og ásak­anir um svik og þjónkun við óræð og erlend ill öfl urðu meg­in­stef umræð­unn­ar. Þarna var líka komið til sög­unnar nýtt sam­skipta­tæki sem gerði okkur kleyft að höggva til hvors ann­ars án þess að þurfa að fara úr húsi. Björg­un­ar­bátar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks reynd­ust svo einnig vera tund­ur­skeyti á rík­is­stjórn­ar­flokk­ana

Rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og VG, fékk í hend­urnar gríð­ar­legt verk­efni og það er auð­velt að benda á öll mis­tök hennar í bak­sýn­is­spegl­in­um. Stað­reyndin er samt sú að hún skil­aði af sér góðu búi að mörgu leiti. Þegar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, end­ur­smíð­aður með þjóð­ern­is­hyggju og stórum lof­orð­um, og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tóku við völdum 2013 var fjár­hagur rík­is­ins kom­inn í nokk­urt jafn­vægi.

Hið nýja Ísland náði samt engu flugi. Vissu­lega var kosið til sér­staks Stjórn­laga­ráðs, en Hæsti­réttur ákvarð­aði að fram­kvæmd kosn­ing­anna hefði ekki stað­ist lög. Í stað þess að end­ur­taka kosn­ing­arnar ákvað Jóhönnu­stjórnin að virða nið­ur­stöðu kosn­ing­anna og mynda sér­stakt stjórn­laga­ráð sem var falið að skrifa lýð­veld­inu nýja stjórn­ar­skrá. Frá og með þess­ari ákvörðun stjórn­valda að horfa fram hjá ákvörðun Hæsta­rétt­ar, var ára feigðar yfir öllu ferl­inu um setn­ingu nýrra stjórn­skip­un­ar­laga.

Ekki var heldur gæfu­lega staðið að aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu. Frá upp­hafi var það ekk­ert leynd­ar­mál að þing­mönnum og gras­rót Vinstri Grænna leið mjög illa með þessa umsókn. Þrátt fyrir að hafa greitt atkvæði með umsókn­inni í sölum Alþing­is, var öllum ljóst að það var aldrei „raun­veru­leg­ur“ þing­vilji fyrir slíkri umsókn. Í stað þess að sýna stjórn­mála­lega for­ystu um þetta mál var for­ystu­fólk Sam­fylk­ingar í vörn fyrir mál­ið, svo að segja frá fyrsta degi. Í stað þess að tala fyrir aðild að sam­band­inu á hug­mynda­fræði­legum og efna­hags­legum grunni, var farið í að tala um að „það væru ein­vörð­ungu við­ræður í gang­i“. Fljót­lega fór málið að snú­ast um ein­hvern „töfra­samn­ing“ og jafn­vel var talað um að það væri ein­göngu verið að skoða val­kosti. Einnig reynd­ist vera erfitt að sann­færa almenn­ing um að ríkar efna­hags­legar ástæður væru fyrir inn­göngu. Geng­is­hrun krón­unnar í kjölfar banka­hruns­ins varð til þess að spreng­ing varð í ferða­manna­straumi til lands­ins og útflutn­ings­greinar blómstr­uðu.

End­ur­skoðun Fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins hefur þá aldrei náð neinu flugi. Lík­lega vegna þess að það er í sjálfu sér ekki mjög umdeilt að kvóta­kerfið sem slíkt nái mark­miðum sín­um. Veiðar virð­ast vera nokkuð sjálf­bærar og mjög arð­sam­ar. Deil­urnar snú­ast ekki um sjálft kvóta­kerfið slíkt leng­ur, heldur frekar hvernig arður þess skilar sér í sam­eig­in­lega sjóði. Helsta breyt­ingin frá hruni er setn­ing veiði­gjalda.

26. sept­em­ber 2021

Hið nýja Ísland sem svo ákaft var kallað eftir vet­ur­inn 2008-2009 er ekki komið enn og lagður var grunnur að í stjórn­ar­sátt­mála Sam­fylk­ingar og Vinstri Grænna það vor, er ekki hér. Við höfum sömu stjórn­ar­skrá, erum enn utan Evr­ópu­sam­bands­ins og fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið er óbreytt. Þessi þrenn mál sem hér hefur verið fjallað um hafa öll verið áber­andi á stefnu­skrá ýmissa stjórn­mála­flokka í þrennum kosn­ingum frá árinu 2016.

Þegar fræð­ingar fram­tíðar fara að skrifa sögu hruns­ins og þurfa að meta hvenær punktur var settur við upp­gjör þess, er ekki ólík­legt að miðað verði við kjör­dag nýlok­inna kosn­inga. Það er alltaf erfitt að túlka nið­ur­stöður kosn­inga. Hér skal þó full­yrt eft­ir­far­andi:

  1. Meiri­hluti almenn­ings hefur ekki hug á nýrri heild­stæðri stjórn­ar­skrá, hið minnsta er það ekki atriði sem skiptir almenn­ing meg­in­máli.
  2. Meiri­hluti almenn­ings hefur ekki hug á að aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu verði end­ur­vakin í nán­ustu fram­tíð
  3. Meiri­hluti almenn­ings hefur ekki hug á stórum breyt­ingum á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu.

Að því gefnu að núver­andi stjórn­ar­flokkar nái saman um áfram­hald­andi sam­starf, sem telja verður lík­legt, er ljóst að kjós­endur muni ekki fá að taka beina afstöðu til þess­ara mála fyrr en árinu 2025. Þá verða liðin 17 ár frá hrun­inu 2008. Þar sem veik­leikar stjórn- og efna­hags­kerfis eru enn þeir sömu og 2008 er vissu­lega hætta á að þeir verði aftur opin­beraðir og þar með end­ur­vekja þessi þrenn mál sem hér hafa verið til umræðu, en von­andi kemur þó ekki til þess.

Það má, og verð­ur, að ræða ástæður þess að þessar breyt­ingar hafi ekki enn orðið hér á landi. Hinn stjórn­mála­legi veru­leiki er þó sá að mál­staður þeirra sem tala fyrir þessum breyt­ingum er veru­lega lask­aður og þarfn­ast algerar end­ur­skoð­un­ar. Til­raunin um nýja stjórn­ar­skrá mistók­st, til­raunin um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu mistókst og end­ur­skoðun fisk­veiði­kerf­is­ins mistókst. Örugg­lega sárt fyrir marga en raun­veru­leik­inn engu að síð­ur.

Til er hug­tak (mest notað í tengslum við við­skipti og hag­fræði) sem ég leyfi mér að þýða sem rökvilla sokk­ins kostn­aðar (e. sunk cost fallacy), sem lýsir sér í því að aðili lætur fyrri fyr­ir­höfn hafa áhrif á ákvarð­ana­töku í fyr­ir­liggj­andi máli. Til dæmis þegar ein­stak­lingur hefur fjár­fest mikið í gall­aðri fast­eign og heldur áfram að sóa fjár­magni í hana, í stað þess að hverfa frá henni og nýta fjár­mun­ina á betri hátt. Þá er upp­lifunin sú að verið sé að kasta verð­mætum á glæ, þegar raunin er sú að fjár­hags­lega er betra frá að hverfa.

Það er nefni­lega stað­reyndin að öll þau mál sem hér hafa verið fjallað um eru enn jafn nauð­syn­leg og þau voru vet­ur­inn 2008-2009. Það eru veiga­miklir gallar í stjórn­skip­un­ar­lög­um. Hlut­verk for­seta er óskýrt, vægi atkvæða er veru­lega skakkt í alþing­is­kosn­ingum og fleira mætti nefna. Ísland er enn háð óstöð­ugum gjald­miðli og er þiggj­andi að lögum Evr­ópu­sam­bands­ins en ekki virkur aðili við laga­gerð­ina. Sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi er vax­andi vanda­mál og það er veru­leg hætta á að auð­ræði (e. olig­archy) auk­ist enn frekar en nú þegar er orð­ið. Þessu til við­bótar eru áskor­anir í lofts­lags­málum orðnar veru­legt áhyggju­efni. Ráð­ast verður að rótum kyn­bund­ins ofbeldis sem er óþol­andi eitur í sam­fé­lag­inu okk­ar.

Hvernig sem það er gert, er ekk­ert meira aðkallandi en að hugsa frá grunni hvernig þessum málum verði þokað áfram og að þetta verði hin stóru kosn­inga­mál í kosn­ing­unum 2025. Hverfa verður frá til­lögum stjórn­laga­ráðs um nýja heild­stæða stjórn­ar­skrá. Umræða um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu verður að vera um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu en ekki þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­hald við­ræðna eða flókna ein­hliða upp­töku Evru sem gjald­mið­ils.

Þeir flokkar sem helst hafa talað fyrir þessum málum eru nú sam­ein­aðir í stjórn­ar­and­stöðu og hafa sér­stakt tæki­færi til að hefja sam­tal um hvernig þeim verður fyrir komið og nái athygli almenn­ings. Slíkt sam­tal verður að vera á grunni fram­tíð­ar, ekki for­tíð­ar.

Góðar stundir

Höf­undur er lög­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar