Húsnæðismál eru kjaramál

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, skrifar um kröfu samtakanna um að dregið verði úr eignaskerðingum í vaxtabótakerfinu svo að stuðningurinn nái til miklu fleiri heimila.

Auglýsing

Fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar er nú til umræðu í fjár­laga­nefnd og því hefur Alþingi enn tæki­færi til að bæta verstu ágall­ana á frum­varp­inu til að verja vel­ferð­ina og draga úr verð­bólgu­þrýst­ingi. Kallað hefur verið eftir því að launa­fólk taki ábyrgð á hag­stjórn­inni til að sporna gegn verð­bólgu en BSRB hefur bent á að það sé Seðla­banka Íslands og rík­is­stjórn­ar­innar að stunda hag­stjórn en að sam­tök launa­fólks beri ábyrgð á að tryggja sem best kjör og lífs­gæði fólks við kjara­samn­ings­borð­ið. Efna­hags­um­hverfið hefur svo mót­andi áhrif á lífs­kjör launa­fólks og þar með kröfu­gerð stétt­ar­fé­laga. 

Staðan sem blasir við núna er sú að mis­tök Seðla­bank­ans leiddu til gríð­ar­legrar hækk­unar fast­eigna­verðs, sem gerir fólk erf­ið­ara fyrir að kom­ast inn á hús­næð­is­mark­að­inn, og verð­bólgu sem veldur því að ráð­stöf­un­ar­tekjur launa­fólks duga skammt fyrir nauð­synj­um. Vaxta­hækk­anir bank­ans til að bregð­ast við verð­bólgu bitna síðan verst á skuld­settum heim­il­um. Fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar er ekki að bregð­ast við þeim vanda sem blasir við launa­fólki. Þvert á móti boðar það nið­ur­skurð á barna­bót­um, hús­næð­is­bót­um, vaxta­bótum og stofn­fram­lögum til almennra íbúða.

BSRB hef­ur, ásamt ASÍ, BHM og KÍ, lagt ríka áherslu á hús­næð­is­mál nú í aðdrag­anda kjara­samn­inga enda er við­ráð­an­legur hús­næð­is­kostn­aður ein af und­ir­stöðum lífs­kjara launa­fólks. Sam­tökin hafa fylgt kröfum sínum eftir gagn­vart stjórn­völdum og átt sam­ráð um aðgerð­ir. Hluti af þeirri sam­vinnu end­ur­spegl­ast í til­lögum hús­næð­is­hóps stjórn­valda sem skil­aði til­lögum í maí síð­ast­liðn­um.

Sátt­máli um hús­næð­is­ör­yggi

Viða­mesta til­laga hóps­ins var sú að ríki og sveit­ar­fé­lög gerðu með sér hús­næð­is­sátt­mála um upp­bygg­ingu 35.000 íbúða á næstu 10 árum. Mark­miðið er að stjórn­völd taki betri stjórn á hús­næð­is­mark­aðnum og byggi í sam­ræmi við þörf. Vegna upp­safn­aðrar þarfar og mik­illar fólks­fjölg­unar þarf að byggja um 20.000 þess­ara íbúða á næstu fimm árum. Sam­tök launa­fólks fagna sér­stak­lega því nýmæli að leggja eigi áherslu á fjölgun íbúða með fjár­stuðn­ingi hins opin­bera en um 30 pró­sent þeirra íbúða sem byggja á sam­kvæmt sátt­mál­anum eiga að njóta slíks stuðn­ings. Auk þess eiga félags­legar íbúðir á vegum sveit­ar­fé­laga að verða sem næst 5% af öllu nýju hús­næð­i. 

1.000 almennar íbúðir á ári

Heild­ar­sam­tök launa­fólks hafa lagt sér­staka áherslu á fjölgun almennra íbúða, en það eru íbúðir reistar af hús­næð­is­sjálfs­eign­ar­stofn­unum með 30% stofn­fram­lögum frá ríki og sveit­ar­fé­lög­um. Íbúð­irnar eru leigu­í­búðir með við­ráð­an­legri leigu fyrir fólk með tekjur og eignir undir ákveðnum mörk­um. Stofn­fram­lög hafa verið veitt til um 3.000 íbúða um land allt frá árinu 2016. Öfl­ug­asta félagið innan almenna íbúða­kerf­is­ins er Bjarg, leigu­fé­lag í eigu ASÍ og BSRB. Nú þegar hefur félagið afhent tæp­lega 700 íbúð­ir, rúm­lega 200 eru í hönn­un­ar- eða bygg­ing­ar­ferli og um 450 í und­ir­bún­ingi. Þörfin er þó langt umfram fram­boð en um 3.600 manns voru á biðlista hjá Bjargi eftir hús­næði haustið 2022. 

Auglýsing
Það er for­gangs­mál að fjölga almennum íbúðum og BSRB hefur lagt áherslu á að árlega verði veitt stofn­fram­lög til um 1.000 íbúða. Hús­næð­is­sátt­mál­inn gefur fyr­ir­heit um að þetta mark­mið náist en því miður boðar fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar fyrir árið 2023 nið­ur­skurð stofn­fram­laga. BSRB hefur mót­mælt því harð­lega og mun áfram berj­ast fyrir því að fjár­veit­ingar til stofn­fram­laga verði auknar veru­lega á næstu árum.

Hús­næð­is­kostn­aður verði innan við 25% af ráð­stöf­un­ar­tekjum

Árið 2021 var fjórða hvert heim­ili á leigu­mark­aði með íþyngj­andi byrði hús­næð­is­kostn­að­ar. Það þýðir að yfir 40% af ráð­stöf­un­ar­tekjum heim­il­is­ins fór í að greiða leigu. Þessi staða leigj­enda ætti ekki að koma á óvart því að almennt er fólk á leigu­mark­aði tekju­lægra og hús­næð­is­stuðn­ingur stjórn­valda hefur hækkað óveru­lega frá árs­byrjun 2017 á meðan leiga hefur hækkað um 35%. Á sama tíma­bili hækk­uðu ráð­stöf­un­ar­tekjur aðeins um 14%. Í júní voru hús­næð­is­bætur til leigj­enda hækk­aðar um 10% pró­sent en það dugir þó skammt til að mæta þeirri hækkun á leigu­verði sem orðið hefur á síð­ustu árum. Að óbreyttu munu hús­næð­is­bætur lækka að raun­virði á næsta ári. Hvað eig­endur varðar þá voru eitt af hverjum tíu heim­ilum með íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­að. Sú staða hefur versnað síðan vegna vaxta­hækk­ana. Áfram­hald­andi nið­ur­skurður vaxta­bóta­kerf­is­ins sem birt­ist í fjár­laga­frum­varp­inu mun ekki mæta þessum heim­ilum og ein af kröfum BSRB er sú að dregið verði úr eigna­skerð­ingum í vaxta­bóta­kerf­inu svo að stuðn­ing­ur­inn nái til miklu fleiri heim­ila. Meg­in­krafan er sú að hús­næð­is­kostn­aður leigj­enda og eig­enda verði ekki umfram 25% af ráð­stöf­un­ar­tekjum heim­ila.

Þessar kröfur sam­taka launa­fólks um fjölgun almennra íbúða og auk­inn hús­næð­is­stuðn­ing eru hóf­samar og sann­gjarn­ar. Þær stuðla að betri hag­stjórn, jöfn­uði og vinna gegn lífs­kjara­skerð­ingu hjá launa­fólki. 

Höf­undur er hag­fræð­ingur BSRB.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar